Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983
24
Utgefandi tiXiTabtt* hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. elntakiö.
Neitunarvaldi
aflétt — þáttaskil
au þáttaskil urðu í um-
ræðum um íslensk utan-
ríkismál þegar ráðuneyti
Ólafs Jóhannessonar settist
að völdum 1. september 1978,
að Alþýðubandalagið tók sæti
í ríkisstjórn sem hafði það
ekki að markmiði sínu að
rifta varnarsamstarfinu við
Bandaríkin. Tvisvar sinnum
áður frá því að varnarsamn-
ingurinn var gerður, 1956 og
1971, hafði Alþýðubandalagið
átt ráðherra í ríkisstjórnum
og höfðu þær báðar ákvæði
um það í sáttmála sínum að
rifta bæri varnarsamstarfinu.
í hvorugt skiptið náðu þau
áform fram að ganga. í árs-
byrjun 1974, áður en hin síð-
ari þessara stjórna hrökklað-
ist frá, var efnt til sögulegrar
undirskriftasöfnunar undir
kjörorðinu Varið land, þar
sem 55.522 kjósendur mót-
mæltu ótímabærum áformum
stjórnarinnar í varnarmálum
og andmæltu þannig með
undirskrift sinni stefnu Al-
þýðubandalagsins.
Öamhliða því sem Alþýðu-
bandalagið sætti sig formlega
við dvöl varnarliðsins á Is-
landi með stjórnarþátttöku
sinni 1978 var því veitt neit-
unarvald um meiriháttar
framkvæmdir í þágu þess. í
febrúar 1980 var á ný mynduð
ríkisstjórn með þátttöku Al-
þýðubandalagsins án þess að
hróflað væri við varnarsam-
starfinu. Þá var þó enn látið
undan kröfu flokksins um
neitunarvald og það veitt
varðandi nýja flugstöð á
Keflavíkurflugvelli. Má segja,
að þetta hafi verið eina
ákvæðið í sáttmála fyrri
stjórnar sem hélt gildi sínu
allan starfsferil hennar. Ólaf-
ur Jóhannesson, utanríkisráð-
herra, gaf að vísu oftar en
einu sinni til kynna að hann
gæti illa sætt sig við þetta
neitunarvald en yrði engu að
síður að hlíta því. Hagaði
hann stjórn varnarmála
þannig að á öðrum sviðum var
ekki hlaupið eftir sérvisku al-
þýðubandalagsmanna um leið
og séð var til þess að
neitunarvaldið gegn
flugstöðvarframkvæmdunum
eyðilegði ekki þá samninga
sem fyrri stjórnir höfðu gert
við Bandaríkjastjórn um fjár-
mögnun þessarar nauðsyn-
legu framkvæmdar. Er það
samdóma álit manna í öllum
flokkum utan Alþýðubanda-
lagsins, að ólafur Jóhannes-
son hafi haldið vel á þessum
viðkvæmu málum og tekið
ákvarðanir sem treysta ör-
yggi þjóðarinnar út á við.
Með myndun stjórnar
Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins á dögun-
um var neitunarvaldi Alþýðu-
bandalagsins í öryggismálum
aflétt. En það urðu jafnframt
mikilvægari þáttaskil. Við
embætti utanríkisráðherra
tók Geir Hallgrímsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins.
Er hann fyrsti sjálfstæðis-
maðurinn sem fer með stjórn
utanríkisráðuneytisins siðan
Bjarni Benediktsson lét af því
embætti fyrir 30 árum. í
þessa þrjá áratugi hefur
Sjálfstæðiflokkurinn verið
sjálfum sér samkvæmur í
utanríkismálum og aldrei
hvikað frá þeirri megin-
stefnu, að öryggi lands og
þjóðar yrði að tryggja í sam-
ræmi við mat á öryggishags-
mununum einum.
Þróun öryggismála í okkar
heimshluta hefur því miður
verið á þann veg að hernað-
arlegt mikilvægi íslands hef-
ur aukist vegna hnattstöð-
unnar og sífellt meiri umsvifa
Sovétmanna í lofti og á legi á
Norður-Atlantshafssvæðinu.
Jafnvel alþýðubandalags-
menn hafa í verki viðurkennt
að varnarsamstarfið við
Bandaríkin innan ramma að-
ildar íslands að Atlantshafs-
bandalaginu sé nauðsynlegt,
þótt í stefnuskrá Alþýðu-
bandalagsins séu enn ákvæði
um öryggismál sem hefðu
getað verið samin af hug-
myndafræðingum Varsjár-
bandalagsins.
Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur aldrei fallist á neitunar-
vald Alþýðubandalagsins um
nokkurn þátt utanríkismál-
anna og síst af öllu varnar-
málin. Er ekki ólíklegt að al-
þýðubandalagsmenn reyni að
egar stjórnarmyndun-
arviðræður voru á við-
kvæmu stigi, eða hinn 18. maí
síðastliðinn, birtist í Tíman-
um, málgagni Framsóknar-
flokksins, forystugrein sem
hét: Fordæmi Svía um stjórn-
armyndanir. Þar sagði meðal
annars: „Hið nýja kerfi Svía
er í stuttu máli á þá leið, að
þegar nýkjörið þing kemur
saman, er það að sjálfsögðu
fyrsta verk þess að kjósa for-
seta þingsins, en þing Svía
starfar í einni deild. Þingfor-
setinn hefur síðan forustu um
stjórnarmyndun."
í forystugrein Tímans var
sem sé boðuð sú stefna, að
hefna harma sinna gegn
sjálfstæðismönnum í þessum
málaflokki í samræmi við
þann tvískinnung sem ræður
ferðinni í Alþýðubandalaginu
eftir því hvort það er utan eða
innan stjórnar. Enginn þarf
að efast um hvor hefur betri
vígstöðu leggi Alþýðubanda-
lagið til atlögu við Sjálfstæð-
isflokkinn á þessu sviði.
Skjöldur Sjálfstæðisflokksins
er hreinn. Alþýðubandalagið
þarf tíma til að ná vopnum
sínum og auk þess er nauð-
synlegt fyrir flokkinn að
sanna svo að eftir því verði
tekið, að hann sé ekki „rússn-
eskt útibú" í þessu efni, svo að
notuð séu orðin sem varafor-
manni Alþýðubandalagsins
voru efst í huga á meðan
Svavar Gestsson reyndi að
mynda ríkisstjórn.
valdið til að veita mönnum
umboð til stjórnarmyndunar
skuli taka af forseta íslands
og fela forseta Alþingis.
Nauðsynlegt er að þeirri
spurningu sé svarað, hvort
Tíminn hafi með þessum
hætti verið að lýsa stefnu
Framsóknarflokksins eða
ekki. Tafarlaust verður að
útiloka allan vafa í því efni
jafnframt sem á það er
minnt, að í skoðun málgagns
Framsóknarflokksins á for-
dæmi Svía felst einnig ábend-
ing um það, að nýkjörið þing
skuli kalla strax saman til
funda.
Forseti íslands eða
forseti Alþingis?
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983
25
Vinarbréf.
Þú spyrð mig, kæri vinur,
hvernig gangi stjórnunin á ís-
landi, þar sem þú ert svo fjarri
fósturjörðinni. Hér er allt í
lagi. Leikur ekki lengur á reið-
anum einum. Komnir að
stjórnvelinum ráðherrar, sem
ku ætla að koma öllu í lag.
Sjáðu til. Gamla stjórnin,
sem var svo afskaplega rösk að
hún kom verðbólgunni úr 60
stigum í vel upp fyrir 100, veit
nú alveg hvernig á að koma
henni niður aftur. Þ.e. þeir
ráðherrar sem fóru úr henni.
Nýja stjórnin er varla byrjuð,
en sumir þeirra vita upp á hár
að allt það sem hún er ekki
farin að gera er kolvitlaust.
Hann Svavar (það er fyrirliði
þeirra sem fóru) er líka svo
svakalega klár. Strax í kosn-
ingabaráttunni var hann bú-
inn að læra það að skerðing á
laun með lögum væri alveg
forkastanlegt athæfi. Verst að
hann skyldi falla út úr stjórn-
inni einmitt þá. Meðan hann
var þar, skertu hann og félag-
ar hans nefnilega launin 14
sinnum. Og svo hefur þetta þá
allt saman verið hreinasti
óþarfi. Hann hefði bara alls
ekki haldið áfram að skerða
launin okkar í 15., 16. og 17.
... sinn, ef hann hefði fengið
að vera kyrr. Hann segir að
slíkt séu kaldar kveðjur og
árás á mannréttindi í blaðinu
sínu. Slæmt að búið var að
skerða launin okkar um nær
50% þegar hann sá að sér og
tók að kasta öllum syndum
sínum bak við sig og reyna að
sjá þær aldrei meir. Nýja rík-
isstjórnin kann líklega ekki
þessi trix. Er byrjuð að skerða
launin í 15. sinnið og segist
ætla að gera það aftur í 16.
skiptið í haust og Svavar spyr
hvort þeim detti í hug að slík
ólög fái að standa. En þar sem
hann fékk að telja ótruflaður
löglegar kjaraskerðingar upp í
14, þá finnst sumum að hinir
ættu að fá að gera það tvisvar
sinnum. Svavar og félagar
ætla ekki að láta deigan síga
og bjarga þjóðinni frá slíkum
hremmingum, nú þegar hann
er viðreistur, eins og þeir segja
í stúkunni um þá sem játa að
þeir hafi gert ljótt og vilja
snúa til betra lífernis.
Hinn hlutinn úr gömlu
stjórninni virtist ekkert
óánægður með verðbólguna —
sumir a.m. Sá ráðherrann sem
kvaddi alveg, fannst hún ekk-
ert mál. En þeir sem héldu
áfram i stjórn eru ekki
óánægðari en svo, að þeir vilja
endilega kenna við sig tímann
frá því bólgan sú fór að herða
sprettinn úr 5 stigum 1971 upp
fyrir 100 og kalla það Fram-
sóknaráratuginn. Virðast
stoltir af. Hafa nú samt ásamt
nýju sjálfstæðisvinunum sín-
um í stjórninni ráðist til at-
lögu, til að koma verðbólgunni
niður á viðunandi stig.
Það er bara eitt sem ég er
ekki alveg klár á. Hvað er við-
unandi stig? Ætli það sé ekki
álíka og í nágrannalöndunum
og landinu þar sem þú ert,
semsagt innan við 10 stig. Þeg-
ar foringi stjórnarinnar sagði
svo í blöðum að ekki yrði kosið
fyrr en búið væri að ná verð-
bólgunni niður á viðunandi
stig, þá fóru að renna á mig
tvær grímur. Það læðist að
manni lúmskur grunur um að
þá gæti orðið æði langt í að við
fengjum að ganga að kjörborð-
inu. Rétt þegar við héldum —
fyrir kosningar — að nú ætti
að fara að skila svolitlum parti
af stolna kosningaréttinum
okkar hér í þéttbýlinu til
okkar aftur. Ætli verði þá
nokkuð kosningar fyrir alda-
mótin 2000?
Ekki veit ég, vinur, hvort þú
botnar nokkuð í þessu. Það er
dálítið erfitt að skilja þetta á
þessari stundu, svona rétt á
meðan snöggu skoðanaskiptin
eru að fara fram. Og nýja
stjórnin varla farin að gera
nokkuð. Til dæmis var gamla
stjórnin mesta kærleiks-
heimili, að manni var sagt. Og
Steingrímur hinn mætasti
maður innan hennar. En nú
kemur bara í ljós, eins og hann
Ólafur Ragnar útmálar í grein
(hann er sko samherji Svav-
ars, sem ég var að segja þér
frá), að þetta var bara alltaf
bannsettur álkarl (það er
mesta skammaryrði Allaballa
að vera kenndur við þann óeðla
málm). Allir ráðherrar fram-
sóknar voru víst allan tímann
ekkert annað en íhaldstríó og
það meira að segja steinrunnið
íhald. Þingflokksformaður
samstarfsflokksins frá kær-
leiksárunum segir það. Gerðu
ekkert annað en að hrekkja
góðu ráðherrana og gera þeim
erfitt fyrir um góðverkin. Það
er ekki gaman þegar menn
breytast svona snögglega, ekki
aðeins hér og nú heldur aftur í
tímann. Hugsjónir, félags-
hyggja og þjóðernisviðhorf
bara öll horfin. Púff! Ekkert
eftir af fornum dyggðum hjá
gömlu félögunum, að því er
prófessorinn telur. Ætli það sé
annars ekki dálítið snúið að
kenna ungum stjórnmálaspek-
ingum framtíðarinnar vísinda-
leg, gagnrýnin vinnubrögð í
háskóla, ef menn og málefni
taka slíkum stakkaskiptum í
sögunni aftur í tímann?
Kannski gerir það ekki svo
mikið til, úr því koma alltaf
nýir ferskir viðtakendur.
Það var þetta með hugsjón-
irnar. Þær koma bara og fara
og enginn veit hver er hver og
hvurs er hvað. Til dæmis héldu
fulltrúar góða félagsmála-
flokksins tíðum langar tölur
um jafnrétti. Og raunverulega
var reynt að koma á jöfnuði á
undanförnum árum — með því
að auka skattbyrðina á alla.
Tókst að bæta 30 þúsund kr.
nýjum sköttum á meðalfjöl-
skylduna á 3 árum. Undir fargi
fletjast nefnilega allir út og
verða jafn flatir. Óneitanlega
snjöll hugmynd.
Veiztu, ég held að ég gefist
bara alveg upp á þessu. Eg er
búin að lesa öll blöðin í marga
daga til að reyna að gefa þér
mynd af stjórnarskiptunum.
En er sjálf orðin svo rugluð að
ég veit varla hver er góður og
hver vondur í ríkisstjórnum.
Reyni aftur seinna. Raunar er
ég ekki komin að nýju stjórn-
inni — enda er hún nánast
óskrifað blað. Reyni aftur
seinna.
En lætin drógu fram í hug-
ann vísu eftir Steingrím
Thorsteinsson. Ég skil ekki af
hverju:
Eggjadi skýin öfund svört
upp rann morgunstjarna.
„Byrgið hana, hún er of björt
helvítiö aÖ tarna“.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
| Reykjavíkurbréf
>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Laugardagur 4. júní
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Hálfs árs afmæli
verdbóta-
skerðingar
Hjörleifur Guttormsson, Ragn-
ar Arnalds og Svavar Gestsson, þá
ráðherrar í fráfarinni ríkisstjórn,
héldu upp á fullveldisdaginn, 1.
desember 1982, með því að helm-
inga umsamdar verðbætur á laun
fyrir þá í hönd farandi verðbóta-
tímabil. Verðbótaskerðingin nam
7,71%. Þjóðviljinn sagði frá þess-
um gjörningi í forsíðufrétt (18.
nóvember sl.) undir fyrirsögninni:
„Skerðing verðbóta 1. desember:
„minnkar stórlega viðskipta-
hallann!“
Síðan er vitnað í félaga flokks-
formann, Svavar Gestsson:
„Auðvitað er hér um að ræða
neyðarráðstöfun, sem gerð var
vegna mikils viðskiptahalla á síð-
asta ári, sem eykur erlendar
skuldir um 3,1 milljarð króna.
Þessar ráðstafanir nú hafa það í
för með sér að viðskiptahalli
næsta árs verður allt að 1,5 millj-
arði minni á sambærilegu verð-
lagi.“ — Með öðrum orðum: for-
maður Alþýðubandalagsins lætur
að því liggja að nauðsyn hafi borð-
ið til að minnka kaupmátt og eft-
irspurn.
En það er meira blóð í kúnni.
Svavar hnykkir á og segir:
„Með þessum ráðstöfunum er
sumsé reynt að draga stórlega úr
erlendri skuldasöfnun og treysta
efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinn-
ar. Hins vegar er því miður ljóst,
að kreppan er að knýja dyra og því
óvíst að þessar ráðstafanir dugi til
að treysta stöðu þjóðarbúsins
... “ í framhaldi af þessum að-
gerðum setti flokksformaðurinn
síðan fram kenninguna um nauð-
syn „fjögurra ára neyðaráætlun-
ar“. Loks lagði hann til í stjórnar-
myndunarviðræðum á dögunum
„að fresta 1. júní“ um einn mánuð
— og þar með þá ráðgerðum verð-
bótum á laun eins og þær lögðu
sig.
„Aðgerðir ekki
raunhæfar nú,“
sagði forseti ASÍ
Daginn eftir forsíðufrétt Þjóð-
viljans um skerðingu verðbóta á
laun um mánaðamótin nóvem-
ber/desember 1982 til að „draga
úr viðskiptahallanum" er enn
höggvið í sama knérunn. Þá birtir
blaðið fjögurra dálka forsíðufrétt:
„Áætlað fall okkar þjóðarfram-
íeiðslu 1982 og 1983: Nær einsdæmi
innan OECD síðustu 20 ár.“ Fréttin
tíundar síðan aflasamdrátt þorsks
og versnandi stöðu sjávarútvegs.
Blaðið er enn að helluleggja stíg-
inn að „fjögurra ára neyðaráætl-
un“ flokksformannsins.
Þessum fréttum er fylgt eftir
með tilvitnun í Ásmund Stefáns-
son, forseta ASÍ, um viðbrögð
samtakanna. Á forsíðu Þjóðvilj-
ans (30. nóvember sl.) trónar stór
fyrirsögn, sem höfð er eftir hon-
um: „Aðgerðir ekki raunhæfar nú“.
Ásmundur sagði: „Verkalýðssam-
tökin hljóta alltaf að taka tillit til
aðstæðna og það er þvf mat sam-
bandsstjórnarinnar að á næstunni
sé ekki raunhæft að ganga til að-
gerða vegna bráðabirgöalaga rík-
isstjórnarinnar." .Hann vitnar
m.a. í samþykkt sambandsstjórn-
ar ASÍ: „Sambandsstjórnin telur
að við núverandi aðstæður sé ekki
raunhæft að efna til andófs vegna
bráðabirgðalaganna ..."
Loks hnýtir ritstjóri Þjóðvilj-
ans, Kjartan Ólafsson, endahnút-
inn á réttlætingu verðbótaskerð-
ingarinnar með leiðara, sem hefst
á þessum orðum:
„Á morgun, 1. desember, hefst
nýtt verðbótatímabii hjá íslenzku
launafólki. Þá kemur til fram-
kvæmda sú skerðing verðbóta á
laun, sem ákveðin var með efna-
hagsráðstöfunum ríkisstjórnar-
innar frá 21. ágúst sl. Hér er um
að ræða helmings skerðingu
þeirra verðbóta sem ella hefðu
verið greiddar á laun ..."
Og ritstjóri Þjóðviljans heldur
áfram: „Sú skerðing verðbóta, sem
nú kemur til framkvæmda á sér
ærið tilefni sem engin stjórnvöld
geta horft fram hjá (leturbr. Mbl.).
Á því ári sem nú er senn á enda
hafa þjóðartekjur á mann fallið
um 5%, og það er mat Þjóðhagsst-
ofnunar að horfur séu á að þær
falli um álíka upphæð á næsta ári
(1983), jafnvel meira ..."
Þessa skemmtilegu mynd tók Garðar Pálsson skipherra hja Landhelgisgæzlunni þegar burðarflugvél með geimferjuna Enterpriae á bakinu flaug yfir Reykjavík
um daginn. Það er eins og Leifur Eiríksson sé að virða þetta tækniafrek fyrir sér, en segja má að geimskutlan sé tákn nútíma hugvits bandarískra
vísindamanna og hefur því mikið vatn runnið til sjávar frá því Leifur fann Ameríku í vestri.
Ástandið reynd-
ist enn verra en
við var búizt
Það er fróðlegt að fletta Þjóð-
viljanum frá þessum dögum
kringum síðustu (af 14) verðbóta-
skerðingum launa í stjórnartíð Al-
þýðubandalagsins. Ekki sízt i ljósi
þess, sem síðar hefur komið á dag-
inn, að rekstrarstaða atvinnuvega,
sem er hin hliðin á atvinnuöryggi
almennings, reyndist mun lakari
en fyrri úttektir Þjóðhagsstofnun-
ar bentu til, og ringulreið efna-
hagsmála enn hrikalegri. Arfleifð
fráfarinnar ríkisstjórnar bendir
til þess að við höfum nú við stærri
efnahagsvanda að glima en
nokkru sinni fyrr í sögu lýðveldis-
ins: þriggja stafa óðaverðbólga,
erlend skuldasöfnun langt um-
fram hættumörk, innlendur
sparnaður hruninn, nýkrónan
nálgast verðgildi flotkrónunnar,
staða ríkissjóðs hefur snöggversn-
að þrátt fyrir stóraukna skatt-
heimtu — og taprekstur og
skuldasöfnun undirstöðuatvinnu-
vega þegar farin að segja til sín í
atvinnubresti.
Alþýðubandalagið bjó sig undir
það, bæði fyrir og eftir kosningar,
að sitja áfram í ríkisstjórn með
því fyrst og fremst að búa fylgj-
endur sína undir „fjögurra ára
neyðaráætlun" og „frestun 1.
júní“, þ.e. umsaminna verðbóta á
laun. Ekki höfðu ráðherrar Al-
þýðubandalagsins lokað dyrum
ráðuneyta sinna, sem þeir yfirgáfu
nauðugir, þegar þeir sneru við
blaði í málflutningi. Þeir vóru
komnir í leikgervi „samninganna í
gildi" áður en þeir stigu út af lóð
Arnarhváls! Og Þjóðviljinn er eins
og „kópía" af sjálfum sér
1977/1978, þegar hann sté hruna-
dans verðbólgunnar af hvað
mestri innlifun og ábyrgðarleysi.
Já, það er mikill munur á félaga
flokksformanni á ráðherrastóli
eða utan veggja stjórnarráðsins.
Útboð á vegum
ríkis og
ríkisstofnana
meginregla
Fyrir um það bil 13 árum vóru
fest í lög (nr. 63/1970) ákvæði um
skipan opinberra framkvæmda. f
þrettándu grein þessara laga er
kveðið ótvírætt á um það að útboð
skuli vera meginregla í fram-
kvæmdum ríkis og ríkisstofnana. í
greinargerð með frumvarpi að
þessum lögum segir m.a.: „Frum-
varpið gerir ráð fyrir að sem flest
verk á vegum hins opinbera verði
unnin á útboðsgrundvelli og
tryggt verði samræmt bókhald,
þannig að samanburður kostnaðar
verkanna fáist.“ f athugasemd við
13. greinina segir: „Greinin hefur
að geyma stefnuyfirlýsingu um
það, að opinberar framkvæmdir
skuli að jafnaði unnar eftir útboði,
þótt gert sé ráð fyrir undantekn-
ingum eftir eðli verks eða öðrum
ástæðum." Hér er ótvírætt kveðið
á um mikilvægt framkvæmdaat-
riði.
Á þeim rúma áratug, sem liðinn
er frá þessari lagasetningu, hefur
framkvæmdin orðið önnur en vilji
löggjafans stóð til, samanber
ofanskráðar tilvitnanir. Þannig
námu verktakagreiðslur ríkisins
til nýrra framkvæmda við vega-
og brúargerð á árinu 1978 um 11%
kostnaðar í vegagerð það ár, 12%
1979, 18,8% 1980 og 20,2% 1981.
Hjá Hafnamálastofnuninni var
hlutfallið 14,7% 1978, 14,6% 1979,
17,8% 1980 (þar af innlendur
kostnaður 5% en erlendur — aðal-
lega efni — 12%), 6,25% innlend
útboð 1981. Hjá Flugmálastjórn
13% 1978, 24% 1979, 19% 1980 og
13,2% 1981.
Ljóst er að alltaf hljóta að verða
einhverjar undantekningar frá
„meginreglu", en það er naumast
kórrétt löghlýðni, ef meginreglur
laga eru gerðar að undantekning-
um í framkvæmdum opinberra að-
ila. Ef opinberar stofnanir treysta
sér til að vinna verk þann veg, að
þau kosti skattborgara minni pen-
inga en hjá verktökum, er sjálf-
gefið að þær fái að taka „áhættu"
eftir sömu reglum og aðrir. „Hið
opinbera" á hinsvegar að gefa al-
menningi gott eftirdæmi í lög-
hlýðni og haga framkvæmdum
þann veg, að ná sem mestu fram
fyrir sem minnstan kostnað.
Útboð örva og atvinnulífið og
kalla á samkeppni, sem oft er
kveikja að tækniframförum, vexti
atvinnugreina og grósku í samfé-
laginu. — Hitt vekur og spurn,
hvort rétt sé að sama opinbera
stofnunin annist bæði fram-
kvæmd og úttekt ýmissa kostnað-
arsamra verka.
Það ber að stefna hiklaust að
framkvæmd þessara laga (helzt
áður en þau verða mikið eldri). Þó
opinberar stofnanir hafi eflaust
þurft umþóttunartíma til að laga
sig að breyttri skipan um opinber-
ar framkvæmdir, í samræmi við
tilvitnuð lög, verður þó að telja
tíma til kominn að hrinda þeim í
framkvæmd í mun ríkara mæli. —
„Með lögum skal land byggja."
Flugstöd á
Keflavíkur-
flugvelli
Benedikt Gröndal og Geir Hall-
grímsson fluttu frumvarp á 104.
löggjafarþingi íslendinga um
flugstöð á Keflavíkurflugvelli.
Kjartan Jóhannsson, Salóme
Þorkelsdóttir, Karl Steinar
Guðnason og Eyjólfur Konráð
Jónsson endurfluttu frumvarp
þetta, nokkuð breytt, á síðasta
þingi.
Helztu efnisatriði og meginrök
frumvarpanna vóru þessi:
• Reist skal á Keflavíkurflugvelli
ný afgreiðslustöð fyrir farþega og
vörur. Stöðin skal vera íslenzkt
mannvirki, undir íslenzkri stjórn
og aðskilin frá athafnasvæði varn-
arliðsins.
• Núverandi flugstöð, sem er
gömul og úrelt timburbygging, er
með öllu ófær um að gegna hlut-
verki sínu, bæði hvað varðar að-
búnað farþega til og frá landinu
og ekki síður starfsaðstöðu þeirra
er þar vinna.
• I flugstöðinni er „óhjákvæmileg
eldhætta, sem gæti leitt til stór-
slyss þegar farþegafjöldi er mest-
ur.“
• Bygging nýrrar flugstöðvar er
og nauðsynleg til að koma við
æskilegum aðskilnaði almennrar
flugumferðar og varnarliðsstarfs,
sem allir eru sammála um.
• Flugstöðin á Keflavíkurflug-
velli er og verður „anddyri" Is-
lands gagnvart umheiminum, þ.e.
hundruðum þúsunda, sem þar
hafa viðdvöl, koma til landsins eða
fara frá því.
• Bygging nýrrar flugstöðvar,
sem verður íslenzkt mannvirki,
losar aðra aðstöðu, sem kemur
varnarliðinu til góða. Þar af leiðir
að það er reiðubúið til að fjár-
magna flughlað og leggja 20 millj-
ónir dala til sjálfrar flugstöðvar-
byggingarinnar (helming áætlaðs
kostnaðar), en heimild til þess er
tímabundin af bandaríska þing-
inu.
• Væntanleg flugstöðvarbygging
hefur verið endurhönnuð og
minnkuð til muna frá fyrstu áætl-
unum og hugmyndum.
Öll rök hníga í þá átt að hefja
þessa byggingu sem allra fyrst.
Neitunarvald Alþýðubandalagsins
í fráfarinni ríkisstjórn hindraði
þessa framkvæmd, eins og fleiri
framfaraspor. Nú er það úr sögu
— og ekki eftir neinu að bíða með
framkvæmdir.
Hér er um að ræða mikilvæga
samgönguframkvæmd, sem ekki
er vansalaust hve Iengi hefur
dregizt. Mikill meirihluti þjóðar-
innar er einhuga um að nú eigi að
ganga rösklega til þessa verks.