Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚ; 39 Hvað hefur þú verið lengi á sjó, Jón? „í níu ár, byrjaði á sjónum 16 ára gamall. Þrjá fyrstu dagana var ég hrikalega sjóveikur. í þrjá sólarhringa samfleytt hélt ég að ég væri að drepast. Síðan hef ég ekki verið sjóveikur, þó ég hafi stoppað lengi í landi, nema það hafi verið sérstök slagsíða á bátn- um.“ Þessi mikla sjóveiki hefur ekki aftrað þér frá því að verða sjó- maður? „Onei, ég varð að vera úti í tíu daga áður en ég komst í land, svo það vandist." Og hvernig er andinn um borð í Hafsúlunni? „Það er fínn andi um borð, alveg ekta,“ sagði Jónatan. „Það þýðir ekki annað. Annars væri ekki ver- andi í þessu. Fjórir um borð í þessari stærð af bát er ekki vana- legur fjöldi. Við gerum þetta svo við höfum meira uppúr þessu. Við erum allir vanir starfinu og þetta gengur eins og í sögu.“ „Sérstaklega þegar fiskast Óskin manns að eiga bát Maríus Jónsson er gamall sjó- maður eins og Geirharður og hann var hálfur niðri í lest á trillunni sinni, Ósk, að dytta að áður en hann setti hana á flot. Það þótti ekki úr vegi að spyrja hann að því hvort hann vissi um marga Marí- usa á íslandi, því nú virtist eins og nafnið væri frekar sjaldgæft. „Já, ég held það séu orðnir and- skoti margir núna sem heita þessu nafni,“ sagði hann. „Það er komið af Maríu mey held ég. Ég var í það minnsta skírður eftir konu sem hét María." Og trillan heitir Ósk. „Er það ekki alltaf óskin manns að eiga bát?“ sagði Maríus og svo fórum við að spjalla um sjó- mannsferil hans. „Ég er búinn að vera á sjó síðan 1927 en hætti því í fyrra. Þó er ég ekki alveg hættur, því ég er annað slagið á Goðanum og það er stutt síðan ég var þar síðast. Ég hafði verið í 15 eða 16 ár á Goðanum. Nei, það var ekkert gaman að Oddur Halldórsson, vélstjóri á Guðbjörgu. „Ég er ekki neinn sunnudags- sjómaður.“ svona lítið. Þá er þetta nú ekki erfitt," bætti Jón við kaldhæðinn. Þú ert ekki kallaður eiturbras- ari um borð, er það? „Það þora þeir ekki að gera. Þá gæti það ræst.“ „Gamall sjómaður fær ekkert ad gera“ Svo kvöddum við þá félaga Jón- atan og Jón og óskuðum þeim góðrar veiði. Það veitir víst ekki af. Næstur á vegi okkar var Geir- harður Jónsson, en hann var að koma fyrir netum í trillunni sinni, Skilding RE 39. „Gamall sjómaður fær ekkert að gera og því fór ég út í þessa trilluútgerð, en trilluna á ég með syni mínum. Eitthvað verður maður að hafa fyrir stafni þótt það gefi lítið í aðra hönd. Það eru margir í þessu og veiðin fer minnkandi. Það er eins og með þorskinn." Þú hefur lengi verið sjómaður. „Já, frá Reykjavík og víðar á togurum, millilandaskipum og mótorbátum," taldi Geirharður upp. Hvar veiðir þú helst á trillunni? „Það er hérna í Hvalfirðinum sem ég næ í grásleppuna og líka við Gróttu. Mér þykir alltaf gam- an að sigla þegar veðrið er gott. Ég hef nú enda siglt í 30 ár.“ því að vera á sjó þegar maður var ungur og svo skiptir það engu máli hvað madur er núna. Ég er Esk- firðingur að uppruna, en fluttist til Reykjavíkur 1935. Þá var atvinnuleysi fyrir austan. Ekki handtak að gera þar. Ég hef alltaf verið vélstjóri, tók fyrsta prófið 16 ára gamall. Þá voru nú vélarnar ekki stærri en 50 hestöfl. Ég var sjóveikur fyrst framan af, en mað- ur var lítið að fást um það, því það var lítið hægt að gera annað en vinna á sjónum i þá daga.“ Þú hefur eflaust lent í slæmum veðrum þína sjómennskutíð. „Það var einstaka sinnum að maður ienti í aftakaveðri. Einu sinni vorum við 11 sólarhringa héðan til Grimsby. Venjulega var maður þrjá eða fjóra sólarhringa þangað. Þetta eru svona 1.000 míl- ur. Við lágum þrjá daga í hafinu og allt var á kafi um borð. Bátur- inn var orðinn hálfgerður kafbát- ur,“ sagði Maríus og við kvöddum hann og Reykjavíkurhöfn, í bili að minnsta kosti. — ai. Grein: ARNALDUR INDRIÐASON Ljósmyndir: EMILÍA B. BJÓRNSDÓTTIR i'Klll^lfK^KI r r ■ „i Plötuklúbbur Karnabæjar er langstærsti starfandi plötu- klúbbur hér á landi. Eina skilyröid fyrir þátttöku í klúbbn- um er aö meölimir kaupi a.m.k. fjórar plötur eöa áspilaö- ar kassettur á hverju ári. Gegn því býöur Plötuklúbburinn öllum meölimum: 0 K. ntV M Mánaöarlegt fréttablað meö upplýsingum um nýjar plötur, tónlist og tónlistarmenn. Lista yfir allar fáanlegar plötur. Plötu mánaðarins, alltaf nýja plötu, a.m.k. 25% ódýrari en á almennum markaöi. Ýmis sértilboö og afslátt af öllum plötum. Póstkröfuþjónustu, ef pöntun berst fyrir kl. 4, er hún af- greidd samdægurs. 3 fyrir 300 Plötuklúbbur Karnabæjar býður nýjum meölimum að velja sér þrjár af þess- um plötum fyrir samtals kr. 300, auk sendingarkostnaðar. Þetta þýöir að þú færð þrjár plötur fyrir minna en verð einnar. □ Fleetwood Mac — Rumours Sígild rokkplata, ein mest selda plata allra tíma. □ Eagles — Greatest Hits 2 Safn af sívinsælum lögum, s.s. Hotel Cali- fornia, New Kid In Town, Life In The Fast Lane o.fl. □ Ego — ímynd Seinni plata hljómsveitarinnar meö lögum á borð við Mescalín og Fjöllin hafa vakað. □ Björgvin Gíslason — Örugglega Nýja plata Björgvins. Meðal laga eru Afi & L.M. Ericson. Mezzoforte — 4 Með þessari plötu eru Mezzoforte að leggja heiminn aö fótum sér. Ein með öllu Safnplata með ýmsum flytjendum. Meðal laga eru Time með Culture Club og Cry Boy Cry með Blue Zoo. □ □ □ Foreigner — Records Safnplata með bestu lögum hljómsveitarinn- ar, s.s. Cold As lce, Urgent o.fl. □ Mike Oldfield — Tubular Bells Tíu ár eru nú liðin frá útkomu þessarar plötu og hún hefur selst í tíu milljón eintökum. Óþarft er aö segja meira. □ Donald Fagen — The Nightfly Fysta sólóplata Fagens, sem áður var í Steely Dan. □ Ultravox — Quartet Ein af vinsælustu plötum undanfarinna mán- aða. Meðal laga Reap The Wild Wind, Hymn & Serenade. □ O.M.D. — Dazzle Ships Ný plata frá einni bestu hljómsveit nýróman- tísku bylgjunnar á Bretlandi. □ Eric Clapton — Money & Cigarettes Nýja plata gamla meistarans. Plata mánaðarins: Mike Oldfield — Crises — Er send öllum meölimum ásamt gíró- seöli fyrir greiöslu. — Kostar núna aöeins kr. 275, sem er 30% lægra en almennt verö. — Ef meölimir Plötuklúbbsins vilja ekki plötu mánaðarins veröa þeir aö afpanta hana í hvert sinn. Ef þú skrár þig í Plötuklúbb Karnabæjar fyrir nk. föstudag, 10. iúnt, átt þú kost á aö fá plötu mánaðarins að þessu sinni. Eldri meðlimum skal bent á að frestur til að afpanta plötuna hefur veriö framlengdur til sama tíma, þ.e. til 10. júnt. Eg undirntuð/aður óska ettir að gerast fétagi í Plötuklúbbi Karnabæjar, sem ekki fylgja önnur skHyröi en að kaupa a.m.k. fjórar pfötur eða áspilaöar kassettur ó hverju ári. □ Ég óska eftir aö fá plötu mánaöarins Mike Oldfield — Crises á kassettu. □ Ég óska ekki eftir aö fá plötu mánaðarins aö þessu sinni. □ Ég óska eftir aö fá eftirtaldar þrjár plötur fyrir 300 krónur. Nafn: Heimilisfanq: Plötuklúbbur Karnabæjar Rauðarárstig 16, Rvík, S.11620 Senditt til: Ptötuklúbbur Karnabœjar, Rauóarérstig 16, 105 Reykjavík. Ath.: Þú getur einnig hringt til okkar i stma 91-11620 og látið skrá þig i klúbbinn og/eða fengiö allar upplýs- ingar um klúbbinn. DD r L KiUMXuiirstiuur r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.