Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983 Kort af Frakklandi, sem sýnir hvar hafnarborgin Dunkirk liggur alreg í norðausturhorni landsins við landamærin að Belgíu, en þar nær Flandern inn í Frakkland. Eru þar kölluð Norðurbéruðin í Frakklandi en þaðan komu fslandssjóm enn. Bretagneskagi liggur austur úr landinu og bretónsku íslandssjómennirnir voru af norðurströnd hans. En á milli þessara héraða i norðurströndinni liggur Normandí-bérað. Franskir strandmenn í byrjun aldarinnar fyrir framan þýzka konsúlatið í Reykjavík. ur settar um umpökkun. Fiskur- inn hafði verið fátækrafæða, en þörfin fyrir fisk í nýlendunum eykur eftirsóknina í fisk. Útgerð- armenn eru alla 18. öldina að þróa betri fiskveiðiaðferðir og betri búnað í skipin, auk þess sem aðbúnaður og kaup sjómanna eru i deiglunni. Frá tímum Loðvíks 14. og fram undir 1763 fengu sjómenn aðeins mánaðarlaun. En með auk- inni velgengni er smám saman byrjað að greiða þeim hlut líka. Um þetta er samt greinilega mikil togstreita, þar til samningar nást um aflaskiptin. Konungur er þá farinn að veita þeim skipum verð- laun, sem koma með mestan fisk- afla heim af hverri vertíð. Um 1767 eru send á fiskimiðin tvö fyrstu flutningaskipin, sem áttu að taka við afla fiskiskipanna inni á fjörðum í maímánuði og flytja heim á vormarkaðinn, til að ná bestu sölu. En þessum flutn- ingaskipum fjölgaði svo næsta áratuginn. Einnig datt þeim i hug 1768 að reyna að senda með hverri duggu á Islandsmið lítinn skips- bát, er skyldi leita fiskjar og vera notaður til að fara í land. En við það kom til árekstra við dönsku stjórnina, svo að hætta varð við það eftir mikið þóf. Bannað að trufla fé á beit Fiskimennirnir virðast því vilja komast í land á íslandi. Og ástæða þykir til þess að gefa þeim form- lega ströng fyrirmæli um um- gengnishætti við landsmenn, þeg- ar þeir leita þar vars í flóum og fjörðum. I reglum þessum er sjó- mönnum bannað að fara inn í hús fslendinga eða trufla fé þeirra á beit. Og þeim er stranglega bann- að að stíga á land í eyjum og taka egg eða skjóta æðarfugl eða seli. Ekki mega þeir heldur hirða reka- við né fiska nær landi en 3 mílur. Árið 1767 sendi franska stjórnin freigátuna La Folle með 200 manna liði með fiskiskipunum, til að halda uppi röð og reglu meðal sjómanna frá Dunkirk, veita þeim aðstoð og verja þá fyrir dönskum kaupmönnum, sem höfðu einka- rétt á verzluninni. Skipið kom til Patreksfjarðar, þar sem 36 skip höfðu leitað vars. Skrifar skip- stjórinn heim: „Ég er á Patreksfirði, þar sem ég hefi fundið 12—15 skip er þurftu á aðstoð að halda. Allt þurfti að laga hjá þeim. Lét þá hafa menn í stað hinna dauðu og veitti veikum læknishjálp. Sjúk- dómar eru þó ekki eins tíðir og ég hafði haldið, en margir skaddaðir af slysförum." Skipstjórinn getur þess að hann hafi sett einn í járn fyrir að taka skipstjóra sinn upp á kraganum. „Ég þóttist ætla að hýða hann og lét kapteininn hans biðja honum vægðar. Vil ekki vera of harður og eiga á hættu að sjó- mennirnir leiti yfir til Hollands eftir skiprúmi. Þá gæti orðið erfitt að manna skipin næsta ár. Kergu- elen-leiðangurinn fer frá Pat- reksfirði til að kanna ströndina og mæla, áður en hann heldur heim og verzlunarráðið mun láta teikna kort eftir mælingunum." Þarna er vikið að leiðangri Kerguelen de Tremarec, sem áður er getið, og augljóst að Frakkar eru að búa sig undir að þekkja betur ströndina og miðin. Skipstjórinn kveðst hræddur um að missa sjómennina. En um þetta leyti gerir ófriður milli Frakka og Englendinga og deil- urnar um nýlendurnar í Banda- ríkjunum útgerðinni í Dunkirk erfitt fyrir. Konungur veitti öðr- um höfnum styrki vegna korn- flutninga og Englendingar hindra siglingar frönsku skútanna í norð- urátt. Og fiskimennirnir fara að flytja sig til Hollands. 1792 lá við að Englendingar tækju Dunkirk, sem lá opin fyrir, skipin siuppu þó út, en byltingarmenn óðu upp og verðlag rauk upp. Varð allt þetta til þess að fiskveiðar lögðust niður í 7 ár. Til viðbótar var svo sett til verndar innlendum iðnaði bann við innflutningi á erlendu salti, þ.e. Portúgalsaltinu, sem þótti miklu betra á fiskinn en það franska. En það drap niður salt- fiskiðnaðinn, sem Frakkar höfðu verið að byggja upp með svo mik- illi kostgæfni. Þorskveiðarnar við ísland, sem höfðu verið Dunkirk- búum svo gjöfular, fóru í rúst. Sóttu íslandsmið alla 19. öldina Um aldamótin 1800 fór aftur að glæðast og á 19. öldinni varð Dunkirk fremsta þorskveiðihöfn Frakka, allt fram til loka aldar- innar er höfnin stækkaði og breyttist í verzlunarhöfn og út- gönguleið fyrir iðnaðinn í Norður- hérununum. Dunkirk nýtti sér þá ekki nálægðina við Norðursjó, til þess að verða fersk fiskhöfn, held- ur færðust ferskfiskveiðarnar af skútum til Ermarsundshafnanna í Frakklandi, enda þá orðið hægara að flytja fiskinn þaðn með bættum járnbrautarsamgöngum á mark- aðina. Boulogneborg notfærði sér það og kom sér upp gufuskipum, en lágt saltfiskverð gat ekki gefið þorskveiðisjómönnum sambæri- legar tekjur. Það varð til þess að 29 Dunkirk-búar sneru sér meira að flutningum og verzlun og hættu að gera jafnmikið út á þorskveiðar. En aðrar franskar hafnir austar á ströndinni, sem áttu færri kosta völ, héldu áfram skútuútgerð. Má þar fyrst nefna Gravelines, sem hafði farið að stækka 1785 og Bretagne-hafnirnar Fécamp og Saint Malo. Dunkirkbúar sem höfðu orðið fyrstir til að taka upp þorskveiðar, urðu því einnig fyrst- ir til að skipta um yfir í annað. Ekki misstu þeir þó forustuna skyndilega, heldur smám saman. Raunar hættu síðustu þorskveiði- skip þeirra ekki alveg fyrr en und- ir heimsstyrjöldina síðari. Síðasta skipið sigldi 1930 I því sam- bandi má minna á, að Pompólar á Bretagne telja upphaf þorskveiða sinna við ísland hafa verið árið 1856 og blómatímann fram undir fyrri heimsstyrjöldina þótt þeirra síðasta seglskip héldi á Islandsmið 1936. Tölur hefi ég um að þorsk- veiðiskipin frá Dunkirk hafi verið frá 67 á árinu 1826 og síðan iðu- lega yfir 100 talsins á vertíð á 19. öldinni og jafnvel komist upp í 130. Flest 1863, 134 skip. Hafi þeim farið að fækka aftur um 1870 niður í 60—70 og enn eftir alda- mótin. Verið komin niður í 50 um 1907 og 23 árið 1914. Upphaf 19. aldarinnar var þó ekki sérlega uppörvandi hvað þorskveiðar snertir. 1799 hættu útgerðarmenn á að senda nokkur lítil skip á íslandsmið undir „hlutlausum fána“. Þeir komu heim með góðan afla, 380 tonn á skip, sem varð til þess að árið eftir héldu 7 seglskip af stað á ís- landsmið. 1802 tóku Englendingar fiskibátana er þeir sigldu hjá. En eftir það náðust samningar milli Frakka og Englendinga um að hvorugur tæki fiskiskip hins og komust frönsku duggurnar þá á miðin hrakfallalaust. Þrátt fyrir það áræða ekki nema tvær duggur að leggja á íslandsmið á vertíðinni 1806. Eftir að Napoleon er sigrað- ur 1815 og friðarsamningar gerðir við Englendinga, hefjast útgerð- armenn í Dunkirk handa og ná fljótt upp svipuðu magni þorsk- afla sem þeir höfðu haft í lok 18. aldar. Fyrstu árin urðu þeim gjöf- ul og fiskiskipunum fjölgaði ört. Með þeim afleiðingum að útgerð- armennirnir lentu í mestu erfið- leikum með að losna við þennan mikla afla. Fyrir tíma járnbraut- anna lá Dunkirk- höfn þarna í norðausturhorni Frakklands illa við samgöngum á markaðina. Á árunum 1815—22 voru skipin sem fóru til þorskveiða frá 27 og upp í 60 á ári. Fyrstu árin fékkst fyrir fiskinn hátt verð. Síðan hallaði undan fæti. 1818 fóru 4 útgerð armenn á hausinn. Og algert verð- fall varð á fisknum 1822. Árin 1821 og 1822 voru mikil hafísár, svo að fiskiskúturnar við ísland urðu að flýja undan ísnum inn á firði. Lágu þar í margar vikur, allt upp í tvo mánuði, Fækkaði fiski- skipunum í Dunkirk þá úr 60 í 31. Verðfall og hrun Hvernig er hægt að lýsa þeim ömurleika og skelfingu, sem greip Höfnin / Dunkirk, en þaðan sigldu skúturnar á íslandsmið, allt fri 1614. Þetta gamla póstkort sem var i útimarkaði í París, er þó fri seinni tíma, líklega lokum síðustu aldar. Franskar fiskiskútur sóttu milli vertíða salt til Bordeaux. Hér liggja þær við saltkajann i Bordeaux.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.