Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983
41
möðkum, sem þá bíta ekki fleiri
blöð. Úðið með sápuvatni, þá
verða blöðin ekki jafn „gómsæt"
fyrir orminn. Munið að ef hægt
er að halda vörninni áfram í
viku, þá er trjánum borgið, fugl-
unum borgið og lífi okkar sjálfra
ekki ógnað með eitri.
Ef þessi formáli nægir ekki til
að vekja okkur til umhugsunar
og gefa tilefni til fleirri spurn-
inga, þá hringið eða spyrjið.
Morgunblaðið hefur mann á vakt
milli kl. 11 og 12 alla virka daga.
Ég mun leitast við að svara eftir
bestu getu.
I. Gróðurmold
Haukur Hauksson, Þernunesi
8, Garðabæ, spyr:
Hvað þarf djúpt moldarlag
undir túnþökur annars vegar og
trjágróður hins vegar? Þarf að
láta moldina brjóta sig og hvað
lengi áður en þökurnar eru lagð-
ar? Hvernig er hægt að athuga
gæði moldarinnar og hvort er
betra að blanda hana með hús-
dýra- eða tilbúnum áburði?
Svar: Fyrir túnþökur nægir
10—15 sm. moldarlag en mikils
er um vert, að það sé næringar-
ríkur jarðvegur. Æskilegast
væri að jarðvegur sem ætlaður
er til ræktunar væri efnagreind-
ur og fyrr í svörum mínum hér í
Morgunblaðinu á þessu vori, hef
ég nokkuð rætt um ræktunar-
mold. Sá jarðvegur sem helst er
hægt að verða sér úti um hér á
höfðuborgarsvæðinu er úr landi
þar sem grafið er fyrir grunnum
húsa eða annarra mannvirkja.
Það segir sig því sjálft, að sá
jarðvegur er afar misjafn og
sjaldnast ræktunarmold. Helst
þyrfti að geyma þann jarðveg í
haug í nokkur ár og blanda í
hann efnum sem vöntun er á, en
það gæti t.d. verið sandur, kalk
og lífrænn áburður.
Fyrir trjá- og runnagróður
þarf mun dýpri jarðveg en fyrir
grasflatir. 70—100 sm þurfa
flest tré en 50—70 sm fyrir
runnagróður og tré með
grunnstæðar rætur, t.d. birki.
Sjálfsagt er að nota lífrænan
áburð í upphafi ræktunar, með
honum fæst aukið bakteríulíf í
jarðveginn en kemískur áburður
nægir í flestum tilfellum sem
næringargjöf fyrir gróðurinn.
II. Þaramjöl er
ekki arfaeyðir
Dagný Stefánsdóttir, Selja-
nesi, Reykhólasveit, spyr:
Hvenær er best að bera þara-
mjöl á grænmetis- og kartöflu-
garða og er það rétt að það eyði
arfa?
Svar: Þangmjöl er hyggilegast
að bera á eins snemma vors og
hægt er, helst þegar snjóa leysir.
Ef það sýnir sig að þangmjöl
hafi lamandi áhrif á vöxt arfa,
þá er það einnig varasamt fyrir
annan gróður vegna saltmeng-
unar.
III. Sniglar
María Björnsdóttir, Holtsbúð
33, spyr:
Ég hef heyrt að það megi nota
kalk til að halda sniglum frá
káli. Er það rétt?
Svar: Það er vissulega rétt. En
of mikil notkun kalks getur
orkað tvímælis fyrir plönturnar.
Allt sem verkar þurkkandi fyrir
slímhúð sniglanna, fælist hann.
Það kemur því fleira að gagni en
kalk, t.d. sót. í þessu sambandi
vil ég koma á framfæri ráðlegg-
ingum sem ágæt ræktunarkona
gaf mér að gefnu tilefni vegna
svars er ég sendi við spurningu
fyrir nokkru, um ráð við snigl-
um. Hún sagðist hafa góða
reynslu af að setja rif úr hvít-
lauki á pinna við hverja plöntu,
þar sem sniglar væru á ferð og
þeir virust forðast hvítlauksþef-
inn á sama hátt og ástfangin
stúlka koss frá fríðum en andfúl-
um pilti. Kem ég þessu á fram-
færi, ef fleiri vildu kanna þetta
ágæta heilræði.
Gengisfellingunni má mæta
með því að velja sér ódýrari sumarleyíisíerð.
Þrátt íyrir nýíellt gengi er íargjayd með ms. Eddu áberandi hagstœtt.
Dæmi úfrverðskral.61985
_______________HRIMGFERÐ KR. 9.110________________________________
REYKJAVÍK-NEWCASTLE-REYKJAVÍK KR. 10.600
_______________REYKJAVÍK-BREMERHAVEN-REYKJAVÍK KR. 14.860_________
_______________ALLT VERÐ MIÐAÐ VIÐ DVÖL í 2JA MANNA KLEFA.________
Og samkvæmislífið um borðheldurótruflaðáftam:
í feiðinni 8. júm
verða BCristinn Hallsson og Guðni Guðmundsson, píanóleikari
í ferðinni 15.júní
Haukur Morthens og hljómsveit: Árni Elíar, Guðmundur Steingrímsson og Ómar Axelsson.
I feiðinni 22. júní enn aðrir, og svo koll aí kolli.
Að ógleymdri hljómsveit skipsins sem leikur fyrir dansi hvert kvöld, diskótekinu,
nœturklúbbnum, spilavítinu og öðru, etv. ögn heilsusamlegra sem boðið er s.s. sundlaug,
sauna, sólstólum, setustoíu, kvikmyndasal o.þ.h
Veldu þína óskaíerð í sumar.
Verslaðu fyrir íslenska peninga um borð og athugaðu að farir þú hringferð með Eddu
þá þarftu engan erlendan gjaldeyri.
Eddan leggur írá Sundahöín hvern miðvikudag.
FARSKIP
Aðalstræti 7, 101 Reykjavík. Símanúmer: 91-25166.