Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983
21
353 nemar enn atvinnu-
lausir í Reykjavík
2.530 sóttu um sumarvinnu hjá borginni
NÚ HAFA 2530 skólanemar sótt
um sumarstarf hjá Reykjavíkur-
borg, en ennþá eru 353 atvinnu-
lausir. Á Akureyri eru 35 á bió-
lista hjá bænum, en þar hafa
nemendur reynt að fá atvinnu hjá
hinum ýmsu fyrirtækjum fremur
en að láta skrá sig hjá Vinnumiðl-
unarskrifstofunni.
Ráðningarstofa Reykjavíkur-
borgar starfar lögum sam-
kvæmt allt árið, en þar freistar
skólafólk þess að fá atvinnu. í
samtali við MBl. sagði Gunnar
Helgason, forstöðumaður
ráðningastofunnar, að frá 1.
apríl hefðu 1430 skólanemar, 16
ára og eldri, sótt um sumar-
starf hjá Reykjavíkurborg. Til
samanburðar hefðu 1.129 nem-
ar sent inn umsóknir í fyrra og
því væri fjöldi þeirra 26,7%
meiri í ár. Nú væri svo komið
að 153 piltar og 200 stúlkur
væru enn atvinnulaus, en 116
piltar og 209 stúlkur á sama
tíma í fyrra.
Vinnuskóli Reykjavíkurborg-
ar ræður 14 og 15 ára skóla-
nemendur í sumarvinnu. Gunn-
ar Helgason sagði, að nú hefðu
1100 nemur verið ráðnir til
starfa en í fyrra hefðu 1188
nemendur starfað í vinnuskól-
anum. Skólinn er ekki enn að
fullu hafinn, en starfið felst að
miklu leyti í hreinsun skrúð-
garða og gróðursetningu.
Skólagarðar Reykjavíkur eru
fyrir 10—12 ára skólakrakka,
en þar fer fram kennsla í með-
ferð ýmissa nytjajurta og rækt-
un hvers konar.
Hjá atvinnumiðlun stúdenta
fengust þær upplýsingar að 450
framhaldsskólanemendur og
háskólastúdentar hefðu skráð
sig. Atvinnumiðlunin hefði nú
útvegað um 100 nemendum at-
vinnu, en álíka stór hópur hefði
fengið vinnu eftir öðrum leið-
um. Því væru nú um 250 nem-
endur enn á skrá. Það er eink-
um verkamannavinna sem
miðlunin útvegar námsfólki, en
oftast er beðið um fólk sem get-
ur hafið störf um leið og at-
vinnurekendur óska þess. Taldi
starfsmaður atvinnumiðlunar-
innar að horfur væru vart
meiri en sæmilegar á því, að
tækist að aðstoða þá atvinnu-
lausu námsmenn sem enn væru
á skrá hjá miðluninni. Mun
skrifstofan verða opin fram í
júlí, en venjulega er miðlunin
aðeins opin út júní.
Að atvinnumiðlun stúdenta
standa auk Stúdentaráðs Há-
skóla íslands, SÍNE, Samband
íslenskra námsmanna erlendis,
LMF, Landssamband mennta-
og fjölbrautaskólanema og
BISN, Bandalag íslenskra sér-
skólanema.
Mbl. hafði samband við Hauk
Torfason hjá vinnumiðlunar-
skrifstofu Akureyrar varðandi
útlit í atvinnumálum skólafólks
fyrir norðan. Haukur sagði, að
fjöldi skólafólks, eldri en 16
ára, hefði leitað til vinnumiðl-
unarskrifstofunnar, en alls
hefðu 35 skráð sig á biðlista. Er
það 16,7% fleiri nemar en
skráðu sig þar í fyrra. Kvað
Haukur ekki útlit fyrir að hægt
væri að útvega þessu fólki at-
vinnu þar sem fyrirtækin í
bænum hefðu sjálf langa bið-
lista og leituðu þvi ekki til
vinnumiðlunarinnar eftir
skólafólki.
Unglingar undir 16 ára aldri
sækja mikið í vinnuskóla bæj-
arins og munu 410 ungmenni
starfa á vegum hans í sumar,
en 365 nemendur stunduðu þar
vinnu í fyrra.
Er því ljóst að skortur er á
atvinnu fyrir skólafólk jafnt
fyrir norðan sem í Reykjavík.
Morgunbla&ið/KÓE.
SUrfsfólk atvinnumiðlunar stúdenta á skrifstofu Stúdentaráðs í Félags-
stofnun.
Jöklarannsókna-
félag íslands:
Sumarleiðangri
á Vatnajökul
frestað vegna
snjóalaga
Jöklarannsóknafélag Islands hugðist
leggja upp í sinn árlega sumarleiðangur
á Vantajökul um hvítasunnuhelgina, en
vegna mikilla snjóalaga á leiðinni inn
að jökli var ferðinni frestað.
Nú um helgina voru jöklamenn í
viðbragðsstöðu, ekki síst vegna goss-
ins í Grímsvötnum. En eftir að skát-
ar í björgunarsveitinni voru 19 klst.
að komast inn í Jökulheima með mun
léttari byrgðar vegna skafla á leið-
inni, hefur Jörfi enn frestað ferðinni
um viku. En leiðangurinn er um-
fangsmikill með 10 tonna farangur
og vistir. Or bænum verður að flytja
3 snjóbíla og sá fjórði bætist við í
skála félagsins í Jökulheimum. Einn-
ig er með í för bor til að bora gufu-
holu fyrir afl í sendistöð á Gríms-
fjalli.
I vorleiðangrinum munu að þessu
sinni verða 20—30 manns. Auk hinna
venjulegu mælinga á hæð Gríms-
vatna, þykkt Vetrarákomunr.ar á
jöklinum o.fl. á í þetta sinn að taka
gufusýni og gjóskusýni vegna gossins
og ekki síst að reyna að bora eftir
gufu til að knýja sjálfvirka sendistöð
er sendir upplýsingar til byggða og
standa Raunvísindastofnunarmenn
að því. Er það vísir að rannsóknastöð
á hæsta stað á íslandi, á Svíahnúk
þar sem Jöklafélagsmenn eiga skála í
rúmlega 1.700 metra hæð yfir sjávar-
máli.
Áætlað er að dvelja vikutíma á
jöklinum, en slíkt getur alltaf breyst,
ekki síst ef eldur er uppi. Eins og er,
er hvorki hægt að komast með búnað
leiðangursmanna á sleða aftan í
snjóbíl inn að jökli, þar sem auðir
rimar eru á milli skafla og heldur
ekki með þunga trukka, þar sem
djúpir skaflar hindra för.
Nú þarf
íslenzka landsliðið
á stuðningi áhorfenda
að halda.
Við verðum að vinna.
- Áfram ísland
CÍIDC Al A aögöngumiöa á Laugardals-
■ 1111OHLH velli frá kl. 12 á hádegi í dag.
Þaö er upplagt á sjómannadaginn aö horfa á eylöndin leika
aö loknum hátíöahöldunum.
Atli Eövaldsson, einn markahæsti maöur í
þýzku deildinni, og Pétur Ormslev, komu til
landsins meö Arnarflugi í gærkvöldi til þess aö
geta tekiö þátt í leiknum. Síöan fljúga þeir til
baka meö Arnarflugi í kvöld þjóöinni nánast
aö kostnaöarlausu.
Island-Malta
í Evrópukeppni landsliöa á Laugardalsvelli í
dag, sunnudag, kl. 17.00
adidas adidas EIMSKIP
S)KNAna»vmiA 4Rj\AWFLUG ^KARI^^
i/ISKIP ^
Beint frá Þýzkalandi