Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983 7 „Einu sinni var maður nokk- ur ríkur, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. En fátækur maður hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus. Feginn vildi hann seðja sig á því, er féll af borði ríka mannsins, og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans. En nú gjörðist það, að fátæki maðurinn dó, og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn ...“ (Lúk. 16:19—31.) Dæmisagan um ríka mann- inn og Lasarus er ein af þekkt- ustu dæmisögum Jesú. Hún er sláandi dæmi úr mannlífinu, og á við á öllum tímum og í öllum þjóðfélögum. Fyrstu viðbrögð okkar, þeg- ar við heyrum þessa sögu, eru gjarnan þau, að við dæmum ríka manninn, hneykslumst á honum. Við sjáum hann ef til vill í nágrenni okkar, en forð- umst að gefa því gaum hvort ríki maðurinn eigi einhver ítök í okkur sjálfum. Myndin af Lasarusi er einn- ig þannig við fyrstu sýn, að við freistumst til að líta á hann sem íbúa í vanþróuðu ríki. Við látum nægja að segja: Svona eymd og fátækt finnst ekki á okkar kæra landi. En einmitt með þessari afstöðu gerum við okkur strax sek um að stilla okkur upp við hlið ríka manns- ins í dæmisögunni, sem ekki sá Lasarus, þó hann lægi við dyr hans. Kannski ber ekki svo mjög á Lasarusi hér hjá okkur. Hann er ekki hafður á götum úti, en hann er samt nálægt okkur, nær en við gerum okkur oft ljóst. Þjóðfélagið hefur vissu- lega komið til móts við þá fá- tæku og vanheilu. Við eigum þróað heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi. Við eigum líka mörg líknarfélög sem leggja mikið af mörkum til þess að mæta þörfum lítilmagnans í þjóðfélaginu. Allt þetta er ómetanlegt, og margir vinna störf miskunnsama Samverj- ans hér hjá okkur til hjálpar og þjónustu í kærleika. En þrátt fyrir allt það já- kvæða sem reynt er að gera, þá er það hvergi nóg. Það er svo fjarska einfalt að svæfa sam- visku sína, t.d. með því að greiða nokkra gíróseðla á ári til hjálparstofnana. En allt sem er umfram það verður mörgum erfiðara, og þá heyr- ist sagt með ýmsu móti eins og einu sinni var sagt: „Á ég að gæta bróður míns?“ Þótt við spyrjum ekki svona beinum orðum, þá er þessi af- staða óneitanlega ríkjandi á Vesturlöndum í dag, ekki síst gagnvart þriðja heiminum. Við erum rík, við höfum allsnægt- ir, þó að eitthvað sé minna milli handa hjá almenningi Lasarus hér á landi þessi missérfn. Það er varla til sá hlutur sem við ekki getum eignast ef við höf- um áhuga á því. Enda segja útreikningar og skýrslur reikningsmeistara stórþjóð- anna ljóta sögu. Þeir fullyrða að hinir svokölluðu Vestur- landabúar eyði 80% af því sem er til skiptanna, en allar hinar þjóðirnar, sem er margfalt stærri hluti jarðarbúa, fái að- eins 20% í sinn hlut. Þetta bil á eftir að stækka, nema róttæk hugarfarsbreyting eigi sér stað á Vesturlöndum hjá þeim sem auðæfin eiga. Neyð þriðja heimsins er geigvænleg, eins og allir hljóta að sjá sem á annað borð hafa opin augun, því fjölmiðlar flytja okkur fréttir daglega af hörmungum og hungri hrjáðra þjóða. Seint verður nóg hamr- að á þörfinni fyrir aðstoð okkar við þetta fólk. En neyðin er líka nær. Hún er í ýmsum myndum í nútíma- þjóðfélagi. Lasarus er í mörg- um húsum í Reykjavík, svo eitthvað sé nefnt. Dæmin verða fleiri og fleiri í Reykja- vík um það hvernig menn geta einangrast, nánast týnst. Eng- inn þekkir þá lengur, þeir eru einir, eiga engan að og enginn kærir sig um þá. Einmanaleik- inn verður yfirþyrmandi. Þeir fá aura frá tryggingarstofnun- inni, en þar með er mannleg- um samskiptum lokið, eða því sem næst. Hér í Reykjavík gæti það gerst að einstakl- ingar lægju dánir margar vik- ur í rúmi sínu án þess að nokk- ur vissi um þá. Mér er minnisstæð frásögn frá Svíþjóð, en það er land sem hefur mjög háþróað félagslegt tryggingakerfi á öllum sviðum. En þar gerðist það á dögunum, að kona var búin að liggja dáin í rúmi sínu um 6 mánuði án þess að nokkur veitti því at- hygli. Hún bjó í fjölbýlishúsi, en hún þekkti engan. Þegar dyrnar voru opnaðar, þá var reyndar mikill póstur fyrir innan dyrnar, en ekki eitt ein- asta bréf eða kort frá vinum eða ættingjum, aðeins auglýs- ingabæklingar og ávísanir frá félagsmálaskrifstofunni. Á ég að gæta bróður míns? Já, okkur kristnum mönnum er skylt að gæta að náunga okkar og hjálpa honum í lík- amlegum og andlegum erfið- leikum. Dæmisagan í dag á að minna okkur á þetta, enda er hún liður í boðskap Jesú. Dæmisagan um ríka mann- inn og Lasarus er talin vera gömul egypsk saga, sem um margt er svipuð þessari, en sem Jesús fyllir innihaldi og boðskap. Hann gefur t.d. fá- tæka manninum nafn, sem ekki er í egypsku sögunni, og nefnir hann Lasarus, sem þýð- ir: Guð hjálpar. Með þetta í huga fær dæmisagan alveg sérstaka þýðingu. Guð hjálpar þegar hann fær að gera það. Náð Guðs og kærleikur Guðs er til staðar, en við mennirnir getum forsmáð þessa hjálp og þennan kærleika, hafnað Guði í orði og verki. En það segir Jesús einmitt að sé svo örlaga- ríkt. Því sá sem ekki vill hlusta á Guð og eiga samfélag við hann í lífinu hér, hefur þegar valið, og það val gildir. Guð hjálpar. Það er í raun- inni trúarjátning kristinna manna á öllum tímum. Við vit- um að hann hjálpar eins og hann vill og veit að okkur er fyrir bestu. Hann vill hjálpa okkur til að hjálpa öðrum. Biðjum Guð um náð til þess að sjá þann Lasarus sem lagður er við okkar dyr. Lögregluskólinn: 62 lögreglumenn útskrifuðust í vor MIKIL og blómleg starfsemi var í Lögregluskólanum í vetur og luku 62 lögreglumenn grunn- námi í vor. Þá sóttu 224 lögreglu- menn margvísleg endurmenntun- arnámskeið, sem stóðu í eina viku hvert. Einnig sóttu 80 lög- reglumenn sérnámskeið, með- ferð bifhjóla, svo dæmi sé tekið. Kennsla við Lögregluskólann stendur allan daginn og verða allir lögreglumenn að fara í gegnum grunnnám skólans áð- ur en þeir fá skipun í embætti. Fyrst er átta vikna námskeið og fer kennsla fram allan dag- inn. Að loknu þessu námskeiði fara ungir lögreglumenn í reynslunám og dagleg störf undir sérstöku eftirliti reyndra lögreglumanna. Þeir setjast svo á skólabekk að ári, í byrjun október og stendur kennsla all- an veturinn og fram í maí að lokapróf eru og verða menn að standast erfið próf til þess að hljóta skipun í embætti. Þú svalar lestrarþörf dagsins eða 8% ? Verötrygging veitir vörn gegn veröbólgu - en hefur þú hugleitt hversu mikla þýðingu mismunandi raunvextir hafa fyrir arðsemi þína? Yfirlitið hér að neðan veitir þér svar við því. VERÐTRYGGÐUfl SPARNAÐUR - SAMANBUROUR A AvOXTUN Verötrvgging m. v. lánskjara v í sitölu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til aö tvöf. raungildi höfuöstóls Raunaukning höfuöst. eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparisk. rikissj. 3.5% 3.7% 19ár 38.7% Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 9.4% GENGI VERÐBREFA VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 5. JÚN11983: VEÐSKULDABRÉF 1970 2. 1971 1. 1972 1. 1972 2. 1973 % 1973 2. 1974 1. 1975 1. 1975 2. 1976 1. 1976 2. 1977 1. 1977 2. 1978 1. 1978 2. 1979 1. 1979 2. 1980 1. 1980 2. 1981 1. 1981 2. 1982 1. 1982 2. flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur A flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur flokkur Sölugengi Sölugengi nafn- Ávöxtun pr. kr. 100.- m.v. vextir umfram 14.326.88 2 afb./ári (HLV) verötr. 12.428,20 1 ár 96,49 2% 7% 10.778,99 2 ár 94,28 2% 7% 9.137,63 3 ár 92,96 2%% 7% 6.496,12 5 98*1 78 4 ár 91,14 2Vi% 7% J.eOu, i O 4.130,89 5 ár 90,59 3% 7% 3.398,60 6 ár 88,50 3% 7’/.% 2.560,50 7 ár 87,01 3% 7%% 2.426,06 8 ár 84,85 3% 7V4% 1.934,24 9 ár 83,43 3% 7%% 1.794,21 10 ár 80,40 3% 8% 1.498,47 1.216,55 15 ár 74,05 3% 8% 957,67 807,23 624,04 464,12 364,94 313,54 232,86 211,42 158,02 Meóalávöxtun umfram verötryggingu er 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sölugengj m.v. nafnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 47% 1 ár 59 60 61 62 63 75 2 ár 47 48 50 51 52 68 3 ár 39 40 42 43 45 64 4 ár 33 35 36 38 39 61 5 ár 29 31 32 34 36 59 VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I - 1976 J — 1977 1. fl. — 1981 Sölugangi pr. kr. 100.- 4 100.17 3.536,40 2.502,85 2.502,85 1.658,99 1.503,34 1.203.20 1.064,11 231,17 Ofanskráö gengi er m.a. 5% ávöxtun p.á. umfram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrættisbréfin eru gef- in út á handhafa. Verðbréfamarkaóiir Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavík lönaóarbankahúsinu Sími 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.