Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983
43
þjóðrækni hans ætti sér lítil
takmörk olli hún ekki andúð eða
vanmati á fólki af öðru sauðahúsi
eða kynþætti. Það kom m.a. glöggt
í ljós í skiptum hans við indíána
sem hann hafði oft og einatt í
kaupavinnu. Hann tók þá eins og
þeir voru, kunni vel að meta dugn-
að þeirra og snerpu við störfin en
umbar þeim frátafir og hyskni ef
slíku var að skipta. Þau hjónin
tóku þá inn á heimilið og gerðu til
þeirra eins og skylduliðs síns.
Annað dæmi sýnir hve stórhuga
og ókvalráður Gunnar var: Eitt
sinn lagði hann lið hjálparstofnun
únítarakirkjunnar í Winnipeg
með þeim hætti að sendi hann fá-
tækum indverskum pilti fjárupp-
hæð. En hann gerði ekki enda-
sleppt við öreigann indverska,
heldur studdi hann til háskóia-
náms með árlegum styrk næstu
tíu árin. Pilturinn varð menntur
vel. Hann tók sér nafn velgerð-
armanns síns og heitir nú Gunnar
Madhaven.
Á þetta síðasta dæmi mætti
einnig líta frá öðru sjónarmiði.
Það speglar viðhorf Gunnars
Sæmundssonar til menntunar. Og
þá er freistandi að bæta öðru við:
Árið 1951 var ákveðið að stofna
íslenskudeild við Manitoba-há-
skóla í Winnipeg. Skorti þá að
sjálfsögðu fé en bændur ýmsir í
Nýja-lslandi og víðar vestra, svo
og fáeinir fjársterkari menn,
brugðu drengilega við og lögðu fé í
sjóðinn. Geta má nærri að Gunnar
lét sig ekki vanta í þennan hóp og
reiddi af hendi 1.000 dollara. Hef-
ur það naumast verið neinn hægð-
arleikur því að einmitt um það
leyti var ómegð þeirra hjóna óðum
að þyngjast. En afstaðan til
menntunar og þjóðrækni í senn
hlaut hér að vega þungt: íslensku-
deildin sannaði brátt tilverurétt
sinn og er nú höfuðvígi íslenskra
fræða í Kanada. Get ég um það
borið að Gunnari þótti peningun-
um vel varið. ósjálfrátt hvarflar
nú hugurinn til íslands og spyr
um afstöðu bænda til íslenskra
fræða í eigin háskóla. „Hver mun
hirða hér um fræði?" kvað Jónas.
Hér að framan hefur í stuttu
máli verið farið ofan í nokkra
megindrætti í stórskorinni mynd
Gunnars Sæmundssonar. En ekki
er þess að dyljast að margt hefur
orðið eftir sem raunar er nauð-
synlegt til að fullgera myndina.
En Gunnar var alvörumaður og
fáræðinn um sjálfan sig, enda þótt
hann væri þekktur sem gleðimað-
ur í kunningjahópi og hafsjór af
skemmtifróðleik bæði í lausu máli
og bundnu. Hann átti gott safn
bóka, einkum íslenskra, og las
mikið, allt frá ættfræðiritum til
ljóða sem hann hafði tvímæla-
laust mest yndi af. Ljóðakunnátta
hans var einstök og hef ég aldrei
kynnst jafnoka hans á því sviði.
Mátti kalla að hann væri jafnan í
samfylgd eftirlætisskálda sinna
hvar sem hann var staddur. Sjálf-
ur var hann vel ljóðhagur en flík-
aði lítt eigin kveðskap. Ungur að
árum nam hann ljóð 19. aldar
skálda og fylgdist vel með þróun í
ísienskum skáldskap á þessari öld.
Mat hann mikils þau samtíma-
skáld sem megnuðu að sameina
gamalt og nýtt í ljóðum sínum.
Samt duldist ekki að Gunnar var
maður hins eldra ljóðforms og
stíls. Átti hann gott sálufélag við
Guttorm J. Guttormsson meðan
hans naut við og taldi hann van-
metinn á íslandi. En af öllum
skáldum dáði hann Stefán G. mest
og mun þar raunar fleira hafa
komið til en skáldskapurinn einn.
Hygg ég að hann hafi borið kennsl
á hvert og eitt kvæða Stefáns og
fjöldamörg þeirra gat hann flutt
án bókar. Þrátt fyrir það að Gunn-
ar væri manna sjálfstæðastur í
skoðunum er freistandi að gera
ráð fyrir því að Stefán hafi
snemma orkað á lifsskoðanir
hans, svo margt í þeim var svip-
líkt og skylt hjá báðum. Lýk ég
þessum orðum með ívitnun í hina
frægu játningu Stefáns sem
einnig er réttmæli um Gunnar
Sæmundsson:
„Til framandi landa ójj bródurhujj ber,
þar brestur á viókvæmnin ein,
en cttjardarböndum mig jjrípur hvar jjrund,
sem fjrær krinjjum íslendings bein.“
Reykjavfk, mars 1983
Óskar Halldórsson
Tökum að okkur að rétta og
lagfæra legsteina í kirkjugörðum.
SS.HELGASONHF
Bl STEINSMIÐJA
■■ SKBrfMUVEGI «8 SlMI 70677
Legsteinar
Framleiðum ailar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fuslega upplýsingar og ráðgjöf
________um gerð og val legsteina._
Ífi S.HELGASON HF
ISTEINSMIÐJA
■ SKEMMIWEGI 48 SIMI 76677
WAUU
30.000 kr. afslátt
af fyrstu sendingunni á Skoda ’83
Hefur bú efni á að bíða?
165.000 kr Skoda
er þessa dagana
fóanlegur fyrir aðeins
135.000krl
meöan fyrsta sendingin endist
Skoda105 kr. 134.700
Skoda 120L kr. 147.900
Skoda120LS kr. 163.400
Skoda 120GLS kr. 177.400
Skoda Ftapid kr. 196.800
Verð miðað við tollgengi júnímánaðar.
JÖFUR
HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600
85 42