Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983 Allt kvíkt lostið kröm og kvöl 200 ár frá Móðuhardindunum Samantekt: Sveinn Guðjónsson Teikning: Gísli Sigurðsson í skrifum erlendra ferðalanga, sem komu til íslands á ofanverðri átjándu öld og snemma á hinni nítjándu, ei^ þess ósjaldan getið, að eitt það furðulegasta við íslensku þjóðina sé að hún kunni ekki að brosa. í endurminningum Jörundar hundadagakonungs eru eftirfarandi ummæli til að mynda höfð eftir enska baróninum Sir Joseph Banks: „Vesalings íslendingar. Þegar ég var á íslandi fyrir 36 árum, sá ég aldrei íslending brosa.“ Þessi lýsing á Islend- ingum er eflaust rétt og átti sínar eðlilegu skýringar. Sú kynslóð landsmanna sem hér um ræðir hafði raunar litla ástæðu til að brosa, svo hart var hún leikin af guði og mönnum. Þetta var kynslóð móðuharðindanna, sem hafði horft á eftir fjórðungi þjóðarinnar í gröfina á sex árum. Hún hafði séð lífsbjörg sína, búpeninginn, liggja hordauð- an í högunum og landið spillt og eytt af eldi og ís. Þessi kynslóð hafði lagt sér til munns úldið kjöt af hordauðum skepnum, nagað horn sauðkindarinnar og haft skóbætur sér til lífsviðurværis. Á hinum vængnum var svo danska kaupmannavaldið, sem drottnaði yfir hinni þrautpíndu þjóð með hálftómar vöru- skemmur. Það skal því engan undra, þótt þetta fólk sæi ekki ástæðu til að taka brosandi á móti útiendingum sem hingað rákust. Nú eru tvö hundruð ár liðin frá Móðuharð- indunum, þessum mestu hörmungum sem íslensk þjóð hefur orðið að þoia, og af því tilefni skulum við rifja upp þessa örlagaríku atburði í sögu þjóðarinnar. Um miðja átjándu öld brá mjög til hins verra um árferði og allar bjargræðishorfur á íslandi, og úr því gekk varla á öðru en harðind- um og hvers kyns býsnum öldina út, svo að landi og þjóð hnignaði stórum og lá við landauðn. A ár- unum 1752 til 1759 gengu harðindi mikil yfir landið og er talið að meira en níu þúsundir manna hafi látist af hallærum og drepsóttum. Á þessum árum kom mikið eldgos úr Kötlu og hljóp Mýrdalsjökull fram, sandfall varð hið mesta og myrkur um hádag. Stóðu undur þessi lengi yfir og eyddust þá 50 býli, en peningur féll mikill víða. Árið 1766, ellefu árum síðar, kom eitt hið mesta eldgos úr Heklu, og varð þá myrkt um miðjan dag, sem nótt væri, og sandfall hið ógurlegasta. Lögðust við það margar jarðir í eyði, en búpening- ur féll hrönnum saman, og urðu þessi ótíðindi mjög til að hnekkja allri velmegun manna. Ofan á bættist svo, að fjárkláði kom upp hér á landi árið 1761, en hann barst hingað til lands með spönsk- um hrútum, sem fluttir voru hingað í þeim tilgangi að bæta fjárkynið. Fjárkláði þessi varð ein hin mesta landplága, sem stóð yfir í átján ár og geisaði um mestan hluta landsins og varð eigi útrýmt fyrr en allt hið sjúka fé var skorið niður að konungsboði. Allt var þetta þó sem barnaleikur á við harðindi þau og hörmungar, sem fylgdu Skaftáreldunum, hinu ógurlegasta eldgosi er sögur fara af hér á landi, og nú skal greint frá. ískyggilegir fyrirboðar Sumarið 1782 var óvenjukalt á Norðurlandi. Voru þar hafþök af ís frá góu og fram á mitt sumar og varð Húnaflói ekki fær kaupskip- um fyrr en í júlímánuði. Er til marks um kuldana fyrir norðan, að þar voru tvær nætur einar frostlausar um hundadagana. Grasvöxtur varð að vonum lítill og mörg tún voru hvít af kali og olli þetta því, að margir bændur gátu ekki sett á um haustið, nema lít- inn hluta þess fénaðar, sem ekki var þegar fallinn. Voru dæmi þess að fóik gengi frá heimiium sínum í þessu hallæri og leitaði sér bjarg- ar á vergangi. Á Suðurlandi voraði þó betur en þar voru menn verr við harðindunum búnir vegna óþurrka sumarið áður. En þetta var þó aðeins fyrirboði þess sem koma skyldi. Reyndar hafði árin áður verið hin mesta árgæska og veðursæld á Suðurlandi, einkum í Skaftafells- sýslu, svo elstu menn mundu ekki annað eins. Gamlar heimildir herma, að þá hafi mönnum víða safnast mikill auður, þótt því hafi fylgt ýmsir lestir þar sem fólk lagðist í óhóf og andvaraleysi. Er sagt, að jafnvel húsgangslýður og letingjar hafi þá gerst svo mat- vandir, að þeir þáðu ekki nema „þá bestu og krydduðustu fæðu“, eins og það var orðað, og sama heimild getur þess að einnig hafi kveðið rammt að „hinum ferlegasta drykkjuskap og tóbakssvalli". Þá er þess og getið, að sumir prestar hafi ekki treyst sér til að fram- kvæma messugjörðir nema að hafa ómælt brennivín við höndina, sér til styrkingar, og almúginn hafi trauðla haldist við í kirkjun- um vegna lauslætis og annarra freistinga. Var von að guðhrædd- um mönnum stæði stuggur af þessu framferði, og óttuðust að æðri máttarvöld gripu í taumana og legðu þungar refsingar á mann- fólkið fyrir vanþakklæti þess og guðleysi. Það fór heldur ekki hjá því, að ýmsar sagnir kæmust á kreik um ískyggilega fyrirboða Skaftáreldanna og Móðuharðind- Utsýni af Systrastapa, en Klausturkirkja, þar sem séra Jón flutti eldmessuna, stóð þar skammt frá og rétt vestan viö stapann stóðvaðist hraunflóðið. Skýring vísindanna á Eldmessuundrinu fslendingar hafa löngum verið viðkvæmir fyrir dulræum og yfirnáttúrulegum fyrirbær- um og því hefur frásögnin af „eldmessu" séra Jóns Stein- grímssonar átt sér vísan sama- stað í hjörtum landsmanna og allt fram á þennan dag hafa margir verið sannfærðir um, að klerkurinn hafi með anda- gift sinni og trúarhita stöðvað framrás hraunsins hinn örlagaríka dag, 20. júlí árið 1783. Vísindin líta þó öðrum augum á atburð þennan og gefa sína skýringu, raunar ofur einfalda. Að sögn dr. Guð- mundar Sigvaldasonar, jarð- fræðings hjá Norrænu eld- fjallastöðinni, er það skoðun jarðfræðinga almennt, að vatnið í árfarveginum hafi kælt hraunrennslið og stöðvað framrás þess. Dr. Guðmundur sagði m.a.: „Hraunrennslið, sem var orðið lítið þegar hér var komið sögu, rann eftir árf- arveginum og verður það að teljast líklegri skýring að vatn- ið þar hafi stöðvað hraunið fremur en kyngikraftur séra Jóns.“ Við þetta má svo bæta orð- um dr. Sigurðar Þórarinssonar í grein um Skaftárelda, sem birt er I nýútkomnu hefti tíma- ritsins Storðar. Þar segir m.a.: „Stans hraunsins í Eldmessu- tanga nokkru vestan við Frá Lakagígum. Systrastapa þann 20. júlí var afleiðing þess að gos í gíga- röðinni suðvestur af Laka datt niður að mestu og var lítið í þeirri gígaröð upp frá því.“ — Og síðar segir í greininni: „Þann 29. júlí varð Ijós orsökin fyrir rénun gossins í suðvest- ursprungunni er gossprunga norðaustur af Laka tók að opnast og mun bráðlega hafa náð svipaðri lengd og suðvest- ursprungan. Hraun frá nýju sprungunni flæddi aðallega til austurs og síðan suður eftir farvegi Hverfisfljóts, sem var nær alþorrið 4. ágúst."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.