Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983
Allt kvíkt lostíð
kröm og kvöl
Menntaskólinn við Sund
brautskráir 170 stúdenta
nyt úr þeim að fá og yfirleitt verð-
ur engin skepna hamin.
tóldflóðið er í öruggri framrás
til beggja hliða ofan við klaustur
og ekki annað fyrirsjáanlegt en
það muni þá og þegar eyða staðn-
upi og kirkjunni. Nú er fimmti
sunnudagur eftir trínitatis, 20.
júlí 1783 og flóttafólkið á heið-
arbrúninni gerir hlé.á flótta sín-
um því í dag ætlar séra Jón
Steingrímsson að messa í Klaust-
urkirkju. Veður er þykkt með
skruggum og eldingum og dunur
miklar berast frá eldstöðvunum.
Þegar séra Jón kemur til kirkj-
unnar er hún þéttsetin enda hefur
allt rólfært fólk á Síðunni komið
til kirkju „með þeim ugg og sorg-
bitnum þanka“, að það kynni að
verða í síðasta skipti sem embætt-
að yrði í Klausturkirkju því
hraunflóðið er nú komið að
Systrastapa, skammt vestan
klaustursins.
Það þarf ekki annað en svipast
um í Klausturkirkju til að sjá að
hér muni í vændum einstæð og
annarleg tíðagjörð. Hjörðin er
mislit, gamalmenni og börn, hús-
gangslýður og fyrirfólk, sem situr
hlið við hlið í grafarþögn og dauð-
ans angist. Af og til varpar leift-
ursnögg elding glampandi birtu
inn eftir kirkjugólfinu og í hvert
sinn sem jörðin kippist við segir
kirkjan sjálf til sín og við kveða
dimm slög hinna þungu klukkna.
Drunurnar frá hraunflóðinu
magnast sífellt og í þessum hama-
gangi verður prestinum ekki nema
eitt fyrir: Hann gefur skipun um
að kirkjunni skuli lokað, og því er
tafarlaust hlýtt. í dag skal hver
maður leggja ráð sitt undir vilja
drottins og ekkert fær raskað
helgi þessarar guðlegu stundar.
Séra Jón Steingrímsson tekur
nú til embættis og gefur sér jafn-
góðan tíma í stól og fyrir altari og
endranær enda „fannst nú ei
stundin of löng að tala við guð“,
eins og hann komst að orði. Þann-
ig hófst „eldmessan“ svonefnda,
sem er einstæð í sögu íslenskrar
kristni og raunar einhver furðu-
legasti atburður Skaftáreldanna.
Er því viðbrugðið, af hvílíkri
andagift presturinn baðst fyrir og
talaði til fólksins enda brá svo við,
að enginn lét í ljós merki um ótta
né hirti um að skyggnast út til að
gá að hvað hraunflóðinu liði.
Raunar vitum við lítið um þessa
einstöku messugjörð en víst, er að
þeir, sem lifðu þessa stund, töldu
hana upp frá því stórfenglegasta
atburðinn í öllu lífi sínu, sem þeir
sögðu jafnan frá með hrærðu
hjarta og tárfellandi augum. En
það var þó fyrst að afstaðinni
messu, að fólkinu, sem nam staðar
fyrir utan kirkjudyrnar, skildist
að hér hafði gerst kraftaverk.
Hraunstraumurinn hafði ekki
mjakast ögn framar en hann var
áður kominn, heldur hlaðist upp,
þótt í hallandi farvegi Skaftár
væri, um það bii sjötíu faðma
breiður og tuttugu faðma hár.
Vatnið úr Holtsá og Fjarðará
flæddi yfir hraunhrúgaldið og
kæfði eldinn jafnharðan. Að von-
um létti Síðumönnum mjög við
þessa sjón og öðluðust nýja von og
flestir voru sannfærðir um, að
séra Jón hefði með trúarhita sín-
um og andríki stöðvað framrás
hraunsins en prestur mælti: „Gef-
ið guði dýrðina. Allir, sem þetta
almættisverk sjá og heyra, prísi
og víðfrægi hans háleita nafn.“
Harmabrauð og
hryggðarfæða
Margar sögur voru sagðar af
þeim feiknum sem dundu yfir í
Skaftárþingi þetta sumar. Allt
svæðið milli Arfjalls á Síðu og
Skaftártunguhálsa var sem eitt
eldhaf og þar voru stórir klettar
og bjarghellur sagðar byltast eins
og stórhveli á sundi. Þegar vestur-
hraunið stöðvaðist endanlega 20.
júlí, meðan séra Jón Steingríms-
son flutti „eldmessuna", var fjöldi
jarða kominn í eyði og margir tug-
ir jarða spilltir meira eða minna.
Ný sprunga opnaðist þá, eins og
áður er getið, og í lok júlímánaðar
tóku mekkir miklir að stíga upp úr
gljúfri Hverfisfljóts og fyrstu
daga ágústmánaðar þornaði fljót-
ið. Þegar vika var af mánuðinum
vall eldstraumurinn fram úr
gljúfrunum og fólk tók nú sem
ákafast að flýja úr sveitunum
austan Mýrdalssands.
Þótt enginn vafi sé á, að hörm-
ungar Móðuharðindanna megi að
miklu leyti skrifa á reikning
Skaftáreldanna, skulu menn þó
varast að ofmeta áhrif einstakra
atburða í þeirri orsakakeðju sem
hörmungar þessar voru í raun.
Áður er þess getið, að íslendingar
voru illa í stakk búnir til að mæta
þessum náttúruhamförum og því
sem í kjölfarið fylgdi, þar sem
mikil óáran hafði herjað land og
þjóð með litlum hléum allt frá
1750. Ofan á allt bættust svo mikil
harðindi, einkum norðanlands,
þar sem hafís lá fyrir landi. í hér-
uðum, sem voru jafnvel víðs fjarri
eldstöðvunum, var málnytjan
geld, gras visið og bágt ástand á
kvikfénaði. Auk þess voru íslensk-
ir bændur víðast hvar úrræða-
snauðir og verkmenning þeirra á
lágu stigi.
Víst er, að sjaldan hefur fólk á
fslandi horft til vetrarins með
slíkri ógn og kvíða eins og haustið
1783. Heyfengur var lítiil og illur,
fiskilaust við sjóinn og búpening-
ur sjúkur af gaddi og beinabrigsl-
um. Matarsafn eftir sumarið var
víða ekkert og fjöldi fólks fór á
vergang, bæði úr eldsveitunum og
þeim byggðarlögum á Norður-
landi, sem harðindin léku verst.
Ekki þarf að leiða neinum getum
að líðan fólks við svo geigvænlegar
aðstæður enda má segja áð allt
mannlíf hafi verið í fullkominni
upplausn, og „einn fór þar í hús,
sem annar fór frá, því allt var með
reikandi ráði“, eins og ein heimild-
in orðar það. Það er heldur dap-
urleg lesning, manntalsskýrslur
frá þessum tíma. Múlakot: Ás-
grímur Ingimundarson, dauður.
Þorgerður Álexandersdóttir. Gróa
Ásgrímsdóttir, þeirra dóttir, dauð.
Guðrún Alexandersdóttir, dauð.
Salómon Árnason, dauður. Guð-
rún Jónsdóttir, dauð. Guðmundur
Salómonsson, dauður. Maríubakki:
Bjarni Jónsson, meðhjálpari,
dauður. Björn Bjarnason og Mar-
grét Ólafsdóttir hjón. Þeirra börn,
Ingigerður og Björn, lifandi, önn-
ur börn Bjarni, Einar, Guðrún, öll
dauð. Þorbjörg Árnadóttir. Þórður
Bjarnason, dauður. Guðbjörg Há-
varðsdóttir, dauð. Guðrún Jóns-
dóttir, niðursetningur, dauð.
Þannig voru skýrslur um heimil-
ismannatöl frá þessum árum.
Næsti vetur var einnig ákaflega
harður, enda var hey svo óheil-
næmt að búpeningur féll unnvörp-
um og er talið að á árunum 1783
og 1784 hafi fallið um 28 þúsundir
hrossa, nærfellt 200 þúsund
sauðfjár og meira en 10 þúsundir
nautpenings. I kjölfarið fylgdi svo
hinn mesti mannfellir svo á
tveimur árum féllu í valinn um 10
þúsundir manna, eða rúmlega 21
prósent af allri íbúatölunni svo að
eigi urðu eftir fullar 40 þúsundir
og var ástand landsins þá eitt hið
aumasta, sem nokkru sinni hafði
verið.
Allt kvikt var lostið kröm og
kvöl: „Ó, harmabrauð og hryggð-
arfæða. ó, þá þreifanlegu land-
plágu. Það stóra guðs hegn-
ingarstraff: Stærstu óáran og
hungurstiistand.“ — Slíkir
kveinstafir hljómuðu um allt ís-
land. Um allar sveitir reikaði
bjargarlaust, uppflosnað fólkið,
máttvana af hor og hungri. Nálega
allur búpeningur var sjúkur svo að
hófa og klaufir leysti af gripum,
halar fúnuðu af kúm og skinn af
hrygglengjunni á hestum. Dæmi
voru um að rif hefðu brotnað und-
an þungum skepnum er þær lágu
og fótleggir klofnað og algengt var
að sjá skepnur með svignaða fót-
leggi og skáldaðar af hárlosi. Þar
sem harðast kreppti að var mann-
fólkið svipað leikið og fénaðurinn.
Hvers kyns sjúkdómar lögðust á
fólk, einkum hörgulsjúkdómar svo
sem skyrbjúgur og sinakreppa.
Hár rotnaði af ungum og gömlum
auk þess sem lífsýki og blóðsótt
þjakaði fólk og sums staðar gekk
megn kýlapest og hvers konar
óþrif og kláði þjáði húsgangsfólk.
Hungrið svarf að og um allar
sveitir át fólk hvaðeina sem tönn á
festi. Ráðist var á pestarskrokka í
högunum, gömul fiskbein voru
grafin upp úr haugunum og skinn,
skógarmar og ólarreipi voru étin
með bestu lyst. Rætur voru grafn-
ar upp úr öskufallinu og þess voru
dæmi að menn legðu sér til munns
hunda og nöguðu sauðarhorn. Fólk
dó drottni sínum á milli bæja og
iðulega mátti ganga fram á lík í
högunum eftir að vora tók enda
hafði sums staðar ekki verið unnt
að færa lík til greftrunar vegna
hestaleysis. í ágústmánuði árið
1784 riðu miklir jarðskjálftar yfir
Suðurland og hrundu þá margir
bæir í rúst, þar á meðal Skál-
holtsstaður. Var þá ákveðið að
flytja biskupsstól og skóla frá
Skálholti til Reykjavíkur, og var
það gert 1785.
Eftir Móðuharðindin var safnað
miklum gjöfum í löndum Dana-
konungs og nefnd manna sett í
Kaupmannahöfn árið 1785 til að
leggja á ráðin um, hvað gera
skyldi til bjargar í vandræðum
þessum. Kom þá jafnvel til tals að
flytja allt fólk af landi brott, svo
aumt var ástandið orðið.
Skaftáreldarnir eru ægilegustu
náttúruhamfarir, sem um getur í
sögu íslands og afleiðingarnar
urðu slíkar að segja má, að þjóðin
hafi seint eða aldrei beðið þeirra
bætur til fulls. Sú kynslóð, sem
lifði af þetta ægilega tímabil, var
ævilangt merkt endurminning-
unni um hryllilegar þjáningar,
kröm og dauða, enda kraftaverki
líkast, að þjóðin skyldi ekki deyja
út með öllu. Nú eru tvær aldir
liðnar frá þessu örlagaríka tíma-
bili í sögu þjóðarinnar. Mörgum
kann að þykja það langur tími en
þó er ekki lengra liðið en svo að til
eru menn, sem á yngri árum
heyrðu sagt frá Skaftáreldunum
af þeim sem höfðu sínar upplýs-
ingar beint frá sjónarvottum og
gamlir Skaftfellingar taka stund-
um svo til orða, er þeir ræða um
gamla atburði, að þeir hafi átt sér
stað fyrir eða eftir Eld.
Við, sem nú lifum í landinu við
allsnægtir, eigum sjálfsagt erfitt
með að setja okkur í spor þessa
fólks, sem kunni ekki að brosa.
Hins vegar ætti það ekki að skaða
okkur að minnast þess endrum og
sinnum, að við eigum ættir okkar
að rekja til fólks, sem fyrir ör-
fáum mannsöldrum lagði sér til
munns skógarma og skinnbætur
og nagaði horn sauðkindarinnar
til að treina fram lífið fram á
næsta dag.
(Heimildir: fíilandwmfra, Öldin átjánda, fslenakir
annálar, Sverrir KrúrtjánaHon: fslenskir örla^a
þaettir, Dr. Sijfurður Þórarinsson: Grein í tímarit-
inu Storð 1. tbl. 1983/ Sv.G. tók saman.)
V^terkurog
k-J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
í JltofgTOttMfi&Ífr
MENNTASKÓLANUM við Sund
var slitið fostudaginn 20. maí í Há-
skólabíói. Brautskrádust þá 170
stúdentar og er þetta ellefti árgang-
ur.
Hæstar á stúdentsprófi voru 3
stúlkur, Kristjana Hlöðversdóttir
af náttúrufræðikjörsviði, og syst-
urnar Hólmfríður og Ingibjörg
Guðmundsdætur af eðlisfræði-
kjörsviði. Hlutu þær allar 9,3 í
einkunn. Með ágætiseinkunn voru
þau Jórunn Ella Þórðardóttir,
hlaut 9,2 og Júlíus Gísli Hreins-
son, sem hlaut 9,1.
Að sögn rektors, Björns Bjarna-
sonar, var veturinn skólanum hag-
stæður nema hvað fjárhagsörðug-
leikar hrjáðu hann eins og aðra.
Hæst bar í félagslífinu síðast-
liðinn vetur sýningu á Galdra-
Lofti, sem Hlín Agnarsdóttir
stjórnaði uppsetningu á. Nemend-
ur í Menntaskólanum við Sund
voru 856 á vetrinum og kennarar
voru 66.
>■
MorgunblaðiÖ/ Helgi Bjarnason
Sauðburður langt kominn
Sauðburðurinn í ár er langt kominn. Hefur hann gengið vel nema hvað
víða á Norður- og norðausturlandi horfír nú til vandræða, því fé er enn
á húsi. Myndin af kindinni með nýfæddu tvflembingana var tekin
nýlega á Spóastöðum í Biskupstungum.
Þeir sátu niðri á bryggju þessir ungu menn á Fáskrúðsfírði og tóku það
rólega. Þeir heita Jóhannes Jóhannsson og Sævar Níelsson og eiga
saman trillu. „Þessi trilluútgerð hjá okkur er bara leikaraskapur,"
segja þeir. „Mestu máli skiptir er að vera sjálfs sín herra og svo eru nú
af þessu ágætis tekjur. Það er ekkert fiskirí hérna eins og það var,“
sögðu þeir og söknuðu gömlu sfldaráranna.