Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983 Á rölti um Reykjavíkurhöfn Af hjátrú, kokkum og trillukörlum rabbað við sjómenn unga og aldna Jónatan Jóhannesson og Jón Bjarnason sóluðu sig í stafni Hafsúl- unnar. Jónatan grunar að hann sé stýrimaður um borð, þó hann viti það ekki með vissu, því það er svo langt síðan hann leit í skráningar- bókina. Jón Bjarnason er kokkur og þó aðallega vélstjóri um borð. Jóna- tan taldi, að Jón væri einhver besti kokkur sem mallað hefði oní hann. húfu þegar hann fiskaði vel, vildi hann ógjarnan notast við aðrar húfur á sjónum. Margir skipstjór- ar eiga sér þannig veiðihúfu eða jakka eða bara hvað sem er. Þetta er allavega." Og hvernig líst þér svo á sjó- mennskuna í dag? „Þetta virðist vera orðinn ómagaatvinnuvegur í þjóðfé- laginu. Þetta er eflaust ágætur ráðherra, nýi sjávarútvegsráð- herrann, en mér heyrðist á honum i útvarpinu um daginn, að ráðstaf- anir í sjávarútvegi væru aðeins fyrir sjómenn en ekki þjóðarbúið í heild. Ef á að skerða kaup sjó- manna eitthvað meira en orðið er til að rétta við þjóðarskútuna, held ég það borgi sig fyrir mann að leita sér að einhverju öðru starfi. Það er víða annars staðar hægt að hjálpa þessum útvegi en með því að taka af kaupi sjómann- anna.“ Þú hefur lært vélstjórnina í Sjó- mannaskólanum, eða hvað? „Það lærist ekki allt í skólum. Reynslan um borð í bátunum er kannski besti skólinn, en það er skóli sem lftils er metinn í dag. Reynslan. Það er eins og þjóðin sé flækt alltof mikið í eitthvert prófkerfi. Það er enginn maður nema hann hafi próf,“ sagði Oddur og var myrkur í máli. „Ég held ég sé stýrimaður" Svo kvöddum við vélstjórann Maríus Jónsson niðri í lest á trillunni sinni, Ósk. „Það var ekkert gaman á sjó þegar maður var ungur og svo skiptir það engu máli hvað maður er núna.“ Það var stórkostlega gott veður í Reykjavík þegar blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins röltu niður á bryggjur höfuðstaðarins f þeim tilgangi að rabba við sjómenn, sem vildi svo til að væru í höfn þenn- an dag. Sjór var spegilsléttur, sól var hátt á lofti og sumar var í hverju andliti. Og víst var, að sjómennirnir tóku sér drjúgar pásur í veðurblíð- unni þar sem þeir voru að dytta að einu og öðru í bátum sínum. Sjómenn með 140% orku Oddur Halldórsson sjómaður var að mála bómuna um borð í Guðbjörgu. Hann er vélstjóri bátsins og okkur þótti tilvalið að trufla hann við vinnu sína. En af því að hann var að mála bátinn, vorum við í fyrstu ekki viss um hvort Oddur væri alvöru sjómað- ur, en hann var ekki lengi að bægja þeim hugleiðingum frá. „Eg er ekki neinn sunnudags- sjómaður, heldur hef ég sjó- mennskuna að fullri atvinnu," sagði hann og virti fyrir sér pens- ilförin gagnrýnum augum. Svo strauk hann yfir ómálaðan blett á bómunni og sagðist vera búinn að sigla með Guðbjörginni í ein sex eða sjö ár. Hvort fylgir honum fengsæld? „Það vil ég ekki tala um. Það er óskaplegt tilfinningamál hvort sjómaður er fiskinn eða ekki. Og ekki bætti um betur ef um slíkt er skrifað í blöðin. Við það dytti fengsældin, ef hún þá nokkur er, algerlega niður. Þvi trúi ég helst. Þetta hefur nefnilega að gera með hjátrú og allan andskotann svo- leiðis." Ertu þá hjátrúarfullur? þótti ekki úr vegi að spyrja Odd. „Ég þykist ekki vera það sjálf- ur,“ sagði Oddur og var þó ekki alveg viss. „Það býr eflaust hjátrú í hverjum manni. Sumir segja sjö, níu, þrettán og banka í borðið. Ein hjátrúin er sú, að enginn sjómað- ur byrjar vertíð á mánudegi." Er það ekki bara vegna þess að þá eru þeir þunnir? „Nei, ekki er þaö svo. Það er nú orðið þannig, að sjómenn eru að verða þurrasta stéttin í landinu. Það er hætt að ske að sjái á mönnum um borð í bátum. Ekki veit ég hverju sætir, en þetta segja skoðanakannanir, trúi ég. Ég held meira að segja, að við sjómennirn- ir séum komnir niður fyrir ríkis- starfsmenn í drykkju. Það er allt- af verið að gera einhverjar kann- anir á okkur sjómönnum. Ég heyrði hér um daginn af sálfræð- ingi sem fór í túr og mældi hann meðal annars hvað meðalmaður eyddi mikilli orku í að standa öld- una. Það kom upp úr útreikning- um sálfræðingsins að sjómaður eyddi 40 prósent af orku sinni í það.“ í hvað fer þá restin af prósent- unum? „Restin? Þú veist að við sjó- menn erum með 140 prósent orku miðað við meðalmanninn. Við telj- um okkur vinna það mikið að minnsta kosti. Annars er svo margt komið yfir hundrað pró- sent, að þetta má vel vera.“ Hvernig stóð á því að þú valdir sjómennskuna til að sjá þér og þínum farborða? „Faðir minn átti bát og var með svolitla útgerð. Þegar hann féll frá, hættum við útgerðinni og síð- an þá hef ég verið að vinna við þetta. Ætli ég hafi ekki verið 15 ára gamall, þegar ég fór fyrst á sjóinn upp á hlut. En ég var átta ára gamall þegar ég fór í alvöru- róður. Það hefur aldrei legið neitt annað fyrir mér en að verða sjó- rnaður." Þú hefur ekki lent í neinum svaðilförum á sjónum? „Nei, ég held ég megi segja að ég hafi aldrei lent í neinum veðrum að ráði. Við erum svo varkárir hérna. Og þó ég hafi lent í ein- hverju spennandi, þá er það part- ur af hjátrúnni að segja ekki frá því.“ Hvaðan kemur öll þessi hjátrú sjómanna? „0, ætli hún sé meiri hjá sjó- mönnum en öðru fólki. Það er ef- laust frá gamalli tíð. Ef sjóarinn slysaðist til að vera með sérstaka Odd Halldórsson og minntumst á blíðviðrið í leiðinni. „Já,“ sagði hann. „Gott er bless- að veðrið. Það ætti alveg að banna sjómönnum að róa á sumrin í góðu veðri.“ Samt rérum við blaðamenn á önnur mið og fyrir okkur varð Jónatan Jóhannesson, en hann var að sóla sig í stafni Hafsúlunnar RE 77 sem er 37 tonna bátur, upp- lýsti hann okkur. Jónatan var spurður að því hvaða stöðu hann gegndi um borð og hann svaraði: „Ég held ég sé stýrimaður. Við erum hér fjórir um borð allir upp á sama hlut og ég hef bara ekki athugað skráningabókina nýlega, svo ég hef svosem ekki hugmynd um það, en mig grunar samt að ég sé stýrimaður um borð. Ég er bú- inn að vera svo lengi á bátnum." En hvað hefur þú verið lengi í sjómennskunni? „í þrjátíu og sjö ár, rétt eins og tonnin eru í bátnum. Ég er frá Siglufirði, en á heima í Vest- mannaeyjum. Þangað hef ég ekki komið í ár. Ég skrapp í bæinn í fyrravor og hef ekki komið heim síðan.“ Það hefur ekki verið slíkt Mallorca-veður eins og nú er allan þinn sjómennskuferil. „Onei, maður kemst ekki hjá því að lenda í einu og öðru. En ég vil ómögulega vera að segja frá því. Ég held, að menn vilji hafa slíkt hjá sjálfum sér og engum öðrum. Það er eins og það komi engum við öðrum en manni sjálfum. Það held ég að sé eins með landmenn, að þeir vilji ekki segja svona opin- berlega frá hrakningum sínum. Þetta er bara bölvað basl allt sam- an.“ „Leiðinlegt að vera kokkur“ Og nú fiskast illa. „Já, það hefur verið frekar lé- legt yfir línuna. Það er helmingi minni afli held ég víðast núna en var í fyrra. að eru ekki nema tvær verstöðvar sem hafa farið sæmi- lega út úr þessu, í Vestmannaeyj- um og á Vestfjörðum. Annars er helmingi minni afli alls staðar," sagði Jónatan og hann hafði varla sleppt orðinu þegar settist hjá honum Jón Bjarnason vélstjóri og Geirharður Jónsson: „Mér þykir alltaf gaman að sigla þegar veðrið er gott.“ kokkur á Hafsúlunni. „Þetta er að- almaðurinn um borð,“ sagði Jón- atan og heilsaði Jóni með virktum. Jón var þegar spurður að því hvernig áhöfninni líkaði við mat- inn hjá honum og vildi hann sem minnst tala um það, en Jónatan sagði, „ég veit ekki hvernig honum líkar maturinn, en okkur hinum líkar hann afar vel. Hann býr til góðan mat og bestar eru hjá hon- um steikurnar. Það er ægilega góður matur um borð. Allt upp í svínasteikur." „Það er hrikalega leiðinlegt að vera kokkur," sagði Jón og var ekki að varpa neinum ljóma á starfið. „Þó ég sé vélstjóri, hef ég aðallega verið kokkur á bátum. Þetta er fyrsti báturinn sem ég er á, þar sem ég gegni báðum störf- unum. Það er erfitt að fá starf sem vélstjóri um þessar mundir, svo það er ekki gerandi annað en að vera hvort tveggja. Líka til að hafa eitthvað út úr þessu." „Ég hef mörgum sinnum verið hjá ónýtum kokkum," skaut Jón- atan inn í. „Það hefur jafnvel gengið svo langt að maður hefur næstum því þurft að svelta. En það þarf að vera eitthvað hreint djöfulli vont til að ég leyfi ein- hverju á diskinum. Verst er mér þó við laukdjöfulinn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.