Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNf 1983 33 Skipverjarnir uppi á dekki. Fri vinstri: Börkur Guðmundsson brasari, Vík- ingur Halldórsson skipstjóri, Sigurður Bragason annar vélstjóri, Elías Elías- son vélstjóri og Ólafur B. Guðmundsson stýrimaður. Allir eru þeir Ólsarar sjómenn frá blautu barnsbeini. Sem gefur tilefni til að spyrja hvað valdi þessu starfsvali. Eru það aðstæð- urnar, eða er eitthvað til sem heit- ir sjómannseðli? „Sjómannseðli er til, það er ekki nokkur vafi á því. Sumir sjómenn geta alls ekki unnið í landi. Þeim leiðist. Þeir sakna spennunnar sem heyrir sjómannslífinu til. Fær maður eitthvað í þessu hali eða ekki? Og flestir sjómenn geta alls ekki unnið eftir klukku, finnst það þrældómur. Sjórinn veitir frelsi sem ekki er að finna í landi. Og það er sérstök tilfinning alltaf að koma í land. Þá eru menn eins og kálfar sem hleypt er út á vorin, fullir af fjöri og lífsgleði. Þetta er allt annað líf.“ Á að vera á ísafirði á sjómanna- daginn? „Ætli það ekki. Sjómenn verða að sætta sig við að vera hvar sem er, ef svo ber undir. En við stefn- um að því að fá konurnar til okkar." Og á svo að skvetta i sig eitt- hvað? „Hvað heldur þú?“ Jæja, nú er kominn tími til að heyra eina krassandi lúkarsögu. „Ertu vitlaus maður. Hvað held- urðu að konurnar segðu ef við fær- um að þylja upp einhverjar ævin- týrasögur. Við förum ekki að láta þær taka okkur í landhelgi.“GPA. Buchtal úti sem inni Allar Buchtal-flísarnar eru bæði eldfastar og frostheldar. Væri það ekki góð lausn aö flísaleggja t.d. svalagólfið, veröndina eða útidyratröppurnar. Buchtal er alls staðar rétta lausnin. Varanleg lausn. Ekkert viö- hald. Eigum nú fyrirliggjandi flestar gerðir af hinum viðurkenndu v-þýsku vegg- og gólfflísum. Fyrsta flokks vara á viðráðan- legu verði. Einnig fyrirliggjandi límin góöu frá PCI fyrir hvers konar notkun. Ótrúlega hagstæðir greiösluskilmálar, allt niöur í 20% útborgun og eftirstöðvar til allt að sex mánaöa. BYGGINGflVÖRÖRl í HRINGBRAUT 120: Simar: Timburdeild .28-604 ^ I Byggingavörur 28-600 Málningarvörur og verkfæri -.28-605 L Gólfteppadeild 28-603 Flisar og hreinlætistæki . 28 430 J Eyjólfur Gíslason hafnar undan veðrinu en ekkert sást þá til Eyja vegna svartabyls. Hákarlslifur þótti slæmur farmur á áraskipunum því engir kassar eða afþiljuð hólf voru á þeim til að láta lifrina í. Varð því að láta hana lausa í róðrarrúmin og skut- inn. Var víst oftast látið mest í hann, enda þar minnst fyrir mönnum. Fyrsta landkenning þeirra En- oks-manna í þessari sjóferð var Flugnabergið, sunnan við Flúðart- anga. Varð þá að snarvenda skip- inu til norðurs og knýfa á beyti- vindi fyrir Flúð og Urðir til að ná til hafnar. Þegar Jóhannes sá hvað verða vildi og að þurfti að venda fleygði hann sér flötum ofan á lifrina í skutnum, hélt sér í skutþóftuna og spyrnti í formannssætið og gerði sig þar með að öruggu skilrúmi svo að þeir misstu enga lifur út af skutnum. Þetta þótti afburða- snjallt sjómannsbragð og því um- talað og lengi í minnum haft. Skipstjórinn á frönsku skútunni hélt til á Vertshúsinu (Frýðendal) með sína menn á meðan hann beið eftir skipsferð til síns heimalands. Ég lýk svo þessu spjalli með heillaóskum til alira sjómanna. Til hamingju með daginn. NÚ ÞARF ENGINN AÐ VERA LENGUR í VAFA UM HVAÐA RÍLL ER SPARNEYTNASTUR II * 1. sæti Suzuki Alto eyösla 4,05 I. á 100 km. 2. sæti Suzuki Alto eyösla 4,13 I. á 100 km. 3. sæti Suzuki Alto eyösla 4,17 I. á 100 km. Á Suzuki feróulengra á lítranum Margfaldur Suzuki sigur í sparaksturskeppni BIKR, 3ja árið í röð. Úrslit í flokki bensínbíla með slagrúmtak véla frá 0—1000 cm3 (Meðal- eyðsla í innanbæjar- og utanbæjarakstri) $ Sveinn Egiisson hf, suzukiI SKEIFUNNI 17 — SÍMI 85100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.