Morgunblaðið - 19.06.1983, Side 41

Morgunblaðið - 19.06.1983, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 41 rúmlega 30 ár og það hefur eitthvað nýtt gerst á hverjum degi. Öll árin nema eitt hef ég kennt við Melaskólann, en fyrsta árið kenndi ég í Glerár- þorpi. Ef mér hefði ekki líkað vel við kennsluna væri ég löngu hætt, en börnunum finnst þetta afskaplega langur tími, þegar þau heyra hvað ég hef kennt lengi. Breytingar á kennslunni hafa orðið talsverðar á þessum tíma, því nýjungar koma fram og viðhorfin breytast. En mann- eðlið breytist ekki. Ef eitthvað er, þá eru börnin frjálslegri nú en þau voru áður. Þjóðfélagið býður upp á það og breytingarn- ar hafa verið í þá átt, en sam- skiptin eru svipuð þrátt fyrir það,“ sagði Dagný. — Hvers vegna lagðir þú fyrir þig kennslu? „Þegar ég var stelpa langaði mig til að verða kennari, en sú löngun gleymdist og ég fór að starfa annað. En þessi löngun greip mig á ný, þegar bróðir minn hóf nám í Kennaraskólan- um. Það ýtti undir að ég tók inntökupróf í 2. bekk skólans. Svo vill til að við systkinin, sem vorum þrjú, vorum með kennaramenntun og stunduðum kennslustörf." -'..".f ■i’Nm gKffigyy * i | m. VHfl iafcL • •'íf I i Wi 1 Kennari ásamt fyrrverandi nemendum. Myndin er tekin á 17. júni í forsal Melaskólans. Talið frá vinstri: Gylfi Zoega, Margrét Kristfn Siguröardóttir, Dagný G. Albertsson, kennari, Guóbjörg Jónsdóttir og Ingólfur Johannessen. MorguiibhóiA/GaðjÓB. — Finnst þér hafa orðið breytingar á námsárangri? „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Fjölbreytni í námi hefur aukist, en jafnframt er meira sem truflar í dag. Ytri áhrif eru ríkari, t.d. myndbönd og sjónvarp, en ég álít að þeir sem taka vel eftir í skólanum og vinna vel, eigi að geta staðið sig. Heimilin eiga líka oft ríkan þátt í því hvernig börnunum vegnar í skólanum. Foreldrar hljóta að gleðjast þegar börnum þeirra vegnar vel og ósjálfrátt gérir kennarinn það líka, honum finnst hann eigi eitthvað í börnunum. Hann óskar þess að þeim vegni vel og að það veganesti sem þau hafa fengið að heiman og í skólanum _ hafi orðið þeim til framdráttar. Það er vissulega ánægjulegt fyrir Melaskólann þegar nem- endur hans standa sig af svo mikilli prýði. Það er skemmtileg tilviljun að hér skuli vera um fyrrverandi nemendur mína að ræða. Ég hlýt að óska þeim til hamingju, með einstakan árangur í námi, um leið og ég óska öllum nemendum mínum gæfu og gengis um ókomin ár,“ sagði Dagný að lokum. HJ Sá skemmtilegi misskilningur aö Zurich sé höfuöborg Sviss á sér eðlileg- ar ástæöur: Viöskiptin og verslunin, listasöfnin og leikhúsin, veitingahúsin og nætur- klúbbarnir og hrífandi fegurðin hvar sem litið er gefa borginni fölskvalaust yfirbragð stórborgar, heimsborgar og höfuöborgar. Og þegar viö höfum náö áttunum er ómissandi aö skella sér í lengri eöa skemmri ferðir um nágrenniö; á mark- aðinn í næsta þorpi, bátsferö um Zú- richvatn, í nálægt miðaldaþorp eöa kastala, í kröftuga fjallaferð, róman- tískan Alpaleiöangur eöa einfaldlega í notalega skyndiferö út í bláinn sem viö endum bara einhversstaöar, gistum í gróðursælum dal eöa friösælum fjalla- kofa - og njótum þess aö vera til. Æb> Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.