Morgunblaðið - 19.06.1983, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.06.1983, Qupperneq 44
Simi 44566 RAFLAGNIR samvirki I BILLINN BlLASALA SlMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KÓRAVOGI SUNNUDAGUR 19. JUNI 1983 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunín: Rannsókn á tíðni krans- æðastíflu hér á landi ALÞJÓÐA heilbrigðismálastofn- unin hefur ákveðið að hefja rann- sókn á tíðni kransæðastíllu í um 30 þjóðlöndum og tekur ísland þátt í þessari alþjóðlegu rannsókn. Rannsóknarnefnd Hjartaverndar hefur verið falin framkvæmd rannsóknarinnar hérlendis og er hún þegar hafin. Að sögn Nikulásar Sigfússon- ar, yfirlæknis á rannsóknarstöð Hjartaverndar, er kransæða- Smíði fiskiskipanna í Póllandi: Fyrsta skipið sjó- sett í byrjun júlí FYRSTA fiskiskipið af þeim þremur sem verið er að smíða fyrir íslend- inga í Póllandi verður sjósett í byrj- un júlímánaðar n.k., annað í byrjun september, en það þriðja síðar. Tvö skipanna koma síðan til landsins í desember og fara þau bæði til Samtogs í Vestmannaeyj- um. Þriðja skipið er smíðað fyrir Hróa í ölafsvík og verður það af- hent í febrúar á næsta ári. Gísli Jónasson, forstjóri Sam- togs, sagði í samtali við Mbl. að smíði skipanna gengi eftir áætlun, en maður frá þeim hefði nýlega farið út til Póllands til að fylgjast með því sem eftir er af smíði skip- anna. stífla ein helsta dánarorsök Is- lendinga og hefur tíðni krans- æðasjúkdóma farið vaxandi víð- ast hvar, en þó hefur hún lækk- að í nokkrum löndum undanfar- in ár. Nikulás sagði mikilvægt að vita hvað veldur þessari breytingu á tiðni sjúkdómsins og þvi hefði verið farið af stað með þessa rannsókn. Hún mun standa næstu 10 ár og verður fylgst með breytingum á tíðni og helstu áhættuþáttum krans- æðastíflu. Einn þáttur rannsóknarinnar er könnun á áhættuþáttum kransæðasjúkdóms og hefur verið valið 3000 manna úrtak kvenna og karla á aldrinum 25—74 ára til að taka þátt í henni. í könnuninni eru reyk- ingavenjur kannaðar með spurningalistum, hæð og þyngd mæld ásamt blóðþrýstingi og blóðfitu. Rannsókn þessi er ókeypis og tekur um 10—15 mín- útur. Aðgát skal höfð NÁTTÚRUVERNDARNEFND BessasUAahrcfpa hefur látiA setja upp vegskilti á Álftanesi til að vekja athygli ökumanna á því, að mikið fuglalíf er á ueaúiH og aá er sá tfmi, að leið Iftilla unga út í heim liggur oft yfir hraðbrautir okkar mannanna. Morgunblaðið/Rax. Viltu í nefið? „Maður verður nú að þiggja f nefið, þegar svona „stórmenni" býður,“ gæti maðurinn verið að hugsa, sem ein fígúran úr leikhópnum „Svart og sykurlaust" býður upp á neftóbak. Leikhópurinn „Svart og sykurlaust" skemmti borgarbúum í miðbænum á 17. júní. Ljósm. Mbl. Guðjón. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra: Útilokar ekki norskt sjón- varp á íslandi LÍKLEGT er að íslendingar hafi áhuga á að ná sendingum frá norska sjónvarpinu sem sendar verða um evrópska gervihnatta- kerfið ECS, en Norðmenn munu senda sjónvarpsefni um það kerfi til olíuborpallanna í Norðursjó og til Jan Mayen og Spitzbergen og víðar. Hins vegar væri málið ný- Veðrið í dag: Sunnanátt Gert er ráð fyrir fremur hægri suðlægri átt á landinu í dag. Súld og litils háttar skúrir um sunnan- og vestanvert landið, en bjart á Norður- og Austurlandi. Búast má við 10—12 stiga hita á daginn, en heldur svalara verður á nóttunni. Að sögn Veðurstofunnar er ekki útlit fyrir breytingar á þessu veðri 2—3 næstu daga. Aðaldalur: Lítilli telpu bjarg- að frá drukknun Aóaldal, 18. júní. AÐ KVÖLDI 16. júní sl. bjargaðist þriggja ára telpa á bænum Aðalbóli í Aðaldal naumlega frá drukknun. Telpan hafði verið að leik á hlaðinu heima hjá sér með öðrum börnum. Þegar þau komu inn, en ekki litla telpan var strax farið að hyggja að henni, en þá var hún horfin. Rétt við hlaðvarpann rennur straumharður lækur, en ekki sézt í hann af hlaðinu. Móðir teipunnar fór strax út að lækn- um og nákvæmlega þar sem hana bar að lá telpan meðvit- undarlaus á botninum. í þann mund sem móðirin náði telpunni úr læknum komu aðvíf- andi tveir félagar úr Hjálpar- sveit skáta í Aðaldal, en þeir voru að koma af æfingu hjá hjálparsveitinni. Þeir hófu þegar lífgunartilraunir og þegar lækn- ir og sjúkrabifreið komu að hálf- um tíma liðnum var telpan kom- in til meðvitundar. Litla telpan dvelur nú á sjúkrahúsinu á Húsavík og er úr allri lífshættu. Hjálparsveitar- mennirnir, sem björguðu telp- unni, heita Bjarni Höskuldsson, sem er bróðir hennar, og Holgeir Hermannsson. Hér bjargaðist mannlíf naumlega úr bráðum háska fyrir mikla mildi forsjón- arinnar og kunnáttu hjálpar- sveitarmannanna. — Stefán. tilkomið, en þannig þyrfti að koma fyrir málum að íslendingar gætu notfært sér þessar send- ingar, hvort sem þar yrði um ríkisútvarpið að ræða eða aðra, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Ragnhildi Helga- dóttur menntamálaráðherra í gær, en hún mun sitja norrænan ráðherrafund um fjarskiptamál sem verður á þriðjudaginn. Þennan ráðherrafund munu sitja menntamálaráðherrar Norðurlanda, samgönguráð- herrar og iðnaðarráðherrar. Hvort íslendingar hafa áhuga á að taka þátt í notkun gervi- hnattarins Tele-x, eins og Norðmenn, Svíar og Finnar, sagði Ragnhildur, að hún væri að vinna að athugun á þessu máli og sagðist hún ekki geta sagt endanlega til um það nú, en hún vonaðist til að málin myndu skýrast eftir fundinn á þriðjudag. Ragnhildur nefndi að Tele-x gæti spannað fleiri möguleika en sjónvarp og sagði hún að þar væri um margt at- hyglisvert að ræða. „Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir því að þetta fari inn á þær brautir að við getum á einhvern hátt notið góðs af hnettinum," sagði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.