Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 Matthías Bjarnason flutti ræðu við opnun álmunnar. Gestum var boðið að skoða sig um á nýju hæðinni og hér er borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð Oddsson, að virða fyrir sér eina sjúkrastofuna í fylgd með tveimur starfsmönnum spítalans. Borgarspftalinn: B-álman formlega tekin í notkun BORGARSTJÓRI Reykjavíkur, Davíð Oddsson, opnaði í gær formlega B-álmu Borgarspítalans, að viðstöddum heilbrigðisráðherra, Matthíasi Bjarnasyni, nokkrum úr hjúkrunarliði spítalans og öðrum gestum. Fram- kvæmdir við B-álmuna hófust árið 1977 og er áætlað að Ijúka byggingu hennar að fullu 1986. í álmunni verða hjúkrunardeildir fyrir aldraða og ýmis önnur þjónusta. í ræðu sinni við opnun álmunn- ar, sagði borgarstjórinn m.a. að aðdragandi þessarar viðbyggingar væri orðinn ansi langur og gengið hefði á ýmsu, þó að borgaryfirvöld hefðu aldrei misst sjónar á því verkefni. Davíð sagði að það hefði verið í janúar 1970 sem Borgar- stjórn Reykjavíkur samþykkti með 12 samhljóða atkvæðum þá tillögu borgarráðs að fela sjúkra- húsnefnd og húsameistara borgar- innar að ganga frá teikningum og ljúka öðrum undirbúningi að byggingu B-álmu Borgarspítalans í samráði við borgarverkfræðing. Þá hafi verið samþykkt að óska eftir samþykki heilbrigðisyfir- valda á þessari ákvörðun borgar- innar og að heilbrigðisyfirvöld beittu sér fyrir sameiginlegri yfir- stjórn spítalanna á höfuðborg- arsvæðinu að því er tæki til verkaskiptingar og annarra rekstrarþátta. Heilbrigðisráðu- neytið ákvað þá að setja á laggirn- ar nefnd, samstjórn sjúkrahúsa, sem skyldi gera áætlanir um upp- byggingu sjúkrahúsakerfisins í borginni til 10 ára í senn og ákveða samkvæmt ákvörðun ráð- herra verkaskiptingu milli sjúkra- húsanna í Reykjavík. Davíð sagði að í febrúar 1972 hefði borgar- stjóra borist bréf frá ráðuneytinu þess efnis að ráðuneytið teldi ekki frekari undirbúningsvinnu við B-álmu geta farið fram þar til könnun samstjórnar sjúkrahúsa hefði farið fram og þar með tekin ákvörðun um verkaskiptingu sjúkrahúsanna í borginni. Borgar- stjórinn sagði að m.a. hefði, með hliðsjón af þessari afstöðu heil- brigðisráðuneytisins, hönnun B-álmunnar verið frestað, en tekið til við önnur verkefni þess í stað. Ekki kvaðst Davíð vera kunnugt um neinar tillögur frá nefndinni, í samræmi við verksvið hennar, SIGRÍÐUR Jónsdóttir, 74 ára húkrunarkona, er fyrsti sjúklingurinn sem leggst inn á nýopnaða deild B-álmu Borgarspítalans. Sigríður fæddist árið 1909 á Fljótsdalshéraði og starfaði sem hjúkrunarkona í 47 ár. Hún nam hjúkrunarfræði við Landspítalann, en vann um árabil hjá Hvítabandinu við Skólavörðustíg. Sigríður starfaði svo á Borgarspítal- anum frá því hann var opnaður og allt til 1977, er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Aðspurð sagðist Sigríður ekki líkja saman aðstöðunni á sjúkrahúsum landsins fyrr og nú. Hún sagði þó að eitt hefði ekki breyst, og það væri skortur á hjúkrunarfólki, hann væri ávallt fyrir hendi. Sigríður ætlar að dvelja á B-álmunni eitthvað áfram, því hún treystir sér ekki til að vera lengur ein, eins og margt annað eldra fólk. A myndinni sést Sigríður heilsa Gunnari Sigurðssyni, yfirlækni lyf- lækningadeildar, en hjá henni stendur Sesselja Gunnarsdóttir, deildar- stjóri. enda hefði hún ekki verið langlíf. Davíð sagði ennfremur að vegna mikillar þarfar á að bæta aðstöðu hjúkrunar- og endurhæfingar- deilda við spítalann, hefði mikið verið rætt og ályktað um B-álm- una á þessum tíma og nokkuð hefði miðað á árunum 1977 og ’78 þegar heimild fékkst til að grafa og steypa botnplötu og tengigang. I ágúst 1980 heimilaði svo ráðu- neytið uppsteypingu álmunnar og var gert ráð fyrir að þeim fram- kvæmdum yrði lokið í febrúar 1982. Einnig átti að ljúka fram- kvæmdum innanhúss á tveimur hæðum sama ár ef fjármagn leyfði. Þær framkvæmdir hefðu dregist fram á þetta ár, en nú væri tekin í notkun önnur af tveimur hæðum, sem ráðgert væri að opna á þessu ári og stefnt yrði að því að 1986 verði að fullu lokið við gerð B-álmunnar. Miðað við núgildandi verðlag er gert ráð fyrir að heild- arkostnaður verði um 220 millj. króna. Að lokum gerði Davíð grein fyrir stærð og starfsemi B-álm- unnar, og óskaði þess svo að bless- un ríkti yfir þeirri starfsemi sem þar yrði og lýsti svo álmuna form- lega opna. 17. júní í Garðinum: Fyrstu hátíðar- höldin í 75 ára sögu hreppsins GarAi, 19. júní. GARÐMENN héldu upp á 75 ára ártíð Gerðahrepps með því að halda Sumarferð Nessafnaðar A VEGIJM Nessafnaðar er ráðgert að fara í fimm daga ferð suður um land og austur á firði og hefst hún laugardag- inn 2. júlí. Fyrsta daginn verður ekið um Suðurland og gist á Kirkjubæjar- klaustri, en ekið yfir Skeiðarársand að Skaftafelli og yfir Breiðamerkur- sand að Höfn í Hornafirði þar sem gist verður aðra nóttina. A þriðja degi verður svo ekið um Austfirði að Hallormsstað og gist þar og á fjórða degi verður farið m.a. að Valþjófs- stað og Skriðuklaustri, Borgarfjörð- ur Eystri heimsóttur og gist í Vala- skjálf. Lokadaginn verður farið á Seyðisfjörð í stutta skoðunarferð og flogið til Reykjavíkur um hádegisbil. 17. júní hátíðlegan í fyrsta sinn. Stóðu öll félög í þorpinu að hátíðar- höldunum sem hófust kl. 14 við barnaskólann. Það var Björk Gránz sem setti hátíðina, en ræðumaður dagsins var Finnborgi Björnsson oddviti. Mikill fjöldi skemmtikrafta kom fram og bar mest á söngfólkinu. Sungu a.m.k. tveir kórar, kvartett og dúett. Þá var hægt að komast í skotbakka og slikkerí ásamt blöðr- um og öðru tilheyrandi. Að skemmtuninni lokinni var fjölmennt í samkomuhúsið og drukkið súkkulaði eða kaffi með vöfflum. Einnig var fólki gefinn kostur á að skoða Garðskagavita. Um kvöldið var diskótek fyrir alla fjölskylduna þar sem unga fólkið hertók samkomuhúsið. Pabbarnir og mömmurnar létu lít- ið sjá sig og er það miður. Arnór. Þórsgata í Reykjavík, en nú hefur borgarráð samþykkt að gera hana að vistgötu. Eins og sjá má hefur gatan verið rifin upp, en eftir þessa samþykkt má búast við að tekið verði til við breytingar á götunni. Ljósm. Mbi. köe. Samþykkt ad breyta Þórsgötu í vistgötu BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að breyta Þórsgötu í Reykjavík í vistgötu, en þetta er gert sam- kvæmt óskum íbúa við götuna. Sr. Karl Sigurbjörnsson, einn íbúanna við götuna, sagði í samtali við Mbl. að hugmyndin með vistgötu væri sú, að Þórsgötu væri breytt í þá veru að þarna yrði gata þar sem allir hefðu jafnan rétt, bæði bíll og gangandi vegfarendur, ungir sem eldri. Gatan ætti fyrst og fremst að þjóna íbúunum og að gegnumakstur væri mjög hægur. Karl sagði að mjög litlar lóðir væru við húsin í Þórsgötunni og fólk tæki eftir því að þegar sólin skín kæmi fólk út á tröppur húsa sinna og gangstéttir til þess að njóta sólarinnar. Vistgata væri þannig úr garði gerð að hún væri vistleg til þess að vera á og fólk gæti þar notið veðurblíðu, þar yrði gróður og gegnumakstur bifreiða væri í lágmarki. Karl sagði að kveikjan að umræðunni hefði orðið þegar gatan var rifin upp til þess að skipta um lagnir í henni, sem orðnar voru ónýtar, hefðu verið kynntar hugmyndir um vistgötu á fundi íbúasamtakanna í Þingholtunum. Síðan hefðu óskir þessa efnis verið lagðar fram og nú samþykktar í borgarráði. „Ég er afskaplega ánægður með þessa samþykkt borgarráðs," sagði sr. Karl Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.