Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 7 Innilegt þakklœti til allra er minntust mín á áttræöis- afmæli mínu með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Sérstaklega þakka ég Elliheimilinu Gmnd og starfsfólk- inu þar. Guð blessi ykkur öll. Lilja Jónsdóttir. Öllum þeim sem glöddu mig í tilefni 80 ára afmœlis míns 3. júní sl., sendi ég innilegar kveðjur og hjartans þakkir. HALLDÓRA FRIÐRIKSDÓTTIR frá Efri-Hólum. Bestu þakkir færi ég þeim er glöddu mig á 80 ára afmæli mínu U. júní. Ásgrímur Sigurðsson, Elliheimili Siglufjarðar. Metsölubhd á hvetjum degi! Ford Transit á gamla genginu Eigum einn tollafgreiddan Ford Transit Diesel- sendibíl fyrirliggjandi. Bíllinn er meö hliöarglugg- um og sætum fyrir 12. Verö kr. 499.000,- Til atvinnubílstjóra kr. 362.000,- „Þróunarein- kenni eru nokkuð ljós“ Ingvar Gíslason, þing- maAur Framsóknarflokks, segir m.a. í Tímagreininni í gær: „Fylgistap Framsókn- arflokksins síðastlióin 12 ír — með hliðsjón af stöðu flokksins 1963 og 1967 — er almennt einkenni á flokknum og á sér sam- svörun í kjördæmum. Fylgi Framsóknarflokksins í ein- stökum kjördæmum fer yf- irleitt minnkandi, eða staðnar þegar best lætur. I*ótt fjarri sé að tapið skipt- ist jafnt á kjördæmi breytir það ekki miklu í þessu sambandi. Þróunarein- kenni eru nokkuð Ijós, Framsóknarflokkurinn hefur yfirleitt tapað fylgi í öllum kjördæmum meira eða minna. I’að kann að vera eitthvað mismunandi eftir kjördæmura á hvaða ári fylgistapið ríður einkum yfir á þessu 12 ára bili, en allt ber að sama brunni um meginþróun fylgisins, það hefur sigið niður á við meira eða minna alls stað- ar í landinu." „Fylgið í Reykjanes- kjördæmi er hálfhrunið“ Og Ingvar Gíslason, nýstaðinn upp úr ráðherra- stóli, heldur áfram: „Á ár- unum milli 1960—70, þ.e. eftir kjördæmabreytinguna 1959, efldist Framsóknar- fiokkurinn víða í þéttbýli og hélt vel hlut sínum í dreifbýli. Flokkurinn hafði á þessum árum 2 þing- menn í Reykjavík og ör- uggt þingsæti í Reykja- neskjördæmi. Nú er þetta að snúast við. Fylgið í Reykjaneskjördæmi er hálfhrunið, þrátt fyrir sí- fellda endurnýjun fram- boðslistans, og Reykjavík- urfylgið hefur látið á sjá. Mjög er nú tekið að saxast á þá yfirburðaaðstöðu, sem ajLi Niðurtalningin Ingvar Gíslason, fyrrverandi ráöherra, fjallar í Tímagrein í gær um vegferð Framsóknarflokksins noröur og niður. Hann spyr sjálfan sig: „Vex fylgi flokks- ins, stendur það í stað eða fer það minnkandi?“ „Ég nefni hér nokkrar tölu- legar staðreyndir,” segir hann í eigin svari: „1963 28,2% 19 þingmenn 1967 28,1% 18 þingmenn 1971 25,3% 17 þingmenn 1974 24,9% 17 þingmenn 1978 16,9% 12 þingmenn 1979 25,0% 17 þingmenn 1983 19,0% 14 þingmenn Þetta lauslega heildaryfirlit yfir stöðu Framsóknarflokksins í 20 ár sýnir að staöan hefur fariö versnandi. Frá því að hafa 28,8% 1963 hefur heildarfylgið minnkað í 19% 1983. Frá því aö hafa 19 þingmenn hefur hann nú 14.“ flokkurinn hafði löngum í dreifbýliskjördæmum, t.d. á Austurlandi, þar sem flokkurinn hlaut eitt sinn 57% af atkvæðamagni, en hefur nú um 37%. Ég sé ekki betur en að Fram- sóknarflokkurinn eigi und- ir högg að sækja, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Þetta er alvarlegt mál, en að þessari niðurstöðu hef ég komist með því að virða fyrir mér atkvæðatölur fiokksins síðustu 20 ár. Þetta eru staðreyndir.“ Að standa upp með reisn Ekki verður sagt að Ingvar Gíslason standi upp úr ráðherrastól með reisn, þegar þessi „svanasöngur" er lesinn. Hann hefur bókstafiega allt á hornum sér. Lítum á nokkur bolla- brot úr grein hans: • 1) „Langvarandi óskapnaður efnahagslífs- ins, verðbólgu- og gengis- lækkunarpólitík, hefur gengið nærri Framsóknar- flokknum...“ • 2) „Endurtekin von- brigði um lausn efnahags- mála hafa sett mark sitt á Framsóknarf1okkinn.“ • 3) „Framsóknarfiokk- urinn hefur verið að tapa fylgi í landinu sl. 12 ár. Flokkurinn fer minnkandi. Tapið kemur fram svo að segja í ölhim kjördæmum og nær til þéttbýlis og dreifbýlis." Var Ingvar Gíslason ekki einn þeirra forystu- manna flokks síns, sem sáði til þeirrar uppskeru, er hann nú fjallar um, eins og sá er kemur af fjöllum ofan? Var hann ekki einn af hönnuðum herlegheit- anna? Eða svaf hann máske af sér ráðherraver- tíðina, er nú er að baki? Og hver er síðan niður- staðan í naflaskoðuninni? „Hins vegar held ég að það sé löngu tímabært að hinir vitrari menn í flokkn- um, fólk á öllum aldri, konur og karlar, hyggi nán- ar að orsökum hinnar óhagstæðu fylgisþróunar flokksins síðustu 10—12 ár eða þar um bil. Hvaða öfl eru þar að verki?“ Ekki leikur vafi á að ráðherrann fyrrverandi tel- ur sig til „hinna vitrari manna", þrátt fyrir allL Hitt vefst máske fyrir ýms- um, hvað hann á við með spurningunni, sem grein hans lýkur á: „Hvaða öfl eru þar að verki?“ Sveinn Egilsson Skeifan 17, sími 85100 HITAMÆLAR SíMolMtygiiyKí1 Vesturgötu 16, sími 13280. Hress a morgnana Þreyttur á kvöldin Eigum geysilega gott úrval af góö- um, sterkum og fallegum furu- rúmum. Greiösluskilmálar í 6—8 mánuði. HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA HÚS&AGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.