Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 Mikill áhugi er fyrir sýningum stöðvarinnar og er greinilegt að koma þarf upp góðri aðstöðu til sýninga, bæði fyrir hesta og áhorfendur. Hér sést hluti áhorfenda láta fara vel um sig í góða veðrinu. Glæsileg sýning stóðhestastöðvarinnar: Fjögurra vetra gamall foli hlaut góð fyrstu verðlaun Hestar Valdimar Kristinsson Um helgina var haldin í Gunn- arsholti hin árlega sýning stóðhesta- stöðvar Búnaðarfélags íslands á fol- um stöðvarinnar. Einnig var ein- staklingum á Suðurlandi gefinn kostur á að sýna fola sem farið höfðu í gegnum forskoðun fyrir skömmu. Alls voru sýndir tuttugu og einn graðhestur og þar af sextán frá stöðinni og af þeim átti stöðin sjö fola. t tanaðkomandi folar voru fimm. Mjög gott veður var meðan á sýningunni stóð og skiptu áhorfend- ur hundruðum. Fer þeim sífellt fjölg- andi sem mæta á þessa árlegu sýn- ingu og má fullyrða að aldrei hafi verið jafn fjölmennt og nú. Er það athyglisvert hversu vel var mætt, því nokkrar íþróttadeildir hér sunnan- lands voru með íþróttamót þennan sama dag. Er greinilegt, að áhugi fyrir starfsemi stöðvarinnar er mikill meðal almennings. Tvær stórar rút- ur, fullar af fólki, mættu á staðinn auk þess sem margir komu á einka- bflum. Það var mál manna að sýningin nú væri sú besta sem stöðin hefði gengist fyrir frá upphafi, en vet- urinn í vetur var sá tíundi sem stöðin er starfrækt. Venjulega hefur þessi sýning verið haldin síðast í apríl, en var seinkað nú og virðist það til mikilla bóta á allan hátt, folarnir líta betur út og eru meira tamdir auk þess sem veður er að öllu jöfnu betra i maí en apríl. Er vonandi að sýningu stöðvarinnar verði valinn þessi tími í framtíðinni. Af þeim folum sem nú voru sýndir, voru það einkum fjögurra vetra folarnir sem athygli vöktu, enda áður ósýndir og auk þess margir þeirra mjög efnilegir. Ætla má af sjónhendingu einni að af þessum folum sem nú komu fram, sé stærri hluti framtíðar- hestar en áður hefur verið á þess- um sýningum. Nú nýverið voru folarnir dæmdir af kynbótanefnd stöðvarinnar og hlutu tveir af þeim fyrstu verðlaun, þeir Adam frá Meðalfelli, undan Hrafni 802 og Vordísi 4726 frá Meðalfelli. Hinn er Hrani frá Hrafnkelsstöð- um, undan Kolbaki 730 og Vindu 3294. Adam er aðeins fjögurra vetra og þykir mjög efnilegur, enda hlaut hann í einkunn fyrir byggingu 7,90 og fyrir hæfileika 8,35 og meðaleinkunn 8,13. Hrani er aftur á móti sjö vetra, en hefur aldrei náð að komast í dóm fyrr en Adam frá Meðalfelli er ein bjartasta vonin af þeim folum sem á stöðinni eru. Strax í fyrra voru bundnar miklar vonir við hann og hefur hann staðið undir þeim og gott betur. Þessi efnilegi hestur verður til afnota fyrir almenning að Meðalfelli í Kjós til 15. júní nk. Eftir það verður hann notaður af Hrossa- ræktarsambandi Suðurlands fyrir félagsmenn. ijósmyndir Vaidímar Krútiiumn. nú, en því hafa valdið slys og óhöpp þegar átt hefur að sýna hann. Hrani fékk 7,93 fyrir bygg- ingu og 8,15 fyrir hæfileika og meðaleinkunn 8,04. Of langt yrði, ef telja ætti upp alla þá fola sem sýndir voru, en rétt er þó að geta nokkurra yngri folanna sem telja má álitlega: Við- ar frá Viðvík var alveg við það að ná fyrstu verðlaunum, fékk 7,86 fyrir byggingu og 8,07 fyrir hæfi- leika og 7,97 í meðaleinkunn. Einnig mætti nefna Blakk frá Reykjum, en bæði hann og Viðar eru undan Hrafni 802. Blakkur vann sér það meðal annars til ágætis að fá 8,5 fyrir skeið, sem verður að teljast gott hjá fjögurra vetra fola. Fyrir byggingu fékk hann 7,88 og 7,97 fyrir hæfileika, eða 7,93 í meðaleinkunn. Snældu- Blesi frá Árgerði, einnig undan Hrafni 802 og Snældu 4154, en hún stóð efst af hryssum sex vetra og eldri á Landsmótinu 1978, vakti nokkra eftirtekt og er greinilega þar á ferðinni mikið efni, þótt ekki hlyti hann háar einkunnir nú, en hann mun hafa slasast í vetur og misst rúman mánuð úr tamningu. Fyrir byggingu hlaut hann 7,83, hæfileika 7,67 og meðaleinkunn 7,75. Ekki er neinum blöðum um það að fletta, að þessi sýning endur- speglar velheppnaðan vetur hjá þeim á stóðhestastöðinni, bæði hvað varðar fóðrun og tamningu. Tamningamenn stöðvarinnar, þeir Páll B. Pálsson og Gísli Gíslason, hafa greinilega gert góða hluti í vetur, og fóðurmeistarinn Jón Jónsson, virðist kunna sitt fag. Það sem helst er aðfinnsluvert er hirðing hófa. Mætti í því sam- bandi varpa fram þeirri spurn- ingu, hvort ekki sé eðlilegt og sjálfsagt að fá faglærðan járn- ingamann til að annast allar járn- ingar og snyrtingu hófa á folum stöðvarinnar? Af þeim utanstöðvarfolum sem þarna voru sýndir, var einn þeirra mjög álitlegur. Var það Draupnir frá Hvolsvelli, en hann er undan Þætti 722 og Lútus frá Miðsitju. Draupnir er að vísu sjö vetra gam- all, en þess má geta að hann var taminn nú fyrst í vetur. f einkunn hlaut hann 7,88 fyrir byggingu og 7,92 fyrir hæfileika, eða 7,90 í meðaleinkunn. Fyrir dyrum stend- ur að selja þennan hest utan, þar sem ekki hefur fengist kaupandi hérlendis. Að lokinni sýningu voru seldar veitingar í mötuneyti Landgræðsl- unnar og síðan farið í hesthús og ungfolar teymdir út eins og venja hefur verið. VK Skuggi frá Bjarnastöóum undan Fáfni 747 og Nös 3010, knapi er Páll Pálsson. Hestur númer eitt á stóðhestastöðinni, Glaður 852 frá Reykj- Hrani frá Hrafnkelsstöðum hlaut fyrstu verðlaun. um. Flugar frá Torfastöðum undan Þætti 722 og Flugsvinn 4260. Knapi er Gísli Gíslason. Hlaut í einkunn 7,93. Draupnir frá Hvolsvelli. Knapi er Þorvaldur Ágústsson, sem jafnframt er eigandi. Djákni frá Kirkjubæ undan Sikli frá Kirkjubæ og Gríði frá sama stað. Glæsilegur og hágengur töltari. Hlaut í einkunn 7,73. mm' ii ■ ”*<**■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.