Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 Norræna ráðherranefndin á fréttamannafundi í Ráóherrabústaönum f g*r. Frá vinstri eru: Frú Ragnhildur Helga- dóttir, menntamálaráðherra íslands, Bengt Göranson, menningarmálaráðherra Svfþjóðar, sem er formaður ráðherra- nefndarinnar, Gustaf Björgstrand, menningarmálaráðherra Finnlands, og Lars Roar Langslet, menningar- og vís- indamálaráðherra Noregs. Fyrir aftan stendur Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu. Samnorrænt sjónvarp strax á næsta ári? Norðmenn bjóða upp á samstarf um ECS-hnöttinn Pólsku skipin: Ekki kröfur um að skip verði seld í staðinn PÓLSKIJ skipin þrjú sem væntanleg eru til landsins kosta að sögn Gísla Jónassonar forstjóra Samtogs h.f., sem er kaupandi að tveimur þeirra, rúmar tvær milljónir dollara hvert. Þau eru um 32 metrar að lengd, smíöuð úr stáli, og ætluð fyrir almenna neta- og togveiði. Engar kvaðir eru um að selja úr landi gömul skip eða að þau séu dæmd ónýt, þannig að skipin þrjú verða hrein viðbót við fiskiskipaflotann. Á FUNDI norrænu ráðherra- nefndarinnar, sem hófst í Reykjavík í gærmorgun, var m.a. rætt um möguleikana á því að byrja tilraunir með norrænar sjónvarpsútsendingar um ECS- fjarskiptahnöttinn strax á næsta ári. Ástæðan er sú, að Norð- menn eiga kost á rás í ECS-fjar- skiptahnettinum, sem skotið verður á loft á næsta ári og hafa þeir boðið öðrum Norðurlanda- þjóðum að taka þátt í samstarfi um þessa rás. Lézt í bflslysi KONAN, sem lézt í bifreiðaslysinu í Skagafirði á laugardag. Hún hét Jakobína Pálmadóttir til heimilis á Háaleitisbraut 43 í Reykjavík. Matthías Á. og Albert vildu báðir sumarþing VIÐ afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á samkomudegi Alþingis þar sem ákveðið var að Alþingi kæmi ekki saman fyrr en í haust komu fram a.m.k. tvær ákveðnar raddir um að kveðja ætti Alþingi saman í sumar. Samkvæmt heimildum Mbl. lýstu Matthías Á. Mathiesen við- skiptaráðherra og Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra því báðir yfir, að þeir teldu rétt að Alþingi kæmi saman hið fyrsta. Það var því ekki einhugur innan ríkisstjórnarinnar um afgreiðslu málsins, eins og haft hefur verið eftir einstökum ráðherrum og al- þingismönnum í fjölmiðlum. Á fundinum í gær var ákveðið að afla frekari upplýs- inga um, hvaða möguleikar felist í þessu samstarfi, áður en endanleg ákvörðun verður tekin í þessu máli. Danir taka ekki þátt í þessum fundi nú. í gær lagði norræna menn- ingarmálanefndin fram fyrir ráðherrafundinn hugmyndir um það, hvernig dagskrá slíkr- ar samnorrænnar rásar gæti verið samsett, en tekin var ein vika í maí og valið úr sjón- varpsdagskrám allra Norð- urlandanna efni, sem vænlegt þótti til sendingar. Sjónvarpskerfi um norræn- an fjarskiptahnött skal, ef til framkvæmda kemur, ná í fyrstu til sendinga um þrjár rásir fyrir sjónvarpsefni til Finnlands, Noregs og Svíþjóð- ar og yrði útsendingartíminn 45 klukkustundir á hverri rás á viku. Þessar útsendingar verða fyrst mögulegar um ára- mót 1988—1989. Ráðherra- nefndin hafði áður tekið ákvörðun um, að sjónvarpsút- sendingar til íslands skuli í fyrstu fara fram um eina rás. „SEÐLABANKINN hefur ekki tekið formlega afstöðu til þessa bréfs viöskiptaráöherra, en það verður tekið til umfjöllunar á næstunni," sagði dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir viðbrögðum Seðlabankans við bréfi sem við- skiptaráðherra hefur ritað bankan- um, þar sem hann lýsti þeim vilja sínum, að allir bankar og sparisjóðir fái heimild til gjaldeyrisviðskipta. „Eins og kunnugt er var ákveðið fyrir tæplega ári að veita Búnað- Að sögn Gísla verða Vest- mannaeyjaskipin afhent í pólskri höfn í fyrstu viku desembermán- aðar nk., en þriðja skipið fer til Hróa í Ólafsvík í byrjun febrú- armánaðar á næsta ári. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra var spurður hvort honum hefði komið fréttin um að pólsku skipin væru að koma til landsins á óvart, eins og forvera hans í starfi, þ.e. núverandi for- sætisráðherra. Hann kvað svo ekki vera. Hann hefði síðast séð þeirra getið á skjölum við af- greiðslu lánsfjáráætlunar á Al- þingi í vetur, vegna viðskipta- samningsins við Pólverja. Sjávar- útvegsráðherra sagði einnig, að við gerð umrædds viðskiptasamn- ings hefði mikið verið rætt um slæmt ásigkomulag bátaflotans í Vestmannaeyjum og því hefði væntanlega ákvörðunin um að tvö þeirra færu til Vestmannaeyja verið tekin. arbankanum heimild til viðskipta með gjaldeyri og má í raun segja, að þá hafi verið brotið blað í sög- unni. Þá var ljóst að fleiri myndu fylgja í kjölfarið," sagði dr. Jó- hannes Nordal ennfremur. „Við höfum hins vegar verið þeirrar skoðunar, að ekki væri rétt að fara mjög hratt í þessa þróun, hreinlega af hagkvæmnis- ástæðum. Það væri ekki rétt að auka mjög á tilkostnað við veit- ingu þessarar þjónustu. Stjórn bankans mun síðan skoða málið í Halldór sagði að ekkert gæti komið í veg fyrir að skip þessi kæmu til landsins, en hann væri hins vegar þeirrar skoðunar að ekki ætti að smíða fleiri skip eins og ástandið væri. Hann kvað mik- inn vanda fylgja nýjustu fiskiskip- um og togurum flotans. Mikil van- skil væru vegna þeirra og enginn virtist telja sig bera ábyrgð á þeim. Tekur sæti á Alþingi STEFÁN Benediktsson, arkitekt, tekur sæti Vilmundar Gylfasonar á Alþingi. Stefán skipaði þriðja sætið á lista Bandalags jafnaðarmanna við síðustu alþingiskosningar. Fyrsti varamaður verður nú í stað Stefáns Jónína Leósdóttir, sem skipaði fjórða sæti listans. ljósi aðstæðna á næstunni," sagði dr. Jóhannes Nordal. Um þá ósk viðskiptaráðherra, að taka rekstrar- og afurðalána- kerfið til endurskoðunar, sagði dr. Jóhannes Nordal, að það hafi lengi verið skoðun seðlabankamanna, að rétt væri að draga núverandi kerfi saman. „Það fer hins vegar ekki hjá því, að ýmis vandamál eru því samfara og mun málið verða kannað í ljósi þess á næst- unni,“ sagði dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, að síðustu. Stórlaxar í Grímsá „Grímsá opnaði þann 19. júní og eftir tveggja daga veiði voru komnir 22 laxar á land. í fyrra var þetta ekki neitt á sama tíma, en það sem vekur meiri athygli nú er, að þetta er eingöngu mjög vænn lax, meðalþunginn um 12 pund,“ sagði Friðrik D. Stefáns- son framkvæmdastjóri Stanga- veiðifélags Reykjavíkur í sam- tali við Mbl. í gær. „Það er kominn einn 18 punda á land, annar 17 punda, 15 punda og margir 10—12 punda. Enginn smálax enn sem komið er og verður fróðlegt að sjá hvernig framhaldið verður. Þetta hefur mest veiðst á maðk, en þó tók 17 pundarinn lúru. Allur hefur lax- inn veiðst í Laxfossi, Þingnes- strengjum og Lambaklettsfljóti og virðist lítið eða ekkert vera komið af fiski þar fram fyrir enn sem komið er,“ bætti Friðrik við. Veitt er á 8 stangir í Grímsá um þessar mundir og hefur hún verið mjög vatnsmikil til þessa, þó ekki skoluð. Þessi byrjun lof- ar afar góðu, áin hefur verið afar léleg síðustu árin og laxinn mjög smár. Norðurá full af fiski „Norðurá er full af fiski fram að Laxfossi, en veiðin hefur verið sveiflótt þar sem áin hefur skol- ast og hækkað mjög nokkrum sinnum og verið þá illveiðandi. Síðasti veiðihópurinn náði 51 laxi, en hópurinn sem veiddi frá 12,—15. júní náði 58 löxum sem er það mesta til þessa. Alls eru komnir um 150 laxar úr Norð- urá, sem er prýðisgott miðað við hversu seint laxinn gekk að þessu sinni," sagði Friðrik hjá SVFR í gær. Friðrik gat þess einnig að lax- inn væri ekki alveg eins vænn og í Grímsá, meðalþunginn væri líklega um 8—9 pund og stærstu laxarnir 15 punda. f gærmorgun komu 14 laxar á land. Þá hefur mikið sést af fiski í Munaðar- nesi, en þar mun vera vandhitt á hann. Þó nokkuð hefur veiðst á flugu í Norðurá, en megnið þó á þann slímuga. Reytingur í Elliðaánum Friðrik gat þess einnig, að um síðustu helgi hafi verið komnir um 50 laxar á land úr Elliðaán- um, en þær opnuðu 10. júní. Hef- ur verið reytingsafli, 3—6 laxar á dag að meðaltali, allt frá því að veiðin hófst og framan af komu nokkrir vænir á land. Enginn náði þó þeim stærsta, sem sást spóka sig bæði fyrir neðan og ofan gömlu brúna. Var hann tal- inn með því stærsta sem sést í Elliðaánum, kannski 20 pund. í gærkvöldi voru komnir 60 laxar á land og talsverður lax að ganga. Lítið úr Langá Mbl. vantar nýjar tölur úr Langá, en hún opnaði 15. júní. Lítið kom á land í byrjun og um helgina höfðu aðeins örfáir laxar veiðst á neðstu svæðunum, ekk- ert að því er Mbl. hafði fregnað af efri svæðum, þó hafði sést fiskur á efsta svæðinu. Áin er vatnsmikil. - gg Málið verður skoðað í ljósi aðstæðna nú — segir dr. Jóhannes Nordal um ósk viðskiptaráðherra um heimild til handa bönkum og sparisjóðum til gjaldeyrisviðskipta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.