Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 25 Minning: Ólafur Rafn Einarsson mennta- skólakennari Fæddur 16. janúar 1943. Dáinn 11. júní 1983. ólafur Rafn Einarsson, sagn- fræðingur og menntaskólakenn- ari, var sonur hjónanna Einars Baldvins Olgeirssonar, fyrrver- andi alþingismanns og Sigríðar Þorvarðsdóttur. Ólafur var mikill áhugamaður um félagsmál og stjórnmál, enda höfðu forfeður hans í báðar ættir verið virkir áhugamenn í þeim greinum. Einar Olgeirsson er löngu þjóð- kunnur sem félagsmálafrömuður og litríkur stjórnmálamaður. Ein- ar var sonur Olgeirs bakara Júlí- ussonar Kristjánssonar bónda á Barði á Akureyri. Olgeir var ritari í fyrstu stjórn Verkamannafélags Akureyrar, sem talið er stofnað 19. apríl 1897. Starfsemi félagsins lá síðar niðri um hríð en var endurreist 1906. Móðir Einars var Sólveig Gísladóttir bónda á Grund í Svarvarðardal Pálssonar er síð- ast var prestur í Viðvík Jónssonar bónda í Snælingsdal og konu hans Sólveigar Gísladóttir frá Hvíta- dal. Séra Páll var víðfrægur kennimaður og sálmaskáld á sinni tíð. Kona séra Páls var Kristín Þorsteinsdóttir stúdents í Laxár- nesi í Kjós Guðmundssonar. Koma þar saman ættir ólafs og Jóhönnu konu hans í ætt móðir hennar Guðrúnar Gísladóttir frá írafelli í Kjós, er sú ætt rakin i bókinni Kjósarmenn allt til Jóns Pálsson- ar í Miðdal í Kjós er uppi var frá 1480 til 1562. Jón var bróðir Alexí- usar Pálssonar síðasta ábóta í Viðeyjarklaustri. Börn þeirra séra Páls og Kristínar voru auk Gísla bónda á Grund m.a. þau Snorri Pálsson, alþingismaður og versl- unarstjóri á Siglufirði og Kristin fyrsta kona Einars Baldvins al- þingismanns Guðmundssonar bónda og umboðsmanns á Hraun- um í Fljótum og konu hans Helgu Guðlaugsdóttur bónda á Neðra- Ási í Hjaltadal. Einar Baldvin var bóndi á Hraunum frá 1863 til 1898. Fór til Noregs 1878 til að kynna sér bátasmíði, en kynnti sér um leið niðursuðu matvæla og hófu þeir Snorri mágur hans slíkan iðnað. Einar var kaupmaður i Haganesvík frá 1898 til æviloka 1910. Stundaði hann jafnframt brúar- og skipasmiðar. Eftir hann eru margir greinar í Andvara frá þeim tíma um bátasmíðar og fleira. Þeir mágar Snorri Pálsson og Einar Baldvin voru miklir stuðningsmenn Jóns Sigurðsson- ar. Sólveig móðir Einars Olgeirs- sonar missti föður sinn þegar hún var fjögurra ára gömul og ólst hún upp frá þvi hjá föðursystur sinni og Einari Baldvin á Hraunum og mat hún fóstra sinn mikils. Móðir Ólafs er Sigríður Þor- varðsdóttir prentsmiðjustjóra Þorvarðarsonar hreppstjóra á Kalastöðum í Hvalfjarðarstrand- arhreppi ólafssonar smiðs á Kúlu- dalsá í Innri Akraneshreppi, en síðar keypti hann Kalastaðatorf- una og bjó á Kalastöðum. ólafur var tvíkvæntur, seinni kona hans, móðir Þorvarðar, var Kristín Þor- varðardóttir lögréttumanns á Kiðafelli í Kjós og Brautarholti á Kjalarnesi Einarssonar bónda á Kiðafelli. Ólfur var hinn mesti bú- höldur, stundaði einnig skipa- smíðar, hann var lögréttumaður hin síðustu ár öxarárþings. Bræður Kristínar voru séra Oddur Þorvarðarson á Reynivöll- um í Kjós 1744 til 1804 og Kort Þorvarðarson bóndi í Flekkudal í sömu sveit 1760 til 1821, er þetta mikill ættbálkur í Kjósinni og koma ættir Ólafs og Jóhönnu einnig saman í móðurætt hans. Þorvarður var mikill félags- málamaður. Hann var fyrsti for- maður Hins íslenska prentara- félags og heiðursfélagi þess. Starf- aði mikið í Góðtemplarareglunni. Stofnandi barnablaðsins Æskunn- ar. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1912—14. Var einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur og fyrsti formaður þess. Fyrri kona hans, móðir Sigríð- ar, var Sigríður Jónsdóttir tómt- húsmanns Arasonar í Skálholts- koti og konu hans Ingibjargar Sig- urðardóttur. Jón Arason var bæjarfulltrúi tómthúsmanna í Reykjavík þegar tómthúsmenn kusu sér til bæjarstjórnar. Eins og hér hefur verið lauslega drepið á átti Ólafur ættir að rekja til mikilla félagsmálamanna. Ólafur nam sagnfræði og forn- leifafræði við Oslóarháskóla og lauk þaðan BA-prófi og síðar cand. mag.-prófi frá Háskóla ís- lands 1969. ólafur kenndi með námi við Víghólaskóla í Kópavogi 1966—69. Kennari við Gagnfræða- skólann á Hvolsvelli 1969—71. Þá réðst hann kennari við Mennta- skólann við Tjörnina, síðar við Sund. Auk þess var hann stunda- kennari við Háskóla Islands. Ólafur átti sæti í fyrstu mið- stjórn Alþýðubandalagsins og síð- ar í framkvæmdastjórn þess, um tíma sem formaður. Hann var í framboði fyrir Alþýðubandalagið í Suðurlandskjördæmi við kosn- ingarnar 1971 og í Reykjaneskjör- dæmi 1974. Ólafur átti sæti sem varamaður í útvarpsráði 1972—75 og aðalmaður síðan. Formaður þess 1978—80 og varaformaður síðan. Þá átti hann sæti í bygg- ingarnefnd útvarpshússins og í út- varpslaganefnd. Ólafur var formaður Æskulýðs- sambands íslands 1968—70 og sótti þá margar ráðstefnur á veg- um þess í Evrópu og Bandaríkjun- um. Hann var í stjórn Aðstoðar við þróunarlöndin 1971—81. Þar störfuðu þeir mikið saman Björn Þorsteinsson, bæjarritari í Kópa- vogi, og einnig við gerð útvarps- þátta og fl. Hafa þau hjón Björn og Sigurlaug kona hans reynst Ólafi og Jóhönnu sérstaklega vel, eins og raunar fjölmargir aðrir, fyrir það eru bornar fram hugheil- ar þakkir. Eg var svo lánsamur að kynnast náið í upphafi míns stjórnmála- ferils stjórnmálagarpinum og öðl- ingnum Ólafi Thors. Það sem fljótlega vakti athygli mína var hve hlýtt honum lá orð til Einars Olgeirssonar og mat hann mikils persónulega, þó voru þetta höfuð- andstæðingar í íslenskum stjórn- málum. Ég sat svo eitt kjörtímabil með Einari á Alþingi og fann þá flótt tilfinningaríkt og hlýtt hug- arþel undir brynju hins vígreifa stjórnmálamanns. Síðar þegar við Einar kynntumst nánar fann ég hlýja hugarþelið og virðinguna fyrir Ólafi Thors og persónuleika hans. Hvernig þessir hörðu bar- áttumenn og andstæðingar mátu hvor annan er aðalseigin mikilla stjórnmálamanna, sem gnæfa hátt yfir meðalmennskuna. Ólafur kvæntist Jóhönnu dóttur minni 5. október 1968. Hann vann hug og hjörtu okkar hjóna með prúðmennsku sinni og drenglyndi. Það varð fljótlega mjög náið og innilegt samband milli hans og tengdamóðir hans, Guðrúnar. Þau voru á margan hátt líkt skapi far- in, hæg og dul, þolinmóð og traust. Jóhanna er jarðfræðingur frá HÍ og kennir við Víðistaðaskóla i Hafnarfirði. Þau eignuðust tvo syni, Gísla Rafn, 14 ára og Þor- varð Tjörva, 6 ára. ólafur og Jóhanna eignuðust sitt eigið húsnæði að Þverbrekku 2 í Kópavogi 1972. Var unun að fylgjast með hve samhent þau voru í að byggja upp glæsilegt menningarheimili, þar sem á skemmtilegan hátt er fléttað sam- an nútíð og fortíð. Ólafur unni bókum enda alinn upp á miklu bókaheimili. Bókasafn þeirra hjóna hefur að geyma margar verðmætar bækur innlendar og erlendar. Ólafur hafði mikinn áhuga á að efla norræna samvinnu í sem víð- ustum skilningi, hann flutti hér erindi fyrir ferðahópa frá Norður- löndunum, sótti þing Norður- landaráðs sem fulltrúi ungra manna í stjórnmálaflokkunum. Kenndi hér við Norræna sumar- háskólann og var ávallt reiðubú- inn til að veita aðstoð ef til hans var leitað um að efla kynni milli íslands og hinna Norðurlandanna. Það er með ólikindum hvað Ólafur var athafnasamur við rit- störf, þar sem að þau voru að mestu unnin í hjáverkum. Fátt eitt skal tilgreint: Upphaf ís- lenskrar verkalýðshreyfingar 1887-1901, útg. MFA 1970. Bernska reykvískrar verkalýðs- hreyfingar frá 1887—1916. Reykjavík í 1100 ár, útg. Sögufé- lagið og Reykjavíkurborg 1974. Frá landnámi til lútherstrúar, þættir úr íslandssögu fram til 1550. Kennslubók, útg. Heims- kringla 1975. 9. nóvember 1932, ásamt Einari Karli Haraldssyni ritstjóra, útg. Örn og örlygur 1977. Á árinu 1978 dvöldust þau hjón í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn. Þar kynnti hann sér tengsl íslenskrar verkalýðshreyf- ingar og þeirrar dönsku. Skrifaði hann greinar um þetta efni í Sögu, tímarit Sögufélagsins, 1978 og 1979. Hann skrifaði fleiri greinar í það rit. Þá skrifaði hann i afmæl- isrit ólafs Hanssonar um „Draumsýn ólafs Friðrikssonar 1914“, útg. Sögufélagið 1979. Ágrip af sögu Félags járniðnaðarmanna, afmælisrit 1970. Þættir úr bar- áttusögu Sóknar, afmælisrit 1975. Auk þess skrifaði hann í blöð og tímarit um verkalýðsmál, sögu, málefni þróunarlanda og fjölmiðl- un. Margt var hann með í vinnu þegar hann féll frá og hafði verið beðinn um að inna af höndum margvísleg verkefni. ólfur kenndi á námskeiðum MFA og við Félags- málaskóla alþýðu frá upphafi. Hann annaðist um þáttagerð í út- varpi um málefni þróunarlanda, rómönsku Ameríku og fleira. Ólaf- ur var mjög vandvirkur í öllum sínum störfum og óþreytandi við að afla sér sem áreiðanlegastra heimilda. Haustið 1979 dró skyndilega ský fyrir sólu, ólafur varð að ganga undir alvarlega skurðaðgerð. Hann fékk heilsu aftur og hóf störf að nýju. Vorið 1980 fórum við hjónin ásamt fjölskyldunni að Þverbrekku 2 til Júgóslavíu okkur til hressingar, ég hafði einnig þurft að ganga undir erfiða aðgerð árið áður úti í London. Það var unun að kynnast yfirgripsmikilli þekkingu hans á sögu og menn- ingu Balkanþjóðanna, sem er lit- rík í gegnum aldirnar. í haust tók meinið sig upp aftur og þrátt fyrir tilraunir okkar fær- ustu sérfræðinga var nú ekki við neitt ráðið þrátt fyrir aðra skurð- aðgerð. I allan vetur barðist hann hetjulegri baráttu og aldrei heyrð- ist hann kvarta. Það er rík ástæða til að þakka af heilum hug lækn- um, hjúkrunarfólki og öðru starfs- liði deildar A7 á Borgarspítalan- um fyrir þeirra miklu umönnun sem hann naut og þá aðstoð og hluttekningu sem konu hans var auðsýnd. Ég þekki af langri reynslu hvursu afbragðs starfsliði sú stofnun hefur á að skipa. Þá er og ástæða til að þakka rektor og samkennurum hans svo og nem- endum fyrir þeirra mikla vin- semdarvott er þeir sýndu honum. Þá þakka ég einnig skólastjóra Víðistaðaskóla og samkennurum Jóhönnu og nemendum hennar fyrir alla þá samúð og hjálpsemi, sem þeir sýndu henni í hennar erfiðleikum. Það er erfitt að mæta því að hæfileikamenn á besta aldri skuli burtu kallaðir frá mörgum ólokn- um verkefnum. Mikill harmur er kveðinn að foreldrum Ólafs og systur, en mjög kært var með þeim systkin- um, Sólveig veitti mágkonu sinni mikinn stuðning við umönnun bróður síns. Við hjónin og Þór- hannes sonur okkar og hans fjöl- skylda þökkum fyrir þann dásam- lega tíma, sem Ólfur var í okkar fjölskyldu. Mestur er missirinn hjá ekkj- unni og sonunum ungu. Fátækleg orð mega sín lítils undir þeim kringumstæðum. Ein er huggun harmi gegn, viss- an um að minningin um hugljúfan drengskaparmann lifir. Axel Jónsson. Kveöja frá útvarpsráði Ólafur R. Einarsson mennta- skólakennari er látinn. Kynni okkar urðu ekki löng og ekki nán- ari en það að við sátum fundi sam- an hjá ríkisútvarpinu um fjögurra ára skeið. Þó á ég honum þökk að gjalda. Samfylgd hans þennan spöl var þannig vaxin. Ólafur kunni mætavel að vinna í bland með öðrum mönnum. Hann var allt í senn, íhugull og tillögu- góður, samvinnuþýður og þéttur fyrir þegar því var að skipta. Gott var og til hans að leita að ræða vandamálin ellegar taka við for- mennskunni um sinn þegar mér var eitthvað að vanbúnaði. Hafði hann áður verið formaður út- varpsráðs um hríð. Allir þeir sem ólafi kynntust, hljóta að kveðja hann með virð- ingu og þökk, nú þegar leiðir skilj- ast. í dagfari sínu var hann mikið prúðmenni, hvers manns hugljúfi er mér óhætt að segja. Eftirsjá er að slíkum mönnum, mannskaði þegar þeir jafnframt eru starf- hæfir í besta lagi — mannkosta- menn. Við félagarnir í útvarpsráði og ég persónulega, sendum eftirlif- andi eiginkonu og öllum öðrum ástvinum Ólafs R. Einarssonar innilegar samúðarkveðjur. Vilhjálmur Hjálmarsson. í dag kveðjum við vin okkar og félaga, Ólaf R. Einarsson, hinstu kveðju. Það eru rétt tuttugu ár síðan glaður hópur nýstúdenta kvaddi Menntaskólann í Reykja- vík, sundurleitur hópur, en þó tengdur sterkum böndum eftir fjögurra ára nánar samvistir og kynni. Þegar fyrstu þræðirnir í þessum böndum eru nú rofnir allt of fljótt, er okkur efst í huga þakklæti fyrir samskipti og vin- áttu við góðan dreng, og sár sökn- uður við fráfall hans. Þegar á menntaskólaárunum hafði ðlafur óvenju þroskaðar og mótaðar lífs- skoðanir. Á bak við rólegt og hátt- víst yfirbragð leyndi sér ekki stað- festa og viljastyrkur. Sagnfræðin átti þá þegar djúp ítök í honum, og átti síðan eftir að verða viðfangs- efni hans í lífi og starfi. Eins og verða vill tvístruðust nýstúdent- amir frá 1963 til ýmissa átta og samfundirnir urðu strjálli en áð- ur. Minningin um ólaf frá menntaskólaárunum, styrkt af vissunni um markvisst og árang- ursríkt ævistarf hans, er eitt af ljósunum, sem skín á veg okkar. Á stund endurfunda ríkir hverf- ulleikinn. ólafur R. Einarsson hefði haldið tuttugu ára stúdents- afmælið hátíðlegt með okkur þessa dagana. Hann hefði snúið aftur eins og við öll til gamla hópsins. En í stað samruna nútíð- ar og fortíðar koma skörp og mis- kunnarlaus skil. Okkur auðnast ekki að taka þátt í glaðværð hans á ný eða finna drenglyndi hans. Þess í stað hlýtur hann síðbúnar þakkir okkar fyrir trausta sam- fylgd og bjartar minningar. Sér- stakar samúðarkveðjur viljum við færa foreldrum ólafs, þeim Einari Olgeirssyni og Sigríði Þorvarðs- dóttur konu hans, og þakklæti fyrir að mega gleðjast með þeim á tímamótum fyrir tuttugu árum. Megi minningin um góðan dreng verða eiginkonu ólafs, Jóhönnu Axelsdóttur, og sonum þeirra tveimur, huggun harmi gegn. Bekkjarsystkin MR. Kynni okkar Ólafs R. Einars- sonar voru kannski ekki ýkja löng. Þau hófust að marki, þegar ný- kjörið útvarpsráð kom saman á árinu 1978. Við höfðum þá vitað hvor af öðrum næsta lengi, haf- andi vaxið úr grasi í námuda hvor við annan í Norðurmýrinni. Það fer ekki hjá því að menn kynnist allvel, þegar þeir sitja saman fundi að jafnaði tvisvar í viku allan ársins hring. ólafur hafði mikinn áhuga á málefnum Ríkisútvarpsins. Hann var í störf- um sínum þar athugull og tillögu- góður og lét sig hag og stöðu 'stofnunarinnar miklu varða. Veit ég fyrir víst að hann var samur í öðrum störfum, að kennslu og sagnfræðirannsóknum, enda þótt ég þekki þar minna til. Sitt af hverju hefur verið og er sagt um útvarpsráð. Þar eru menn ekki ævinlega á einu máli, og víst vorum við ölafur ekki ætíð sam- mála. Sá ágreiningur var þó aldrei djúpstæður, og við áttum að nokkru sameiginlegan bakhjall í skoðunum, enda þótt hin pólitíska þróun hafi verið á þá lund, að leið- ir lágu ekki eins mikið saman og báðir hefðu viljað. ólafur R. Einarsson hafði til að bera víðsýni og umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra, sem gerði það að verkum, að með hon- um var ævinlega gott að starfa. Mér eru t.d. minnisstæðir fundir, þar sem hann kom fram með málalista um atriði, sem útvarps- ráð hafði fjallað um, en einhverra hluta vegna lent í útideyfu og ekki orðið úr framkvæmdum. ðlafur var málafylgjumaður, fastur fyrir, en ávallt sanngjarn. Við sem með honum störfuðum vissum, að hann hafði undanfarin misseri átt við vanheilsu að stríða. Engann okkar mun þó hafa grun- að að kallið kæmi svo skjótt. Eftirsjá er óneitanlega rík í huga, þegar góðir drengir eru kvaddir. Ólafur hafði skilað drjúgu dags- verki, en hann átti miklu ólokið. Síðast sáumst'við þegar horn- steinn var lagður að nýju útvarps- húsi við Háaleiti. Sú minning sem hann skilur eftir í hugum okkar er með honum störfuðu, er þó öllum hornsteinum varanlegri, minning- in um góðan dreng. Ástvinum hans sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Eiður Guðnason Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.