Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 Góöur leikur é Akureyri: Fjögur mörk skoruó í fyrri hálfleik ÞÓR Akureyri og Valur gerðu jefntefli 2—2 í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi, er liöin léku á Akureyri. Leikur liöanna var mjög fjörugur og vel leikinn. Staöan í hálfleik var jöfn 2—2. Mikil barátta var í leikmönnum beggja liða og úrslit leiksins nokkuð sann- gjörn. Fjögur mörk í fyrri hálfleik Fyrsta mark leiksins kom strax á 3. mínútu. Bjarni Sveinbjörnsson tók hornspyrnu og gaf vel fyrir markiö. Guöjón Guömundsson náöi aö skalla fast aö marki Vals. Siguröur Haraldsson hélt ekki boltanum, missti hann frá sér og Siguröur Pálsson náöi aö skora af stuttu færi. Á 16. mínútu komust leikmenn Þórs í 2—0, þá fékk Siguröur Pálsson boltann á miðjum vallar- helmingi Vals nálægt hliöarlínu og geröi hann sér lítiö fyrir og skaut háum bolta aö marki Vals. Og viti menn, boltinn fór yfir Sigurö markvörö Vals sem stóð framar- lega í markinu. Var þetta mark skoraö af rúmlega 30 metra færi. Sannkölluð óskabyrjun fyrir Þórs- ara. En Valsmenn létu ekki bugast þrátt fyrir þetta, þeir sýndu allan tímann góöa baráttu og gáfu hvergi eftir. Nú jafnaöist leikur liö- anna og Valsmenn náöu aö skora á 20. mínútu. Grímur Sæmundssen skoraöi þá eftir aö boltinn haföi borist til hans úr þvögu sem myndast haföi inni í vítateig, Grímur skaut frá vítateig föstu skoti sem fór í stöng- ina síöan í bakiö á Þorsteini mark- veröi Ólafssyni og svo í netið. Á 44. mínútu leiksins gaf Berg- þór Magnússon vel fyrir markiö og Ingi Björn Albertsson skallaöi í markiö af markteig. Hans 102. mark í 1. deildinni. Áhorfendur fengu skemmtilegan fyrri hálfleik þar sem alltaf eitthvaö var aö ger- ast. Gott samspil en fá marktækifæri Strax í upphafi síðari hálfleiks var Grími Sæmundssen sýnt rauöa spjaldiö og vikiö af leikvelli. Valsmenn léku því 10 þaö sem eftir var leiksins. Gott samspil var hjá báöum liö- um í siðari hálfleiknum, en mark- tækifæri liöanna voru ekki mörg. Þórsarar sóttu íviö meira gegn 10 leikmönnum Vals en vantaði herslumuninn á aö taka leikinn í sínar hendur. Liöin Hjá Þór átti Guöjón Guö- mundsson bestan leik, sívinnandi Þór — Valur • Siguröur Pálsson tvítugur framherji í liöi Þórs skoraði tvö mörk fyrir liö sitt í gær gegn Val. og gaf aldrei eftir. Bjarni Svein- björnsson og Sigurjón Rannvers- son áttu báöir góöan leik. i heild- ina lék liöiö vel. Hjá Val bar mest á Heröi Hilm- arssyni, Inga Birni Albertssyni og Þorgrími Þráinssyni. Liö Vals náöi vel saman og sýndi mikla baráttu. í STUTTU MÁLI: Þór — Valur 2—2 (2—2) Mörk Vals: Grímur Sæmundssen á 20. og Ingi Björn á 44. mín. Mörk Þörs: Siguröur Pálsson á 3. og 16. mín. Gul spjöld: Hilmar Sighvatsson Val, Sigurbjörn Viöarsson Þór, Siguröur æxi---- KalSSOffi. Rautt spjald og vikiö af leikvellí: Grím- ur Sæmundssen Val. Áhorfendur: 750. Dómari var Friögeir Hallgrímsson og dæmdi hann leikinn ágætlega. Einkunnagjöfin: Liö Þórs: Þorsteinn Ólafsson 6, Sígur- jón Rannversson 7, Jónas Róbertsson 6, Sigurbjörn Viðarsson 6, Þórarinn Jóhannesson 7, Árni Stefánsson 6, Halldór Áskelsson 7, Guöjón Guð- mundsson 8, Bjarni Sveinbjörnsson 8, Siguröur Pálsson 7, Óskar Gunnars- son 6. Liö Vals: Siguröur Haraldsson 6, Guö- mundur Kjartansson 6, Grímur Sæ- mundssen 6, Höröur Hilmarsson 8, Jón Grétar Jónsson 5, Þorgrímur Þrá- insson 7, Ingi Björn Albertsson 7, Hilmar Sighvatsson 6, Valur Valsson 6, Guömundur Þorbjörnsson 6, Bergþór Magnússon 6, Magni Pétursson vm. 6. AS/ÞR • Óskar Ingimundarson er hér nærri því aö lauma boltanum í netiö en ÍBÍ tókat aö bjarga á línu eins og þeir geröu nokkrum sinnum í gær. ísiandsmðtlð 1. delld • Þorbergur Aðalsteinsson ésamt eiginkonu sinni. flthletico Madrid vill fá Þorberg: „Tilboðió frá félaginu kom of seint til mín“ — segir Þorbergur Aðalsteinsson SPÁNSKA handknattleiksliöið Athletico Madrid hefur sýnt mikinn áhuga á því að fá Þor- berg Aöalsteinsson til liös viö sig. Félagið haföi samband viö Viggó Sigurösson og haföi hann milligöngu í máli þessu. Athlet- ico bauð Þorbergi góöan samn- ing ef hann heföi áhuga á því að koma og leika meö liöinu næsta keppnistímabil. — Þaö er rétt, ég fékk gott tilboð frá félaginu, en þaö kom of seint. Ég var búinn aö ganga frá samningum hér í Vestmannaeyj- um og þeim veröur ekkert hnikaö til. Hins vegar er aldrei aö vita hvaö maöur gerir eftir eitt ár ef tilboðið stendur ennþá, sagöi Þorbergur í gærdag. Þorbergur sagöi aö félagiö væri aö leita aö góðum miöjuspilara og skyttu. Þaö heföi boöiö háa peninga- upphæö og góö skilyröi fyrir rétt- an leikmann. Eins og skýrt hefur veriö frá keypti spánska liöiö FC Barcelona þýska leikmanninn Wunderlich nýlega fyrir met- upphæö. Þaö viröist vera aö fær- ast í aukana aö spænsku liöin leiti út fyrir landsteinana eftir góöum leikmönnum, þvi aö nokkuö mun vera um þaö aö sterkir leikmenn á Noröurlönd- unum hafi fengiö tilboö frá liöum á Spáni. Vallarskilyrði fyrir neóan allar hellur: Þófkenndum leik á lélegum velli lauk með jafntefli „ÞETTA var mjög lélegt hjá okkur og þaö er víst aö viö vinnum ekki leik meö því aö spila svona. Þaö komu aö vísu góöir kaflar inn á millí en þess á milli datt þetta langt niöur og verður þvi að telj- ast lélegt,“ sagöi Ottó Guö- mundsson fyrirliði KR-inga eftir viöureign þeirra við ísfirðinga á Laugardalsvelli í gærkvöldi en henni lauk meö markalausu jafn- tefli. Þaö er í raun ekkert meira um þennan leik aö segja, þaö kemur allt fram i því sem Ottó segir. Knattspyrnan sem liöin sýndu var ekki upp á marga fiska, enda ekki hægt aö búast viö aö menn leiki vel þegar völlurinn er eins og hann er, annar kanturinn eitt drullusvað þar sem leikmenn gátu ekki fótaö sig, hvaö þá spilaö knattspyrnu. Þaö nær ekki nokkurri átt aö leika 1. deildarleiki á þvilíkum velli og raunar ekki neina knattspyrnu, sama í hvaöa deild eöa flokki þaö er. Áhorfendur veröa aö horfa á úr fjarlægö því þaö er búiö aö færa völlinn eina 30 metra frá áhorfendapöllunum og á meöan þannig er þá er ekki hægt aö búast viö mörgum áhorfendum. KR-ingar byrjuöu af krafti og sóttu stíft framan af fyrri hálfleik en þeim tókst ekki aö skora þrátt fyrir nokkur ágætis færi. Isfiröingar áttu nokkur hraöaupphlaup inn á milli og þaö var helst Jón Oddsson hinn eldfljóti framherji þeirra sem ógnaöi vörn KR, en einnig átti Jón Björnsson bakvöröur ágæta spretti upp kantinn, enda var hann réttu megin á vellinum, þaö er þeim megin sem möguleiki var aö reyna aö spila knattspyrnu. Áhorf- endur höföu á tilfinningunni aö mark væri á leiöinni en þaö lét standa á sér og hvorugu liðinu tókst aö skora fyrir leikhlé. Besta færiö í fyrri hálfleik fengu KR-ingar þegar Willum renndi sér á fyrirgjöf frá Óskari en skotiö var variö í horn. Upp úr horninu átti Óskar ágætis skot en Isfiröingar björg- uöu á línu og var þaö í annaö skiþtið sem þeir geröu þaö, því snemma í hálfleiknum var bjargaö af línu skoti frá Sæbirni. Siöari hálfleik hófu KR-ingar eins og þeir enduðu þann fyrri, í sókn en þeir voru óheppnir aö nýta sér ekki færin sem þeir fengu og þá sérstaklega Óskar Ingimund- arson. Hann fékk nokkur góö færi en hann var ekki á skotskónum í gær frekar en aörir leikmenn. Þeg- ar um stundarfjóröungur var til leiksloka færöist mikiö fjör í leikinn og liðin sóttu á víxl. KR-ingar meó langar sóknir en ísfiröingar meö skyndisóknir sem oft voru viö þaö aö bera árangur, en ekki tókst þeim samt aö skora. Einkunnagjöfin. KR: Stefán Arnar- aon 6, Willum Þórsson 6, Síguróur Ind- riðason 5, Ottó Guömundsson 6, Magnús Jónsson 7, Jósteinn Einars- son 6, Ágúst Már Jónsson 6, Óskar Ingimundarson 6, Jón G. Bjarnason 7, Sæbjörn Guómundsson 6, Helgi Þor- björnsson 6, Elías Guðmundsson (vm) 6, Vilhelm Fredriksen (vm) lék of stutt. ÍBÍ: Hreióar Sigtryggsson 6, Guó- mundur Jóhannsson 4, Rúnar Vífils- son 6, Örnólfur Oddsson 5, Jóhann Torfason 6, Jón Oddsson 7, Bjarni Jó- hannsson 6, Benedikt Einarsson 6, Kristinn Kristjánsson 5, Ámundi Sig- mundsson 5, Jón Björnsson 7. f stuttu máli: Laugardalsvöllur 1. deild. KR — ÍBÍ 0—0. Gul spjöld: Ottó Guómundsson KR. Dómari: Óli P. Ólsen og dæmdi hann ágætlega. . SUS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.