Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 17
i MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 17 Frú Vigdís Finnbogadóttir gróðursetti þrjár hríslur í Barmahlíö meö aöstoö tveggja ungra drengja. Færð var erfið upp brekkuna frá Börmum. Sýslumaður Barðastrandarsýslu, Stefán Skarphéðinsson, tekur á móti forsetanum í Gilsfirði. Ferð forsetans um Vestfírði hafín tekts og Ingibjargar Árnadóttur ritstjóra Hjúkrunarblaðsins. Bærinn er upphaflega smíðaður 1929, en var endurnýjaður á ár- unum 1971 til 1974, og þá var jafnframt plantað þar 11 hundr- uð hríslum í tilefni 11 hundruð ára íslandsbyggðar. Dvaldist forsetanum nokkuð við að skoða bæinn og útsýnið frá honum, en út af bænum er eyjan Hrísey og hólmar og sker, sem einu nafni nefnast Barmalönd. Þar hafa undanfarin ár orpið ernir og er nú vitað um fimm geldfugla þar. Undan Börmum er einnig klett- urinn Bjartmarssteinn, sem sag- an segir að sé siglingamerki álfa. Þar sást á sinni tíð skip sigla og hverfa inn í klettinn. Frá Börmum var haldið inn að Reykhólum, þar sem þörunga- vinnslan var skoðuð í fylgd framkvæmdastjóra hennar, Kristins Þórs Kristjánssonar, og gaf forsetinn sig á tal við þá sem voru í vinnslunni. Sýslunefnd bauð til kaffisamsætis í barna- skólanum, en þangað var haldið næst. Mannfjöldi fagnaði forset- anum við komuna, og það gerði sólin einnig þegar hún braust fram úr skýjunum í fyrsta skipti í ferðinni. Þar ávörpuðu forset- ann Jens Guðmundsson kennari á Reykhólum og Valdimar Hreiðarsson prestur á Reykhól- um, og Bjargey Arnórsdóttir flutti frumort kvæði. Frá Reykhólum var ekið inn að Stað, en þangað er um hálfrar klukkustundar akstur frá Reykhólum. Þar beið flóabátur- inn Baldur forsetans. Baldur hafði fyrr um morguninn tekið grásleppuhrogn í Brjánslæk, en var það sem eftir var dagsins í þjónustu forsetans og flutti hana og fylgdarlið til Flateyjar og síðan til Brjánslækjar. Á Baldri er sjö manna áhöfn, en skipstjóri er Jón Dalbú Ágústs- son. Til Flateyjar er tveggja tíma sigling og var lagst þar að bryggju korter fyrir sjö. Með í förinni var Hafsteinn Guð- mundsson oddviti í Flatey. Mannfjöldi víða úr eyjunum tók á móti forsetanum á bryggjunni. Tíu mínútna gangur er inn til þorpsins og þar var boðið upp á hressingu í gömlu loftskeyta- stöðinni, sem nú er samkomuhús í Flatey. Þar flutti Eysteinn Gislason bóndi í Skáleyjum ávarp, en síðan var gengið til kirkju. Frá Flatey hélt forsetinn til Brjánslækjar og þaðan til Flóka- lundar, þar sem sýslunefnd Vestur-Barðastrandarsýslu stóð fyrir borðhaldi. Gist verður í Flókalundi en á morgun klukkan hálf níu heldur forsetinn og fylgdarlið ferðinni áfram og verður farið að Látrum og snæddur hádegisverður í Fagra- hvammi í boði Rauðsendinga. Síðar um daginn mun forsetinn opna minjasafnið að Hnjóti og heimsækja Sauðlauksdal. Um kvöldverðarleytið verður komið til Patreksfjarðar. Flókalundi, 21. júní. Frá blm. Mbl., Hjálmari FIMM daga heimsókn forseta ts- lands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Vestfjarða hófst á hádegi í dag með því að sýslumaður Barða- strandarsýslu, Stefán Skarphéðins- son, ásamt sýslunefnd Austur- Barðastrandarsýslu tók á móti for- setanum á sýslumörkum Barða- strandar- og Dalasýslu í Gilsfirði. heimsókninni lýkur nk., sunnudag á ísafirði og mun forsetinn þá hafa farið um fiest byggðarlög Vest- fjarðakjálkans, nema Stranda- sýslu, en hana hefur hún heimsótt áður. Úr Gilsfirði var ekið til Bjark- arlundar þar sem hádegisverður var snæddur, heilagfiski og heil- agfiskisúpa, með sveitarstjórn- arfólki i austursýslunni. Nokkur mannfjöldi var mættur til að fagna forsetanum. Stefán Skarphéðinsson sýslumaður bauð forsetann velkominn og þakkaði frú Vigdís fyrir sig. Að loknum hádegisverði var ekið inn að Barmahlíð, en um hana er kvæði Jóns Thoroddsen „Hlíðin mín fríða" kveðið. Þar gróður- setti forsetinn þrjár birkihrísl- ur, eina fyrir uppvaxandi drengi, eina fyrir uppvaxandi stúlkur og eina fyrir ófæddar kynslóðir. Fékk hún tvo unga drengi til að aðstoða sig við gróðursetning- una. Að henni lokinni var bærinn Barmar skoðaður, en þar hefur gömlum bæjarhúsum verið hald- ið við og þau gerð upp. í þeim er búið yfir sumartímann og skoð- aði forsetinn bæinn í fylgd eig- endanna Jóns ólafssonar arki- ' -\ K - ■ XV* v L* ? ' Frú Vigdís skoðaði þörungavinnsluna á Reykhólum síðdegis f gær og er myndin tekin við það tækifæri. Má sjá Vigdísi tilsýndar að ganga til fundar við verkafólkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.