Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 5 * Wlj 1 **»» \ r \T r irt; c fV Morgunblaðið/GuJjón. Prestar ganga hempuklæddir til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Fremst á myndinni eru séra Flóki Kristinsson og séra Solveig Lára Guðmundsdóttir. Þau voru nýlega vígð prestsvígslu. Frá guðsþjónustunni í Dómkirkjunni í gær. Séra Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprestur og séra Agnes M. Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi ann- ast altarisþjónustu. Þorri presta sækir prestastefnu PRESTÁSTEFNA íslands 1983 var sett í hátíðarsal Háskólans í gær með ávarpi biskups íslands, herra Péturs Sigurgeirssonar. Umræðuefni prestastefnunnar nú, er hinn lúterski arfur í kirkju nútímans. Prestast- efnunni lýkur á fimmtudag, en hana sækja prestar hvaðanæva af landinu. Prestastefna íslands hófst í gærmorgun með því, að prestar víðs vegar af landinu gengu hempuklæddir til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Séra Þorleifur K. Kristmundsson predikaði, en altarisþjónustu önnuðust séra Ólafur Skúlason dómprófastur, séra Agnes M. Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi og dómkirkju- prestarnir séra Þórir Stephen- sen og séra Hjalti Guðmunds- son. Prestastefnan var síðan sett í hátíðarsal Háskóla íslands með ávarpi biskups íslands, herra Péturs Sigurgeirssonar, en hann flutti einnig yfirlitsræðu. Þá ávarpaði Jón Helgason kirkju- málaráðherra viðstadda. Séra Gunnar Björnsson og séra Örn Friðriksson léku á selló og píanó, en einnig söng karlakórinn Vest- urbræður frá Seattle. Að loknu kaffihléi voru fluttar framsögu- ræður um hinn lúterska arf í kirkju nútímans. Séra Jónas Gíslason dósent ræddi um sið- bótarmanninn Martein Lúther, en séra Þorbergur Kristjánsson um stöðu kirkjunnar í þjóðfélag- inu og séra Þorbjörn Hlynur Árnason um kenningu lútersku kirkjunnar og hinn almenna prestdóm. Prestastefna íslands 1983 stendur fram á fimmtudag. í dag munu umræðuhópar fjalla um málefni hennar og framsögu- menn hópanna skila áliti. Þá mun Lúthers-nefnd kirkjunnar kynna ýmislegt er verður á dagskrá hennar á Lúthers-ári, en 10. nóvember nk. munu 500 ár verða liðin frá fæðingu Marteins Lúthers í bænum Eisleben í Mansfeld-sýslu í Þýskalandi. Á morgun, fimmtudag, mun um- ræðum verða haldið áfram, en prestastefnunni lýkur með greinargerð, fyrirspurnum og al- mennri umræðu. Prestastefnuna sækja allir þjónandi sóknarprestar, auk presta er gegna öðrum embætt- um innan kirkjunnar og guð- fræðingar í sérembættum innan hennar. Þá mega allir guðfræð- ingar sækja stefnuna, sem hald- in er árlega — nú síðast á Hólum i Hjaltadal. Skákmótið í Júgóslavíu: íslendingun- um gengur vel FIMM íslenzkir skákmenn tefla nú á sterku alþjóðlegu skákmóti í borginni Bela Crkva í Júgóslavíu. Um 200 skákmenn taka þátt í mótinu, þar af 10 stórmeistarar og 15 alþjóðlegir meistarar. íslenzku skákmönnunum hefur gengið vel. • Að loknum fjórum umferðum eru þrír þeirra í efsta sæti ásamt nokkrum öðrum með 3‘á vinning af 4 mögulegum, þeir Jóhann Hjartarson, Karl Þorsteins og Jón L. Árnason. Margeir Pétursson hefur hlotið 3 vinninga og Elvar Guðmundsson Sauðburði lokið á Barðaströnd Bardaströnd, 15. júní. SAUÐBURÐI er lokið og gekk hann vel þó tíðin væri frekar slæm. Bændur voru yfirleitt heybirgir. Grásleppuvertíð er í fullum gangi og virðist vera nokkur veiði, en tíðin ekki nógu hagstæð svo illa gefur á sjó. Á land munu komnar um 500 tunnur af 14 bátum. Hrefnuveiðin er hafin og búið að veiða nokkrar hrefnur, sem eru unnar í Flóka hf. — SJÞ. sömuleiðis. I þriðju umferð vann Jón L. Árnason júgóslavneska stórmeistarann Sahovic og Mar- geir Pétursson gerði jafntefli við stórmeistarann Velimirovic eftir að hafa lengst af haft undirtökin. f fjórðu umferð gerðu Karl Þor- steins og Jóhann Hjartarson jafn- tefli í innbyrðis skák þeirra, Elvar Guðmundsson vann alþjóðlega meistarann Benhádi frá Alsír, Jón L. gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Murshed frá Bangla- desh og Margeir gerði jafntefli við stórmeistarann Vukic frá Júgóslavíu. Telfdar verða 13 um- ferðir. Þeim Jóni L. Árnasyni og Mar- geiri Péturssyni hefur verið boðið að taka þátt í skákmóti i Belgrad. Jón L. hefur þekkst boðið en Margeir heldur til Noregs, þar sem hann tekur þátt í tveimur skákmótum. Hjörtur Kristmundsson, skólastjóri, látinn HJÖRTUR Kristmundsson, fyrnim skólastjóri, lést í Reykjavík 17. júní. Hann var fæddur 1. febrúar árið 1907 í Skjaldfannadal í N-ísafjarð- arsýslu. Hann lauk kennaraprófi árið 1935, en hafði áður sótt námskeið í íþróttum innanlands og utan. Hjörtur var kennari við Laugar- nesskólann í Reykjavík frá 1935 til 1955. Það ár varð hann skólastjóri við Háagerðisskóla og síðar Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Hann starfaði að félagsmálum kennara og var meðal annars for- maður Stéttarfélags barna- kennara. Hjörtur skrifaði mikið af greinum í blöð og tímarit. Eftirlifandi kona hans er Ein- ara A. Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.