Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 138. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins Barátta Pólverja fær blessun páfa Krakow. Póllandi. 21. iúní. AP. Krakow, Póllandi, 21. júní. AP. JÓHANNES PÁLL II páfi kom á kunnugar slóðir í dag, er hann heimsótti fyrrverandi biskupsdæmi sitt í Krakow. Páf- anum var fagnað ákaflega og var loft þrungið sterkum tiifinn- ingum. Fyrr um daginn hafði páfi lagt blessun sína yfir „þorsta pólskra verkamanna eftir réttlætinu“ og baráttu þeirra fyrir mannréttindum. Stjórnvöld í Póllandi, sem setið hafa á glóðum elds síðan páfi hóf förina, snerust í fyrsta sinn til varnar í dag, er Mieczyslaw Rak- owski, aðstoðarforsætisráðherra, varaði við því að ala æskulýð í Pól- landi á „goðsögnum, hindurvitnum og hálfum sannindum". í viðtali, sem birtist í stærstu málgögnum pólska kommúnistaflokksins, var- aðist Rokowski að víkja beinum orðum að páfa, en vísaði þess í stað til hans sem „kennara" og „leið- beinanda". Félagar í Samstöðu fylktu liði undir mótmælaspjöldum er páfi kom til Krakow í dag, þrátt fyrir viðvörun Vatíkansins, sem gefin var út snemma dags, um að póli- tískum sjónarmiðum yrði ekki blandað saman við heimsókn Jó- hannesar Páls II til Póllands. Herstjórn gerir sáttaboð í Chile Hundruð ungmenna komu sam- an í miðborg Wroclaw í suðvest- urhluta landsins eftir að páfinn hafði flutt ræðu sína þar fyrir komuna til Krakow og lagt blessun sína yfir réttlætisbaráttu pólskra verkamanna. Varð lögregla að beita valdi til að dreifa hópnum og notaði m.a. til þess þyrlur og vatns- sprautur. íbúar í nærliggjandi há- hýsum, sem fylgdust með átökun- um, brugðust hins vegar ókvæða við og hrópuðu „Gestapó" og önnur hnýfilyrði. Ungmennin gengu frið- samlega á brott, en lögregla hélt áfram vörð við svæðið. Hundruð þúsunda fylgdust síðan með er páfi ók um götur Krakow síðdegis. Hrópaði mannfjöldinn „Lengi lifi páfinn" og dreifði blóm- um á leið hans. Samkvæmt síðustu fréttum hef- ur Samstöðuleiðtoganum Lech Walesa verið veitt þriggja daga leyfi frá vinnu til að ganga á fund páfa í Krakow á fimmtudag. Sjá ennfremur um páfa á bls. 15. Sögunnar minnzt simamyndAP Þrír Pólverjar, klæddir búningum úr fangabúðum nazista, krjúpa frammi fyrir páfa eftir ræðu hans í Wroeklaw í suðvesturhluta Póllands. íbúar í Krakow kölluðu „Gestapo“ að lögreglu, er hún reyndi að dreifa samkomu ungmenna eftir að páfi flutti þar ræðu. Santiago, Chile, 21. júní. AP. HERSTJÓRNIN í Chile skýrði frá því í dag að hún myndi leyfa hundrað tuttugu og fimm pólitískum útlögum að snúa aftur til landsins, þar á meðal Andres Zaldivar, forseta heimssambands kristilegra demókrata. Yfirlýsingin virðist vera eftirgjöf af hálfu stjórnvalda við vaxandi mótmælum og verk- fallshótunum vegna áframhaldandi herstjórnar í Chile. Zaldivar hefur löngum verið tal- inn skeleggasti andstæðingur Augusto Pinochets forseta í út- legð. Dómsmálaráðuneyti landsins tilkynnti í dag að Zaldivar, ásamt fimm öðrum áhrifamiklum stjórn- málamönnum, „gætu snúið aftur m vansalaust frá og með i.Æn. eginum. Einnig var aflétt útlegðardómi yfir hundrað og tuttugu til hundrað og fimmtíu öðrum stjórnmálaforingjum. Mikil ókyrrð hefur verið í Chile að undanförnu vegna þess hve hægt hefur gengið að koma á borgaralegri stjórn í landinu. Hafa ýmsir hagsmunahópar m.a. krafizt þess að tíu þúsund af þrjá- tíu og sjö þúsund Chilemönnum, sem dæmdir voru í útlegð, er Pino- chet kollvarpaði stjórn Allendes 1973, fengju að hverfa aftur til heimalands síns. Leiðtogar verka- lýðsfélaga hafa hvatt tii víðtækra verkfalla frá og með fimmtudegi, eftir að Pinochet forseta tókst að brjóta á bak aftur verkfall kop- arnámumanna á mánudagskvöld. Yasser Arafat fór bónleiður til búðar Forseti íslands í Flatey Slmamynd Mbl. RAX. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, heimsótti Flatey í gær á ferö sinni um Vestfirði. Mikill mannfjöldi víða að úr eyjum á Breiðafiröi tók á móti forsetanum á bryggjunni og síðan þáði forsetinn veitingar. Sjá nánar frásögn á miðopnu. ýskra hersveita og skæruliða, er hafa stuðning Líbýu. Arafat barst orð af bardögunum þar sem hann sat á fundi með byltingarráði A1 Fatah í Damask- us og var að semja um málamiðl- un til að laða uppreisnarmenn aft- ur til samstarfs. Uppreisnarmenn leiddu fund ráðsins hins vegar hjá sér og sendu frá sér yfirlýsingu þar sem vísað er til „endurskoðun- arstefnu og hægri sinnaðrar for- ystu Arafats". Komst einn stuðn- ingsmanna Arafats svo að orði að hann hefði verið „í miklu upp- námi“ er hann snéri til Tripoli í Líbanon í dag. Mun leiðtoginn hafa látið svo um mælt að hann myndi ekki koma aftur fyrr en sýrlenzkar hersveitir hættu að greiða götu uppreisnarmanna. Dama-skus, Sýrlandi, 21. júní. AP. LEIÐTOGI Frelsissamtaka Palestínumanna, Yasser Arafat, haskaði lor heim frá Damaskus í dag, eftir að hatrömm átök brutust út meöal Palestínu- manna í Líbanon og gerðu að engu tilraunir leiðtogans til að kveða niöur misklíð í röðum samtakanna. Arafat var á fundum með foringjum Al Fatah- skæruliða í Sýrlandi. Það voru stuðningsmenn Saed Mousa ofursta sem réðust á aðal- herstöð Arafats í Bekaadal og ruddu brott skjaldsveit Arafats að sögn talsmanna ofurstans og A1 Fatha samtakanna. Engar fregnir hafa borizt af mannfalli og sagði fréttamaður AP, er var á ferð um Bekaadal síðdegis, að þar hefði þá allt verið með kyrrum kjörum. Talsmenn Arafats hafa viður- kennt að hafa tapað aðalherstöð- inni í Majdel Anjar til uppreisn- armanna og skýrði líbanska út- varpið frá því að stuðningsmenn Arafats hefðu hörfað til bæki- stöðva í um sextán kílómetra fjar- lægð frá landamærum Sýrlands. Fullyrða stuðningsmenn Arafats að uppreisnarmenn hafi notið líb- Það kvad vera fallegt í Kína Pekinf!, 21. júní. AP. TAIWANSKUR flugmaður, sem flúði til kínverska alþýðulýðveldisins á þotu sinni fyrir tveimur árum ekur nú um á hvítum Mercedes Benz, ber lof á landið og hvetur aðra taiwanska flugmenn til að fara að fordæmi sínu. „Eyjarskeggjar á Taiwan búa enn við ömurleg skilyrði að ýmsu leyti og ættu að skoða með eigin augum þann framúrskarandi árangur, sem náðst hefur á meg- inlandinu," sagði Huang Zhich- eng í viðtali í dag. „Ég hef hug á að gerast félagi í kommúnista- flokknum, en er einfaldlega ekki fullnuminn í marxismanum enn- þá,“ bætti hann við. Zhicheng var þriðji flugmaðurinn sem flúði frá Taiwan til Kína eftir 1949. Þegar hann kom á áfanga- stað í ágúst 1981 sagðist hann vonast til að geta lagt eitthvað af mörkum til sameiningar Kína. „Ég hef síður en svo verið heilaþveginn, og það er ósatt að ég hafi hlaupist á brott vegna spilavítisskulda. Ég er áreiðan- lega á réttri braut í lífinu," sagði Zhicheng og ljómaði allur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.