Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 Mismunandi viðbrögð fjölmiðla í A- og V-Evrópu vegna ferðar páfa: Ymist alger þögn eða uppsláttur á forsíðum Lundúnum og Varsjá, 21. júní. AP. FJÖLMIÐLA í Evrópu greindi á um það í dag hvort sú beiðni Jóhannesar Páls páfa II, aö samningavidræður yrðu teknar upp á milli pólskra stjórnvalda og verkamanna um stofnun nýrra frjálsra verkalýðsfélaga, bæri árangur. Blöð í Evrópu slógu því upp í dag með stóru letri, að páfi hefði nefnt nafn Samstöðu í ræðu sinni í gær. Á hinn bóginn hefur verið lítið um fréttir af för páfa til Póllands í sovéskum fjölmiðl- um. Þar hefur þögnin ráðið ríkj- um ef undan er skilin örstutt klausa um komu hans til Var- sjár. Þá hafa pólskir fjölmiðlar að- eins komið broti af hinum hörðu ummælum páfa í garð yfirvalda til skila. Aðaláherslupunkturinn hefur verið fundur páfa og Jaru- zelskis. Hins vegar hefur góðu rúmi verið eytt undir gagnrýni stjórnvalda á vestræna fjölmiðla fyrir umfjöllun þeirra á heim- sókn trúarleiðtogans. Pólsk al- þýða fær lítið að sjá af páfa í sjónvarpi og kirkjuleiðtogar í landinu hafa ítrekað lýst yfir vonbrigðum sínum með umfjöll- un fjölmiðlanna í landinu. Þótt fjölmiðlarnir í Póllandi birti ekki ræður páfa á alþýðan þess kost að lesa þær í málgögn- um kirkjunnar. Upplag blaða kaþólsku kirkjunnar í Póllandi er um 1,4 milljón og er þá allt meðtalið. Ræðurnar fara þó ekki óritskoðaðar í prentun og þegar hafa borist fregnir af því að „óæskilegum" setningum hafi verið kippt út úr ræðum páfa. ítölsk dagblöð hafa ekki getið um ferð páfa í ritstjórnargrein- um sínum til þessa, en hið vinstrisinnaða blað í Róm, La Republica, skýrði frá því í frétt frá Varsjá, að hinar harðorðu ræður páfa hefðu komið leiðtog- um landsins í opna skjöldu. Þá er þess að geta, að leiðtogar Efnahagsbandalagsríkjanna tíu lýstu yfir eindregnum stuðningi sínum við Samstöðu að loknum leiðtogafundi þeirra í Stuttgart fyrir skemmstu. Sagði í sameig- inlegri yfirlýsingu leiðtoga þjóð- anna, að sterkar taugar lægju frá þjóðum þeirra til Samstöðu. Pólskir borgarar í Wroclaw flykktust saman til þess að hlýða á útiguðsþjónustu Jóhannesar Páls páfa i gær. Talið var að um ein milljón manns hefði hlýtt á boðskapinn. Myndin sýnir hvar fólkið gerir V-merki með fíngrunum og fagnar páfa innilega. Símamynd AP Friðarráðstefna sett í Prag: Stefnt að útrýmingu allra kjarnorkuvopna í heíminum Prag, 21. júní. AP. GIJSTAV Husak, forseti Tékkóslóv- akíu, setti í morgun alþjóðlega frið- arráðstefnu í Prag með þeim orðum að Bandaríkjamenn ætluðu sýnilega að ná undirtökunum í heiminum með stuðningi öflugra kjarnorku- vopna. í ræðu sinni varaði Husak einn- ig við fyrirhugaðri staðsetningu bandarískra eldflauga í Vestur- Evrópu og sagði að austantjalds- ríkin sættu sig ekki þegjandi og hljóðalaust við þær fyrirætlanir. Indverjinn Romesh Chandra, formaður Alþjóða friðarhreyf- ingarinnar, tók í sama streng og Husak og lét þess jafnframt getið að stefnt skyldi að útrýmingu kjarnorkuvopna hvar sem væri í heiminum. Var það í eina skiptið í upphafserindum ráðstefnunnar sem vísað var til kjarnorkuvopna Sovétmanna. Að sögn Jean Corey, eins 175 fulltrúa Bandaríkjamanna á ráðstefnunni, var upphafsræða Husak ekki eins einlit og fyrir- fram hafði verið ætlað. Corey sagði ennfremur, að allir banda- rísku fulltrúarnir væru andvígir stjórninni, en undirstrikaði að ráðstefnan væri ekki and-banda- rísk. Ráðstefnan er haldin undir yfir- skriftinni „Heimsþing í þágu frið- ar og lífs án kjarnorkuvopna" virðist vera augljós þáttur í þeim fyrirætlunum austantjaldsríkj- anna að fá almenning á Vestur- löndum í lið með sér í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum. Ráðstefnu þessa í Prag sitja 2400 fulltrúar frá 140 löndum, þar á meðal frá Bandaríkjunum, Bretlandi, V-Þýskalandi og fleiri NATO-ríkjum. Þúsund kort og skeyti á fyrsta afmælisdaginn Lundúnum, 21. júní. AF. Vilhjálmur prins, erf- ingi þeirra Karls Bret- aprins og Diönu, varð eins árs gamall í dag. Foreldrarnir voru ekki heima til þess að halda upp á áfangann með snáða, en heilla- óskakort og skeyti streymdu að úr öllum áttum, auk fjölda gjafa. Þau Karl og Diana eru nú um þessar mundir á þriggja vikna ferðalagi um Kanada. Að sögn talsmanns bresku konungsfjöl- skyldunnar var von á símtali frá foreldrun- um á hverri stundu og hirðfólkið hafði í nógu að snúast. Meira en eitt þúsund kort og skeyti höfðu borist á hádegi og um eitt hundrað gjafir. Prins- inn ungi mun þó ekki njóta gjafanna nema að litlu leyti því flest- ar verða þær sendar á góðgerðarstofnanir og sjúkrahús. Vilhjálmur prins hefur dafnað vel á sínu fyrsta ári í heimi mannanna. Hann hef- ur nú sjö tennur og mikið og þykkt, ljóst hár. TÓLF 12 tískuverslanir á höfuðborgarsvæðinu. TIL DAGLEGRA NOTA Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér 27/6 11/7 25/7 8/8 28/6 12/7 26/7 9/8 29/6 13/7 27/7 10/8 1/7 15/7 29/7 12/8 segir: HULL/GOOLE: Jan ......... Jan .......... Jan ......... Jan ......... ROTTERDAM: Jan ......... Jan ......... Jan ......... Jan ......... ANTWERPEN: Jan ......... Jan ......... Jan ......... Jan ......... HAMBORG: Jan ......... Jan ......... Jan ......... Jan ......... HELSINKI: Helgafell ...... 15/7 Helgafell ....... 9/8 LARVIK: Hvassafell ...... 4/7 Hvassafell ..... 18/7 Hvassafell ...... 1/8 GAUTABORG: Hvassafell ...... 5/7 Hvassafell ..... 19/7 Hvassafell ...... 2/8 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ...... 6/7 Hvassafell ..... 20/7 Hvassafell ...... 3/8 SVENDBORG: Hvassafell ..... 23/6 Dísarfell ...... 28/6 Hvassafell ...... 7/7 Dísarfell ...... 18/7 Helgafell ...... 21/7 ÁRHUS: Hvassafell ..... 23/6 Dísarfell ...... 28/6 Hvassafell ...... 7/7 Dísarfell ...... 18/7 Helgafell ...... 21/7 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ..... 19/7 Jökulfell ...... 28/7 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ..... 23/6 Skaftafell ..... 21/7 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.