Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 29 • Ingi Björn Albertsson náöi þeim frábæra áfanga um helgina aö skora sitt 100. mark í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu — og reyndar sitt 101. mark einnig, þar sem hann skoraöi tvívegis gegn KR. í tilefni af þessu færöi Ólafur Schram, framkvæmdastjóri Adidas-umboösins, Björgvín Schram hf., Inga Birni forláta æfingagalla og bolta frá Adidas, svo og Adidas-knattspyrnuskó aó gjöf í fyrradag. Myndin er tekin er ÓlafUr færir honum boltann. MorgunbUdié/Skapli H»llgrim»*on. Barcelona hefur áhuga á Pétri SPÁNSKA liöið Barcelona hefur nú mikinn áhuga á að fá körfu- knattleiksmanninn Pétur Guö- mundsson til liðs viö sig. Maður frá liöinu hringdi hingaö til lands á dögunum og ætlaöi aö reyna aö hafa upp á símanúmeri Péturs í Bandaríkjunum, en án árangurs, þar sem Pétur er fluttur og erfitt hefur veriö aö fá uppgefiö nýja númeriö. • Pétur Guómundsson Pétur æfir nú af fullu meö Port- land Trailblazers — og virtist sá spánski vita um allt sem Pétur haföi gert undanfariö. Aö hann heföi leikiö hér á iandi í vetur, og lék honum forvitni á aö vita hvern- ig hann heföi staðið og í hvernig formi hann væri nú. Barcelona er mjög þekkt körfu- knattleikslið — og meö sterkari í Evrópu. En Pétur hefur sjálfur sagt aö hann hafi mestan áhuga á því aö leika meö Portland næsta vetur og sé staöráðinn í því aö komast í hópinn hjá liðinu. Tíminn veröur auðvitaö að skera úr um hvort þaö tekst hjá honum, en fróðlegt verö- ur aö fylgjast meö framvindu þessa Barcelona-máls. — SH Heimsmet í 200 m skriðsundi í GÆR var sett nýtt heimsmet í 200 m skriösundi á þýska meist- aramótínu. Það var Þjóöverjinn Michael Gross, sem er aðeins 19 ára gamall, sem synti á 1:48,28 en eldra metiö, 1:48,93 átti banda- ríkjamaðurinn Rowdy Gaines. Gross er fyrsti V-Þjóðverjinn sem setur heimsmet í sundi í sex ár og var honum vel fagnað af rúm- lega þúsund áhorfendum. Mark eftir hálfa mínútu Sl. laugardag léku Njarðvík- ingar viö nágranna sína Víöi, Garöi, á Njarðvíkurvelli, og sigr- aöi Víðir 1:0. Víöir lék undan strekkingsgolu í fyrri hálfleik og hóf leikinn af mikl- um krafti, og eftir 35 sekúndur lá knötturinn í marki Njarövíkinga. Eftir góöan samleik frá miöju, fékk Vilberg Þorvaldsson knöttinn rétt utan vítateigs, rakti hann einu sinni á undan sér og sendi síöan knött- inn í netiö meö þrumuskoti, óverj- andi fyrir Ólaf markvörö Njarðvík- inga. Eftir markiö skiptust liöin á að sækja, Víöir þó mun meir. Á 17. mínútu sleppti dómarinn, aö flestra mati, augljósri vítaspyrnu á Víöi. Jón Halldórsson var kominn í dauöafæri innan vítateigs Víöis, er fótunum var hreinlega sparkaö undan honum. Leikmenn hættu, og biöu eftir aö dæmt yröi, en ann- ars ágætur dómari leiksins, Gísli Guömundsson, veifaöi leik- mönnum aö halda áfram. i síöari hálfleik sóttu Njarövík- ingar mjög stíft undan golunni, og skall þá oft hurö nærri hælum viö mark Víöis, en allt kom fyrir ekki, skot Njarövíkinga fóru ýmist í þverslá, yfir eöa voru varin. Síö- ustu fimm mínuturnar var þó eins og Njarövíkingar gæfust hreinlega upp og sótti Víöir stanslaust, og á 82. minútu skaut Daníel yfir af tveggja metra færi, og rétt á eftir var skallaö í þverslá, eftir horn- spyrnu, á Njarðvíkinga. En fleiri uröu mörkin ekki, og sanngjarn sigur Víöis í höfn. Þeir voru mun frískari og ákveönari en Njarövíkingar, sem áttu nú sinn ló- legasta leik á heimavelli í sumar. Besti maöur Víöis, og vallarins, var Guöjón Guömundsson, en bestur Njarðvíkinga var Benedikt Hreins- son. Einum leikmanni, Ólafi Björnssyni, Njarövík, var sýnt gula spjaldiö. Ó.T. Atli með hæstu einkunn: Skoraði átta skallamörk í deildinni. Hrubesch níu EINS OG flestum er kunnugt þá er Bundesligunni þýsku lokið og í síöustu umferðinni léku Atll Eö- valdsson og félagar hans í Dllss- eldorf gegn Frankfurt og burst- uóu þá 5—1 og skoraöi Atli öll fimm mörk DUsseldorf. Þessi árangur Atla er mjög fá- gætur og fékk hann mjög góöa dóma í þýskum blöðum fyrir frammistööuna eins og hann reyndar fékk oft í vetur. Þýska blaöiö Bild gefur einkunn frá 1—6 eftir hvern leik og er einkunnin 1 þaö besta sem hægt er aö fá, leik- ur á heimsmælikvaröa. Eins og sjá má fékk Atli bestu einkunn eftir leikinn og var hann jafnframt eini maöurinn á vellinum sem fékk 1 í einkunn. • Atli Eövaldsson • Horst Hrubesch Eins og viö höfum sagt frá áöur skoraði Atli 21 mark í deildinni í vetur og varö hann annar marka- hæsti leikmaðurinn. Af þessum mörkum skoraði Atli fimm meö vinstri, sjö meö hægri, átta meö skalla og eitt úr víti. Hér á eftir fer samskonar úttekt á þeim 10 leik- mönnum sem skoruöu flest mörk í Þýskalandi í vetur. St V H Sk V Völler (Werder) Atli (Diisseldorf) Allgöwer (Stuttgart) Rummenigge (Bayern) Hrubesch (HSV) 23 5 14 4 0 21 5 781 21 0 14 6 1 20 2 15 3 0 18 0 9 9 0 • Fyrirsögnin úr v-þýska blaðinu Bild daginn eftir leikinn fræga. Burgsmuller (Dortmund) 17 2 10 5 0 Abramczik (Oortmund) 16 5 6 5 0 Hoenes (Bayern) 17 1 8 7 1 Llttbarski (Köln) 16 4 7 3 2 Vantar þig betri yfirsýn? Vantar þig yfirsýn yfir þær greiösluskuldbindingar sem þú hefur tekið á þig t.d. vegna fasteignakaupa eöa annarra fjárfestinga? Eyddu óþarfa áhyggjum og láttu Kaupþing gera greiösluyfirlit fyrirþig. 44 KAUPÞING HF ^ ^ Húsi verzlunarinnar, 3. hæð, sími 8 69 88 Verðbréfasala, fjárvarzla, þjóðhagsfræði-, rekstrar- og tölvuráðgjöf. Fasteignasala og leigumiölun atvinnuhúsnæöis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.