Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 19 Matthías Bjarnason heilbrigð- isráðherra tók því næst til máls og kvað hann uppbyggingu í heil- brigðismálum þjóðarinnar hafa verið hraða og miklum áfanga náð í þeim málum. Matthías óskaði svo öllum þeim sem á spítalanum starfa og dvelja til hamingju með þennan áfanga og vonaði að bless- un fylgdi þeim húsakynnum. B-álman er samtals 6.914,7 fer- metrar og er fyrirhugað að á jarðhæð hússins verði lyfjaversl- un, birgðarými, þvottamiðstöð og aðstaða fyrir hluta tæknideildar. Á fyrstu hæð verður svo aðstaða fyrir sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun til bráðabirgða, uns byggt verður yfir þá starfsemi annars staðar. Matsalur og bókasafn eru einnig fyrirhuguð á 1. hæð. Sjúkradeildir verða svo á 2.-7. hæð og verða 29 rúm á hverri hæð, alls 174 rúm. í samtali við Mbl. sagði Páll Gíslason, formaður stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborg- ar, að 1976 hefði verið samið við ríkið um framkvæmdir og árið eft- ir hefðu undirstöður verið byggð- ar, en 1978 hefði nýkosin borgar- stjórn frestað öllum framkvæmd- um í tvö ár. Árið 1980 hefði svo verið hafist handa á ný og á þessu ári yrðu opnaðar tvær deildir, þjónustudeild yrði opnuð á næsta ári, 1985, og ’86 yrðu tvær deildir teknar í notkun á hvoru ári. Inntaka á deildir í B-álmunni sagði Páll að yrði í samráði við þjónustumiðstöð aldraðra og yrðu teknir jöfnum höndum sjúklingar af heimilum og spítölum, sem þyrftu langvarandi endurhæfingu. Á þessum öldrunarlækningadeild- um yrði reynt að bæta heilsu sjúklinganna þannig, að einhverj- ir gætu dvalið heima hjá sér í lengri eða skemmri tíma. Einn aðalliður í starfi fyrir aldraða á vegum borgarinnar sagði Páll að væri heimilishjálp og -hjúkrun og sérstakar stofnanir með leiguíbúðum og væntanlega söluíbúðum með sérstökum þjón- ustukjarna, og að þær geti starfað saman að velferð hinna öldruðu þannig að hver fái nauðsynlega aðstoð á þeim tíma sem hann þarf á henni að halda. Auk þess bæri þeim að skapa traust og öryggi fyrir aldraða svo að þeir viti að þeir fái þá hjálp sem þeir þurfa á að halda. Jónsmessuvaka við Norræna húsið SAMTÖK vinafélaga Norðurlanda á íslandi efna til norrænnar hátíðar — Jónsmessuvöku — fimmtudaginn 23. júní kl. 20.00 á lóð Norræna hússins og er það í annað sinn sem slík hátíð er haldin af þessum aðil- um. Jónsmessustöng verður reist að sænskum sið, kveiktur Jónsmessu- eldur og margt gert til skemmtun- ar, dans, tónlist og söngur. Rætt um bygging- arsamvinnu- félag leigjenda Leigjendasamtökin halda aðal- fund sinn í kvöld, 22. júní, í Sóknar- salnum, Freyjugötu 7, kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður rætt um stofnun Byggingarsamvinnufélags og þau mál sem slíkri framkvæmd fylgja. Karp - leiðrétting í GREIN dr. Odds Guðjónssonar fyrrum sendiherra hér í blaðinu í gær, „Karp í Moskvu um þjóðerni Helga Tómassonar", varð sú mis- ritun undir lok greinarinnar að þar stendur ... og starfaði nú í Danmörku. — Hér átti auðvitað að standa: starfaði nú í Bandaríkj- unum. Hið evangelíska-lútherska kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi var sam- einað öðru kirkjufélagi fyrir um tuttugu árum, en nýlega hittust á íslandi sjö prestar, sem þjónuðu kirkjufélaginu á sínum tíma. Þeir eru á myndinni: séra Harald Sigmar, séra Ólafur Skúlason dómprófastur, séra Stefin Guttorms- son, séra Jón Bjarman, séra Eric Sigmar, séra Bragi Friðriksson og séra Hjalti Guðmundsson. Þessa mynd tók Guðjón, Ijósmyndari Mbl., er prest- arnir þágu heimboð forseta íslands að lokinni guðsþjónustu í Bessastaða- kirkju þar sem séra Eric Sigmar prcdikaði og kórinn Vesturbræður söng. Norsk harmonikkuhljóm- sveit á ferð um ísland HINGAÐ til lands er komin norska harmonikkuhljómsveitin „Senja trekkspillklub" í boði harmonikku- unnenda í Reykjavik, á Vesturlandi, í Suður-Þingeyjarsýslu og á Akur- eyri. Ferðin hefst á Þingvallaheim- sókn, en 23. júní fara Norðmenn- irnir til Húsavíkur og halda tón- leika í félagsheimilinu þar 25. júní, en 27. júní halda þeir til Ak- ureyrar, skoða staðinn og halda tónleika. Því næst verður farið til Borgarfjarðar og haldnir tónleik- ar að Varmalandi 29. júní, en til Reykjavíkur kemur hópurinn svo og heldur tónleika í Ártúni 30. júní og 2. júlí, en eftir konsertinn verður að vanda efnt til dansleiks fram eftir nóttu. Hægt að hlusta á samtöl áhafn- ar Challenger Símnotendur á íslandi, sem áhuga hafa, geta hringt til Banda- ríkjanna í síma 90 1 307 410 6272 og fylgst með samtölum áhafnar bandarísku geimferjunnar „The Challenger" við stjórnstöð, til nk. föstudags 24. júní kl. 6.53 að bandarískum tíma, sem er áætlað- ur lendingartími geimferjunnar. Hjartans þakkir færi ég öllum ættingjum mínum og vinum sem glöddu mig med heimsóknum, gjöfum og heiUaskeytum á sjötugsafmœli mínu. Gud blessi ykkur öU. Vnnur Björnsdóttir, Hrísey. Við eigum eftirfarandi bfla fyrirliggjandi SUZUKI ALTO 4ra dyra. Eyösla 5 I. pr. 100 km. Val um beinskiptingu eöa sjálfskiptingu. Verö frá kr. 192.000.- SUZUKI FOX. Mest seldi jeppinn á Islandi 1982. Eyösia 8—101. pr. 100 km. Verö kr. 269.000,- SUZUKI ALTO 2ja dyra. Eyösla 5 I. pr. 100 km. Val um beinskiptingu eöa sjálfskiptingu. Verö frá kr. 181.000.- SUZUKI ALTO sendibíll. Eyösla 5 I. pr. 100 km. Verö kr. 135.000,- SUZUKI SJ410 Pick-up. Eyösla 8—10 I. pr. 100 km. Lengd á palli 1,55 m. Vfirð kr. 213.000.- MUNIÐ. aö samkvæmt úrslitum sparaksturs- keppna síöustu ára eru Suzuki bílar þeir lang- sparneytnustu á markaöinum. SUZUKI ST90. Mest seldi sendibíllinn á íslandi 1981 og 1982. Eyösla 7—8 I. pr. 100 km. Lengd hleðslurýmis 1,80 m. Buröarþol 550 kg. Verö kr. 162.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.