Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 27 Hjörtur Olafs- son - Minning Fæddur 3. október 1918. Dáinn 13. júní 1983. Hann Hjörtur var fljótur að öllu sem hann gerði og jafn skyndilegt var fráfall hans. Hann mætti til starfa á mánudegi, hress að vanda. Engan grunaði, þegar hann kvaddi að loknum vinnudegi, að það væri í síðasta sinn. Að kvöldi var hann allur. Góður drengur hafði kvatt þennan heim. Þegar einn okkar nánasti sam- starfsmaður, sem siðastliðin 16 ár hefur verið örugg stoð á vinnustað er svo skyndilega horfinn úr okkar daglega lífi setur mann hljóðan. Við, sem eftir lifum, erum ræki- lega minnt á hve oft dauðinn getur verið skammt undan. Við, sem þekktum Hjört ólafsson, vissum raunar að hann var einn þeirra manna sem ekki þurfa á slíkri áminningu að halda. Á unglingsárum mínum, þegar ég var að hefja störf við bygginga- vinnu, var þessi glaði maður sveipaður þeim ævintýraljóma, sem aldrei eltist af honum. Hann var þá nýkominn frá Brasilíu og sigldi um heimsins höf. Seinna lágu leiðir okkar saman þegar hann tók að sér byggingarstjórn við Ármúlaskóla 1967, síðan við Minning: Halldóra Helga Valdemarsdóttir Fædd 9. maí 1930. Dáin 8. júní 1983. Með söknuði og döprum hug langar mig að minnast vinkonu minnar Halldóru, sem fyrir aldur fram er horfin héðan. Engum datt í hug er hún fór á spítalann að svo stutt væri eftir. Hún lést á Borg- arspítalanum 8. júní sl. eftir að- eins 3 vikna legu þar. Halldóra fæddist á Raufarhöfn 9. maí 1930 og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Valdemar Guðmundsson og Rósa Önundardóttir. Móður sína missti hún ung að árum og þurfti því snemma að standa á eigin fót- um. Við kynntumst er við hófum nám í Ljósmæðraskólanum haust- ið 1949. Halldóra var létt í lund og hrókur alls fagnaðar og áttum við margar skemmtilegar stundir á skólaárinu og síðar. Árið 1950 giftist hún Guðmundi Halldórs- syni, bifreiðastjóra í Reykjavík. Þau byrjuðu búskap á Raufarhöfn þar sem Halldóra hóf sín ljósmóð- urstörf. Síðan fluttu þau til Reykjavíkur og reistu sér hús að Langagerði 6. Þau eignuðust 6 börn. Halldóra vann alltaf með heimilinu. Hún var afskaplega dugleg. Það var sama hvað hún Jfe / JL gerði, allt lék í höndum hennar. Hún var mikil hannyrðakona og eru margir fallegir munir til eftir hana. Halldóra mátti ekkert aumt sjá, alltaf var hún boðin og búin til hjálpar þeim sem við erfiðleika áttu að stríða. Ég bið Guð að blessa minningu hennar og veita huggun og styrk eiginmanni, börnum, föður og öðr- um ástvinum. Ég votta þeim mína dýpstu samúð. Helga Jóhannesdóttir. + Hjartans þakkir til allra sem sýndu mór samúö og vinarhug viö andlát og útför systur minnar, ÖNNU HALLDÓRSDÓTTUR, Efstasundi 9. Guöni Halldórsson. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför mágkonu minnar og frænku, SIGURLAUGAR SOFFÍU INGIBJARGAR SVEINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Elliheimilinu Grund, sem veittu henni kærleiksríka umönnun. „ „ Fyrir hönd ættingja, foMía Svainsdóttir, Ásta Snorradóttir. Skrifstofur okkar veröa lokaðar e.h. miövikudaginn 22. júní vegna jarðarfarar Hjartar Ólafssonar. Aseta sf. Skrifstofur okkar og trésmíöaverkstæöi veröa lokuð e.h. miövikudaginn 22. júní vegna jaröarfarar Hjartar Ólafssonar. Ármannsfell hf. Fellaskóla og fleiri stórbyggingar, þar sem hann var aðalverkstjóri. Hjörtur var vinsæll með af- brigðum meðal samstarfsmanna sinna og naut trausts og virðingar allra sem hann átti samskipti við. Sem dæmi má nefna að við bygg- ingu Fellaskóla var Hjörtur um- svifalaust samþykktur sem stjórn- andi verksins af borgaryfirvöld- um, enda þótt Bergþór bróðir hans væri ráðinn aðaleftirlitsmaður með verkinu af Reykjavíkurborg. Mun slíkt vera einsdæmi og sýnir vel trúmennsku og samviskusemi Hjartar. Þeir menn, sem alltaf horfa á björtu hliðarnar í lífinu, ætíð til- búnir til þess að lyfta öðrum með spaugsyrði á vör og smitandi hlátri sínum, jafnframt því að gera meiri kröfur til sjálfs sín en annara verða oftast hamingju- menn. Ég hygg að Hjörtur hafi verið hamingjumaður. Ein hans mesta hamingja var án efa konan, sem hann giftist fyrir 27 árum, Þor- björg Þórðardóttir. Umhyggjan sem þau báru hvort fyrir öðru sýndi það betur en nokkur orð. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, allt hið mesta efnisfólk, og barna- börnin voru orðin tvö. Þau sjá nú á bak góðum fjölskylduföður og vini og sendi ég þeim mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hjörtur ólafsson náði ekki að verða gamall maður. Er hann hvarf á braut var hann í fullu starfi, þó hann hefði átt við veik- indi að striða á undanförnum ár- um. Síðustu samskipti okkar Hjart- ar voru daginn sem hann lést. Hann kom til mín til þess að ger- ast þátttakandi í samtökum um byggingu nýs húss tónlistarinnar. Ég veit að tónlistin, sem var eitt af hans fjölmörgu áhugamálum, fylgir honum á nýju tilverusviði og þar finna þeir hann aftur sem honum unnu. Ég þakka honum allar góðar samverustundir. Ármann Ö. Ármannsson Auglýsinq umfrest á greiðslum af verótryggöum lánum CIR BYGGINQARSJÓÐI VERKAMANNA OG BYGGINGARSJÓÐI RÍKISINS Samkvæmt bráðabyrgðalögum nr. 57 frá 27. maí 1983 1. Frestunin nær til verðtryggðra lána, sem veitt hafa verið einstaklingum úr Byggingarsjóði verkamanna frá 1. júlí 1980 og úr Byggingarsjóði ríkisins frá 1. júlí 1974. 2. Fresturinn nær til lána, sem gjaldfalla á tímabilinu 1. maí 1983 til 30. apríl 1984, að því tilskildu að um fulla greiðslu á gjalddaga sé að ræða (þ.e. vextir, afborgun og verðbætur). 3. Peirri fjárhæð, sem frestað er verður bætt við höfuðstól lánsins og kemur til greiðslu að loknum lánstímanum. Hún ber þá grunnvísitölu, sem í gildi var á þeim gjalddaga, sem til þess var stofnað. 4. Sé um vanskil að ræða reiknast fullir dráttarvextir af því sem gjaldféll að frádreginni þeirri ijárhæð sem frestað er. 5. Gjald fyrir breytingu láns verður reiknað samkvæmt gjaldskrá fyrir innlánsstofnanir. 6. Peir lántakendur, sem óska eftir fresti, skulu afhenda skriflega beiðni á þar til gerðu eyðublaði, sem afhent er hjá veðdeild Landsbanka íslands, Reykjavík og hjá þeim bönkum og sparisjóðum úti á landi, sem móttekið hafa greiðslur af lánum Húsnæðisstofnunar ríkisins. 7. Frestun verður aðeins veitt innan þriggja mánaða frá gjalddaga. Reykjavík, 22. júní 1983 Húsnæðisstofnun ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.