Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNl 1983 23 Einarsgarðurinn á Skólavöröuholti. Vel sést hið raikla rask sera á sér stað á meðan verið er að gera garðinn aðgengilegri gestum og gangandi og færa safnið Út. Morgunblaðið/RAX. Rannveig Asgeirs- dóttir — Mánudaginn 13. júní 1983 dó að Hrafnistu hér í Reykjavík Rann- veig Ásgeirsdóttir, sem lengi bjó að Látrum í Aðalvík ásamt manni sínum, Friðrik Magnússyni út- vegsbónda þar. Rannveig fæddist að Eiði í Hestfirði við Isafjarðadjúp 4. júlí 1893. Hún kom ung stúlka að Látr- um sem ráðskona til Friðriks, sem síðan varð maður hennar. Rannveig var þriðja kona Frið- riks, en hann hafði áður misst tvær fyrri konur sínar í blóma lífsins frá ungum börnum. Rann- veig tók því við stóru og umsvifa- miklu heimili og ungum börnum frá fyrri hjónaböndum mannsins, svo og sjómönnum sem voru há- setar á báti Friðriks. Einnig var algengt að skólabörnum annars- staðar úr Sléttuhreppi, þar sem skólahald var ekki, væri komið fyrir hjá Rannveigu og Friðrik á skólatímabilinu. Af þessu má sjá að mikið hefur verið að gera og mörgu í að snúast hjá húsmóðurinni ungu í Nesinu að Látrum. Minning Ég gat ekki á mér setið, er ég frétti lát Rannveigar, að biðja son minn um að skrifa fyrir mig nokkrar línur um hana þar sem hún var mér svo minnisstæð frá æskuárum mínum. Rannveig var komin til Látra áður en ég man eftir mér. Það var nú svo, að for- eldrar mínir bjuggu í næsta húsi við hjónin í Nesi og var samgang- ur þar mikill í milli. Ég og Aðalheiður systir mín komum oft í Nes og tók Rannveig okkur með afbrigðum vel og mér hefur þótt vænt um þá framkomu hennar við okkur systur sem börn síðan. Margan bitann og sopann gaf hún Rannveig okkur, og fyrir það vil ég þakka, en leiðir skilja að sinni. Rannveig og þau hjónin voru mér ekki aðeins góð á meðan ég var barn heldur allan þann tíma sem við vorum nágrannar í Aðal- vík. Rannveig og Friðrik eignuðust einn son, Gunnar Friðriksson, framkvæmdastjóra í Reykjavík og fyrrverandi forseta Slysavarnafé- lags íslands í fjölda ára. Hjá þeim hjónum ólust upp tvö fósturbörn. Magnúsína Valdi- marsdóttir, bróðurdóttir Rann- veigar, en hún missti föður sinn og síðan móður sína er hún var barn að aldri, og Jason Rósa Árnason, sem býr hér í Reykjavík. Ég hefði vilja segja margt fleira um velgerðarkonu mína, Rann- veigu, en læt hér staðar numið. Ég sendi syni hennar og öðrum ættingjum mínar bestu samúð- arkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Friðriksdóttir, frá Látrum. Einarsgarðurinn á Skólavörðuholti í nýjan búning — 23 höggmyndir settar upp í sumar og garðurinn opnaður MIKIÐ umrót á sér nú stað í hinum stóra og fagra garði við safn Einars Jónssonar myndhöggvara á Skólavörðuholti, en verið er að framkvæma miklar breytingar á garðinum og á næstu vikum verða settar þar upp 23 höggmyndir Einars úr eir. Um langt árabil hefur garðurinn verið lokaður almenningi, en nú er ætlunin að opna garðinn og eru breytingarnar gerðar með það fyrir augum. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Kvaran forstöðumanns Listasafns Einars Jónssonar er ráðgert að verkinu verði lokið í ágústmánuði. Reynir Vilhjálmsson landslags- arkitekt hefur teiknað breyt- ingarnar á garðinum og er nú unnið að því að leggja hitalagnir í garðinn, stéttir, gangstíga og stöpla undir höggmyndir, en jafn- framt verður garðurinn raf- væddur með sérstakri lýsingu. Tvær höggmyndir eru fyrir í garðinum og 23 eirafsteypur af ýmsum stærðum eru tilbúnar til uppsetningar, en þær hafa verið steyptar í eir á undanförnum ár- um í Bretlandi. Fyrst um sinn verður garðurinn opinn á sama tima og safnið og verður gengið inn í garðinn í gegn- um safnhúsið, en ráðgert að hafa opnunartíma garðsins lengri í framtíðinni, enda er garðurinn mjög skjólsæll og fagur og verður einn af dýrgripum Reykjavíkur undir berum himni þegar allar höggmyndirnar verða komnar upp. Hin nýja skipulagning á Ein- arsgarðinum gerir ráð fyrir því að höggmyndum fjölgi eftir því sem gengur að fá afsteypur í eir, en inni í safnhúsi Einars eru aðallega sýndar gipsmyndir listamannsins. -íj- í BÍÓHÖLLINNI eru nú hafnar sýningar á myndinni „Merry Christmas Mr. Lawrence". Leikstjóri er Nagisa Óshima og er þetta fyrsta mynd hans frá þvf hann leikstýrði „Á valdi tilfinninganna" 1978. Aðalhlutverkin eru í höndum David Bowie, Tom Conti, Riuishi Sakamoto og Beat Takeshi. Myndin, sem gerð er eftir sögu Laurens van der Post, „The Seed and tbe Sower“ fjallar um tvo undirofursta í breska hernum og veru þeirra í fanga- búðum Japana í Indónesíu árið 1942. srigum skreffid til fulls og bjóðum nýja og ennþá fullkomnari framleiðsluábyrgö í kjölfar frábærrar reynslu af tvöfaldri límingu einangrunarglers hefur Glerborg nú ákveðið að taka ísetningu með í framleiðsluábyrgðina. í þeim undantekningartilfellum sem samsetning- argalli kemur fram gerum við þvf meira en að útvega nýtt gler. Við ökum þvf beint á staðinn, setjum rúðuna f og fjarlægjum þá gömlu - við- skiptavininum algerlegaað kostnaðarlausu. Og hjá okkur þarf enginn að hafa áhyggjur þótt hann glati reikningum eða kvittunum eftir öll þessi ár - ábyrgðin er eftir sem áður f fullu gildi þvf tölvan okkar man allt um einangrunar- glerið mörg ár aftur f tfmann. Oft reynist fsetning mun dýrari en rúðan sjálf. Hér er þvi loks komin örugg og fullkomin fram- leiðsluábyrgð sem undirstrikar ótvfræða yfir- burði tvöfaldrar límingar einangrunarlgers. Tefldu ekki í tvísýnu tvöfalda límingin margfaldar öryggið, endinguna og ábyrgðina Kynntu þér nýju ábyrgðarskilmálana okkar GLERBORG HF. DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.