Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 Enn árásir skæru liða í Nicaragua Managua, Nicaragua, 21. júní. AP. SKÆRULIÐAR, sem hafa aðsetur sitt skammt handan landamæranna á m Nicaragua og Uondúras, brugðu sér yfir þau í gær og gerðu árás á bú< verkamanna, sem vinna við gerð þjóðvegar í Nicaragua. Sprengdu þeir í loft u meira en 30 vinnuvélar af sovéskri gerð. Ekkert manntjón varð í árásinni. Þá var frá því skýrt í Moskvu í dag, að sendinefnd Nicaragua- manna undir forystu Bayardo Arce Castano hefði komið til landsins til viðræðna í boði sovéska kommún- istaflokksins. Verkamannabúðirnar, sem skæruliðarnir réðust á, eru um 2( kílómetra norður af Managui skammt innan landamærann; Vegurinn, sem verið er að vinna a< á að bæta samgöngur á milli aust urhluta landsins og annarra lands hluta. Belgar gefa grænt ljós til bráðabirgða Luxembor|>, 21. júní. AP. LEO Tindemans, utanríkisráðherra Belgíu, skýrði frá því í dag, að ríkisstjórn sín hefði undirritað samkomulag við Bandaríkjamenn um hugsanlega staðsetn- ingu 48 meðaldrægra eldflauga í landinu. Geta frumathuganir hafist á þessu ári. Samkomulag þetta er ekki nýtt af nálinni, sagt nokkurra mánaða gamalt, en ekki var frá því skýrt opinberlega fyrr en nú. Tindemans ítrekaði, að um end- anlegt samþykki belgísku stjórnar- innar fyrir staðsetningu eldflaug- anna 48 væri ekki að ræða. Þegar hafa farið fram kannanir á vegum stjórnarinnar hver væri heppi- legasta staðsetning flauganna ef endanlegt samþykki yrði ofan á. Hefur helst komið til álita að koma þeim fyrir við herflugvöllinn í Flor- ennes. Fimmtíu milljóna krafist fyrir meiðyrði ('hicago, 21. júní. AP. HÖFÐAÐ hefur verið skaðabótamál á hcndur bandaríska blaöamannin- um Seymor Hersh fyrir meiðyrði. Hersh þessi, sem m.a. hefur hlotið Ihilitzer-verðlaunin og er eftirsóttur fyrir fréttamennskustörf sín, heldur því fram í bók, sem hann hefur ritað, að Morarji Desai, fyrrum forsætis- ráðherra Indlands, hafi verið á launaskrá bandarísku leyniþjónust- unnar. Lögfræðingurinn Mahendra Mehta, sem höfðar málið fyrir hönd skjólstæðings síns, sagði, að í bók Hersh, „Gjöld valdabarátt- unnar: Kissinger í Hvíta húsi Nix- ons“, væri ranglega farið með staðreyndir varðandi Desai og ill- kvittnislegar upplýsingar gefnar. Þá sagði einnig í ákærunni, að Desai væri borið á brýn glæpsam- legt athæfi gagnvart þjóð sinni. Hefur lögfræðingurinn farið fram á 50 milljónir dala í skaða- bætur fyrir hönd Desai. Hersh sagðist í gærkvöld ekki geta tjáð sig um málið, þar sem hann hefði enn ekki séð ákæruskjalið. ÁHÖFNIN um borð í Challenger. Aftari röð frá vinstri: John M. Fabian, Norman E. Thagard. Sitjandi frá vinstri: Sally K. Ride, Robert L. Crippen og Frederick H. Hauck. Rólegur dagur geim- faranna í Cnallenger Kanaveralhöfóa, 21. júní. AP. GEIMFERÐ Challenger gengur að óskum og í dag var farangurs- geymslu skipsins snúið, þannig að hún sneri út í skuggann eftir aö hún hafði hitnað mjög í ferðinni. Ferðin er nú hálfnuð, en þegar hafa verið hafnar æfingar vegna fyrirhugaðrar lendingar geimskipsins. Dagurinn í dag var óvenjuróleg- ur af degi í geimfari að vera. Rannsóknarstörf héldu áfram eins og ákveðið hafði verið en dagurinn fór að mestu í að undirbúa „ást- arfund" geimferjunnar og v-þýsks gervitungls á morgun, miðviku- dag. Soyétmanni vísað frá Japan sökum njósna Tókíó, 21. júní. AP. SOVÉSKUR embættismaður hefur verið beðinn um að yfirgefa Japan þar sem hann er grunaður um að hafa stundað njósnir í japönsku tölvufyrirtæki, að því er segir í til- kynningu utanríkisráðuneytisins. Arkadii A. Vinogradov, aðalrit- ari í sovéska sendiráðinu fór frá Japan á sunnudag eftir að hafa verið ákærður fyrir að hafa átt þátt í iðnaðarnjósnum árið 1978, að því er segir í tilkynningu yfir- valda. Lögreglurannsókn leiddi í ljós, að Vinogradov og verkfræðingur nokkur, sem einungis er kallaður B.N. Kakorin, hafi reynt að afla sér tækniþekkingar frá stóru tölvufyrirtæki í nánd við Tókíó. Fyrirtækið var ekki nafngreint. Þessi brottvísun kemur í kjölfar 75 annarra á sovéskum embættis- mönnum, fréttamönnum og versl- unarmönnum frá 13 öðrum lönd- um sakir njósna frá því í janúar 1982. Frönsk stjórnvöld vísuðu 47 sovéskum embættismönnum frá Frakklandi og breska stjórnin skipaði sjö Sovétmönnum að verða á brott úr Bretlandi. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins lagði áherslu á að þessi brott- vísun væri ekki í neinum tengslum við brottvísanir frá öðrum lönd- um. Samskipti Japana og Sovét- manna hafa ekki verið upp á það besta að undanförnu og koma þar einkum til deilur um landsvæði og gagnrýni stjórnvalda í Kreml á stefnu Yasuhiro Nakasone, for- sætisráðherra, í varnarmálum. Sú staðreynd, að Vinogrov var ekki beinlínis vísað úr landi held- ur beðinn um að yfirgefa það, þyk- ir benda til þess, að stjórnvöld í Japan hætti ekki á neitt í sam- skiptum sínum við Sovétmenn. Öryggisráðstefna Evrópu: Sovétmenn hafna tillögu Spánverja Madrid, 21. júní. AP. SOVÉTMENN höfnuðu í dag tillögu Spánverja sem var sett fram til að reyna að koma málum úr sjálfheldu á öryggisráðstefnu Evrópu, sem stað- ið hefur í 31 mánuð. Yfirmaður sovésku sendinefnd- arinnar, Anatoli Kovaliov, til- kynnti samstarfsmönnum sínum á ráðstefnunni að Sovétmenn hefðu hafnað „sérhverri tillögu ríkja Atlantshafsbandalagsins". — og nú er Ómar Ragnarsson í opnuviðtali. Meðal annars efnis: • Hvað um útilegu? • „Stefni að íslandsmetinu" — rætt við Knstján Harðarson • Þróun svifdrekaflugs • Galtalsekjarskógur Nýtt tölublað Æskunnar er komid! Weinberger sæk- ir Thatcher heim Lundúnum, 21. júní. AP. CASPAR Weinberger, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, kom í dag til Lundúna til tveggja daga viðræðna við Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta. Auk viðræðna við forsæt- isráðherrann mun Weinberger hitta kollega sinn, Michael Heseltine, að máli. Gálgafrestur Glistrup á enda Dómur verður í dag kveðinn upp í máli þingmannsins Mogens Glistrup. Allt þykir benda til þess að hæstiréttur staðfesti dóm yfir- réttar, en hann var á þá ieið að Glistrup fengi fjögurra ára fang- elsisdóm, auk fjögurra milljóna danskra króna sektar. Málaferlin yfir Glistrup hafa staðið í mörg ár og er honum borið á brýn að hafa farið á bak við lög um hlutafé- lög til þess að geta svikið und- an skatti. Friskt blað, forvitnilegt I spennandi Askrifendasími 17336 Tveir látnir { framsæti bifreiðar eftir að grímuklæddir vopnaðir menn réðust á bifreið þeirra í hafnarborginni Trípólí í síðastliðinni viku. Enn harðir bar- dagar í Trípólí Beirút, 21. júní. AP. MIKLIR bardagar brutust út í hafnarborginni Trípólí í dag og sprengja sprakk á þjóðveginum suður af Beirút. Yfirmaður ísraelska herliðsins á þessum slóðum sagði engin slys hafa orðið á mönnum í sprengingunni, en hins vegar hefðu a.m.k. tíu manns slasast í bardögunum í Trípólí. Utvarpsstöðin „Rödd Líbanon" hluta Líbanon og í framhaldi af því sagði að sex manns hefðu látið lífið í bardögunum og níu slasast. Útvarpsstöð líbanska ríkisins til- kynnti í dag, að Sýrlendingar hefðu lokað aðalþjóðveginum til norður- sagði í fréttum útvarpsstöðvarinn- ar „Rödd Líbanon", að Sýrlendingar hefðu handtekið meira en 100 manns í bæjum á sömu slóðum. Leiðtogi kommúnista í íran tekinn af lífi Lundúnum, 21. júní. AP. LEIÐTOGI kommúnista í íran, dr. Nureddin Kianuri, 75 ára að aldri, hefur verið tekinn af lífi að því er óstaðfestar fregnir frá Teheran herma. Skýrt var frá þessu í breska blaðinu Daily Telegraph í dag. Að sögn blaðsins fór aftakan fram í gær, en ekki var hægt að fá það staðfest eftir öruggum heimild- um. Ekki er óalgengt í íran, að nokkrir dagar líði frá aftöku þar til skýrt er frá henni opinberlega. Kianuri var aðalritari íranska kommúnistaflokksins, sem bannað- ur var með lögum eftir að Khomeini komst til valda. Kianuri hafði setið í fangelsi frá því í febrúar. Hann kom fram í sjónvarpi í apríllok, þar sem hann játaði á sig njósnir í þágu Sovétmanna. Af útliti hans í sjónvarpinu að dæma töldu vinir hans, að hann hefði verið látinn sæta hörðum pyntingum tii þess að knýja fram játningu. Um 1500 meðlimir komm- únistaflokksins hafa verið hand- teknir frá því Khomeini komst til valda. Alls taldi flokkurinn um 10.000 meðlimi fyrir byltinguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.