Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 32
Sími 44566 RAFLAGNIR samviritÍjÆV BILLINN BÍLASALA SlMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KÓFWOGI MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 Börðust við eldinn í rúman sólarhring ■.. mW'-;. ..9*T£ Hafnsögubátur flutti kistur ungu mannanna þriggja, sem létust um borö í Gunnjóni, úr varðskipi að hafnarbakka á fsafirði. Morgunblaðið/KriBtján Örn. Eiríkur Ingimundarson loks fyrir hádegið í gær tókst endanlega að ráða niðurlögum hans, en eldurinn hafði blossað upp að nýju hvað eftir annað. Eldsupptök eru enn ókunn, en VARÐSKIPIÐ ÞÓR kom til ísa- fjarðar klukkan 17.30 í gær meö lík mannanna þriggja, sem létust um borð í Gunnjóni GK 306 á mánudag. Líkin verða flutt flug- leiðis til Reykjavíkur í dag. Aðrir skipverjar eru væntanlegir með Bjarna Ólafssyni AK 70 til Njarð- vfkur í kvöld, en skipið er með Gunnjón í togi. Þeir sem létust um borð í Gunnjóni voru Haukur Ólafsson, fyrsti vélstjóri, Akurgerði 4, Reykjavík, 25 ára. Hann var fæddur 5. janúar 1958 og lætur eftir sig unnustu og 9 mánaða gamlan son. Eiríkur Ingimundarson, há- seti, Tunguvegi 12, Njarðvík, 20 ára. Hann var fæddur 30. apríl 1963 og var ókvæntur. Ragnar Júlíus Hallmannsson, háseti, Ásgarði 5, Keflavík, 18 ára. Hann var fæddur 18. júní 1966. Ragnar Júlíus Hallmannsson Skipverjar á varðskipinu Þór, Gunnjóni og Bjarna ólafssyni börðust við eldinn um borð í Gunnjóni í um sólarhring, eða frá því á mánudagsmorgun, og skipið er mjög illa farið; allar innréttingar taldar ónýtar og nokkur sjór var kominn í vélar- rúm síðdegis í gær. Sjópróf hafa ekki verið ákveðin enn. „Gullleitarmenn á SkeiÖarársandi“: Byrjað að reka stál- þilið niður „GULLLEITARMENN“ á Skeiðar- ársandi eru nú byrjaðir að reka niður stálþil umhverfis „gullskipið" og gengur það þokkalcga þrátt fyrir óhagstætt veður, suðaustan kalsa, að sögn Kristins Guðbrandssonar. Verður stálþilið rekið niður um- hverfis skipið og mun verða um 180 lengdarmetrar og 600 til 700 lestir að þyngd. Nú er um helm- ingur stálsins kominn austur á sandinn og kemur það sem eftir er smátt og smátt að sögn Kristins. Gæti þessum hluta verksins verið lokið um miðjan júli verði ekki um nein skakkaföll að ræða og verður þá hægt að byrja að dæla sandin- um frá skipinu af fullum krafti. Um mánaðamótin júlí-ágúst gæti skipið svo farið að líta dagsins ljós. Meira atvinnu- leysi en í fyrra EINS OG fram hefur komið í Mbl. hefur atvinnuleysi í borginni aukist í sumar frá því sem var í fyrrasumar sérstaklega hjá unglingum og náms- fólki. Hjá Atvinnumiðlun stúdenta hafa 520 skráð sig nú og er það nokkru fieiri en létu skrá sig í fyrra- sumar. Um 350 hafa fengið störf í gegnum atvinnumiðlunina. Atvinnu- miðluninni hefur gengið verr að út- vega störf nú en áður. Á Ráðningarskrifstofu Reykja- víkurborgar var þær upplýsingar að hafa að almennt atvinnuleysi hafi aukist töluvert, því helmingi fleiri eru nú á atvinnuleysisskrá þar en undanfarin ár. Nú eru á skrá 407 manns, þar af 209 karl- menn og 198 konur. Verulegur samdráttur í sölu heimilistækja og bfla: Sala nýrra bíla nær stöðv- aðist við gengisfellinguna VERULEGUR samdráttur hefur átt sér stað í innflutningi og sölu á ýmis konar varningi á þessu ári og þá alveg sérstaklega síðustu vikurnar m.a. í kjölfar gengisfellingar krónunnar í síðasta mánuði. Samdrátturinn hefur orðið hvað tilfinnanlegastur í inn- flutningi og sölu á svokölluðum lúxusvarningi, eins og sjónvörp- um, myndböndum, hljómflutn- ingstækjum og fleiru, auk þess sem samdrátturinn hefur komið áþreifanlega fram í sölu á heim- ilistækjum og bílum. Innflutningur á „lúxusvarn- ingi“, heimilistækjum og bílum hefur dregizt saman um nær- fellt helming það sem af er ár- inu og hefur salan dregizt sam- an í svipuðu hlutfalli, nema hvað hún nær stöðvaðist í kjöl- far gengisfellingar krónunnar á dögunum og er ekki nema rétt að komast af stað aftur. Samkvæmt upplýsingum Mbl. er ástandið sérstaklega erfitt í bílasölu, sem hefur verið nær engin síðan gengið var fellt. Eru dæmi þess að einstök bílaumboð hafi hreinlega ekki selt einn ein- asta bíl á þeim tæplega mánuði, sem er umliðinn. Þá er ástandið ennfremur mjög erfitt hjá fyrir- tækjum, sem selja „lúxusvarn- ing“ og eru þegar farin að sjást merki þess, að betri kjör eru boðin vilji fólk eiga viðskipti. 70% fall í lagadeild AF ÞEIM 80 nemendum sem gengust undir próf í almennri lögfræði í vor, náðu aðeins 24 einkunninni 7, sem er tilskilin lágmarkseinkunn. Þetta er um 70% fall og hafa aldrei fallið jafnmargir á fyrsta námsári í lagadeild og nú, að sögn Björns Þ. Guðmundssonar, forseta laga- deildar. Ef tekið er mið af því að alls innrituðust um 100 nemend- ur í lagadeild síðastliðið haust, er Ijóst, að affóllin eru jafnvel enn meiri. Að sögn Stefáns Sörenssonar háskólaritara hafa enn ekki borist einkunnir úr öllum deildum og því ekki unnt að birta tölur yfir fjölda þeirra sem náð hafa tilskildum lág- markseinkunnum. Það ætti að vera unnt um eða upp úr næstu mánaðamótum. Hann sagði að venjan væri sú að um það bil helmingur stúdenta á fyrsta námsári næði ekki tilskilinni lágmarkseinkunn, en fall á síð- ari námsárum væri óverulegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.