Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 Námskeið í akstri og meðferð bifreiða ÖKUMENN á höfuðborgarsvædinu eiga þess kost að taka þátt i þjalfunar námskeiði í akstri og meðferð bifreiða sem haldið verður 23. júní í húsakynn •jm Bifreiðaeftirlits ríkisins í Dugguvogi 2 og hefst kl. 20.00. Að námskeiðinu standa Bifreiðaeftirlit ríkisins, Tryggingarfélögin, Um ferðarráð og Ökukennarafélag íslands en námskeiðið er liður í bættu um ferðaröryggi á Norrænu umferðarári. Námskeiðið hefst með því að óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs setur námskeiðið. Þá tekur til máls Jóhann Björns- son forstjóri Ábyrgðar hf. og ræð- ir um fébætur og tryggingar. Sig- fús Sigurðsson deildarstjóri í Iðnskólanum í Reykjavík fjallar um meðferð bíla og viðhald með tilliti til orkusparnaðar og end- ingar. Að lokum spjalla Snorri Bjarnason og Arnaldur Árnason ökukennarar um akstur í bæjum og á þjóðvegum. Eftir hlé flytur Guðmundur Þorsteinsson námstjóri í mennta- málaráðuneytinu erindi sem nefn- ist „Maðurinn við stýrið" en að því loknu fer fram verkleg þjálfun undir leiðsögn ökukennara frá ökukennarafélagi íslands. Myndir af nýstúdentum HERRADEILD PÓ hefur nú endur- unarinnar á 17. júní. Að þessu sinni vakið þann sið að stilla út myndum er það Ijósmyndarinn Jóhannes af nýstúdentum í hornglugga verzl- Long, sem tekið hefur myndirnar. Tvær Jónsmessuferðir í TILEFNI Jónsmessunnar efnir ferðafélagið Útivist til tveggja ferða. Sú fyrri, Jónsmessuganga, verður farin 23. júní kl. 20.00 og verður gengið um Kjalarnesfjörur og Esjuhlíðar undir leiðsögn Tryggva Hansen. Eftir varðeld í miðnætursólinni verður komið heim um 1.00. Hin ferðin er Jóns- messuhátíð á Snæfellsnesi og verður farið frá Reykjavík kl. 20.00 að kvöldi 24. júní og gist í félagsheimilinu Lýsuhóli. í ferð- inni verður ýmislegt rifjað upp um íslenska þjóðtrú og gengið á Mæli- fell. Ljósmynd Mbl./KEE. Frá vinstri Hrafnhildur Schram listfræðingur, Ann Sandelin forstöðumaður Norræna hússins og Björg Þor- steinsdóttir forstöðumaður Ásgrímssafns. Norræna húsið: Sumarsýning á fjörutíu verkum Ásgríms Jónssonar — bók um listamanninn væntanleg í Norræna húsinu hefur verið opnuð sýning á verkum Ásgríms Jónssonar listmálara og mun hún standa til 24. júlí. Fjörutíu verk eru á sýningunni, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar, og eru þau öll í eigu Ásgrímssafns. Flestar myndanna eru unnar á síðustu árum listamannsins en hann lést 1958. Olíumyndirnar eru nær allar frá Húsafelli í Borgarfirði en Ásgrímur dvald- ist þar langdvölum. Málaði hann fyrst þar sumarið 1915 og síðast árið 1953. Verk á sýninguna voru valin af Björgu Þorsteinsdóttur for- stöðumanni Ásgrímssafns, Guð- mundi Benediktssyni mynd- höggvara og Hrafnhildi Schram listfræðingi en hún sá einnig um uppsetningu sýningarinnar. I viðtali við Mbl. sagði Ann Sandelin forstöðumaður Nor- ræna hússins að sú hefð hefði myndast í sumarstarfsemi Nor- ræna hússins að standa fyrir sýningu á verkum eins eða fleiri íslenskra myndlistarmanna, hefði nútíma list oftast orðið fyrir valinu þar til núna. Þetta er sjöunda sumarsýning Norræna hússins og er hún ópin daglega frá 14—19. Væntanleg er bók um Ásgrím Jónsson og verk hans. Það er bókaforlagið Lögberg sem mun gefa út bókina í samvinnu við Ásgrímssafn. Hrafnhildur Schram listfræðingur og Hjör- leifur Sigurðsson listmáíari rita um listamanninn og verk hans. Bókin verður hin veglegasta, prýdd fjölda litmynda svo og svart-hvítum myndum af teikn- ingum listamannsins og ljós- myndum af Ásgrími og samtíð- arfólki hans. Undirbúningur að bókinni er hafinn og kemur hún væntan- lega út á næsta ári. í tengslum við bókaútgáfuna verða leituð uppi verk Ásgríms til skrásetningar og ljósmyndun- ar og verða allar upplýsingar sem aflast varðveittar í Ás- grímssafni. Þeir sem eiga verk eftir Ás- grím Jónsson eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram við gæslufólk sýningarinnar, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Mun síðan verða haft við þá samband. Sýningarsalurinn er opinn frá 14—19 daglega, sími þar er 28520. Allar upplýsingar eru vel þegnar og geta komið Ás- grímssafni og útgáfu bókarinnar að ómetanlegum notum. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð 15 ára: Fjölbreytt dagskrá um helgina verk eftir Mist Þorkelsdóttur fyrir flautu og lágfiðlu og einnig kom fram strengjasveit sem skipuð var bæði fyrrverandi og núverandi kórfélögum. Þá kom Guðmundur Arnlaugsson einnig fram á þessari skemmtun og rifjaði hann upp sögu kórsins og sagði ferðasögur frá ferðalögum hans. í dag hefst svo enn eitt ferða- lag kórsins og verður farið að þessu sinni til Noregs og Sví- þjóðar. í kvöld verður kórinn með tónleika í Niðaróskirkju, en þaðan fer hann svo til Norður- Svíþjóðar í boði Riks Konserter en tónleikaferðin um Svíþjóð verður mjög ströng og verður tónleikahald á hverjum degi. Meðal annars kemur kórinn fram á tónlistarhátíð við Öster Sund, en þar munu einnig koma fram þau Manuela Wiesler og Þorkell Sigurbjörnsson. Þá verð- ur einnig á þessari tónlistarhá- tíð hópur úr íslensku hljóm- sveitinni. Að lokinni þessari tónlistar- hátíð verður kórinn með tónleika í Karlstad og verður þeim út- varpað beint um Svíþjóð. Tónleikarnir sem kórinn flyt- ur verða fjórtán og verða þeir síðustu í nágrenni Stokkhólms. Áætlað er að kórinn komi heim þann 10. júlí. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hélt upp á 15 ára af- mæli sitt um helgina. Afmælis- dagskráin hófst kl. 17 á laugar- daginn en þá hélt kórinn tón- leika í Miklagarði, hátíðarsal skólans. Á efnisskránni, sem á voru einungis íslensk lög, voru m.a. verk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir kórinn, en á undanförnum 13 árum hafa mörg verk verið samin fyrir hann. Um kvöldið, kl. 20, hófst síðan samæfing allra þeirra sem í kórnum hafa verið frá upphafi hans. Hátt í hundrað manns tóku þátt í þessari samæfingu, en á skrá kórsins eru um 500. Eins og gefur að skilja hefur þessi stóri hópur manna, sem í kórnum hefur starfað, dreifst út um allt land eða til annarra landa, og eins hafa menn átt misjafnlega heimangengt. Sam- æfingin stóð yfir í tvo og hálfan tíma og að henni lokinni var lok- aður dansleikur fyrir kórfélaga og maka þeirra. Á sunnudeginum hófst afmæl- isdagskráin kl. 14 í Háteigs- kirkju með hátíðarmessu þar sem kórinn sá um allan tónlist- arflutning ásamt Herði Áskels- syni organleikara en hann hefur oft starfað með kórnum. Hr. Sig- urbjörn Einarsson, biskup, pre- dikaði. Að lokinni messu bauð kórinn upp á afmæliskaffi í MH og gengu kórfélagar þar um beina. Skemmtidagskránni lauk svo um kvöldið með tónlistar- skemmtun sem samanstóð af allskonar atriðum. Meðal þess sem gerðist var að frumflutt var Frá samæfingu kórsins á laugardag þar sem bæði fyrrverandi og núverandi meðlimir kórsins komu saman og æfðu undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.