Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 t Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, BRYNJÓLFUR GÍSLASON, fyrrverandí veitingamaður, Tryggvagötu 16, Selfoasi, lést í Sjúkrahúsi Suöurlands 21. júnf. Bryndís Brynjólfsdóttir, Hafsteinn Már Matthíasson, Árni Brynjólfsson, Ingibjörg Guömundsdóttir, Guörún Huida Brynjólfsdóttir, Árni Sigursteinsson, Þórunn Mogensen. t Faðir okkar, MAGNÚS INGIMUNDARSON, húsasmíöameistari, Reynihvammi 24, Kópavogi, lést aö hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíö 20. júní. Ingimundur Magnússon, Kristjón Magnússon, Vala Dóra Magnúsdóttir, Jórunn Magnúsdóttir. t Systir mín, ANNA J. BLÖNDAL fró Siglufiröi, lést t Landakotsspítala aö kvöldi 19. júní. f Fyrir hönd systkina minna, Bryndís J. Blöndal. t Móöir okkar, ANNAJOHANNESSEN, Garðastrasti 43, sem lézt 15. júní sl., veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 24. júní nk. kl. 10.30 f.h. Jósefína Haraldsdóttir Norland, Matthías Johannessen, Jóhannes Johannessen. t Útför mannsins míns og fööur okkar, HJARTAR ÓLAFSSONAR THEODÓRS, húsasmiöameistara, Safamýri 65, fer fram frá Safnaöarheimiii Grensáskirkju miövikudaginn 22. júní kl. 3. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Þorbjörg Þóröardóttir og börn. t Ástkær móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, STEFANÍA MARTA GUDMUNDSDÓTTIR fró Gelti, Súgandafiröi, verður jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudagínn 23. júní kl. 1.30. : Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Erna Þorleifsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi, VALGEIR BJÖRNSSON, fyrrv. hafnarstjóri, Laufósvegi 67, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 24. júni kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Eva Björnsson, Dagný Valgeirsdóttir, Björg Valgeirsdóttir, Hallvaröur Valgeirsson, Ásta Baldvinsdóttir, Björn Th. Valgeirsson, Stefanía Stefónsdóttír, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför systur okkar, MARIU KRISTJÁNSDÓTTUR, Dalbraut 27, Reykjavík. Systkinin. Minning: Björgvin Bjarnason útgerðarmaður Fæddur 14. ágúst 1903. Dáinn 6. júní 1983. Hann andaðist í sjúkrahúsi í Danmörku eftir skurðaðgerð og átti þá fáum vikum fátt í áttrætt. Hann verður jarðsunginn frá Há- teigskirkju í dag, 22. júní. Björgvin var í hópi aðsópsmestu athafnamanna síns tíma á sviði útgerðar og fiskvinnslu og á það svo sannarlega skilið að framtaki og áræði hans verði betri skil gerð, heldur en þessar línur munu ná til. Björgvin fluttist með foreldr- um sínum frá Akureyri kornungur til ísafjarðar þar sem þau Bjarni Bjarnason, ökumaður, og kona hans, Auður Jóhannesdóttir, sett- ust að og reistu sér að þeirra tíðar vísu mjög myndarlegt aðsetur, reisulegt hús, fjós og hlöðu, hest- hús fyrir kerruhestana. Bjarni hafði síðan stórt tún beint fyrir ofan bæinn til heyöflunar. Hann var síðar í fararbroddi með að afla sér bíla til akstursins og man ég sérstaklega eftir Charles, næst elsta syni þeirra, í því sambandi. Bjarni og Auður eignuðust mörg myndarleg börn á ísafirði auk Björgvins, og er Matthías ráð- herra þeirra yngstur. Einn sonur þeirra, Þórir, féll frá á besta aldri; öðlingsmaður mikill. Hann var harmdauði fjölskyldu sinni og fjölda Isfirðinga. Undirritaður var nágranni þessarar fjölskyldu á unglingsárunum og kynntist þeirra góðu mannkostum og börn- um þeirra meira og minna. Björg- vin lagði leið sína til Danmerkur ungur að árum, strax að afloknu skyldunámi og læri þar rafvirkj- un. Eftir heimkomuna vann hann að fyrstu rafstöðinni og raflögn- um á ísafirði. Björgvin vakti strax á sér athygli fyrir mikla hug- kvæmni og óvenjulegan áhuga fyrir alls konar umbótum og framförum. Hann var stöðugt með hugann fullan af hugmyndum sem brjóta þurfti til mergjar og hrinda í framkvæmd. Um árabil rak hann beinamjöls- verksmiðju á Stakkanesi. Hann fékkst við brotajárnsviðskipti, keypti strönduð skip á útnesjum og víðar sem til féll. Þurfti mikið áræði og kjark til slíks og á ýmsu gekk með ábatann. Ég vissi til að hann hafði beitt miklu hugviti, sennilega fyrstur manna, við upp- fyndingu á beitingavél, eins ýmsar umbætur við saltfiskverkun og er þó fátt eitt talið. Það áraði illa og margt strand- aði á fjárhagsvanda og tregðu. Á þriðja og fjórða áratugnum dundu á útgerðinni áföll og erfiðleikar sem léku marga grátt. Það fór lítið fyrir því á Isafirði á þeim árum að pólitískir andstæðingar hældu hverjir öðrum. Guðmundur Haga- lín getur þess þó í einni af síðustu bókum sínum að á árinu 1934 hafi það ekki verið heiglum hent að efna til stórútgerðar en það hafi þó sjálfstæðismenn á ísafirði gert með stofnun hf. Hugins og látið smíða þrjá sextíu rúmlesta eik- arbáta í Danmörku. Óhætt er að fullyrða að það hefði ekki gerst án þess að Björgvin Bjarnason beitti sínum framúrskarandi dugnaði og áræði. Ástandið var þá þannig að aflaleysi var við Djúp og yfirleitt allt land, meira en núlifandi menn hafa þekkt, árin 1934—’35. I bók Bolungarvíkur Einars segir að annað þessara ára hafi háseta- hlutur hjá besta aflamanninum numið 50 krónum frá nýári til páska og var þó fast sótt. Það birtir upp öll él fyrr en var- ir ef bjartsýni og áhugi er með í ferðinni og útgerð Huganna gekk vel. Það rættist úr þorskaflanum ágætlega næstu árin og síldveið- arnar gengu mjög vel. Ég verð svo að stikla á stóru. Næsta stórátakið hjá Björgvini var þegar leið á fjórða áratuginn og hann samdi við Marselíus Bernhardsson um smíði á 90 tonna eikarbáti á Isa- firði. Tókst sú framkvæmd með ágætum og þessi glæsilegi bátur komst í gagnið á góðum tíma í byrjun stríðsins. Var honum gefið nafnið Richard, í höfuðið á syni Björgvins. Á stríðsárunum keypti hann svo færeyska skútu, 250 rúmlesta, sem Ásgeir Pétursson, útgerðarmaður á Siglufirði, hafði nýverið keypt, og byrjaði að nota hana til Englandsferða með ísfisk. Hún hét Tvei systkin og Ásgeir skírði hana Gróttu, eftir happa- sælum báti sem hann hafði lengi átt. Björgvin samdi svo við Bárð Tómasson og Marselíus um að breyta henni í nýtískulegt vélskip, og þó að skipið væri gamalt tókst sú framkvæmd ágætlega. Þeim samdi vel, Björgvin og Marselíusi. Báðir voru miklir áhugamenn á þessu sviði. Marselíus hafði líka á að skipa mörgum úrvals skipa- smiðum og verkmönnum. Grótta gamla var um næstu árin stærsti og best útbúni bátur á ísafirði, eiganda sínum og áhöfn hans til hags og í það heilatekið öllum ís- firðingum. Á stríðsárunum hafði það gerast að eigendaskipti urðu á hlutum í Huga-félaginu. Björgvin eignaðist þá meirihluta í hf. Hug- inn, hafði lengi að því stefnt, en ekki ráðið við fyrr en stríðsgróð- inn sagði til sín. Hann eignaðist þá Huginn 1 og 2. Huginn 3 eign- uðust þeir Indriði skipstjóri og Arngrímur Bjarnason. Björgvin átti þá fjóra af stærstu bátunum á ísafirði, rak stóra síldarsöltun- arstöð á Hólmavík og varð að minnsta kosti eitt árið hæsti síld- arsaltandi yfir landið. Auk þess hafði hann alltaf fleiri járn i eldi. Stóð þá hagur Björgvins með blóma. Útgerðin hér á þessu kalda landi okkar hefur yfirleitt átt í vök að verjast. Ýmsir núlifandi menn hafa lifað margar umbylt- ingar og sveiflur og því meiri sem skipin hafa verið stærri og um- svifin meiri. Þetta er svo alkunn- ugt að óþarft er að orðlengja. Björgvin hafði öðlast harðan skóla og neyðst til að haga seglum eftir vindi. Næstu árin varð rekstur þessara báta mjög erfiður. Fisk- flutningar til Englands lögðust af og margra ára síldarleysi varð þungt í skauti. Björgvin hafði reynt ýmis úrræði, svo sem útgerð á Grænlandi, en þetta ástand varð til þess að hann losaði sig við út- gerðina að mestu. Hann sneri sér síðan að rækjuvinnslu og útgerð þar að lútandi. Hann keypti Lang- eyrina í Álftafirði, sem var gömul hvalveiðistöð og síðar fiskverkun- ar- og frystihús. Þar kom hann sér upp stórri rækjuverksmiðju og rak með miklum krafti í mörg ár. Jafnframt setti hann upp skrif- stofu hér í Reykjavík til að annast rækjuútflutninginn. Einnig kom hann sér upp skrifstofu í London og hafði þar umboðsmann. Er sú starfsemi rekin ennþá af syni Björgvins. Björgvin var giftur Elínu Sam- úelsdóttur, ættaðri úr Gilsfirði og Strandasýslu. Þau eignuðust einn LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 son, Richard. Hann hefir mörg undanfarin ár verið búsettur í Kópavogi og er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar. Það hefir alla tíð verið mjög kært með þeim feðgum og hann hefir löngum ver- ið önnur hönd föður síns við at- vinnureksturinn. Þuríður, dóttir Elínar frá fyrra hjónabandi, var lengst af á heimili þeirra Björgvins. Hún hefir lengi unnið á skrifstofu þeirra feðga. Eftir fráfall móður sinnar, árið 1971, annaðist hún svo um Björg- vin og heimili hans. Gekk svo til um mörg ár. Þegar svo að því kom að hallaði undan fæti með heilsu Björgvins, naut hann alúðar og umhyggju Þuríðar, fjölskyldu sinnar og venslafólks. Þessi starfsglaði og óvílsami áhugamaður hefir nú leyst land- festar. Það er ómetanlegt að hafa átt þess kost að kynnast honum og að hafa átt við hann all náið sam- starf um margra ára skeið. Hann hafði svo mikinn metnað og um- hyggju fyrir skipum sínum og áhöfnum. Það stormaði stundum um Björgvin, ekki siður en okkur, sem á sjónum vorum. Hann vildi hafa það svo. Svoleiðis var hann. I Guðs friði. Ragnar Jóhannsson. Mig langar að skrifa á blað nokkur skilnaðar- og kveðjuorð. Nú er leiðin öll. Hún var honum og hans erfið. En hvað er erfiði?? Fyrir hann og þá sem næst honum hafa staðið aðeins ögrun til að leggja meira á sig, leggja enn harðar að sér. Þrátt fyrir mjög þung veikindi í yfir tvo áratugi var hugur Björgvins sívakandi, virkur svo furðu sætti oft á tíðum. Nú síðast freistaði hann þess að fara í uppskurð til útlanda til að ná betri heilsu. Fyrst leit vel út með batavon, en honum sem yfir okkur vakir fannst nú nóg að gert. Leiðin var öll. Nú hafa sársauka- tárin þurkast út, en vonandi glampa fagnaðartár í luktum aug- um hans, er hann nú mætir á ný lífsförunaut sínum, henni Ellu, ásamt móður sinni og föður, bræðrum og frænd- og vinafólki öllu. Ég þakka að lokum samfylgd- ina, þakka innilega umhyggju hans fyrir börnum okkar og tengdabörnum svo og barnabörn- unum, en sérstaklega sl. vetur hafa þau sennilega verið eins og litlir hlýir sólskinsblettir fyrir hann í sárum veikindum, þegar við hin sem eldri erum finnum svo til vanmáttar okkar og hikum við að reyna að hugga og sefa. Nú er vonandi allur sársaukinn horfinn og hann gleðst eins og barn og við sem eftir erum biðjum honum blessunar guðs. Það er oft sárt að kveðja, en við verðum líka að muna að vera þakklát fyrir allt sem við upplif- um og allt, sem okkur er gefið, því lífið er gjöf. Nú hefur Björgvin lokið sinni veru hér með okkur, en hvað tekur við? Vonandi hlýir vindar — góður byr og á þeim óförnu vegum vil ég viðja al- sjáandi guð að leiða hann frá sárs- auka þessa lifs til ljóssins eilífa. „Ilöndin, aem þig hingad leiddi, himin.s til þig aftur ber. Drottinn el.skar, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (SiK. Kr. P.) Veri Björgvin kært kvaddur. Nína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.