Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Verdlags- og gjaldeyrisfrelsi egar viðreisn íslensks efnahagslífs hófst fyrir rúmum tveimur áratugum undir forystu ríkisstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks var gripið til harka- legra efnahagsráðstafana sem þrengdu lífskjör manna. Verkalýðshreyfingin var síð- ur en svo ánægð með allt sem þá var ákveðið án sérstaks samráðs við hana og taldi hreyfingin sig þá í sterkri stöðu enda hafði Hermann Jónasson beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í des- ember 1958 eftir að þing Al- þýðusambands íslands setti honum stólinn fyrir dyrnar. Viðreisnarstjórninni tókst að koma fyrstu áformum sínum í framkvæmd og ávann sér síðan sérstakt traust verka- lýðshreyfingarinnar og svo mikla tiltrú þjóðarinnar að á tímabilinu 1967 til 1969 hafði hún enn styrk til að leiða þjóðina í gegnum gífurlegar efnahagsþrengingar. Fyrir þá sem nú standa í eldlínu stjórnmálanna og þá ríkisstjórn sem ýtt hefur úr vör án þess að lofa öllum gulli og grænum skógum er nauð- synlegt að rifja það upp að viðreisnarstjórnin lét ekki hjá líða að létta undir með almenningi um leið og hún herti að í því skyni að þjóðin lifði ekki um efni fram eða sykki á kaf í skuldafen eða kollsteyptist í óðaverðbólgu. Það sem vakti mesta eftir- væntingu meðal fólks var innflutningsfrelsið. Þeir ís- lendingar sem fæddir eru lýð- veldisárið og síðan gera sér litla sem enga grein fyrir því, hve gífurlegur léttir var því samfara að hið úrelta skömmtunar- og haftakerfi var afnumið. Nú líta menn á það sem sjálfsagðan hlut að flytja inn hvað sem þá langar en fyrir 1960 þurftu þeir að sitja á biðstofum opinberra skömmtunarstjóra til að fá samþykki þeirra fyrir smáu sem stóru. Viðreisnarstjórnin steig ekki frjálsræðisskrefið til fulls, hún skildi eftir verð- lagshöft og gjaldeyrishömlur. Á undanförnum 20 árum hafa myndast frjálsræðis- glufur á þessum tveimur sviðum en að stofni til bygg- ist verðlags- og gjaldeyris- kerfið á úreltum hugmynd- um. Sá flokkur sem lengst vill ganga í frjálsræðisátt, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur ekki farið með verðlags- og gjaldeyrismál í ríkisstjórn ís- lands síðan 1956. Með mynd- un ríkisstjórnarinnar 26. maí urðu því merkileg þáttaskil á þessu sviði, þegar Matthías Á. Mathiesen, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, tók við viðskiptaráðuneytinu. Á það hefur verið bent hér á þessum stað að viðskiptaráðuneytið sé að ýmsu leyti óþarft, reynslan sýni til dæmis að utanríkisviðskiptin séu betur komin í utanríkisráðuneyt- inu. Hefur verið tekið undir þá skoðun til dæmis af iðn- rekendum. Er ekki að efa að hinn nýi viðskiptaráðherra mun taka afstöðu til þessara hugmynda, áður en til þess kemur er þó kannski eðlilegt að hann stígi skref í sam- ræmi við stefnu Sjálfstæðis- flokksins um aukið frjálsræði í verðlags- og gjaldeyrismál- um. Það hefur nýlega verið staðfest af dómara í bæjar- þingi Reykjavíkur, að af- skipti verðlagsstofnunar af ákvörðunum um fargjöld strætisvagna Reykjavíkur hafa leitt til þess að fargjöld- in eru hærri vegna þessarar íhlutunar verðlagsyfirvalda. Allir vita að gjaldeyrishöml- urnar skapa forsendur fyrir svarta markaði. Menn kjósa frekar að ráðstafa þeim gjaldeyri sem þeir hafa yfir að ráða utan bankakerfisins en innan, eigi þeir þess kost. Á báðum þessum sviðum leið- ir framkvæmd hinnar opin- beru stefnu til vitlausrar niðurstöðu miðað við tilgang hennar. Frá því hefur verið skýrt, að Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, hafi skrif- að seðlabankanum bréf og lýst þeim vilja að bankar og sparisjóðir njóti jafns réttar til gjaldeyrisviðskipta. Þetta er skref í rétta átt en jafnar þó aðeins aðstöðumun innan hins opinbera kerfis. í gjald- eyrismálunum þarf að gera átak fyrir aðra en opinbera aðila, hverfa frá skömmtun- arstefnunni og axla þá ábyrgð að íslenska krónan standi fyrir sínu án þeirrar misskildu opinberu verndar sem hún nýtur. Það þarf að hreinsa til í verðlags- og gjaldeyrismálum ekki bara með opinbera hags- muni í huga, heldur með hliðsjón af því hvað kemur sér best fyrir fólkið í landinu. Stefna Sjálfstíeðisflokksins er skýr í því efni, að velja frelsið fram yfir hina opin- beru íhlutun. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PATRICK SEALE blaðamann The Observer Barátta Polisaríó út í veður og vind? Chadli Benjedid, hefur beitt sér fyrir á undanförnum mán- uðum. Á þessu ári hefur hann leitt til lykta landamæradeilur við Níger, Malí, Máritaníu, Marokkó og Túnis, þ.e.a.s. alla nágranna sína að Líbýu- mönnum undanskildum. Við- ræður við Túnis hafa þó komið meiru til leiðar en öruggum landamærum. í mars undirrit- uðu leiðtogar landanna vin- áttusamning, sem litið er á sem undirstöðu nánara sam- starfs annarra ríkja í heims- hlutanum. Marokkó, Máritanía og Malta hafa látið í Ijós áhuga á að undirrita samning- inn einnig. í byrjun júní fór Bourguiba, forseti Túnis, í fyrstu opinbera heimsókn sína til Alsír í tíu ár þar sem honum var tekið með kostum og kynjum. Hafa Eftir sjö ára ósætti hafa Alsír og Marokkó nú gert leynilegt samkomulag sem miðar að því að gera út af við frelsishreyfinguna í Vestur-Sahara. Skæruliðar Pólisaríó-hreyfingarinnar, eins og hún er nefnd, hafa barizt við Marokkó um yfirráðin yfir hinni fyrrverandi spænsku nýlendu síðan 1975. Að sögn kunnugra í Norður-Afríku er vafamál hvort hreyfingin skrimtir til ársloka. Hugmynd hennar um Lýðræðislega Arabalýðveldið í Sahara (RASD) kann að vera úr sög- unni. Samkomulagið, sem gert var á kostnað Pólisaríó- skæruliðanna er einkar líkt því samkomulagi er írakar gerðu við íranskeisara 1975, en það varð til þess að taka vind- inn úr seglum þjóðernishreyf- ingar Kúrda. Vestur-Sahara hreyfingunni er nú fórnað á altari ríkishagsmuna líkt og Kúrdum var fórnað þá. í skiptum fyrir að Alsír hætti stuðningi sínum við hugmyndina um stofnun ríkis í Vestur-Sahara, er talið að Marokkó hafi látið Alsír eftir sjálfsforráð yfir hinu um- deilda landamærasvæði í Tindouf með auðugum járn- námum, sem þar er að finna. Einnig mun Marokkó hafa gef- ið Alsír leyfi til að leggja gas- leiðslur yfir Marokkó út að sjó, en gasið mun ætlað Spánverj- um. Er það til merkis um nýj- ustu atburði að RASD var ekki boðið að senda fulltrúa á ráðstefnu Einingarsamtaka Afríku fyrir tveimur vikum. Skýrt hefur verið frá að Als- ír hafi þegar gripið í taumana til að fyrirbyggja hernaðarað- gerðir Pólisaríó-skæruliða gegn Marokkó og loka helztu aðflutningsleið skæruliðanna um Alsír-eyðimörk. Stuðningur Alsírs við sjálfstæðishreyfinguna áður, sem er í samræmi við ímynd landsins sem málpípa frels- ishreyfinga í þróunarlöndun- um, var undirrótin að stirðri sambúð við Marokkó. Nú bregður hins vegar svo við að Alsír hefur ákveðið að yfirgefa skæruliðana í þágu ríkis- hagsmuna og efla vinskap við stjórnvöld í Rabat. Til að daga úr auðmýking- unni verður Vestur-Sahara- mönnum enn gefinn kostur á þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð svæðisins — en slíkri atkvæðagreiðslu hafa þeir löngum verið andvígir. Geta þeir þá formlega valið milli þess að mynda sjálfstætt ríki eða sameinast Marokkó. Víst má þó telja að seinni kosturinn yrði fyrir valinu, þar sem Mar- okkó hefur krafizt þess að kjörskrá verði opin aðeins sér- stökum hópum. Margir telja þó að slík við- höfn verði aldrei þar sem Pól- isaríó-hreyfingin muni ein- faldlega leysast upp þegar bardagamennirnir átti sig á ósigrinum og muni þeir þá leggja niður vopn og byrja eðlilegt líf. Færi svo hefði Hassan, konungur Marokkó, ástæðu til að gleðjast. Skálm- öldin hefur komið hastarlega við ríkiskassann. Sættir við Marokkó eru ftáttur í stórhuga fyrirætlun- um varðandi stöðugleika á svæðinu, sem forseti Alsírs, auk þess að opna landamæri sín fyrir fjármagni og þegnum hinna landanna. í öðru lagi eiga stjórnvöld allra þeirra við andspyrnu að stríða innan- lands og telja sér betur borgið ef stillt væri til friðar. í þriðja lagi er leiðtogunum umhugað um að einangra og hemja Khadafý Líbýuleiðtoga. Túnis hefur orðið fyrir barðinu á líb- ýskum undirróðri og stjórnin í Alsír grunar Khadafý um að leggja þjóðflokkum til vopn og þjálfa uppreisnarmenn gegn henni. Einnig gramdist Alsír- mönnum að Khadafý skyldi bjóða fyrrverandi forseta, Ahmad Ben Bella, til Trípólí nýlega, en Ben Bella hefur færzt í búning eins konar Billy Grahams múhameðstrúar- manna. Marokkó erfir við Khadafý að hann gaf Pólisar- íó-skæruliðum vopn og allir leiðtogarnir þrír fyririíta hann fyrir afskipti hans af blökku- mannaríkjum Afríku og hug- sjóninni um að búa til „Banda- ríki“ Sahara-landanna undir forystu Líbýu. Álsírmenn ala einnig þá von í brjósti að bandalagið verði hræringar þessar kynt undir hugmyndum manna í Norður- Afríku um að takast mætti að setja á fót svæðisbandalag Vestur-Araba að eftirmynd Samvinnuráðs Arabaríkja við Persaflóa. Leikur vart á tveim tungum að með tilþrifum þess- um hyggjast leiðtogar Alsírs og Túnis m.a. laða ungar sálir í burtu frá íslamskri strangtrúarstefnu og vand- ræðum sem af henni skapast tíðum. En fyrir gamalgrónum kempum eins og Bourguiba og Hassan kóngi og manninum sem er á bak við allt saman, Chadli forseta, vakir þó meira. I fyrsta lagi gæti slíkt banda- lag verið efnahagslega hag- kvæmt. Ríkin þrjú hafa öll áhuga á að stuðla að gagn- kvæmum viðskiptum og sam- eiginlegum þróunaráætlunum nógu sterkt til að móta sjálf- stæða stefnu gagnvart stór- veldunum og tala einum rómi í viðskiptasamningum við Efna- hagsbandalag Evrópu. En hvað sem líður draumsýn leiðtoganna um bandalag, sem legði grundvöll að öryggi og hagsæld norðvesturhluta Afr- íku, er mest um vert fyrst um sinn að leyst verði úr málefn- um sjálfstæðishreyfingarinnar í Vestur-Sahara. Þrátt fyrir að samkomulag hafi náðst milli Marokkó og Alsírs sjást þess engin merki í byrjun að Pólis- aríó-skæruliðar hafi minnsta hug á að láta segjast. Þegar þess er gætt að skæruliðum hefur vegnað vel í viðureign sinni við stjórnarherinn í Mar- okkó að undanförnu er ástæða til að efa að samningurinn við Alsír verði að veruleika fyrr en skæruliðar byrja að taka mark á honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.