Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 13 Dr. Dietrich Ernst, einn aðalforstjóra Alusuisse, í samtali við Morgunblaðið: Höfum áhuga á helmingsstækkun á verksmiðjunni í Straumsvík — og að fá inn samstarfsaðila með 50% eignaraðild Ljósmynd Mbl. Sighvatur Blöndahl. Álverksmiðja Alusuiesse í Steg í Wallisdal í Suður-Sviss. Ljósmynd Mbl. Sighvatur Blöndahl. Dr. Dietrich Ernst, einn aðalforstjóri Alusuisse, á skrifstofu sinni í Ziirich. „UNDANFARIN tvö ár hafa verið okkur gríðarlega erfid i rekstri, eins og reyndar öllum öðrum fram- leiðendum, vegna hins almenna efnahagssamdráttar í heiminum. Þótt ástandið hafi skánað til muna á þessu ári er Ijóst, að afkoman verður slæm, en hins vegar þykj- umst við sjá ýmis teikn á lofti um að ástandið geti verið komið í við- unandi horf á næsta ári,“ sagði Dr. Dietrich Ernst, einn aðalforstjóra Alusuisse, í samtali sem blaðamað- ur Morgunblaðsins átti við hann í liðinni viku í Ziirich. Dr. Ernst er væntanlegur hingað til lands í dag, ásamt Dr. Paul H. Miiller, sem verið hefur aðalsamningamaður Alusuisse í viðræðum fyrirtækisins við íslenzk stjórnvöld undanfarin ár. Þeir munu eiga viðræður við fulltrúa íslenzkra stjórnvalda á morgun, föstudag, og munu m.a. hitta Sverri Hermannsson, iðnað- arráðherra. „ÍSAL-verksmiðjan hefur auð- vitað ekki farið varhluta af þeim vandræðum, sem steðjað hafa að áliðnaðinum í heiminum undan- farin misseri og hefur orðið mikið tap af rekstri hennar, en hún framleiðir um 10% af heildar- framleiðslu Alusuisse, eða um 80.000 tonn af þeim liðlega 800.000 tonnum, sem við framleiðum. Verksmiðjur Alusuisse er samtals 11 talsins og má segja, að um þriðjungur af starfseminni fari fram í Bandaríkjunum og tveir þriðju hér í Evrópu," sagði Dr. Ernst. Það kom fram í samtalinu við Dr. Ernst, að miklar birgðir hefðu hlaðizt upp á síðasta ári og væri ástandið í raun ekki komið í eðli- legt horf ennþá. „Þegar verst lét voru birgðir ÍSAL um 35.000 tonn, eða tæplega helmingur af fram- leiðslugetu verksmiðjunnar, sem segir kannski sína sögu um ástandið betur en margt annað. Birgðir verksmiðjunnar eru nú komnar niður í um 14.000 tonn, en eðlileg birgðastaða er á bilinu 5—6.000 tonn.“ Dr. Ernst sagði aðsnnrður um viðræður hans og Dr. Mullers við fulltrúa tslenzkra stjórnvalda á föstudag, að þær væru í raun nokkurs konar kynningarviðræð- ur, þar sem nýir menn hefðu tekið við stjórnartaumunum á íslandi. Ekki væri neinna stórtíðinda að vænta í kjölfar þeirra. „Ég bind hins vegar miklar vonir við sam- starfið við hin nýju íslenzku stjórnvöld og er reyndar sann- færður um, að samskiptin eigi eft- ir að verða auðveldari og betri í framtíðinni en þau hafa verið, en þau hafa alls ekki verið eins ánægjuleg og árangursrík og við hefðum viljað." Um deilumál Alusuisse og ís- lenzkra stjórnvalda sagði Dr. Ernst að hann væri sannfærður um að hægt væri að finna lausn á þeim, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. „Það er hagsmunamál beggja aðila, að deilumál þeirra verði sett niður hið allra fyrsta. Báðir aðilar tapa í raun eftir því sem lengra líður. Ég tel að með vilja beggja ætti að vera hægt að ljúka samningaviðræðum og finna lausn á deilumálinu fyrir haustið og væri það vel. Við mun- um í viðræðum við íslenzk stjórn- völd leggja áherzlu á þann vilja okkar að ná samkomulagi hið allra fyrsta." Nokkuð hefur verið rætt um hugsanlega stækkun verksmiðj- unnar í Straumsvík og þær hug- myndir Alusuisse, að fá annan að- ila inn í samstarfið. Hvað viltu segja um þau mál nú? „Fyrsta skrefið er auðvitað að setja niður deilur aðila og síðan er hægt að fara að ræða um breyt- ingar og framþróun fyrirtækisins. Það er hins vegar ekkert launung- armál, að við höfum áhuga á því, að stækka verksmiðjuna um helming í framtíðinni, þannig að framleiðslugeta hennar yrði á bil- inu 150— 200 þúsund tonn á ári í stað 80—85 þúsund tonna í dag. Ef af þessari stækkun gæti orðið í framtíðinni höfum við ennfremur áhuga á því að fá annan sam- starfsaðila inn á móti okkur og þá á grundvelli helmingaskipta, þannig að Alusuisse ætti 50% í fyrirtækinu. Við höfum rætt við ákveðinn aðila, sem hefur lýst áhuga sínum á málinu, en það er of snemmt að fjölyrða um hver það er á þessu stigi málsins," sagði Dr. Ernst. Hljómar það ekki frekar ein- kennilega að ræða um stækkun verksmiðjunnar, þegar markaðs- ástandið er eins og raun ber vitni? „Það gerir það í sjálfu sér ekki. Við erum sannfærðir um að ástandið á heimsmarkaði eigi eft- ir að komast í eðlilegt horf á nýj- an leik og þá myndi verksmiðjan í Straumsvík koma út með aukna hagkvæmni væri hún stærri en hún er í dag. Á því er enginn vafi. Eftirspurn eftir áli á eftir að aukast í framtíðinni, þótt aukn- ingin verði ekki í neinum stórum stökkum." Hvers vegna vill Alusuisse fá inn samstarfsaðila í stað þess að eiga fyrirtækið að fuliu eins og í dag? „Það er rétt að dreifa fjárhags- legri áhættu meira en er í dag. Það koma ár eins og tvö þau síð- ustu, sem geta reynzt fyrirtækinu mjög þung í skauti. Auk þess hef- ur sú stefna verið mörkuð innan fyrirtækisins að auka hlutdeild þess í annarri starfsemi en álframleiðslu. Það hefur reyndar verið sett sem markmið næstu ára, að álframleiðslan verði um helmingur starfseminnar á móti öðrum þáttum. Okkur hefur geng- ið nokkuð í þessari viðleitni, þannig að í dag er hlutfallið kom- ið í 70% í álframleiðslu og 30% í annarri framleiðslu. Að fá inn samstarfsaðila á íslandi væri einn þátturinn í þessari viðleitni. Þá væri stækkun verksmiðjunnar auðvitað þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd fyrir íslendinga. Raf- orkusala myndi stóraukast til fyrirtækisins og síðan myndi stækkun sem þessi skapa tölu- verðan fjölda atvinnutækifæra." Dr. Ernst var inntur eftir þeim deilum, sem átt hafa sér stað milli stjórnenda ÍSAL og starfsmanna vegna uppsagna starfsmanna á næstu mánuðum. „Þotta er deilu- mál, sem er í raur. furðulegt að skuli koma upp. Fyrirtækið verð- ur að hafa það í hendi sinni hvernig rekstri þess er bezt kom- ið. Það er okkur bráðnauðsynlegt að fækka starfsmönnum í verk- smiðjunni í Straumsvík, samfara aukinni hagræðingu og breyting- um á starfseminni. Ég geri mér vonir um að takast megi að leysa það deilumál innan tiðar. Reynd- ar má geta þess að samfara auk- inni tækni og með breyttum fram- leiðsluaðferðum til að auka hag- kvæmni verksmiðja, hefur átt sér stað umtalsverð fækkun á starfs- mönnum flestra ef ekki allra verksmiðja í þessari framleiðslu. Auk þess sem markaðurinn hefur verið lélegur, þá gerir síaukin samkeppni kröfur um, að ýtrasta aðhalds og hagræðis sé gætt í rekstrinum." Þá var Dr. Ernst inntur eftir því hvort styttast færi í, að verk- smiðjan í Straumsvík kæmist réttum megin við strikið í rekstri. „Þess mun enn nokkuð að bíða. Verð á framleiðslunni er enn ekki komið í það horf, sem skikkanlegt getur talizt, og verður varla fyrr en á síðari hluta þessa árs, eða í byrjun þess næsta. Reyndar er fyrsta verksmiðja Alusuisse farin að skila hagnaði, en þess verður nokkuð að bíða að aðrar fari að gera það. Þá hefur fjármagns- kostnaður gert okkur töluvert erf- itt fyrir í Straumsvík. Þar höfum við verið með þunga vaxtabyrði í háum dollaravöxtum, sem hefur hitt okkur illa. Aðrar verksmiðj- ur, sem eru með sinn rekstur í öðrum gjaldmiðlum, standa því betur að vígi hvað þetta varðar. Verksmiðjan í Straumsvík hef- ur ekki verið afskrifuð að fullu, eins og komið hefur fram. Slíkt er misskilningur. Við höfum í raun ekki afskrifað hana nema að um það bil 60%,“ sagði Dr. Ernst að- spurður. Um verðlagsmálin almennt sagði Dr. Ernst: „Verðlag á ál- framleiðslu féll ótrúlega langt niður þegar verst lét á árunum 1981 og 1982. Verð á hverju tonni fór töluvert niður fyrir 900 doll- ara, en það verð, sem við þurfum í raun að fá til að reksturinn geti gengið eðlilega, er á bilinu 1.700—1.800 dollarar fyrir hvert tonn. Þegar markaðurinn var beztur fór verð á hverju tonni nokkuð yfir 2.000 dollara. Eins og er sveiflast verðið á bilinu 1.400—1.500 dollarar fyrir hvert tonn, þannig að segja má að við séum ennþá undir yfirborði, ef svo má að orði komast." Að síðustu ítrekaði Dr. Ernst þann vilja sinn að ná samkomu- lagi i deilumálum Alusuisse og ís- lenzkra stjórnvalda. „Eins og ég sagði áður hef ég trú á því, að takast megi að finna lausn máls- ins innan tíðar ef vilji er fyrir hendi hjá báðum aðilum og með það veganesti höldum við til fund- ar við íslendinga á föstudag,“ sagði Dr. Dietrich Ernst, einn að- alforstjóra Alusuisse, í samtali við Morgunblaðið. — sb. Verksmiðja ÍSAL í Straumsvík. PURINA kattafóðrið fæst í helstu MATVÖRUVERSLUNUM NÆRING VIÐ HÆFI - RANNSÓKNIR TRYGGJA GÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.