Morgunblaðið - 26.06.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 26.06.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 3 Humrinum mokad upp á bordið og eins og sjá má er hann sæmilega vænn. Moreunblaöið/Steinar Dauft yfir „krabbanum - segir Ólafur Björn Þorbjörnsson skipstjóri á Höfn „ÞETTA hefur verið mjög lélegt nú í rúmlega viku. Þaö má segja aö þetta sé dautt hjá humarbátunum alls staöar nú og síöasta sólarhring hefur veriö bræla. Krabbinn er annars þokkalegur en heldur smærri en verið hefur og lítið af fiski í honum. í heildina er þetta talsvert minna en í fyrra og má vera að aukin sókn valdi því,“ sagöi Ólafur Björn Þorbjörnsson, skipstjóri á Siguröi Ólafssyni SF 44 frá Hornafiröi, í samtali viö Morgunblaðiö. Þann 21. þessa mánaðar höfðu 135,502 lestir af humri af 19 bát- um borizt til fiskvinnslu KASK á Hornafirði en á sama tíma í fyrra voru komnar til KASK 192,854 lestir. Fiskverkunin Stemma á Hornafirði frystir nú humar í fyrsta sinn og þangað hefur borizt 28,541 lest af 5 bát- um. Allur humarinn er slitinn í Vestmannaeyjum er svipaða sögu að segja eins og eftirfar- andi frétt fréttaritara Morgun- blaðsins þar ber með sér: Vestraannaeyjum, 23. júní. Síðustu daga hefur verið sára- tregur afli hjá humarbátum, veiðin alveg dottið niður eftir líflega byrjun humarvertíðar. Vertíðin hófst rétt fyrir mán- aðamótin og stunda héðan 16 bátar veiðarnar. Vel aflaðist framan af, allt upp í þrjár lestir af slitnum humri í veiðiferð, og þann 15. júní síðastliðinn voru komnar hér á land 46,7 lestir af slitnum humri. Á sama tima í fyrra var aflinn 28,3 lestir af slitnum humri. Bát- arnir hafa sótt á mið hér við Eyjar og nokkrir austur um. Lít- ill fiskur hefur komið í trollin með humrinum. Alla vertlðina í fyrra barst hér á land 81 lest af slitnum humri. Aflakvótinn á þessari vertíð fyrir landið allt er 2.700 lestir upp úr sjó, sem mun vera nálægt 800 lestum af slitn- um humri. hkj »íú,\ ’^udagar 27 íBeyKiavíK Má bjóða þér betri tíð í sumarleyfinu sumorley'fmu ATHYGLISVERÐ FERÐATILBOÐ Á NÆSTUNNI Feröaskrifstofan ÚTSÝN Costa Del Sol 30. JÚNÍ 0G 7. JÚLÍ I Li gr nai 2. jÚLÍ 10 I Mallorca 5 JÚLÍ 0G 26. JÚLÍ Reykjavík: Austurstræti 17, símar 26611,20100,27209. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911. Þegar þú hefur gert upp ferðareikninginn verður leiguflug Útsýnar lægst. — Ódýrara pr. km en þegar þú ferð með strætisvagni. Veiztu nokkuó um gisti- kostnað, áður en þú ferðí sumarleyfið? Þú faerð ekki rúm að sofa í á nokkrum viður- kenndum gististað í Vestur-Evrópu fyrir minna en 1000—2000 kr. á dag. Þaö þýðir að þriggja vikna gisting kostar aö meöaltali kr. 25.000. Við getum boðið þér 3 vikur í sólskins- paradts á italíu, Spáni eða Portúgal fyrir lægri upphæð, og þægilegasta ferðalagið er innifalið — Beint leiguflug í sólina er því í rauninni ókeypis fyrir þig í Útsýnarferð. Reynsla farþeg- ans er bezta staðfestingin: „Við erum búin að feröast með mörgum feróaskrifstofum, erlend- um og innlendum. Útsýn er alveg í sérflokki. Lipurö og öll framkoma starfsfólks Útsýnar eru til mikillar fyrirmyndar frá fyrstu til síðustu handar. Viö þökkum hjartanlega fyrir okkur. Við fengum sannarlega allt fyrir peningana." Róbert Sigurðsson og fjöl- skylda, Dragavegi 4, R.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.