Morgunblaðið - 26.06.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983
5
Sjón\ar|) kl. 20.."»0:
Kóramót í Namur
Á dagskrá sjónvarps kl. 20.50 er
þáttur frá kóramóti í Namur í
Belgíu. Þetta mót fór fram sumarið
1982 og tóku 26 kórar þátt í því. Þar
á meðal var Hamrahlíðarkórinn,
sem Þorgerður Ingólfsdóttir stjórn-
ar.
Núna er kórinn staddur í Sví-
þjóð á söngferðalagi um Noreg og
Svíþjóð.
— Við vorum þarna í Namur og
bjuggum í skóla, sagði Erna Ing-
ólfsdóttir en hún var í Hamrahlíð-
arkórnum á þessum tima og fór í
þessa ferð. 6. dagurinn hófst með
morgunsóng kl. 9, sem entist fram
undir hádegi. Að loknum hádegis-
verði fórum við á æfingu ásamt
öðrum kórum. Á kvöldin höfðum
við svo tækifæri til að fara á tón-
leika hjá hinum kórunum. Ég man
að mér fannst 80 manna karlakór
frá Búlgaríu og grískur kór vera
sérstaklega góðir. Kórarnir völdu
verkefni þarna ytra sem þeir æfðu
og fluttu. Við völdum „Sálmasin-
fóníuna" eftir Igor Stravinsky. Þá
héldum við tvenna tónleika með
íslenskri tónlist, það var annars-
vegar í tónleikahúsi þarna í Nam-
ur, en þar fengum við húsfylli, og
hinsvegar vorum við beðin að
halda útitónleika sem við gerðum
og dönsuðum svo við áhorfendur á
eftir. Kórinn hefur áður sótt mót
sem þetta en það var í Sviss 1979.
Meólimir Hamrahlíöarkórsins dansa við áhorfendur aö loknum tónleikum.
I»að var otf kl. 18.00:
„Tívolí“
Á dagskrá hljóövarps kl. 18.00 er
þátturinn ÞaÖ var og. IJmsjónarmað-
ur er Þráinn Bertelsson.
— I þessum þætti verður spjali-
að aðeins um hollar og góðar
skemmtanir svo sem tívolí og þ.h.,
sagði Þráinn. — Rifjaðar verða
upp minningar frá gamla tívolí í
vatnsmýrinni, sem var helv. gott
tívolí og mesta synd að slíkur
staður skuli ekki vera til. Nú þess-
ir þættir eru vanalega þannig, að
ég kem í stúdió og rabba um
heima og geima i mestu rólegheit-
um.
Þráinn Bertekua
Bt# JM f j I
\ý útvarpssaga kl. 14.0.1:
Stjórnmálamað-
ur í sveitaþorpi
Á dagskrá hljóövarps kl. 14.05 á
mánudag er fyrsti lestur framhalds-
sögunnar „Refurinn í hænsnakofan-
um“ eftir Ephraim Kishon. Þýöandi
er Ingibjörg Bergþórsdóttir, en les-
ari Róbert Árnfmnsson.
Sagan fjallar um stjórnmála-
mann sem fær ráðleggingar frá
lækni sínum um að hvfla sig.
Hann fer því út í sveit og hyggst
taka lífinu með ró. En stjórnmála-
maðurinn er mikill atorkumaður
og ekki fyrr komin í sveitina en
hann fer að vekja þorpsbúa til
stjórnmálalegrar baráttu og til
vitundar um siðmenningu vestur-
landa.
Höfundurinn Ephraim Kishon,
er fæddur i Búdapest í Ungverja-
landi. Hann hefur skrifað um 30
bækur en jafnframt því að vera
bóka- og leikritahöfundur hefur
hann leikstýrt kvikmyndum.
Róbert Arnfinnsson lesari sögunnsr.
Við byrjum á Rimini og síðan er
ókeypis
flug
áSpán!
Vikudvöl með fullu fæði á
Mallorca án aukakostnaðar
Nú bjóöum viö meistaralega samsettar
feröir til Rimini með viöbótardvöl á
Mallorca - farþegum algjörlega að kostn-
aðarlausu. Dvalist er í tvær vikur á Rimini
og eina viku á Mallorca, þar sem fullt fæði
er innifaliö í veröi ferðarinnar. Hér er í
fyrsta sinn boðið upp á Ítalíu og Spán í
einni og sömu ferðinni og verðið er einfald-
lega það sama og fyrir þriggja vikna dvöl á
Rimini. Við minnum á myndarlegan barna-
afslátt og frábær greiðslukjör. Þetta er ferð
sem seld er á sannkölluðum vildarkjörum.
Rimini
Unnt er að velja á milli íbúðar- og hótelgist-
ingar að vild.
Mallorca
Dvalist er á Hótel Timor á Arenal-strönd-
inni, örskammt frá höfuðborginni Palma.
Herbergi eru öll með baði, svölum og síma.
í hótelinu eru veitingastaðir, barir, sjón-
varpssalur, borðtennis-, billiard- og bowl-
ingsalir og fyrir utan eru tennisvellir o. m. fl.
Og aftur minnum við á að FULLT FÆÐI er
innifalið í Mallorca-dvölinni.
Hafið samband og leitið samninga
Fyrsta brottför18.júli
Samvinnuferóir-Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899