Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 22
Fatahengi breytt
í kennslustohi
Samtal við Guðna Guðmundsson rektor um hús-
næðisvandamál Mennaskólans í Reykjavík
í byrjun 19. aldar er aðeins starfandi einn skóli á öllu íslandi, lærði
skólinn eða latínuskólinn í Reykjavík, svonefndur Hólavallaskóli, arftaki
bæði Skálholtsskóla og Hólaskóla. Hinn fyrrnefndi var fluttur til Reykjavík-
ur 1786, hinn síðarnefndi 1802. Auk þess starfaði þó barnaskóli, er lagður
var niður 1812. Ástandið í Hólavallaskóla var afar slæmt, skólahúsið kalt og
allt of Iftið, auk þess sem rektorinn virðist hafa verið miður heppilegur
sökum óregiu. Árið 1805 var skólinn fluttur til Bessastaöa og var þar fram til
ársins 1846, er hann var aftur fluttur til Reykjavfkur. Bessastaðaskóli var
mjög góð menntastofnun og kennarar þar landsfrægir sökum kunnáttu og
menntunar. Má nefna menn eins og Hallgrím Scheving, Björn Gunnlaugsson
og Sveinbjörn Egilsson, sem vann það þrekvirki að þýða kviður Hómers yfir
á íslensku, nemendum sínum til hægðarauka.
Danakonungur úrskurðaði 7.
júní 1841 að Bessastaðaskóli
skyldi fluttur til Reykjavíkur og
prestaskóli stofnaður um leið. Ár-
ið 1842 var skólanum valinn stað-
ur og tilhöggvinn efniviður feng-
inn frá Noregi til smíði skólahúss.
Kom viðurinn hingað 1844, en
skólahúsið var fullgert vorið 1846.
Hoppe stiftamtmaður mæltist að
undirlagi skólastjórnarráðs til
þess, að Sveinbjörn Egilsson tæki
að sér skólameistaraembættið, en
Sveinbjörn mun í fyrstu hafa ver-
ið tregur til. Hann sigldi til Dan-
merkur og dvaldist í Kaupmanna-
höfn veturinn 1845—46 og kynnti
sér skólamál. Sveinbjörn mun
hafa átt þátt í samningu þeirrar
bráðabirgðareglugerðar, sem sett
var 30. maí 1846 og skólinn skyldi
starfa eftir. Hann mun þó hafa
fengið færra fram en vildi og
ýmsu hagað öðruvísi en hann
hefði kosið. í 1. grein er ætlunar-
verki skólans lýst á eftirfarandi
hátt, en reglugerðin birtist á ís-
lensku í Reykjavíkurpóstinum:
„... bæði á hann að veita læri-
sveinum svo mikla þekkingu og
svo mikla mentun, sem þeir menn
þurfa við, er ætla sér að yðka sér-
staklegar vísindagreinir í Kaup-
mannahafnar háskóla, svo á hann
og að undirbúa þá, sem æskja að
komast í prestaskóla þann, er
setja skal á íslandi í sambandi við
latínuskólann, handa þeim
mönnum, sem vílja verða prestar
þar í landi."
Af framangreindu sést, að
skólahús Menntaskólans í Reykja-
vík er orðið 137 ára gamalt. Enda
þótt húsnæði skólans hafi aukist
„íslands einasti skóli, sem sein-
ast var á Bessastöðum var nú al-
gjörlega fluttur til Reykjavíkur í
haust, þar sem skólahúsið nýja,
nú var albúið. l*að má fullyrða,
að hið nýja skólahús er það veg-
legasta, sem skólinn hér nokk-
urntíma hefur eignast, enda hefir
verið mjög til þess vandað, og
ekki sparað fé, er því ekki að
furða þó mikið hafi geingið í söl-
urnar, en því fé má kalla vel var-
ið, því hvörjum íslendingi mun
þykja það miklu varða, að lands-
ins einasti skóli sé vel úr garði
gjörður. í skólanum eru nú 60
lærisveinar, sem skipað er í 3
bekki, eru þeir á fæði hjá inn-
búum í Reykjavík, en hafa allir
svefnstofu og daglegt aðsetur í
skólanum. Einsog siður er til, var
hinn nýi skóli hátíðlega vígður 1.
okt. af landsins byskupi, í viður-
vist stiptamtmannsins, skólans
kennara og lærisveina og þeirra
embættismanna, sem eru í
Reykjavík og þar í grend.“
Reykjavíkurpósturinn,
okt. 1846.
lítillega á þessum tíma með vax-
andi nemendafjölda, hefur þróun
mála þó orðið sú, að nemendur
rúmast hvergi nærri allir í eigin
húsnæði skólans. Við skólaslit nú í
vor gerði Guðni Guðmundsson
rektor húsnæðismálin að umræðu-
efni. Hann sagði m.a. að tími væri
kominn til að gera eitthvað í þeim
málum, því það væri fastur liður
og hefði verið í yfir 30 ár að gera
húsnæðisvandann að umræðuefni
við skólaslit. Blaðamaður Morgun-
blaðsins rabbaði við Guðna rektor
nýlega um húsnæðisvandræðin í
rektorsstofu hins gamla skólahúss
Menntaskólans og bað hann fyrst
að rekja að nokkru þróun húsnæð-
ismála skólans.
„Áður en við hefjum að rekja þá
sögu, er e.t.v. rétt að ég minnist
fyrst á fatahengið sem var breytt í
kennslustofu. Það getur verið lýs-
andi dæmi um þróun mála hjá
okkur," sagði Guðni rektor. „Það
var fyrir um 50 árum sem gamla 2.
bekkjarstofan, eða castrian svo-
kallaða, var gerð að fatahengi.
Var þar síðan fatahengi þar til sl.
sumar, en þá varð ljóst að ekki
yrði hægt að kenna öllum efri-
bekkingum að morgni eins og ver-
ið hefur sl. 10 ár. Var þá brugðið á
það ráð að útbúa skólastofu í fata-
henginu og fjölga þar að auki stof-
um sem lánaðar hafa verið í Mið-
bæjarskólanum úr tveimur í fjór-
ar. Með fimm nýjum kennslu-
stofum bjargaðist málið. Nú er
þörfin sú sama.“
Ég sé að Guðni rektor er í þann
veginn að fara að halda þrumandi
ræðu um húsnæðisvandann sem
hann er nú að glíma við, enda var
rektor einmitt að reyna að koma
öllum nemendum skólans fyrir
með miklum erfiðismunum þegar
blm. bar að garði. Ég bað hann
ræða nánar um þróun mála.
„Þú sérð hvernig maður er orð-
inn,“ segir Guðni kíminn. „Það
Gamla skólahúsið ásamt íþöku, en Casa nova er hin hvíta bygging að baki
þeirra. Þá sést einnig Þrúðvangur, en húsið er hið þriðja frá horni Bókhlöðu-
stígs og Laufásvegar, austan hans.
MorgunbMiA/ ÓI.K.M
Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans f Reykjavfk á skrifstofu sinni í
garala skólahúsinu.
þarf lítið til að maður byrji að æsa
sig.
Þrúðvang á Laufásvegi hefur
Menntaskólinn haft á leigu í hart-
nær aldarfjórðung, en þar var
Tónlistarskólinn í Reykjavík áður
og þar áður íbúðarhús, þar sem
Einar Benediktsson skáld bjó.
Eina stofan sem talist getur eðli-
leg kennslustofa í Þrúðvangi er
stofa sem Tónlistarskólinn lét
byggja. Afgangurinn er stássstofa
og svefnherbergi. Upphaflega er
skólinn þetta gamla skólahús sem
við sitjum nú í og þá voru sex
kennslustofur á jarðhæð, auk hús-
varðaríbúðar og kennarastofu. Á
miðhæð var hátíðarsalurinn í
norðurenda, auk þess sem svefn-
loft heimavistar voru á miðhæð.
Langaloft sneri út að Lækjargötu
og Litlaloft út að porti. Þá var
rektorsíbúð á hæðinni. Á háaloft-
inu voru geymsluherbergi og að-
staða fyrir þjónustufólk. Síðan er
teiknistofa innréttuð í norður-
enda, náttúrufræðistofa (þar sem
var steinasafn Jónasar Hall-
grímssonar) í kvisti og spítali í
suðurenda, en þar voru nemendur
settir í sóttkví, auk þess sem önn-
ur hjúkrun var veitt. Svo er það að
heimavistin er lögð niður skömmu
fyrir aldamót og tvær kennslu-
stofur gerðar úr Langalofti og líka
smákompa, sem notuð var seinna
sem fjölritunarherbergi, en þar
mun líka fyrsti stærðfræðideild-
arbekkur skólans hafa verið til
húsa. Hún er nú svonefnd T-stofa
og notuð til kennslu. Rektor flytur
síðan úr húsinu og þá verða þar til