Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 39 Páll Pálsson ■ Minningarorð Fæddur 19. ágúst 1912. Dáinn 17. aprfl 1983. Um aldamótin var margt í heimili víða til sveita. Aðdrættir voru erfiðir og býlin sjálfum sér nóg um flesta hluti. Þannig var um Seljaland í Fljótshverfi, þar sem Páll Pálsson fæddist 19. ágúst 1912. Systkinin muna þennan dag með bjartri sól og strekkingsvindi, en nýr bróðir var ekkert tiltöku- mál, því það var nær árviss við- burður að barn fæddist á Selja- landi. Páll var hinn tíundi í röð- inni af fimmtán systkinum, auk hálfbróðurs. Foreldrar Páls voru Málfríður Þórarinsdóttir og Páll Bjarnason. Móðir Málfríðar var Kristín Jónsdóttir bónda á Dalshöfða í Fljótshverfi Magnússonar, en fað- ir Málfríðar var Þórarinn Þórarinsson bónda á Seljalandi Eyjólfssonar. Páll var sonur Bjarna bónda og hreppstjóra í Hörgsdal á Síðu Bjarnasonar hreppstjóra á Keldunúpi og Helgu, yngstu dóttur sr. Páls Pálssonar prófasts í Hörgsdal. Málfríður og Páll byrjuðu sinn búskap á Selja- landi í tvíbýli við foreldra Mál- fríðar. Efni voru góð á Seljalandi á þeim árum en í hönd fóru erfið- ari tímar. í páskaáhlaupi 1917 tapaðist nær helmingur fjár- stofnsins, ær króknuðu lambfull- ar. Bóndinn lagðist í brjósthimnu- bólgu um sumarið og lá rúmfastur Hússtjórnarskóli Reykjavíkur: Nýjung í kennslu næsta vetur HÚSSTJÓRNARSKÓLA Reykjavík- ur var slitiö 20. maí sl. Við skólaslit lýsti skólastjórinn, Jakobína Guö- mundsdóttir, starfsemi skólans. Skólinn starfaði með svipuðu móti og síðastliðin ár. Fyrri hluta vetrar voru starfrækt fjöldi nám- skeiða, mismunandi að lengd og með margvíslegu námsefni. Síðari hluta vetrar var starfræktur 5 mánaða hússtjórnarskóli með heimavist svo og dag- og kvöld- námskeið eftir því sem húsnæðið leyfði. Næsta vetur er í ráði að taka upp þá nýbreytni, að nemendum 5 mánaða hússtjórnarskólans verð- ur gefinn kostur á hagnýtum und- irbúningi í meðferð líns, ræstingu á herbergjum, framreiðslu í sal og í gestamóttöku. Þetta nám verður skipulagt í samráði við Samband veitinga- og gistihúsa. Fjórir árgangar eldri nemenda heimsóttu skólann laugardaginn 14. maí. Það er árviss viðburður að eldri nemendur heimsæki skólann og færi honum gjafir. Þessar heimsóknir eru mjög mikils virði fyrir skólann og sýna mikla tryggð og ræktarsemi fyrrverandi nemenda. Alls stunduðu um 550 nemendur nám í skólanum sl. vetur. Fæðis- kostnaður á mánuði fyrir heima- vistarnemendur var kr. 1100,00. Mikil aðsókn er að skólanum. Vegna fyrirspurna skal tekið fram að öll námskeið næsta vetrar verða auglýst í byrjun september nk. Æskilegt er að umsóknir ber- ist sem fyrst um 5 mánaða hús- stjórnarskólann sem hefst í byrj- un janúar næstkomandi. (Frá Hússtjóniarskóla Kvíkur) í hálft annað ár. Vorið 1918 var með eindæmum kalt og sumarið graslítið. Kötlugos í október 1918 bætti gráu ofan á svart og eyði- lagði alla beit. Bústofninn komst niður í 60 kindur, 2 kýr og nokkur hross til að framfleyta þrettán barna heimili. Heilsa bóndans var brostin, en elstu börnin léttu nú undir, og með seiglu, útsjónarsemi og æðruleysi komst heimilið gegn- um þessar þrengingar án nokk- urra opinberra styrkja. Börnin komust öll á legg og döfnuðu vel. Bræðurnir réðust sem unglingar í vinnu á næstu bæi, og hinir elstu fóru til sjós á vetrum, gangandi um langan veg. Þannig lögðu þeir heimilinu drjúgt til og því var veitt eftirtekt, að systkinin frá Seljalandi báru með sér þann brag sem einkenndi fólk frá góðum heimilum. Páll Bjarnason lést af lungnabólgu árið 1922, aðeins 47 ára að aldri. Elsti sonurinn, Þór- arinn, tók þá við búsforráðum ásamt móður sinni. Þrátt fyrir þröng efni var myndarbragur á heimilinu, gestrisni og hjálpsemi í heiðri höfð og sá höfðingsbragur er enn á Seljalandi. Þótt Páll Pálsson hafi verið of ungur til að skilja alvöru lífsins á þessum árum, fer ekki hjá því, að hugur hans hafi mótast af þeirri samheldni, nægjusemi og hjálp- fýsi sem hann ólst upp við meðal heimilisfólks og nágranna. Páll þótti snemma lipur til snúninga, léttur og vinnufús. Tvo vetur sótti hann vinnu til Grindavíkur um vertíð en réðist svo vinnumaður að Rauðabergi í Fljótshverfi. Þar var Páll til heimilis ein tíu ár en dvaldi síðari árin í Reykjavík við ýmis störf um vetur. Páll var snemma steyptur í það mót, sem hann hélt um alla ævi. Hann var léttur í lund, með góða kímnigáfu, hláturinn hvell og smitandi. Hann var frjáls í skoðunum, hafði allt á hreinu, en lét engan teyma sig. Öll verk vann hann af natni, sem bar honum gott vitni. I Reykjavík bjó Páll lengst af hjá Helgu systur sinni og mági, Guðbjarti Björns- syni. Árið 1947 réðist Páll í vinnu við umsjón með Hafnarböðunum í Reykjavík með Guðbjarti, sem þar var fyrir. Á nýársdag 1950 kvænt- ist Páll Sólveigu Kolbeinsdóttur frá Eyvík í Grímsnesi Jóhannes- onar bónda þar, og Steinunnar Magnúsdóttur frá Haga í Gríms- nesi. Bróðir Páls, Sigurður, hafði nokkrum árum fyrr kvænst Önnu Margréti, systur Sólveigar. Páll og Guðbjartur voru sam- hentir um rekstur Hafnarbaðanna og nutu almennra vinsælda meðal sjómanna og verkamanna þar. Eftir lát Guðbjarts 1957 kom Bjarni, bróðir Páls, til starfa með honum og unnu þeir saman þar til Hafnarbúðir tóku til starfa 1962 og gömlu böðin voru lögð niður. Viðskiptavinir voru af misjöfnum toga en allir rómuðu Pál fyrir sér- staka lipurð og greiðasemi. Páll kaus nú að breyta til um vinnu og réðist til verktaka, sem unnu við lögn hitaeitu og aðrar byggingar- framkvæmdir, fram til ársins 1966, að þau hjónin keyptu verslun að Grettisgötu 64 við Barónsstíg. Verslunin var ekki stór en vann sér fljótt vinsæidir. Páll var góður sölumaður, kurteis og lipur en aldrei ágengur, áreiðanlegur í öll- um viðskiptum og greiddi öll inn- kaup út í hönd. Þau Sólveig ráku verslunina af sérstakri natni og eljusemi í 14 ár fram til ársins 1980, að heilsa Páls tók að bila. Börn Páls og Sólveigar eru þrjú: Kolbeinn, f. 11. október 1953, út- varpsvirki með langa reynslu í þjónustu við fiskiskip vegna fisk- leitar- og siglilngatækja. Kolbeinn er einnig mikill áhugamaður um óbyggðaferðir, jafnt um vetur sem sumar. Málfríður, f. 7. desember 1956, kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík, gift Björgólfi Jó- hannssyni, viðskiptafræðingi. Steinunn, f. 21. maí 1962, stúdent, við nám í Frakklandi. Hjálpsemi Páls við nánustu ættingja var einstök, og heimili þeirra Sólveigar stóð þeim ætíð opið, ef þeir þurftu að dveljast hér í borginni. Þegar áföll urðu í fjöl- skyldunni voru þau hjónin fljót á vettvang með gjafir og búin til hjálpar. Umhyggja þeirra fyrir böndum fjölskyldunnar lýsti sér einnig vel í jólaboðum, sem þau héldu systkinum sínum, börnum þeirra og barnabörnum hvert ár og hafa verið fastur þáttur í jóia- haldinu, þar sem ungir og gamlir hittust. Á þennan hátt endurgalt Páll þá umhyggju og hjálpsemi, sem hann naut á Seljalandi í æsku. Það er mikill missir að Páli en bjart yfir minningu hans líkt og deginum, þegar hann fæddist. Sárastur er missirinn fyrir Sól- veigu og börnin. Þeim vottum við innilega samúð. Sveinbjörn Björnsson. Norræna Húsiö: Fyrirlestur um list við kennslu SÆNSKI mvndlistarmaðurinn LARS HOFSJÖ heldur fyrirlestur í Norræna húsinu mánudaginn 27. júní kl. 20.30. Nefnir hann fyrirlest- ur sinn „Konsten í skolorna — er- farenheter frán Sverige“. Máli sínu til skýringar sýnir hann myndir. Lars Hofsjö er staddur hér á landi í tilefni þess, að honum hef- ur verið falið að mála altaristöflu í kirkjuna á Staðastað á Snæ- fellsnesi. Hann hefur hlotið styrk til farar sinnar hingað frá m.a. Norræna félaginu í Svíþjóð, Lett- erstedtska félaginu og félaginu Is- land-Sverige. Við fyrri komur sín- ar til íslands var listamaðurinn til ráðgjafar um litaval og annað varðandi viðgerð á kirkjunni á Staðastað. Lars Hofsjö hefur haldið nokkrar myndlistarsýn- ingar á íslandi og unnið hér að list sinni. Styrkir þeir, er listamaðurinn hefur hlotið, gera honum kleift að vinna endurgjaldslaust að altar- istöflumálningunni. Fyrirlesturinn í Norræna hús- inu er öllum opinn. Fréttatilkynning. + Viö þökkum innilega öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGURBERGS ÁRNASONAR, Svínafelli, Hornafiröi. Þóra Guömundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Otför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur, JÚLÍUSAR EINARSSONAR, Skólaheiöi 7, Kópavogi, veröur gerð frá Kópavogskirkju mánudaginn 27. júní nk. kl. 1.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Sunnu- hlíö, hjúkrunarheimili aldraöra í Kópavogi. Snjólaug Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Júlíusson, Esther Ólafsdóttir, Guöríöur Júlíusdóttir, Höröur Jónsson, Anna Svanborg Júlíusdóttír, Örn Sveinsson. + Ástkær eiginmaður minn og faöir okkar, BALDURJÓNSSON fró Mel, rektor Kennarahóskóla fslands, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 28. júní kl. 1.30. Jóhanna Jóhannsdóttir, Sigurður Baldursson, Jóhann Baldursson, Ingibjörg Baldursdóttir. + Þökkum af alhug auösýnda samúö við andlát og jaröarför eigin- manns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, SIGURBJÖRNS HALLDÓRSSONAR, vólstjóra, Kórsnesbraut 127. Sólveig Jónsdóttir, Erla E. Sadowinski, Valdimar Sadowinski, Rut O. Sigurbjörnsdóttir, Eiríkur E. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og viröingu viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, RUNÓLFS RUNÓLFSSONAR fró Bræöratungu, Vestmannaeyjum. Jón Runólfsson, Sigrún Runólfsdóttir, Þorsteinn Runólfsson, Ragnar Runólfsson, Höröur Runólfsson, Ástþór Runólfsson, Runólfur Runólfsson, og Ágústa Björnsdóttir, Ágúst Jóhannsson, Dóra Ingólfsdóttir, Geirþrúöur Jóhannessen, Kristín Baldvinsdóttir, Guðrún Guömundsson, Kristin Siguröardóttir barnabörn. + Hugheilar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinsemd viö andiát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móöur, tengdamóður og ömmu, LILJU G. SIGURÐARDÓTTUR. Óli Guömundsson, Elín G. Óladóttir, Ægir Ólason, Ingi Ólason, Herbert Ólason, tengdabörn, barnabörn og aörir aöstandendur. + Alúöarþakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, FRÍDU INGIMUNDARDÓTTUR, Klúku ( Bjarnarfiröi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöföa 4 — Sími 81960 ORION

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.