Morgunblaðið - 28.06.1983, Page 1

Morgunblaðið - 28.06.1983, Page 1
48 SIÐUR lariSíiwMafoiifa 143. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Arafat leitar stuðnings á meðal arabaleiðtoga Andstæðingar Arafats Fimm meðlimir PLO, sem gengið hafa í lið með Mousa, helsta and- streðingi Arafats innan samtakanna. Myndin er tekin í Bekaa-dalnum í Líbanon. Símamynd AP. Túnis, Damaskus og Beirút, 27. júní. AP. YASSER Arafat, leiðtogi frelsishreyfingar Palestínumanna, PLO, kom í dag til Túnis og hitti Habib Bourguiba, forseta landsins að máli. Talið var, að hann flygi áleiðis til Algeirsborgar í kvöld. Viðræður Arafats og Bourgu- iba snerust aðallega um þau vandamál, sem steðja að PLO- samtökunum um þessar mundir svo og ástandið í Bekaa-dalnum í Líbanon. Lýsti forsetinn yfir full- um stuðningi sínum við samtökin og sagði, að Túnis myndi áfram Walesa heldur áfram Varsjá, 27. júní. AP. LECH Walesa bar um helgina til baka fregnir þess efnis, að hann hygðist draga sig í hlé frá baráttu- málum verkalýðsins í Póllandi. Sterkur orðrómur var á kreiki þess efnis eftir frétt á forsíðu málgagns Vatikansins, L'Osserv- atore, á föstudag. „Ég vil ekki bregðast þeim, sem treysta mér,“ sagði Walesa og bætti því við, að hann myndi víkja ef það kæmi í ljós að það yrði málstað Samstöðu til góða. Virgilio Levi, ritstjóri L’Oss- ervatore, sagði af sér stöðu sinni um helgina eftir að ljóst var að grein hans túlkaði ekki afstöðu Páfagarðs. 1 greininni var látið að því liggja, að Wal- esa hefði „tapað orrustunni" og væri að hverfa af sjónarsviðinu. Sjá nánar á bls. 20: „14. ágúst er mikilvæg- asti dagurinn sem bíður þjóðarinnar." reiðubúið að veita Palestínu- mönnum hæli. Abu Mousa, leiðtogi uppreisn- armanna innan PLO, hvatti í dag til fundar Fatah-hreyfingarinnar til þess að leysa þau vandamál, sem upp hefðu komið. Hún er stærst þeirra átta hreyfinga, sem eru innan PLO. Lét Mousa þess getið, að hann væri reiðubúinn að fylgja þeirri framtíðarstefnu, sem fundurinn ákvæði. Assad, Sýrlandsforseti, hitti í gær að máli sendinefnd marx- ista-fylkingar innan PLO, sem hefur reynt að bera klæði á vopn- in. Háttsettur embættismaður sýrlensku stjórnarinnar sagði í gær, að sendinefnd þessi hefði reynt að koma á sættum á milli Arafats og Assads, en enn ekki tekist. Tvær fylkingar marxista innan PLO tilkynntu í gær sam- runa sinn í þeirri viðleitni að koma á einingu innan samtakanna á ný. Sýriandsstjórn hefur boðið fyrr- um forsætisráðherra Líbana, Saeb Salam, í opinbera heimsókn til viðræðna. Er þetta fyrsta vísbend- ingin um að Sýrlendingar kunni e.t.v. að vera að gefa eftir og reiðubúnir til viðræðna um að kalla herlið sitt heim frá Líbanon. Moshe Arens, utanríkisráðherra ísrael, sagði í gær, að hann væri sannfærður um að Sovétstjórnin gæti talið Sýrlendinga á að kalla herlið sitt heim. Átök brutust í dag út á milli hermanna kristinna hægrimanna og Drúsa í Líbanon með þeim af- leiðingum að þrír lágu í valnum, allir úr röðum kristinna. Þá var þriggja úr þeirra hópi saknað. Gerbreytir hernaðar- stöðunni í heiminum — segir Ustinov um meðaldrægar flaugar Bandarfkjamanna í Evrópu Moskvu, 27. júní. AP. DIMITRY F. Ustinov, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, varaði í dag við Kristilegir demókratar töpuðu talsverðu fylgi því, að staðsetning 572 nýrra meðal- drægra kjarnorkueldflauga Banda- ríkjamanna í Evrópu „gerbreytti hernaðarlegri og stjórnmálalegri stöðu mála í heiminum". Jafnframt þessari viðvörun sinni lagði Ustinov á það ríka áherslu, að Sovétmenn sofnuðu ekki á verðinum og viðhéldu ár- vekni sinni þannig að þeir væru á öllum tímum reiðubúnir til þess að svara árás óvinarins. Fréttir frá Moskvu í dag hermdu, að fulltrúar Varsjár- bandalagsríkjanna væru að safn- ast þar saman vegna fyrirhugaðs fundar aðildarríkja bandalagsins, sem talið er að hefjist á morgun, þriðjudag. Hljótt hefur verið um þennan fund í sovéskum fjölmiðlum og bú- ist er við því, að ekki verði frá honum skýrt fyrr en að honum loknum. Aðalumræðuefnið er talið munu verða fyrirhuguð staðsetn- ing bandarískra eldflauga í Evr- ópu svo og ástandið í Póllandi. Ovenju lítil kjörsókn og 5% skiluðu auðu Kóm, 27. júní. AP. SAMKVÆMT síðustu tölum úr þingkosningunum á Ítalíu, sem lauk í gær, virðast kristilegir demókratar hafa tapað verulegu fylgi. Flokkur kommún- ista hafði bætt eilítið við sig, en á óvart kom hversu mikil atkvæðaaukning varð hjá nýfasistum. Þrátt fyrir fylgistapið var talið að kristilegir demókratar héldu forskoti sínu, en útkoma flokksins er sú lakasta í 37 ára sögu ítalska lýðveldisins. Þegar talin höfðu verið atkvæði úr tæplega 43.000 kjörkössum af rúmlega 80.000 höfðu kristilegir demókratar fengið 32,2% atkvæða í kosningunum til fulltrúadeildar- innar. Þeir fengu 38,3% í kosning- unum 1979. Kommúnistar höfðu þá fengið 31,7% og höfðu bætt hálfu öðru prósentustigi við sig. Sósíalistar voru með 10,9% og nýfasistar komu næstir með 6,1% atkvæða. Lýðræðisflokkurinn var með 5% og aðrir flokkar með minna fylgi. Þegar taiin höfðu verið 86% at- kvæða í kosningum til öldunga- deildarinnar voru kristilegir demókratar með 32,7%, kommún- istar 31%, sósialistar 11,4%, ný- fasistar 7,1% og lýðræðissinnar með 4,5%, aðrir minna. Leiðtogi flokksins, Ciriaco de Mita, sagði um fylgistapið, að ljóst væri að kjósendur væru óánægðir. Flokkurinn hefur legið undir þungum ásökunum vegna bágbor- ins efnahags landsins, 17% verð- bólgu og mikils atvinnuleysis. Kjörsókn var um 89%, en talið er að a.m.k. 5% þeirra, sem kusu, hafi skilað auðum eða ógildum seðlum. Hefur kjörsókn aldrei ver- ið svo léleg á Italíu. Allt stefndi í að kommúnistar á ít- alíu kæmu vel út úr kosningunum. Leiðtogi þeirra, Enrico Berlingauer, skilar hér atkvæði sínu í kjörkass- ann. Símamynd AP. Breskir bræður hlupu yfír Himalayafjöllin Kawalpindi, PakiMtan, 27. juní. AP. BRESKIR bræður, Adrian og Richard Crane, komu í morgun tíu mínút- um á eftir áætlun í mark eftir sannkallað maraþonhlaup yfir Himalayafj- öllin. Bræðurnir voru reyndar ekki að etja kappi við einn né neinn, aðeins klukkuna, en hlupu til þess að afla fjár fyrir góðgerðarstofnun í Lundún- um. „Það er í sjálfu sér allt í lagi að taka upp á þessu, en við endurtökum þetta ekki,“ sögðu bræðurnir í morgun. Vegalengd- in, sem þeir hlupu var 3243 kíló- metrar og það tók bræðurna 101 dag að hlaupa hana. Eins og sönnum Bretum sæmir var fyrsta ósk þeirra að hlaupinu loknu að fá tebolla. Hlaup bræðranna var ekki tekið út með sældinni. Það hófst í Darjeeling á Indlandi þann 18. mars. Þeir töfðust um sjö daga vegna veikinda og fætur þeirra voru alsettir blöðrum og líkamar þeirra þaktir kýlum eftir skor- dýrabit er þeir komu i mark. Á leiðinni hrepptu þeir allar hugs- anlegar útgáfur veðurfars; allt frá brennandi sólarhita og til frosts og bylja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.