Morgunblaðið - 28.06.1983, Page 3

Morgunblaðið - 28.06.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNl 1983 3 Aðeins eitt varð- skip á miðunum — Þór lagt í næsta mánuði AÐEINS eitt varðskip, Þór, er nú á miðunum og liggja þá þrjú í höfn. Auk þessa er önnur aðalvél Þórs biluð og dregur það mjög úr ganghraða skipsins. Á fjárlögum er aðeins gert ráð fyrir úthaldi „tæplega“ þriggja skipa á árinu. Að sögn Gunnars Bergsteins- sonar, forstjóra Landhelgisgæzl- unnar, er skýring þessa meðal annars sú, að verið er að leysa sumarleyfavanda, skipin verða að koma inn til að taka vatn og vist- ir og vegna fría. Þá sagði Gunnar, að aðeins hefði verið gert ráð fyrir því að gera út tvö skip um Útför Vil- mundar Gylfasonar ÚTFÖR Vilmundar Gylfasonar, alþingismanns og fyrrverandi ráðherra, verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag klukkan 15. Sr. Karl Sigur- björnsson jarðsyngur. hásumarið. Eitt skipanna færi af stað í byrjun júlí og yrðu þá tvö skip á miðunum. Vélin í Þór hefði bilað vegna óhapps fyrir nokkru síðan og þar sem áætlað hefði verið að leggja skipinu í byrjun næsta mánaðar, yrði því vænt- anlega haldið úti þangað til og tæki þá annað skip við. í ágúst eða september yrðu skipin síðan þrjú. Varðskipin væru fjögur en í fjárlögum væri aðeins gert ráð fyrir að þremur þeirra yrði hald- ið úti í senn, nema yfir hásumar- ið. I áætluninni væri samanlagt gert ráð fyrir 33 mánaða úthaldi varðskipa á þessu ári. Gunnar sagði, að óráðið væri hvað gert yrði við Þór eftir að honum yrði lagt nú, en ólíklegt væri að hann yrði gerður út aft- ur. Þegar ekki væri fjárveiting til nema útgerðar þriggja skipa væri eðlilegt að nota þau nýrri, Óðinn, Tý og Ægi. Framkvæmdastjóri Fram- sóknar á friðarþingi í Prag HAUKUR Ingibergsson, fram- Hauks sótti Haukur Már Har- kvæmdastjóri Framsóknarflokksins, aldsson, fyrrverandi blaðafulltrúi er nýkominn af friðarþingi sem Alþýðusambands íslands, friðar- haldiö var f Prag í Tékkóslóvakíu. þingið. Mbl. er kunnugt um, að auk 1 . . *,. 1 L* ■ % Mikið tjón í aftaka- veðri á Fáskrúðsfirði Fáskrúdsfirði, 27. júni. SNEMMA Á sunnudagsmorgni gekk hér yfir aftaka norðanveóur, sem er mjög sjaldgæft á þessum árstíma, og gránaði í fjöll. Gífurlegur vindhraði var í sumum hviðunum, hávaðarok. Allmiklir skaðar urðu hér í þessu óveðri. Mest tjón varð á nýbygg- ingu, sem Kaupfélag Fáskrúðsfirð- inga er að reisa, en búið var að slá upp fyrir efstu hæð verzlunarhúss- ins, sem er á þremur hæðum. Hluti af því fauk alveg um og annað gekk úr lagi. Verulegar skemmdir urðu á trjágróðri í görðum, greinar brotn- uðu af trjám og eins fór lauf illa, sérstaklega á ösp og viðju, en hún er nánast svört eftir veðrið. Þá fuku tveir litlir róðrarbátar og annar þeirra eyðilagðist alveg. Engin slys urðu á fólki svo vitað sé. Segja má að undanfarna daga hafi verið hér mjög gott veður, að undanskildum skellinum á sunnu- dag, og á laugardagskvöldið fór mikið af unglingum og börnum í NÚ eru rúmlega 30 erlend fiskiskip að veiðum innan íslenzku fiskveiði- lögsögunnar. Eru þau öll færeysk eða norsk og veiða hér samkvæmt samn- ingum milli viðkomandi landa. Að sögn Landhelgisgæzlunnar útilegu inn fyrir bæinn. Voru for- eldrar og forráðamenn barnanna komnir á stjá um sexleytið á sunnu- dagsmorgni, en þá voru tjöldin far- in að fjúka. Harðasta veðrið stóð yfir í um fjóra klukkutíma. í dag er hér suðvestan blíða og sólskin. eru skipin aðallega á veiðum við sunnanvert landið, ýmist austar- lega eða vestarlega. Frá Færeyjum voru hér síðastliðinn sunnudag 25 skip, tveir togarar og 23 línu- og handfærabátar. Þá voru hér 7 norskir línubátar sama dag. 32 erlend fiskiskip að veiðum hér við land sem stendnr til mánaöamóta BMW 30.000,- KR. ODYRARI I DAG EN AÐUR Nú seljum viö síöustu bílana á sérstöku tilboösveröi, sem ekki BMW 316 nú kr. 325.000,- veröur endurtekiö. Tækifærið þitt, til aö eignast BMW gæöing á BMW 320 nú kr. 390.000,- 30.000,- kr. lægra veröi en viö höfum getað boðið upp á. BMW 518 nú kr. 385.000,- ALDEILIS GLÆSILEGT TILBOD SEM STENDUR AÐEINS TIL MÁNAÐAMÓTA, SMELLTU ÞÉR Á GÆÐINGINN KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.