Morgunblaðið - 28.06.1983, Side 13

Morgunblaðið - 28.06.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 13 MorgunblaðiA/Ásgeir. Steypuvinna á Gullþúfu Að undanförnu hefur Vita- og hafnarmálastofnunin unn- ið að því að styrkja undirstöður vitans á Gullþúfu á Norðfjarðarhorni, eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu. Á meðfylgjandi myndum má sjá þyrlu Landhelg- isgæzlunnar ná í steypu á Bakkabökkum og starfsmenn að vinnu niðri á klettinum. Ofnaframleidsla Hrafnatinds í Vík: „Merkilegt ef við komumst inn á markað í Evrópu“ Árni Oddsteinsson (í miðið), framkvæmdastjóri Hrafnatinds ásamt Tore B. Langnes (t.v.) og Gísla Jónssyni við nokkra af þeim ofnum sem framleiddir eru hjá Hrafnatindi. — segir Árni Oddsteinsson „MÉR finnst merkilegast ef við komumst inn á markað í Evrópu með þessa ofna,“ sagði Árni Oddsteinsson framkvæmdastjóri Hrafnatinds í Vík í Mýrdal er hann kynnti ofnaframleiðslu fyrir- tækisins, sem framleitt hefur rafmagnsofna, sem hugsanlega verða seldir á markaði í Evrópu ( samvinnu við norska fyrirtækið Telco í Selbö. Samkvæmt upplýsingum Tore B. Langnes frá Telco-fyrirtæk- inu fullnægja ofnarnir frá Hrafnatindi þeim gæðakröfum, sem gerðar eru til rafmagns- ofna. Framleiðir Hrafnatindur bæði skipaofna og ofna til hús- hitunar, svokallaða Telemaster- ofna. Tore Langnes sagði að Telco myndi á næstunni reyna að selja ofna frá Vík í Mýrdal samhliða eigin framleiðslu til hinna ýmsu landa í Evrópu, m.a. til Frakk- lands, Italíu, Vestur-Þýzkalands og Skandinavíu. Þá mun Telco í samvinnu við Hrafnatind kynna fleiri framleiðsluvörur fyrir rafhitunar- og miðstöðvarofna- markaðinn á komandi árum, samkvæmt upplýsingum Árna Oddsteinssonar og Tore Lang- nes. Fram kom að Telemaster- ofnarnir eru að jafnaði 10—20% ódýrari en aðrir rafmagnsofnar, sem seldir eru hér á landi. Hrafnatindur hóf starfsemi sína fvrir þremur árum, og sagði Árni Oddsteinsson að fyrirtækið gæti afhent milli fjögur og fimm þúsund ofna á ári. Nú væri í undirbúningi prufusending til útlanda til að kanna hvernig ofnarnir yrðu tollaðir þar, en á því byggist samkeppnishæfni á þarlendum mörkuðum. Árni sagði að markaðurinn hér á landi væri ekki nógu stór, og því væri það mikill ávinning- ur að framleiða til útflutnings í samvinnu við stóra framleiðend- ur eins og Telco. Tore Langnes sagðist halda að Hrafnatindur gæti framleitt á mjög sam- keppnishæfu verði til útflutn- ings. íslendingur skipaður prófessor við Norges Handelshöyskole Rögnvaldur Hannesson hefur ver- ið skipaður prófessor f fiskihagfræði við Viðskiptaháskóla Noregs (Norg- es Handelshöyskole). Rögnvaldur gerðist norskur ríkisborgari 1978, en hann er fæddur hér á landi árið 1943. Hann lauk fil.cand.-prófi frá há- skólanum í Lundi, með hagfræði sem sérgrein, árið 1970, og fjórum árum síðar lauk hann doktorsprófi frá sama skóla. Hann starfaði við rannsóknir og kennslu í Lundi til ársins 1975. það ár hóf hann störf sem lektor við háskólann í Tromsö og frá 1976 hefur hann verið lekt- or í hagfræði við háskólann í Bergen. H F= ARMULA11 “Æ ^skriftar- síminn er 830 33 Nýtt! Buska Sykurkar Hjómakanna Teketill Kola og HAGNÝT HÚSMÓÐIR Hoföabakka 9, Reykiavík. S. 85411

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.