Morgunblaðið - 28.06.1983, Side 14

Morgunblaðið - 28.06.1983, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 Minning: Vilmundur Gylfa- son alþingismaður Við fráfall mágs míns, Vil- mundar Gylfasonar, hefur mér enn sannast, hve magnaður sá kraftur er sem veitir þeim styrk er lenda í miklum raunum og eru slegnir djúpri sorg vegna sárs ást- vinamissis. Ég efast ekki um upp- runa þess afls. Þar er hinn sami máttur Guðs og veitir látnum ró og frið. Æfi Vilmundar Gylfasonar var viðburðarík. Ferill hans var litrík- ur. Um hann gustaði meira en aðra samtíðarmenn hans. Við Vilmundur áttum ekki pólitíska samleið, þótt við værum síður en svo ósammála um ýmis meginat- riði stjórnmálanna, svo sem stefn- una í utanríkismálum. Minnist ég þess þegar við Matthías Johannes- sen ræddum við Vilmund um Bandalag jafnaðarmanna og stefnu þess á nýársdag, að Vil- mundur taldi af og frá að banda- lagið myndi snúast á sveif með þeim sem vilja stofna öryggi þjóð- arinnar og þar með sjálfstæði hennar í hættu með úrsögn úr Atl- antshafsbandalaginu. Vilmundur Gylfason sagði sig úr Alþýðuflokknum 18. nóvember 1982. Nokkrum dögum síðar eða hinn 23. nóvember fóru fram um- ræður um vantraust á ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, var þeim út- varpað og sjónvarpað. Þar flutti Vilmundur ræðu og var nú ekki undir flokksaga. Ræðan vakti þjóðarathygli og miklar umræður manna á meðal eins og svo margt sem hann tók sér fyrir hendur. í ræðunni las hann meðal annars ljóð eftir Matthías Johannessen með þessu lokaerindi: Nú bíðum við |>e8N að bráðum komi þessi broslausi dagur — og svo þetta högg, þ«‘gar líf okkar er að iokum aðeins eitt lítið spor í morgundögg. Og síðan sagði Vilmundur af óbuguðu hugrekki: „Svona yrkir ekki nema ljóðsnillingur, meðal þeirra fremstu á tungunni, sem nú eru til. En þetta þrönga og lokaða flokkakerfi — hafið þið hugsað um það? — hefur lagst á hann vegna stöðu hans. Þeir bjuggu meira að segja til orðið „sálmaskáld" sem háðsyrði. Jafnvel á þessu sviði láta þeir fólk ekki í friði. Það skal breytast, það verður að breytast. Við viljum gera uppreisn, en upp- reisn innan þess ramma sem stjórnskipunin gerir ráð fyrir og aldrei öðruvísi. Við viljum gera uppreisn í grasrótinni úti á meðal fólks. Við treystum því að fólkið vilji. Við myndum ekki flokk, aldr- ei framar flokk, heldur laustengt bandalag laustengdra samtaka karla og kvenna, þar sem það ræð- ur miðað við höfðatölu. Við vitum um okkar vanda. Hann er sá að þó að við séum ídealistar í dag, þá getum við verið orðin stofnun fyrr en varir. Engin hugsjón nær nema ákveðnum aldri, þá verður hún stofnun. Þess vegna verðum við alltaf að vita, væntanlegir þátt- takendur í Bandalagi jafnaðar- manna, að þó sú þörf sé fyrir okkur í dag, þá er langt frá því að sú þörf vari til eilífðarnóns. Það kemur kannske fljótt og kannske seint, en það kemur að því að við förum að þvælast fyrir eins og gamla flokkakerfið gerir í dag. Þetta verðum við að vita.“ Ég leyfi mér að vitna í þessa ræðu Vilmundar vegna þess að hún veitir að mínu mati innsýn að leiðarlokum og svarar mörgum spurningum sem varpað hefur verið fram síðan hin sorglega frétt um dauða Vilmundar breiddist um landið eins og eldur í sinu. Vilmundur Gylfason breyttist aldrei í stofnun. Alla tíð var hann ídealisti sem kunni að halda þann- ig á málum að aðrir gátu hrifist með honum. Honum tókst að snúa sér þannig þótt staða hans væri orðin þröng að áform hans náðu fram að ganga. Ekki er á mínu færi að skilgreina í hverju sá hæfileiki hans fólst að tapa ekki snertingunni við meginstrauma í almenningsálitinu. Vilmundur var annaðhvort óvenju næmur á við- horf almennings eða hann gat bet- ur en flestir aðrir sem haft hafa afskipti af stjórnmálum hin síðari ár mótað skoðanir almennings sér í hag. Seinni kosturinn er mun mikilvægari fyrir stjórnmála- menn. Byggist hæfni þeirra á hin- um fyrri lenda þeir fljótlega á villigötum og missa tiltrú þeirra sem þeir elta en eiga í raun að leiða miðað við eðlilegar forsendur í lýðræðisríki. Þar kjósum við menn til fjögurra ára í því skyni að þeir fari með stjórn mála okkar en ekki til þess að þeir varpi af sér ábyrgð. Vilmundur Gylfason skoraðist ekki undan pólitískri ábyrgð. Hann tók afleiðingum gerða sinna. Hóf útgáfu blaðs eftir að hafa lent í deilum við þá sem stjórnuðu blaði sem hann rit- stýrði. Stofnaði stjórnmálasamtök þegar hann hafði yfirgefið sinn gamla flokk. 15. janúar 1983 var Bandalag jafnaðarmanna stofnað og aðeins rúmum þremur mánuð- um síðar lágu fyrir frá því fram- boðslistar í öllum kjördæmum. Til þess að standa þannig að málum þarf meira en ídealisma, það þarf mikla þrautseigju og trú á að bar- ist sé fyrir réttum málstað. Þeir sem Vilmund þekktu vita, að hann tók sér nærri að Bandalag jafnað- armanna fékk ekki fleiri en fjóra þingmenn kjörna. Hann gerði sér ljóst vegna þess næmleika sem áð- ur er getið, að fylgið dvínaði í kosningabaráttunni, enda var honum brugðið í sjónvarpsþættin- um síðasta fyrir kjördag. En hann gekk ótrauður til viðræðna við aðra flokka að kosningum loknum. Síðast þegar ég hitti hann var hugur hans allur við þá möguleika sem hugsanlegir væru til myndun- ar stjórnar. Þeir sem þátt tóku í þessum viðræðum hafa haft á orði við mig, að Vilmundur hafi þar haft góða yfirsýn og metið fram- vinduna af skynsemi eins og sjá mátti af ummælum hans í fjöl- miðlum að kosningum loknum. I ljóði Matthíasar Johannessen sem Vilmundur Gylfason las í vantr^pstsumræðunum segir: í svipnum hans sé ég æsku okkar og eitthvað svo viðkvæman sumarstreng, við skiljum vart þessi óblíðu örlög sem ætla sér, vinur, þinn góða dreng. Þrátt fyrir baráttugleði Vil- mundar á vettvangi stjórnmál- anna og vígfimi hans í fjölmiðlun- um var sumarstrengur hans svo viðkvæmur að yfir huga hans lagðist helmyrkur þegar sólin er hæst á lofti og lengstur dagur. Myrkrið byrgði honum sýn og eng- inn fékk við ráðið. Það er skarð fyrir skildi. Svip- mót íslenskra stjórnmála breytist. Brautryðjandi sem hreif með sér flokk manna um land allt lætur ekki oftar til sín taka — en minn- ingin lifir. Sárið grær, mestu skiptir að þeir sem halda lífsgöng- unni áfram fái að njóta sín í leik og starfi. Okkar litla þjóðfélag er miskunnarlaust, þótt samúðin sé mikil og velvildin yfirgnæfandi. Jafnvel á þessu sviði er fólk ekki látið í friði. Á þessari stundu mætti og ætti að nefna marga sem sýnt hafa hlýhug og vináttu. Öll- um eru færðar innilegar þakkir. En mér er skylt að tilgreina sér- staklega ólöfu Benediktsdóttur og Pál Björnsson, ólöfu Vilmundar- dóttur og Þorstein Ólafsson og Tómas Zoéga, hjálp þeirra og góð- mennska hefur verið ómetanleg síðustu daga sem jafnan endra- nær. Ljóðið eftir Matthías Johann- essen sem Vilmundur las á Al- þingi heitir Minning um dreng — réð tilviljun vali þess á stærstu stjórnmálastund föður? I ljóðabók Matthíasar, Tveggja bakka veður, standa einnig þessar línur: <)g hringlaus munt þú bíða mín brosandi nýr dagur og ævi vina okkar verður margra demanta virði. Blessuð sé minning Vilmundar Gylfasonar. Björn Bjarnason I dag verður kvaddur Vilmund- ur Gylfason alþingismaður. Vil- mundur var fæddur 7. ágúst 1948. Foreldrar hans eru Guðrún Vil- mundardóttir Jónssonar land- læknis og Gylfi Þ. Gíslason, fyrr- verandi alþingismaður og ráð- herra, sonur Þorsteins Gíslasonar, ritstjóra og útgefanda. Önnur börn þeirra hjóna eru Þorsteinn og Þorvaldur. Vilmundur var kvæntur Valgerði Bjarnadóttur, deildarstjóra hagdeildar Flug- leiða. Foreldrar hennar voru Sig- ríður Björnsdóttir Jónssonar skip- stjóra og Bjarni Benediktsson, al- þingismaður og forsætisráðherra, sonur Benedikts Sveinssonar al- þingismanns. Valgerður og Vil- mundur áttu fimm börn, en af þeim eru eftirlifandi Guðrún og Baldur Hrafn. Að Vilmundi stóðu sterkir stofnar í menningar- og stjórn- málum, þannig að áhugi á þjóð- málum var meðfæddur og fylgdi honum úr föðurhúsum. Kynni Vilmundar og Valgerðar hófust á unglingsárum þeirra, en að Val- gerði standa samskonar stofnar rótgróins þjóðmálaáhuga, því var hún honum styrk stoð í starfi og baráttu. Vilmundur hóf nám við Mennta- skólann í Reykjavík haustið 1964 og varð fljótlega atkvæðamikill í skólalífinu. Hann var ritstjóri skólablaðsins einn vetur og gegndi embætti inspector scholae vetur- inn 1967—1968. Stúdentsprófi úr máladeild lauk Vilmundur vorið 1968 og hélt um haustið til Eng- lands, þar sem hann hóf nám í sagnfræði og bókmenntum við há- skólann í Manchester. B.A.-prófi lauk Vilmundur þaðan árið 1971. Hann hugði á frekara nám í grein sinni, og byrjaði haustið 1971 nám við háskólann í Exeter í Suður- Englandi. Þaðan lauk hann M.A.- prófi árið 1973 og fjallaði ritgerð hans um þætti í breskri stjórn- málasögu. Á Englandsárum Vilmundar mótuðust mjög skoðanir hans á stjórnmálum, fréttamennsku og skyldum ritstörfum. Hann taldi fréttamennsku þarlendra um flest til fyrirmyndar í þessum efnum, enda ríkti þar hefð gagnrýnna og upplýsandi fréttaskrifa. f sumar- leyfum frá sögunáminu, á þessum árum, vann Vilmundur á frétta- stofu hljóðvarpsins og átti hlut að ýmsum nýjungum í starfsemi hennar. Þegar Vilmundur kom heim frá námi árið 1973 gerðist hann kenn- ari í sagnfræði við Menntaskólann í Reykjavík. Samhliða kennslunni skrifaði hann mikið í dagblöð og starfaði einnig við sjónvarp, að gerð fréttaskýringa- og samtals- þátta. Þá fór fljótlega að kveða við nýjan tón í íslenskri þjóðmáU- umræðu. Þessum skelegga íals- manni frjálsrar og djarfrsr fjöl- miðlunar líkaði illa lognmollan og hvatti hann þjóð sína óspart til dáða. f kennslustörfum sínum var Vilmundur einkar farsæll og vel liðinn, bæði af nemendum og sam- kennurum sínum. f skólastofunni var hann hinn áhugasami hrífandi mælskumaður og á kennarastof- unni hinn skemmtilegi, orðheppni félagi. Á þessum árum hóf Vilmundur að marki afskipti sín af stjórn- málum. Hann var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn á Vestfjörðum fyrir kosningarnar 1971, og tók mjög virkan þátt í starfsemi flokksins. Hann gegndi þar ýms- um trúnaðarstörfum og var sum- arritstjóri Alþýðublaðsins í mörg ár. Við kosningarnar 1978 var Vil- mundur í framboði í Reykjavík og átti stóran hlut í hinum eftir- minnilega sigri flokksins. Þá var Vilmundur kjörinn fyrst á þing. Hann náði aftur kjöri í desember 1979 og í apríl síðastliðnum var hann kjörinn þingmaður Banda- lags jafnaðarmanna í Reykjavík. Frá október 1979 til febrúar 1980 var hann dóms-, kirkju- og menntamálaráðherra í minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins. Á þingi var Vilmundur ötull og fylginn sér. Hann var afkastamik- ill, undirbjó mál sín vel og flutti skörulega. Af þingmálum hans má glöggt sjá áhuga hans á eflingu lýðræðislegra stjórnarhátta, bæði innan þings og utan. Eins og komið hefur fram voru ritstörf Vilmundi mjög hugleikin. Auk skrifa sinna fyrir dagblöð og tímarit sá hann um gerð útvarps- þátta um listir og menningarmál. Hann var hvatamaður að útgáfu Helgarpóstsins og setti sjálfur á fót og ritstýrði vikublaðinu Nýju landi, sumarið 1981. Tvær ljóða- bækur komu út eftir hann, Myndir og ljóðbrot árið 1970, og Ljóð árið 1980. Á síðasta haustþingi, í nóvem- ber, tilkynnti Vilmundur úrsögn sína úr þingflokki Alþýðuflokks- ins og væntanlega stofnun nýrrar stjórnmálahreyfingar, Bandalags jafnaðarmanna. Bandalag jafnaðarmanna var formlega stofnað 15. janúar á þessu ári, og Vilmundur kjörinn formaður mið- stjórnar. Bandalagið bauð fram í öllum kjördæmum við alþingis- kosningarnar 23. apríl og hlaut fjóra þingmenn kjörna. Margs er að minnast frá liðnum vetri, en uppúr stendur eldmóður manns, sem var engu líkur. Af- kastageta Vilmundar í starfi, yfir- sýn yfir íslensk stjórnmál fyrr og nú, hæfileiki hans til framsetn- ingar, allt þetta hreif fólk til starfs og hugsunar. Árangurinn er þegar kominn í ljós í því, að um- ræða um grundvallaratriði lýð- ræðisins er endurvakin, og hugtök eins og frelsi og valddreifing hafa öðlast merkingu á ný. Óeigingirni Vilmundar og virðing fyrir leik- reglum lýðræðisins, áminningar hans um, að stjórnmálasigrar væru ekki tilefni til að hreykja sér hátt, né ósigrar tilefni til víls, eru hluti af áhrifum, sem aldrei gleymast. Félagar og vinir úr Bandalagi jafnaðarmanna kveðja Vilmund með sárum söknuði og þakklæti. Við vottum Valgerði og börnun- um, foreldrum hans og bræðrum samúð okkar og hluttekningu. Samstarfsmenn í Bandalagi jafnaðarmanna. Það skeður ekki oft, að nýstofn- aður stjórnmálaflokkur fái slíkan byr og nái þeirri fótfestu sem Bandalagi jafnaðarmanna tókst í nýliðnum alþingiskosningum. Engum blöðum er um að fletta, að sá sigur var Vilmundi Gylfa- syni að þakka. Enginn annar frambjóðandi hins nýstofnaða flokks var eins almennt kunnur og ljóst var að stefna flokksins og kosningaáróður voru umfram allt hugarsmíð Vilmundar. Vilmundur Gylfason hefur áður verið talinn helsti hugmyndasmið- ur og baráttumaður sigurvegara í alþingiskosningum. Það var í al- þingiskosningunum 1978, þegar Alþýðuflokkurinn hlaut einn sinn mesta sigur í áratugi. Það gustaði óneitanlega af málflutningi Vilmundar Gylfason- ar. Hann vakti athygli og menn til umhugsunar. Á stundum gat hann verið fljóthuga, en þótt hann gæti reitt hátt til höggs vildi hann vera sanngjarn. Hann vildi viðurkenna það, sem sannara reyndist, ef því var að skipta og gerði sömu kröfur til andstæðinga sinna í þeim efn- um. í málflutningi Vilmundar Gylfasonar toguðust á með sér- kennilegum hætti tilfinningaleg og raunsæ sjónarmið. Að vissu leyti jók það áhrifamátt hans. Hann gat verið bæði eldhugi sem og varfærinn, róttækur og íhalds- samur í senn. Einhvern tímann í góðu tómi sagði ég við Vilmund, að hann væri í raun og veru að hverfa til skoðana okkar sjálfstæðismanna og tæki þær traustataki. Hann svaraði að bragði, að það væri ekki nema mátulegt, því sjálfstæðis- menn hefðu eignað sér bestu mál jafnaðarmanna. í nýlegum stjórnarmyndunar- viðræðum átti ég ítarlegar og áhugaverðar samræður við Vil- mund Gylfason. Hann var bæði yfirvegaður í mati á stöðunni al- mennt og um lausn einstakra mála. Hann velti mjög fyrir sér, með hvaða hætti ný ríkisstjórn fengi helst hljómgrunn meðal fólksins. Vilmundur Gylfason sýndi það raunar oftar en einu sinni, að hann hafði ákaflega gott jarðsamband við hugsunarhátt fólksins og nýtti það vel í mál- flutningi sínum. Lífi og starfi Vilmundar Gylfa- sonar er nú lokið langt um aldur fram, en áhrifa hans mun áfram gæta. Hugurinn leitar til konu hans, Valgerðar Bjarnadóttur, barna þeirra tveggja, foreldra Vilmundar, Guðrúnar og Gylfa Þ. Gíslasonar, og bræðra hans. Ef hlýjar hugsanir og fyrirbæn- ir megna einhvers, munu Valgerð- ur, börnin og aðrir aðstandendur finna mikinn styrk, sem mildar vonandi ástvinamissi. f nafni sjálfstæðismanna og okkar Ernu persónulega flyt ég Valgerði og öðrum aðstandendum Vilmundar Gylfasonar innilegar samúðarkveðj ur. Geir Hallgrímsson Vilmundur Gylfason er mér sem öðrum harmdauði. Ekki einvörð- ungu vegna þess, að hann fellur frá á því skeiði ævinnar, sem er uppspretta aflsins og atorkunnar. Ástæðan er heldur ekki bara sú, að þar fór óvenjulegur maður, sem okkur fannst eiga tilkall til lífsins, og ekki síður að lífið ætti tilkall til hans. Hans er fyrst og fremst saknað vegna þess, að sæti hans verður ekki eins skipað af öðrum mönnum. Mér er enn minnisstætt hvernig hann kom fyrir, þegar ég sá til hans fyrst fyrir rúmum tuttugu árum. Ég undraðist þá hið mikla dáleiðsluvald, sem hann virtist hafa yfir jafnöldrum sínum og bekkjarfélögum. Þeir töfrar áttu síðar eftir að slá miklu fleiri og hafa reyndar áhrif um þjóðfélagið allt. Foringjaeðlið var frá önd- verðu ríkjandi hluti af persónu hans, kannski svo mjög að það hreinlega fór honum naumast að vera með í hópi, þar sem hann réð ekki sjálfur ferðinni. Varla er rétt að segja, að þeir, sem slíkum eig- inleika eru búnir í jafnríkum mæli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.