Morgunblaðið - 28.06.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983
15
og Vilmundur var, kjósi sér
stjórnmál sem lífsvettvang. Ég
held, að þeir eigi raunverulega
engan kost. Að vísu gat háskóla-
menntun hans opnað honum ann-
an farveg og við hana hélt hann
tryggð, bæði með ritgerðum og
kennslu, sem heillaði nemendur af
því viðfangsefni, sem við var að
fást, en þó ekki síður af kennaran-
um sjálfum. En sagan gat aldrei
orðið nema hliðargrein. Stjórn-
málin áttu hug hans að öðru leyti
og án þeirra gat hann ekki verið.
Sá kafli í lífi hans verður ekki að
fullu skrifaður nú, en eftir stendur
þó, að þessu tímabili þjóðarsög-
unnar verður aldrei lýst hér eftir,
án þess að allítarlega verði fjallað
um feril þessa manns, sem nú
gengur af sviðinu aðeins 34 ára
gamall. Ég veit ekki um neinn
mann á líku reki, sem gæti skilið
við þannig nú.
Sumir sáu Vilmund einkum sem
pólitískan einvígisriddara, sem
atti kappi við allt og alia, en skorti
hins vegar nægilega fótfestu og
skilning á raunveruleika stjórn-
málalífsins. Slíkir sáu hann fyrst
og fremst fyrir sér sem mann, sem
kynni öðrum betur að tala til
fóiksins, jafnvel óháð því hvað það
væri, sem hann hefði að segja því.
Þótt eitthvert sannleikskorn
kunni að leynast í slíkum ályktun-
um, þá eru þær að mestu leyti
rangar. Vissulega var Vilmundur
öðrum lagnari að tala til fólks, en
það var fremur vegna þess, að
hann fór sjálfur oft æði nærri um,
hvað hlustendur hans voru að
hugsa það og það sinnið. En hitt
kom líka til, að hann hafði næm-
ara auga fyrir stjórnmálaþróun en
margir utanaðkomandi héldu. Eft-
ir síðustu alþingiskosningar sat ég
tvívegis fram á nótt á heimili
þeirra Völu yfir kaffibolla og þeim
pólitísku vangaveltum, sem þá bar
hæst. Spár Vilmundar um hvernig
þau mál myndu þróast á næstu
vikum tóku mínum langt fram.
Framangreindar fullyrðingar
um póiitískt innsæi Vilmundar
Gylfasonar stangast hugsanlega á
við ýmislegt í pólitísku lífi hans
sjálfs, en þar koma þá aðrir þættir
til. Ég varð var við suma þeirra,
þegar ég tefldi við hann skák af
veikum mætti. Hann tefldi djarft,
vildi helst sjá hilla undir úrslit
fremur fljótt. Leikfléttur hans og
stórbrotnar fórnir skiluðu oft
undraverðum árangri, sem maður
sá ekki fyrr en um seinan. En
stundum gerðu þær það ekki. Slíkt
gerir ekkert til í tafli, en stöðunni
verður ekki eins auðveldlega stillt
upp á ný í stjórnmálum.
Síðasta leikflétta hans, stofnun
nýs stjórnmálaflokks, skilaði
ótrúlega miklu, þrátt fyrir mikið
tímahrak, sem ytri aðstæður sköp-
uðu hugmyndasmiðnum. Hver
endanleg úrslit verða í þeim leik
vitum við ekki enn og höfum
kannski næsta lítinn áhuga á því
úr því sem komið er.
Harmur Völu og barnanna
snertir sérhvern mann. Ég votta
þeim, foreldrum Vilmundar og
bræðrum hans dýpstu samúð
mína.
Davíð Oddsson
í dag er Vilmundur Gylfason,
alþingismaður, kvaddur hinstu
kveðju. Vilmundur var til skamms
tíma í forystusveit Aiþýðuflokks-
ins eða þar til hann gekkst fyrir
stofnun Bandalags jafnaðar-
manna. Hann gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum fyrir flokkinn,
sat í flokksstjórn og um hríð í
framkvæmdastjórn, annaðist
sumarritstjórn Alþýðublaðsins og
gegndi formennsku í stefnuskrár-
nefnd 1974—75. í kosningunum
1978 og 79 var hann kjörinn á þing
fyrir Alþýðuflokkinn og í minni-
hlutastjórn Alþýðuflokksins
1978—80 fór hann með embætti
dóms- og kirkjumálaráðherra og
menntamálaráðherra.
Vilmundur var óvenju svipríkur
persónuleiki og stjórnmáiamaður.
Hann var öðrum hugmyndaríkari,
frjór í hugsun og tilfinninganæm-
ur. Oft kveikti hann nýja elda og
opnaði gáttir, sem áður voru lukt-
ar, með málflutningi sínum og
veitti með því nýja innsýn í þjóð-
félagsgerðina. Hann vildi fara
nýjar leiðir og gerði það. Hug-
myndir hans vöktu athygli, hvort
sem menn voru þeim sammála eða
ekki, enda oft umdeildar. En Vil-
mundur fylgdi hugmyndum sínum
fast eftir og barðist fyrir þeim af
atorku og krafti.
Á þessari kveðjustund þakkar
Alþýðuflokksfólk samveruna og
minnist margra góðra stunda. Al-
þýðuflokkurinn vottar aðstand-
endum öllum dýpstu hluttekningu.
Ég og fjölskylda mín sendum Val-
gerði, foreldrum og bræðrum inni-
legar samúðarkveðjur.
Kjartan Jóhannsson
Okkur er hleypt í gegnum hlið
og bifreiðin rennur áleiðis að
starfsmannadyrum Sundaskála.
Vilmundur brosir, „þarna er
hæstiréttur íslenskra launa-
manna, hér færðu að vita hvort þú
átt eitthvert erindi til fólks".
Ég byrja og brýni raustina yfir
skarkala og mas. Vilmundur tekur
við, hann talar ekki hátt. Masið
hljóðnar, mínúturnar líða, kaffi-
tíminn er löngu úti. Vilmundur
lýkur máli sínu, það er klappað,
hrópað og við ætlum aldrei að
losna. Það sama endurtekur sig
uppi í Háskóla. Vilmundi lá ekki
hátt rómur, en málflutningur
hans átti víða hljómgrunn.
Vilmundur Gylfason er látinn
og rödd hans mun ekki framar
hljóma yfir dægurþras lands-
manna.
Því betur, sem ég skoða sögu
síðasta áratugar, því ljósari verða
áhrif þessa manns á íslenskt þjóð-
líf og stjórnmál. Áhrif þessi sjást
þó ekki nema að litlu leyti í hlut-
lægum fyrirbærum, heldur í
breyttu hugarfari þess fólks, sem
á hann hlustaði. Einurð hans og sú
virðing, sem hann bar fyrir mann-
réttindum og lýðræði, smitaði ekki
einungis samherja, heldur einnig
mótherja. Þó er ekki enn séð fyrir
endann á þeirri hugarfarsbreyt-
ingu, sem hann stuðlaði að.
Sú sannfæring hans, að nýsköp-
unar væri þörf í íslenskum stjórn-
málum, byggðist á viðurkenningu
þeirrar einföldu staðreyndar, að
ör þróun og breytingar í nútíma
þjóðfélagi krefjast vinnubragða og
skipulags í stjórnnmálum, sem
gera kleift að fylgja þessum breyt-
ingum eftir. Mannlíf þróast jú
þrátt fyrir stjórnmál. Vilmundur
benti á, að sú öld, sem nú er geng-
in í garð, opnar öllu fólki aðstöðu
til að ráða sínum málum sjálft ef
valdhafar eru reiðubúnir til að
gefa eftir það vald, sem þeir hafa
og dreifa því til þeirra, sem valdið
eiga. Hann beindi spjótum sínum
að þeirri samþjöppun valds, sem
einkennir stjórnmál dagsins í dag.
Hann hvatti til þess sjálfsagða
viðhorfs, að stjórnmál réðust ekki
af viija fárra heldur allra.
Vilmundur gerði sér ljóst, að
hann átti skoðanabræður innan
allra stjórnmálaflokka og harm-
aði þá staðreynd, að flokksbönd
hindruðu, að þeir næðu saman.
Seinasta frumvarp Vilmundar,
kosningafrumvarpið, miðaði að
því að opna leið til aukins lýðræðis
og samstarfs kjörinna fulltrúa.
Leiðir okkar Vilmundar lágu
ekki saman fyrr en 1973, er hann
hóf störf við Menntaskólann í
Reykjavík, og um leið virka þátt-
töku í stjórnmálum.
Áhugi Vilmundar á fólki og
málefnum, fjör hans og gáski,
voru þeir eiginleikar hans, sem
mest bar á í okkar fyrstu kynnum.
Frásagnargáfa og orðheppni voru
honum eðlislæg og aldrei varð
honum orðfátt. Fljótlega varð
okkur ljóst, að við vorum skoðana-
bræður í stjórnmálum bæði hvað
leiðir og áherslur snerti.
Þegar Vilmundur og Valgerður
fluttu á Haðarstíginn var ég við-
riðinn þær breytingar sem gera
þurfti á húsinu og get þakkað
fyrir, að það starf leiddi til vin-
áttu við þau hjónin bæði, sem ekki
hefur rofnað síðan. Vilmundur var
tilfinningaríkur maður með stórt
hjarta, en jafnframt framtaks-
samur og ábyrgur. I stjórnmálum
réði rökhyggja og skapandi hugs-
un ferð hans. Hann blés lífi í
hugmyndir og störf þess fólks,
sem í hans nálægð var. Vilmundur
hafði ákveðnar skoðanir á leik-
reglum lífsins, sem hann fylgdi
stranglega sjálfur, þó svo hann
væri mjög umburðarlyndur í garð
þeirra sem ekki höfðu þessar leik-
reglur í hávegum.
Fjör og eldmóður, heiðarleiki og
umburðarlyndi, tilfinninganæmi
og ástúð eru orð, sem lýsa eiga
með fátæklegum hætti þeim eig-
inleika Vilmundar sem söknuður
minn tengist. Sá harmur er fyllir
brjóst mitt á þessari stundu gerir
orð og athafnir ófullnægjandi.
í einlægni votta ég Valgerði,
Guðrúnu og Baldri Hrafni, for-
eldrum Vilmundar og bræðrum
samúð mína og minna nánustu.
Stefán Benediktsson
Kveðja frá Menntaskólanum
í Reykjavík
Hverful eru mannanna örlög.
Sumum virðist áskapað að lifa
hraðar en aðrir og afköst þeirra og
áhrif á umhverfi sitt þar af leið-
andi meiri en venjulegra manna.
Ég man fyrst eftir Vilmundi
Gylfasyni 5 eða 6 ára gömlum, er
hann kom með foreldrum sínum á
ritstjórn Alþýðublaðsins, gekk
fyrir hvern mann, tók í hönd hon-
um og kynnti sig með nafni. Sem
venjulegur, íslenzkur búri fylltist
ég undrun, og síðan hefur Vil-
mundur átt stóran hluta af hjarta
mínu. Mér hefur alltaf þótt hann
hafa til að bera þann eiginleika,
sem Engilsaxar tákna með gríska
orðinu charisma og hafa notað
óspart, einkum eftir daga Johns F.
Kennedys. Charisma útleggst,
samkvæmt orðabók, guðleg náð-
argjöf og hefur aðallega verið not-
að um fólk, sem í krafti sjarma,
upplags og hugsunar hefur hrifið
umhverfi sitt og haft áhrif á það
svo að um munar.
Ég kenndi Vilmundi skamma
hríð í skóla, og sem kennara líkaði
mér ekki alltaf, hve mikill tími fór
hjá honum í félagsmálastörf, en
hann var inspector scholae og
vann það verk af mikilli kostgæfni
og lét ekkert á sig fá, þótt ég kall-
aði hann félagsveru, sem í þann
tíð a.m.k. var ekki mikið hrósyrði
af mínum vörum.
Þegar Vilmundur var kominn
heim frá Brelandi með próf í
sagnfræði frá virtum brezkum há-
skólum, var ég ekki seinn á mér að
ráða hann til kennslu við Mennta-
skólann, og reyndist það happa-
spor, því að hann reyndist frábær
kennari og ástsæll af nemendum.
Geðþekkur, glaðvær og gáskafull-
ur persónuleiki hans naut sín vel í
kennslustofunni og þá ekki síður á
kennarastofunni, þar sem hann
var miðpunktur umræðna og
gáska.
Um stjórnmálaafskipti Vil-
mundar skrifa vafalaust aðrir,
sem meira skyn bera á slíkt, en
mér virðist einsýnt, að sú char-
isma, sem gerði hann að frábær-
um kennara og yndislegri mann-
eskju, hafi dugað honum til meiri
áhrifa á íslenzkt samfélag en
stærð þeirra flokka, sem hann
fyllti, gaf ástæðu til að ætla. Ég
fæ ekki betur séð en þorri stefnu-
mála hans sé orðinn óaðskiljan-
legur hluti af stefnu flestra
stjórnmálaflokka.
Fyrir hönd Menntaskólans i
Reykjavík þakka ég góð kynni og
mikla vinsemd og sendi Valgerði
og börnunum innilegustu samúð-
arkveðjur okkar allra. Fáir menn,
jafnungir, hafa skilið eftir sig
stærri spor.
Guðni Guðmundsson
Fyrir nokkrum árum lagði um-
sjónarmaður barnatíma í útvarpi
þá spurningu fyrir fjóra alþing-
ismenn, sinn úr hverjum flokki,
hvað flokkur hans hygðist gera
fyrir börnin á barnaári. Þrír
þeirra, sem spurðir voru, gerðu ít-
arlega grein fyrir öllu því, sem
þeim á stundinni datt í hug, að
unnt væri að gera fyrir börnin.
Ákafinn leyndi sér ekki að verða
framarlega í kapphlaupinu um
hylii barnanna, og má nærri geta,
hversu vel yfirvegaðar hugmynd-
irnar voru. Einn þingmannanna
svaraði þó spurningunni á allt
aðra lund. Þetta var fulltrúi Al-
þýðuflokksins, Vilmundur Gylfa-
son. Á skýran hátt gerði hann
grein fyrir því, að það bezta, sem
alþingismenn gætu gert fyrir
börnin, væri að gera ekkert sér-
stakt fyrir þau. Slíkt væri blátt
áfram ekki hlutverk Alþingis. Það
sem mestu máli skipti, væri að at-
vinnulíf landsins gæti starfað með
eðlilegum hætti og stjórnarfarið
væri heilbrigt. Þetta væri vissu-
lega á ábyrgð Alþingis og ávöxtur-
inn, sem af því hlytist, kæmi öll-
um til góða, börnum jafnt sem for-
eldrum þeirra. Færi Alþingi hins
vegar að reyna að hafa áhrif á alla
skapaða hluti, þar á meðal á vel-
ferð barna í einstökum atriðum,
gæti það ekki sinnt höfuðverkefni
sínu og óskapnaður einn hlytist af.
Enginn, sem á þetta viðtal hlust-
aði, gat komizt hjá því að skynja,
að í þessu svari fór saman skýr
skilningur og mikið hugrekki.
Enginn vænir Vilmund Gylfa-
son um að hafa sótzt eftir völdum
og vegtyllum, eins og stjórnmála-
menn eru svo oft grunaðir um. At-
ferli hans bar þess ljósastan vott,
að svo er ekki. Honum varð þó
meira ágengt við að afla sér fylgis
og hylli en nokkrum öðrum stjórn-
málamanni sinnar kynslóðar.
Þetta var ekki vegna þess, að eftir
lýðhyllinni sæktist hann sjálfrar
hennar vegna. En honum var mik-
ið niðri fyrir, og það sem hann bar
fyrir brjósti varðaði íslenzku þjóð-
ina miklu.
En hvað var það þá, sem vakti
fyrir stjórnmálamanninum Vil-
mundi Gylfasyni? Þetta var hon-
um sjálfum eflaust ekki ætíð vel
ljóst, og við getum heldur ekki
ennþá séð það nema í óljósri
mynd. En við getum farið nærri
um höfuðdrætti þeirrar myndar.
Vilmundur kom fram á sjónar-
sviðið í lok skeiðs mikilla fram-
fara og velmegunar vestrænna
þjóða, þeirra á meðal okkar eigin
þjóðar. Þetta skeið var ávöxtur al-
mennrar eflingar lýðræðis og
félagssamtaka og um leið víðtækr-
ar samvinnu stétta, starfshópa og
stjórnmálaflokka, sem tryggt
hafði atvinnulífinu heilbrigð
starfsskilyrði. En jafnframt höfðu
áhrif ríkisins aukizt, metnaður
stjórnmálamanna og embætt-
ismanna magnazt, veldi hags-
munasamtaka bólgnað og þungi
stórfyrirtækja vaxið. Samfara
þessu virtist margt hafa horfið í
skuggann, sem mestu varðaði
fyrir heill komandi kynslóða. Þar
við bættist, að sjálfur árangurinn
hafði kippt fótunum undan frekari
framförum. Blómaskeiðið var á
enda runnið, um sinn að minnsta
kosti.
Það voru þessi umskipti og af-
leiðingar þeirra, sem var viðfangs-
efni Vilmundar Gylfasonar. Hann
braut heilann um réttmætt hlut-
verk Alþingis og ríkisstjórnar,
dómstóla, embættismanna og rík-
isstofnana og lagði fram um þetta
ítarlegar tillögur. Um þær hlutu,
að sjálfsögðu, að vera skiptar
skoðanir, einnig á meðal þeirra,
sem töldu sig skilja vandann.
Hinu gat enginn neitað, að hér var
verið að takast á við þau mál, sem
mestu vörðuðu. Þá var starf og
staða verkalýðshreyfingarinnar
við nýjar aðstæður annað áhuga-
efni Vilmundar. Sú umfjöllun
krafðist enn meiri djörfungar en
umfjöllun um stöðu Alþingis, og
það ekki sízt af manni úr röðum
jafnaðarmanna. Starfsemi öflugra
atvinnufyrirtækja og samtaka
þeirra var þriðji þátturinn. Þar
kom til sögunnar misnotkun á að-
stöðu og sameiginleg spilling
ríkisvalds og atvinnurekendavalds
og þær skorður, sem við þessu
mátti reisa, annars vegar með
frjálsari markaði og aukinni sam-
keppni, hins vegar með hóflegu og
skynsamlegu opinberu eftirliti.
Hugsjónir Vilmundar Gylfason-
ar voru í eðli sínu íhaldssamar og
því ekki að undra, þótt hann ætti
erfitt um vik á vinstra væng
stjórnmálanna. Eigi að síður var
hann einlægur jafnaðarmaður.
Tilfinningar hans voru allar á þá
lund, mótaðar af eðli og uppruna.
En hann skildi betur en flestir
flokksbræðra hans, að sá árangur,
sem flokkar jafnaðarmanna höfðu
náð í tíð afa hans og föður, hafði
fært þá að nýjum krossgötum og
að miklu skipti, hvaða leið yrði þá
fyrir valinu.
Þau mál, sem Vilmundur Gylfa-
son lét sig mestu varða, munu
verða meginviðfangsefni í íslenzk-
um stjórnmálum og íslenzku þjóð-
lífi um ókomin ár. Sjálfum mun
honum hafa fundizt ferðalagið
ganga grátlega seint. En það getur
þó ekki orkað tvímælis, að stjórn-
málamaður, sem hafði til að bera
þann skilning, þá djörfung og
þann eldlega áhuga, sem hann
gerði, marki djúp spor, hversu
skammur sem starfsferill hans
reynist.
Jónas H. Haralz
„Bædi af honum gustur geðs
og gerdarþokki stóð“
Afburðaríkum kapítula í ís-
lenzkri stjórnmálasögu er lokið.
Hann fjallar ekki um flækjur
fjöldahreyfinga heldur um áhrif
og athafnir einnar sögupersónu.
Slíkt er sjaldgæft í pólitík.
Við, sem vorum þátttakendur í
hraðri viðburðarás þessa skamma
tímabils, lítum nú margir til baka
með undrun og eftirsjá. Gat þetta
allt virkilega hafa gerzt? Hversu
margt viljum við ekki hafa getað
sagt eða gert öðruvísi en við sögð-
um og gerðum? En því verður ekki
breytt. Ekkert bætt. Ekkert
endursamið. Höfundurinn skráir
ekki meira. Kapítulanum er lokið.
- O -
Fyrir langa löngu var mér sagt
ævintýrið um töfraflautuna. Hún
var þeirrar náttúru, að sérhver,
sem heyrði tóna hennar, gleymdi
samstundis öllu öðru og gekk á vit
þess, sem lék.
Skósmiðurinn yfirgaf leist sinn,
barnið gullin sín, bóndakonan
strokk sinn og sláttumaðurinn orf
sitt og ljá til þess að fylgja flautu-
leikaranum. Hvaða lag hann lék
eða hvort hann lék vel eða illa
kunni sagan ekki frá að greina.
Hann lék á töfraflautuna.
Vilmundur Gylfason var slíkur
flautuleikari. Hann átti töfra-
flautuna. Og hún dró fólkið til sín:
skósmiðinn og barnið, bóndakon-
una og sláttumanninn og alla
hina. Suma fúsa. Aðra nauðuga.
Suma hrifna. Aðra hneykslaða. En
hún dró þá alla og allir komu þeir
í humáttina á eftir flautuleikaran-
um eins og í ævintýrinu.
Var alltaf jafnvel leikið? Voru
tónarnir alltaf jafn hreinir? Var
aldrei blásin feilnóta? Hver er
dómbær um það? Hvaða máli
skiptir það? Við eigum mikið af
góðum músíköntum, sem alltaf
spila kórrétt. Um þá gerast ekki
ævintýri. Til þess að svo verði
þurfa menn að eiga töfraflautu og
kunna að leika á hana. Það kunni
Vilmundur Gylfason. Hann var
töframaður og hafði slík áhrif á
umhverfi sitt.
Vilmundur Gylfason vissi um
þennan mátt sinn. En hve mikill
var hann? Hvar voru takmörkin?
Hve máttug var töfraflautan hans
ein og án nokkurs undirleiks ef
aðeins nógu vel væri leikið? Á það
varð að reyna.
Vilmundur Gylfason vann sigur
— enn einn. Undirbúningslítið
fann hann svo til einn og óstuddur
jafn mikinn hljómgrunn meðal
þjóðarinnar og mætustu forystu-
menn stærstu almannasamtaka í
landinu höfðu áður fundið saman
eftir vandaðan undirbúning og
með skipulagðan hóp nafnkunnra
einstaklinga sem kór á bak við sig.
En svipað hafði áður gerzt — og
hverju hafði það breytt? Var sig-
urinn enginn sigur? Sat kannski
allt við það sama? Hafði engu ver-
ið breytt? Var kannski engu hægt
að breyta? Til hvers þá að sólunda
aftur allri sinni hugkvæmni, allri
sinni sannfæringu, öllu sínu
þreki?
Flautuleikurinn er nú þagnaður.
Við, sem heyrðum hann, nemum
hann aldrei aftur. Töfraflautan er
týnd og þótt hún finnist aftur er
enginn, sem kann á hana.
En við lifðum ævintýri. Ævin-
týrið um töfraflautuna og mann-
inn, sem kunni að leika á hana.
Við eigum síðar oft eftir að vera
spurð: „Hvaða lag lék hann?“ „Lék
SJÁ BLS. 35