Morgunblaðið - 28.06.1983, Page 46
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983
25
Úrslit í
3. deild
ÚRSLIT í 3. deildarleikjum
helgarinnar uröu sem hór
segir:
A-RIÐILL
Grindavík — ÍK 2—1. Ari
H. Arason og Jónas Skúla-
son skoruðu fyrir heima-
menn en Ólafur Petersen
fyrir ÍK.
Víkingur — HV 1—2.
Magnús Stefánsson skoraöi
fyrir Víkinga en Þorleifur
Sigurösson skoraði bæöi
mörk HV-manna.
Skallagrímur — Ármann
1—0. Gunnar Orrason skor-
aði eina mark leiksins.
Snæfell — Selfoss 1—3.
Sigurlás Þorleifsson og Ein-
ar Jónsson skoruðu fyrir
Selfoss en Bjarni Jónsson
fyrir Snæfell.
B-RIÐILL
Austri — Huginn 4—1.
Bjarni Kristjánsson skoraði
tvö mörk fyrir Austra, Sigur-
jón bróðir hans og Guö-
mundur Árnason skoruöu
sitt hvort markiö en Svein-
björn Jóhannsson skoraöi
fyrir Huginn.
Valur — Sindri 3—2. Gúst-
af Ómarsson skoraöi öll þrjú
mörk heimamanna en Þórar-
inn Birgisson og Örn
Sveinsson skoruðu mörk
Sindra.
Þróttur — HSÞ 3—2. Guö-
mundur Ingvason skoraði
tvö mörk fyrir Þrótt og Páll
Freysson eitt en þeir Hinrik
Árni Bóasson og Þórhallur
Guðmundsson skoruöu fyrir
HSÞ.
Staöan í 3. deild er nú þessi:
A-RIÐILL:
Selfoss 6 5 0 1 16—8 10
Grindavík 6 5 0 1 13—9 10
Skallagr. 5 4 10 13—4 9
ÍK 6 13 2 10—8 5
Víking. Ól. 6 2 0 4 8—10 4
HV 6 2 0 4 9—19 2
Ármann 5 0 14 3—8 1
Snæfell 4 0 13 3—9 1
B-RIÐILL:
Tindastóll 5 4 10 12—3 9
Austri 5 4 0 1 13—4 8
Þróttur N. 5 4 0 1 9—6 8
Huginn 6 3 12 8—7 7
Magni 4 2 0 2 4—3 4
Valur 5 2 0 3 5—7 4
HSÞ 6 10 5 5—12 2
Sindri 6 0 0 6 4—17 0
SUS
í Knattspyrna)
Margir reknir
• Á einu ári hefur eftirfarandi
framkvæmdastjórum verið vísað
úr starfi hjá liöum sínum: Bob
Houghton (Bristol City), John
Barnwell (Wolverhampton),
George Kerr (Grimsby), Colin
Addison (Derby), Len Ashurst
(Newport), Bill Dodgin (North-
ampton), Ron Saunders (Aston
Villa), Jim Smith (Birmingham),
Mike Smith (Hull), Ritchie Morg-
an (Cardiff), Alan Oakes (Chest-
er), Jimmy McGulgan (Stock-
port), Allan Brown (Blackpool),
Bobby Roberts (Colchester),
Steve Kember (Crystal Palace),
Allan Clarke (Leeds), lan Greav-
es (Wolverhampton), Frank Lord
(Hereford), Bobby Murdoch
(Middlesbrough), Arfon Griffith
(Crewe), John Newmann
(Derby), Peter Anderson (Mill-
wall), Ken Craggs (Charlton),
Mike Bailey (Brighton) og David
Webb (Bournemouth).
Keflvíkingar skoruðu
bæði mörk leiksins
Keflvíkingar fengu KR-inga í
heimsókn í 1. deildinni í knatt-
spyrnu sl. laugardag, og sýndu
þá einstöku gestrisni aö skora
mark fyrir gestina, sem dugði
þeim til að fara heim meö annaö
stigiö. KR-ingar lóku undan
nokkurri golu í fyrri hálfleik. Jafn-
ræöi var meö liöunum til aö byrja
meö, sóttu á víxl en þó virkuðu
sóknarlotur KR-inga hættulegri.
Á 18. mínútu var dæmd horn-
spyrna á Keflvíkinga. Upp úr
henni skallaöi Magnús Garöars-
son knöttinn í eigiö mark, alger-
lega óverjandi fyrir Þorstein, og
ef ekki heföi þarna veriö um slys
að ræða, heföi þetta verið talið
meö glæsilegri mörkum.
Þaö sem eftir var hálfleiksins
sóttu KR-ingar mun meir, og á 37.
mínútu átti Óskar Ingimundarson
hörkuskot á markiö af um 12
metra færi. Knötturinn stefndi í
efra markhorniö en á ótrúlegan
hátt tókst Þorsteini Bjarnasyni aö
slá knöttinn yfir. Fjórum mínútum
síöar var Óskar aftur á ferðinni
með lúmskt skot af um 4 metra
færi, en Þorsteinn varöi enn snilld-
arlega. Á 44. mínútu tókst Óskari
aö leika á Þorstein, en var þá kom-
inn nærri endamörkum, svo aö
nafna hans Færseth tókst aö
bjarga lausu en hnitmiðuöu skoti
hans á línu. Fleiri uröu mörkin þvi
ekki í hálfleiknum og er óhætt að
fullyröa aö frábær markvarsla
Þorsteins Bjarnasonar hafi komiö í
veg fyrir aö KR-ingar gengu til
leikhlés meö 3—4 marka forskot.
í síöari hálfleik sóttu Keflvík-
ingar mun meir og á 11. mínútu
fengu þeir dæmda vítaspyrnu eftir
aö Helgi Þorbjörnsson haföi slegiö
knöttinn meö hendinni innan víta-
teigs. Siguröur Björgvinsson fram-
kvæmdi spyrnuna og skaut næst-
um beint á Stefán markvörö, sem
varöi auðveldlega. Vildu sumir
halda því fram aö Stefán heföi
hreyft sig áöur en Sigurður spyrnti,
en ágætur dómari leiksins, Grétar
Noröfjörö, var ekki á sama máli.
Eftir vítaspyrnuna sóttu Keflvík-
ingar mjög stift, fengu t.d. 3
hornspyrnur í röð, en inn vildi
knötturinn ekki. Þaö var svo loks á
82. mínútu, sem Keflvíkingum
tókst aö jafna metin. Eftir innkast
og nokkurt þóf innan vítateigs
KR-inga hrökk knötturinn til Sig-
urðar Björgvinssonar, sem skoraði
meö föstu skoti í bláhornið niöri.
Eftir markið virtust Keflvíkingar
slaka nokkuö á og áttu KR-ingar
þá nokkrar hættulegar sóknarlot-
ur, sem flestar enduöu í öruggum
höndum Þorsteins markvarðar.
Besti maöur Keflvíkinga og vall-
arins í þessum leik var Þorsteinn
Bjarnason, sýndi svo sannarlega
aö þarna var landsliösmarkvöröur
aö verki. Af öörum leikmönnum
voru Óskar Færseth og Kári
Gunnlaugsson bestir. Af KR-ingum
var Óskar Ingimundarson lang
bestur en bæöi Willum Þór Þórs-
son og Ottó Guðmundsson voru
mjöt traustir í vörninni.
ÓT
Eínkunnagjöf:
ÍBK:
Þorsteinn Bjarnason 9
Óskar Færseth 7
Kári Gunnlaugsson 7
Ingiber Óskarsson 5
Gísli Eyjólfsson 6
Siguröur Björgvinsson 6
Rúnar Georgsson 5
Magnús Garöarsson 6
Freyr Sverrisson 5
Óli Þór Magnússon 5
Björgvin Björgvinsson (vm) 5
Páll Þorkelsson (vm) 5
Skúli Rósantsson 6
KR:
Stefán Arnarson 7
Willum Þór Þórsson 7
Siguröur Indriöason 6
Ottó Guömundsson 7
Magnús Jónsson 6
Jósteinn Einarsson 6
Ágúst Már Jónsson 5
Óskar Ingimundarson 8
Jón G. Bjarnason 5
Sæbjörn Guömundsson 6
Helgi Þorbjörnsson 5
Mörkum fer fækkandi
• Oddur Sigurösson, KR, sigrar
lótt og örugglega í 200 m hlaupi
karla á meistaramótinu í frjálsum
íþróttum í gærkvöldi. Þorvaldur
Þórsson er annar og Egill Eiösson
þriðji.
Nýtt Evrópumet í 400 metra
hlaupi drengja var sett á dögun-
um á frjálsíþróttamóti í Potsdam í
Austur-Þýzkalandi, er Thomas
Schönlebe hljóp á 45,68 sekúnd-
um.
Schönlebe er aóeins 17 ára
gamall og framfarirnar frá í fyrra
glæsilegar, en þá hljóp hann á
46,71 sekúndu.
NÚ ÞEGAR átta umferöir eru bún-
ar á íslandsmótinu í knattspyrnu
er ekki úr vegi aö athuga hversu
Á mótinu náöi Gerd Wessig,
fyrrum heimsmethafi í hástökki,
góðum árangri í 100 metra hlaupi
af hástökkvara aó vera, hljóp á
10,77.
A móti í Varnamo í Svíþjóö fyrir
skömmu setti kvennaboöhlaups-
sveit IF Göta í Karlstad nýtt Norö-
urlandamet félagsliöa í 4x100
metra boðhlaupi, hljóp á 45,72
I sekúndum.
mörg mörk hafa veriö skoruö í 1.
deild. Alls er búió aö leika 37
leiki, en þremur hefur veriö frest-
aó. Einum úr 5. umferó, einum úr
7. umferð og einum úr 8. umferó.
Þaö hafa alls veriö skoruö 88
mörk í deildinni til þessa, og aö-
eins fjórum leikjum hefur lokiö
meö markalausu jafntefll.
í fyrstu umferö voru skoruö 12
mörk, í þeirri næstu 13 og síöan 12
og 15, og í 5. umferö er búið aö
skora 11 mörk en þar af einum leik
ólokið. I 6. umferö voru skoruö 13
mörk en aðeins 5 í þeirri sjöundu
en þar er einum leik ólokiö. Sama
má segja um áttundu umferðina,
þar er einn leikur eftir og búið aö
skora 7 mörk þannig aö útlit er
fyrir aö mörkum fari fækkandi í 1.
deildinni ef marka má síöustu tvær
umferðir.
sus
Evrópumet í
400 drengja
• Markvöröur ÍBÍ, Hreiöar Sigtryggsson slær boltann frá marki rétt áóur en Magna Péturssyni tekst aö skalla aö marki.
Valsmenn klaufar að skora
ekki nokkur mörk til viðbótar
„ÉG ER EKKI nógu ánægóur meö þennan leik. Þetta er einn lélegasti leikur sem við
höfum leikið í sumar, sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Þaó er auövitað ágætt að fá eitt
stig á útivelli en fyrri hálfleikurinn var hörmung hjá okkur, við spiluðum engan
fótbolta þá,“ sagöi Martin Wilkinson, þjálfari ísfirðinga, eftir leik Vals og ÍBÍ í 1.
deild. Leiknum lauk meö jafntefli, 1—1, og máttu ísfirðingar teljast heppnir að ná
ööru stiginu. Leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli og er það í fyrsta skipti í sumar
sem er leikió þar. Völlurinn veðriö var eins gott og hægt er aó hugsa sér til aö
leika knattspyrnu, enda var leikurinn vel leikinn og fjörugur.
Valsmenn hófu leikinn af miklum
krafti og voru þeir stanslaust í sókn
fyrsta hálftímann. Stuttar ser.dingar,
mikill hraöi og góö dreifing milli
kanta var leikaöferö Vals og áttu ís-
firðingar ekkert svar viö þessu fram-
an af leiknum, voru nánast eins og
áhorfendur. Allir leikmenn Vals tóku
þátt í spilinu og var liöiö mjög jafnt
en þó bar mikið á Val Valssyni og
Hilmari Sighvatssyni á miöjunni og í
fremstu víglínu sköpuöu þeir Ingi
Björn og Jón Grétar oft mikinn usla,
en Jón Grétar fékk mikið af mark-
tækifærum í leiknum sem honum
tókst ekki aö nýta.
Hjá ísfirðingum stóö ekki steinn
yfir steini fyrsta hálftímann en eftir
þaö fóru þeir aö koma meira inn í
leikinn og fengu nokkur færi. Vörnin
hjá þeim var óörugg og réöi ekkert
viö sókn Valsmanna. Þeir voru seinir
á boltann og miöjumennirnir voru of
aftarlega til aö geta byggt upp sókn.
Valsarar skoruðu sitt eina mark á
10. mín. Stórglæsilegt mark og góö-
ur undirbúningur. Guömundur Kjart-
ansson gaf boltann á nafna sinn
Þorbjörnsson á hægri kantinum.
Hann gaf lágan og fastan bolta inn í
vitateiginn þar sem Ingi Björn kom
fljúgandi, í orðsins fyllstu merkingu
og skallaöi í netiö, 1—0. Valsmenn-
irnir voru klaufar að skora ekki
nokkur mörk til viöbótar í fyrri hálf-
leik og gera þannig út um leikinn, en
þaö var sama hversu mörg opin færi
þeir fengu, boltinn vildi ekki í netiö
hjá ísfiröingunum og staöan því
1—0 í leikhléi.
I síöari hálfleiknum drógu Vals-
menn sig aftar á völlinn og virtust
ætla aö láta þetta eina mark duga,
en fyrir bragðið komust ísfiröingar
meira inn í leikinn og þeir böröust
vel, ákveðnir í aö jafna leikinn.
Snemma í síöari hálfleik munaöi ekki
nema hársbreidd aö þeim tækist aö
jafna. Ámundi og Jón Odds unnu vel
saman á vinstri kantinum og Ámundi
skaut skammt fyrir utan vítateig en
Siguröur rétt náöi aö verja í stöng-
ina og þaðan út í teig, en tæpara
mátti þaö ekki standa. Jöfnunar-
markiö var skoraö þegar aöeins sjö
mín. voru eftir af leiknum. Jón
Oddsson tók innkast alveg inn aö
marki, Sigurður ætlaði aö slá frá en
missti af knettinum sem barst aftur
fyrir þvöguna sem var í miðjum
teignum. Þar var Kristinn Kristjáns-
son og hann átti ekki í erfiðleikum
meö aö skora í autt markið.
Þaö er erfitt aö gera upp á milli
manna hjá Val aö þessu sinni. Allir
stóöu sig vel þó svo illa væri fariö
meö marktækifærin. Njáll Eiösson
var góöur þann stutta tíma sem
hann lék með, en hann varö að yfir-
gefa völlinn eftir hálftíma leik,
meiddi sig eitthvað í öxlinni. Höröur
Hilmarsson stjórnaöi vörninni eins
og herforingi og Ingi Björn var
sprækur frammi. Hjá ísfiröingum var
Valur-ÍBÍ 1:1
lítiö um ftna drætti í fyrri hálfleik en í
þeim síöari bar mikiö á Jóni
Oddssyni sem er alveg eldfljótur, og
einnig var Jón Björnsson góöur í
vörninni.
Einkunnagjöfin: Valur: Siguröur
Haraldsson 6, Guömundur Kjart-
ansson 7, Úlfar Hróarsson 7, Þor-
grímur Þráinsson 6, Ingi Björn Al-
bertsson 7, Hilmar Sighvatsson 7,
Valur Valsson 7, Njáll Eiðsson 6, Jón
Grétar Jónsson 6, Höröur Hilmars-
son 7, Guðmundur Þorbjörnsson 7,
Magni Pétursson (vm) 6, Hilmar
Haröarson (vm) 5.
ÍBÍ: Hreiöar Sigtryggsson 6, Guð-
mundur Jóhannsson 5, Rúnar Víf-
ilsson 6, Örnólfur Oddsson 6, Jó-
hann Torfason 6, Jón Oddsson 7,
Bjarni Jóhannesson 6, Benedikt Ein-
arsson 6, Kristinn Kristjánsson 6,
Ámundi Sigmundarson 6, Jón
Björnsson 7, Gunnar Pétursson (vm)
5, Guöjón Reynisson (vm) lék of
stutt.
í stuttu máli: Laugardalsvöllur 1.
deild: Valur — ÍBÍ 1 —1 (1—0).
Mörkin: Ingi Björn Albertsson (10.
mín.) fyrir Val og Kristinn Kristjáns-
son (83. mín.) fyrir ísafjörð.
Gul spjöld: Ingi Björn og Hörður
Hilmarsson hjá Val og þeir Jóhann
Torfason og Örnólfur Oddsson hjá
ÍBÍ.
Dómari: Kjartan Ólafsson. Hann
var ekki nógu góöur aö þessu sinni
og vöktu sumir dómar hans mikla
undrun. Áhorfendur: 752. SUS
ÍBV í efsta sæti 1. deildar:
Knattspyrnan var
sett á oddinn
VESTMANNAEYINGAR unnu góöan sigur á Akurnesingum undir hlíö-
um Helgafells á laugardaginn í fjörugum leik. ÍBV sigraöi, 2—1, á
þungum grasvellinum og var sá sigur sanngjarn. Staöan í hálfleik var
1—0, ÍBV í vil. Eyjamenn verma því enn efsta sætiö í 1. deild og þeir
hafa ekki verið árennilegir á sínum heimavöllum, já heimavöllum, því
Eyjamenn búa betur í vallarmálum en flestir aörir, eiga tvo grasvelli.
Eins og ávallt þegar þessi tvö lið
mætast i kappleik var knattspyrn-
an sett á oddinn, bæöi liö lögöu
sig fram viö aö spila góöa knatt-
spyrnu og þeim tókst vel upp, leik-
ur þessi var góö skemmtun fyrir
áhorfendur. Þaö var strekkings-
vindur eftir vellinum endirlöngum
og léku Eyjamenn undan vindi í
fyrri hálfleik. Er skemmst frá aö
segja að IBV sótti nær látlaust all-
an -"hálfleikinn en mark þeirra
komst aldrei í neina teljandi hættu.
Hlutverk Skagamanna í fyrri hálf-
leik var aö verjast og tókst þeim
þaö harla vel. Tómas Pálsson var
mjög aögangsharöur viö mark
Skagamanna fyrstu mín., t.d. á 13.
mín. varð Bjarni Sigurösson að
taka á honum stóra sínum er hann
bjargaöi naumlega góöum skalla
Tómasar eftir góöa hornspyrnu
Ómars.
En Bjarni Sigurösson, hinn
snjalli markvöröur ÍA, kom engum
vörnum viö á 24. mín. Þá óö.Tóm-
as Pálsson upp kantinn og sendi
boltann inn aö markinu til Ómars
Jóhannssonar. Ómar lagöi boltann
snyrtilega út í teiginn fyrir fætur
Hlyns Stefánssonar sem skoraöi
meö stórglæsilegu skoti í bláhorn-
iö niöri, 1—0 fyrir ÍBV.
Þrátt fyrir mjög þunga sókn
Eyjamanna tókst þeim ekki aö
skapa sér ýkja mörg opin mark-
tækifæri og þá var Bjarni Sigurðs-
son mjög góöur í markinu, varöi
m.a. góöan skalla frá Tómasi
Pálssyni.
í seinni hálfleik fengu Skaga-
menn vindinn í bakiö og eins og
vænta mátti sóttu þeir mun meira
til aö byrja meö og þeir náöu aö
jafna metin strax á 59. mín.
Sveinbjörn Hákonarson lék þá vel
upp kantinn og sendi gullfallega
sendingu inn á Sigþór Omarsson
sem haföi sloppið úr gæslu og Sig-
þór skoraði meö viöstööulausu
skotl. Vel aö verki staöiö hjá
Skagamönnum.
Næstu mín. var sókn Akurnes-
inga þung og þeir voru óragir viö
aö skjóta á markiö. Reyndi veru-
lega á Aöalstein markvörö ÍBV og
hann brást ekki liöi sínu, varöi oft
frábærlega vel, m.a. tvívegis
þrumuskot Árna Sveinssonar.
Þegar komiö var rétt framyfir miöj-
an hálfleikinn jafnaöist leikurinn og
eftir aö Eyjamenn skiptu inná hjá
sér Sigurjóni Kristinssyni lifnaöi
verulega yfir leik ÍBV. Og þaö var
Sigurjón Kristinsson sem skoraöi
sigurmark ÍBV á 82. mín. Eftir
mikla sókn ÍBV barst boltinn til
Sigurjóns rétt utan vítateigs og
meö krafti reif hann sig lausan frá
varnarmönnum lA og glæsilegt
skot hans sigldi í netiö fyrir aftan
Bjarna markvörö.
Sigurjón hafði nærri bætt ööru
marki viö er hann komst einn í
gegn eftir frábæra sendingu Hlyns
Stefánssonar, en nú varöi Bjarni
Sigurösson meistaralega.
Eyjamenn léku án Þóröar Hall-
grímssonar og Kára Þorleifssonar
en náöu samt upp góöum leik.
Valþór Sigþórsson var besti maöur
vallarins í þessum leik. Valþór hef-
ur aldrei leikið betur en í sumar og
mætti landsliösnefndin gjarnan
gefa honum betri gaum.
Skagamenn uröu aö sætta sig
viö tap aö þessu sinni. Liöið leikur
ágætlega úti á vellinum en sóknar-
leikur liösins er ekki beittur. Árni
Sveinsson var bestur Skagamanna
í leiknum.
Einkunnagjöfin:
ÍBV:
Aðalsteinn Jóhannsson 7
Snorri Rútsson 6
Viðar Elíasson 6
Valþór Sigþórsson 8
Þórarinn Þórhallsson 7
Sveinn Sveinsson 6
Hlynur Stefánsson 7
Jóhann Georgsson 6
Ágúst Einarsson 6
Ömar Jóhannsson 7
Tómas Pálsson 7
Sigurjón Kristinsson (vm) 6
ÍA:
Bjarni Sigurðsson 7
Guðjón Þórðarson 6
ólafur Þórðarson 6
Sigurður Lárusson 7
Sigurður Halidórsson 6
Sigurður Jónsson 7
Sveinbjörn Hákonarson 7
Jón Áskelsson 6
Sigþór ómarsson 6
Guðbjörn Tryggvason 5
Árni Sveinsson 7
Júlíus Ingólfsson (vm) 4
í stuttu máli:
Helgafellsvöllur 1. deild:
íbv-ía 2:1
• Valþór Sigþórsson átti mjög
góöan leik í liöi ÍBV og bankar á
dyr landsliðsins með sama
áframhaldi.
ÍBV - ÍA
2-1 (1-0)
Mörki ÍBV: Hlynur Stefánsson 24.
mín. Sigurjón Kristinsson 82. mín.
Mark IA: Sigþór Ómarsson 59.
mín.
Gul spjöld: Árni Sveinsson ÍA,
Guðjón Þórðarson í A.
Áhorfendur: 730.
Dómari: Þorvarður Björnsson.
— hkj.
Staðaní
1. deild
STAÐAN í 1. deild eftir leiki helgar-
innar er nú þannig:
ÍBV 8 4 2 2 15—7 10
KR 8 2 5 1 8—9 9
UBK 7 3 2 2 6—4 8
Valur 8 3 2 3 13—15 8
ÍBÍ 8 2 4 2 8—10 8
ÍA 7 3 1 3 8—5 7
Þór 8 1 5 2 8—9 7
Víkingur 7 1 4 2 5—7 6
Þróttur 7 2 2 3 8—12 6
ÍBK 6 2 1 3 8—9 5
Næstu leikir í l.deild veröa mið-
vikudaginn 29. júní og hefjast þeir
kl. 20. A Akranesi leika heimamenn
við ÍBK, leikur úr 7. umferöinni og (
Laugardal leika Þróttur og UBK, ef
veöur og vallaraöstæöur leyfa.
• Jón Grétar er hér ó fleygiferð í átt aö marki ÍBÍ en Bjarni Jóhannesson og Rúnar Vífilsson fylgjast
spenntir meó. Jón Grétar átti mörg marktækifæri í gær sem honum tókst ekki að nýta.