Morgunblaðið - 28.06.1983, Síða 34

Morgunblaðið - 28.06.1983, Síða 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 Minning: Vilmundur Gylfa- son alþingismaður var djúpur tilfinningamaður og gæddur skýrum listrænum hæfi- leikum. En þótt listamaðurinn Vilmundur og skáldskapurinn yrði að víkja vegna starfa á þjóðmála- sviðinu gaf hann síðar út tvær ljóðabækur, „Myndir og ljóðbrot" árið 1970 og „Ljóð“ árið 1980. í þessum bókum birtist lífssýn Vilmundar sem manns miklu skýrar en í þeim pólitísku skrifum sem gerðu hann þjóðkunnan. Þjóðmálabaráttan varð fljótt það svið sem hann valdi sér frem- ur en starf listamannsins og í sjötta bekk í MR var hann kjörinn Inspector Scholae, sem er æðsta virðingarstaða í því litla samfé- iagi sem MR var. Á þessum árum kynntist ég Vilmundi hvað best. Hann var geysilega skemmtilegur vinur. Alltaf fullur af skringi- legum sögum, hafði leiftrandi hugmyndaflug og var óvenju hnyttinn í tilsvörum. Það sem ein- kenndi fas hans þó öðru fremur var að hann hafði enga ró í sínum beinum nema hann væri sífellt að starfa eða stjórna. Það var á þess- um árum sem hann kynntist Val- gerði Bjarnadóttur, sem síðar varð eiginkona hans og stoð og stytta, hvort sem fagnað var sigri eða sótt á brattann. Á æskuheimili Vilmundar á Aragötunni, þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum, var eins konar fundarstaður okkar félaganna. Við glímdum við lífsgátuna langt fram eftir kvöldum og stórar áætlanir voru gerðar. Á því heim- ili ríkti einstæð gestrisni og vel- vilji þótt oft væru fyrirferðar- miklir vinir Vilmundar á ferð, sem þóttust allt vita eins og einkennir svo gjarnan hugsunarhátt þessa aldurshóps. Gylfi gaf sér alltaf tíma til að ræða við okkur félag- ana. Þegar stúdentspróf voru afstað- in vorið 1968, skildi leiðir okkar Vilmundar um tíma. Hann hélt til Bretlands og lagði þar stund á sagnfræði við háskólann í Man- chester og lauk þaðan BA-prófi 1971. Tveim árum síðar, 1973, tók hann mastersgráðu í sama fagi frá háskólanum í Exeter. Eftir að háskólanámi lauk kom Vilmundur heim og hellti sér út í þjóðmálabaráttuna af slíkum krafti að á örskömmum tíma þekkti öll þjóðin hann. Og ekki var sannfæringarmátturinn og bar- áttuviljinn minni en á skólaárun- um, enda var hann kjörinn „Mað- ur ársins“ af einu síðdegisblað- anna strax i upphafi blaðamanns- ferils síns. Úr blaðamennskunni og kennslu við Menntaskólann í Reykjavík hélt Vilmundur síðan út í stjórnmálin. Stjórnmálabar- áttu hans ætla ég mér ekki að rifja hér upp, enda lítið rúm til þess. Vilmundur var mér öðru fremur mikill vinur og ógleyman- legur sem maður. Hann var einn af þeim mönnum sem sett hafa svip á samtíð okkar, hann var hugrakkur baráttumaður sem átti sér stórar hugsjónir og mikla drauma. Við Edda vottum þér, Vala mín, og börnum þínum, Gurru og Baldri Hrafni og öllum ættingjum Vilmundar Gylfasonar, okkar innilegustu samúð. Megi kær vinur hvíla í friði. Hrafn Gunnlaugsson Ein ögurstund er tilvera okkar í tímans rúmi. Við erum þó ætíð í nálgun á ferðalagi að stund sem rennur upp. Einum skapast örlög sem okkur enn lifandi svíða hjartastað. Einum er gefið svo mikið af Guði og hinum minna. Maður sem skilur meira en hin- ir finnur oftast meira til, kveðja mín til vinar míns og lífsinsskoð- unarbróður er stutt eins og vegur hans á brautinni með okkur. Hvenær, svo nærri nú, man ég, þegar Vilmundur gekk inn í stof- una mína í Menntaskólanum í Reykjavík og gaf okkur sinn skiln- ing á okkar nútímasögu. Kapp- samur, næmur og ætíð reiðubúinn að gera söguna svo heillandi, að þá naut skáldið sín í honum og róm- antíkerinn. Þegar gjafarinn gefur, er það stórt, og þannig var með sóma- mann sem skildi og vildi meira en margur annar. Skrefið sem hann tók síðastliðinn vetur var gert af skilningi, betra lífi öllum lands- mönnum jafnt til handa. Uppsker- an var að mínum dómi góð miðað við aðstæður. Hann einn í ólgusjó alþingis og skoðanabræður með fundu að fólk sem finnur ham- ingju í litlu, gátu látið heildina vinna saraan. Ég vann með honum er hann fór til þings, ungur, fullur af inn- blæstri góðs hugar, en eins og margt vill verða í lífinu eru þeir, sem vilja best, kæfðir mest. Vala, Guð gefi þér styrk. Ég sendi þér og börnum þínum mínar dýpstu góðu hugsanir og Guð veri með þér. Portúgal, 20. júní Herdís Benediktsdóttir. Vilmundur Gylfason stóð ætíð skrefi framar okkur skólasystkin- unum. Hann þroskaðist bráðar en við hin, varð fyrr sjálfstæðari í orði og verki, og viðaði að sér þekkingu sem stóð utar og ofar námsbókum og leikjum æskuár- anna. Gáfur hans og skarpskyggni samfara heiðarleika og ríkri rétt- lætiskennd gerðu Vilmund að sjálfkjörnum foringja þegar í barnaskóla. Að hið eðlilega forskot Vil- mundar á tímann myndi einnig gilda um dánardægur hans, kom hins vegar sem reiðarslag. í kjölfar andlátsfregnarinnar siglir vanmáttur og tóm sem kveikir stopular myndir frá horfn- um tíma; strákapör barnaskólaár- anna, brothætt gelgjuskeiðið með ótal upphlaupum, menntaskóla- klíkan sem í ófá skiptin sat langa daga og áliðin kvöld á Aragötunni, kyrjandi rómantíska skáldtexta og hlýðandi á margleiknar hljóm- plotur; þýskir búllusöngvar milli- stríðsáranna, Ink Spots og Golden Gate Quartet. í sömu stofu út- skýrði Vilmundur fyrir okkur mónólóg Hamlets: Að vera eða vera ekki. Sú einræða átti eftir að einkenna allt starf hans og hug- sjónir. Þetta voru ljúfir dagar, og síðar meir þegar árin höfðu klætt okkur í aðra hefðbundnari leik- búninga, skildum við mikilvægi þessara stunda og treguðum það frelsi sem þær færðu okkur. Ég minnist Vilmundar Gylfa- sonar með söknuði; en jafnframt með þakklæti fyrir skemmtilega og auðgandi samferð. Eiginkonu hans, börnum, for- eldrum og bræðrum votta ég dýpstu samúð. Ingólfur Margeirsson Ég undirritaður kynntist Vil- mundi Gylfasyni hin síðari ár og tel mig hafa verið gæfumann að kynnast svo góðum dreng. Hann var að mínu viti stórvel gefinn og hafði alla möguleika til að vera forystumaður þjóðar sinnar og þjóðhollur. Hann var hugsjóna- maður, hann var þjóðhollur fs- lendingur. Hans verður saknað af mörgum. Ég kveð þennan vin minn með miklum söknuði. Vilmundur fædd- ist 7. ágúst 1948 í Reykjavík. Hann var aðeins 34 ára er hann lést. Ég votta konu hans, foreldrum hans og öðrum aðstandendum samúð mína. Ég veit að aðrir munu gera glögga grein fyrir per- sónu hans og störfum í þágu þjóð- arinnar. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Blessuð sé minning Vilmundar. Jóhann Þórólfsson Vilmundur Gylfason var samtíð sinni eins og hið góða skáld. f hon- um hrærðist kvika samfélagsins, í huga hans brotnuðu öldur sam- tímans. Með næmni skáldsins nam hann vonir manna og vonbrigði og túlkaði tilfinningar þeirra en ekki þær talnaraðir, sem öðrum þótti lýsa líðan manna og draumum. Fyrir hann snerust stjórnmál ekki um prósentureikning, heldur um þær tilfinningar, sem vakandi menn bera til samtíðar sinnar. Orð hans voru sterkari en margur vildi una en um leið dró hann upp málverk, sem túlkaði í stað mynda sem sýndu. Hann leitaðist við að rekja upp þann vef blekkinga, sem spunnist hefur, og villir lítilmagn- anum sýn. Hann hlífði í engu þeim fáu, sem skýla sér bak við þennan vef og hafa komið sér fyrir á kostnað hinna mörgu. Þó mátti hann ekkert aumt sjá. Þó hann væri baráttumaður og berðist hart, fann hann ekki til af heift, heldur af einlægri samúð með þeim umkomulausu. Þeir fátæku, þeir valdalausu, áttu meira í þess- um góða dreng en aðrir menn. Sem stjórnmálamann skorti hann stundum tilfinnanlega þá brynju, sem aðrir slíkir klæðast til að hlífast sárum. Hann hafði sverð í báðum höndum en varð sér aldrei úti um skjöld. Hugur hans var leiftrandi, stundum lítt ham- inn, en alltaf einlægur, þó köld skynsemi hinna brynjuklæddu vísaði til annarrar áttar. Hann var maður baráttunnar en ekki sigursins, maður göngunnar en ekki setunnar. Vilmundur var alltaf skrefi á undan samtíðinni eins og allir menn af hans tagi, því framtíðin er önnur en samtíðin einmitt vegna slíkra. Um leið og hann kveikti vonir margra um betri framtíð, auðgaði hann samtíð sína með því að lifa hana vakandi og mála hana öðrum til skilnings. Þúsundirnar syrgja þennan góða, gáfaða dreng, sem fékk hjörtu manna til að slá hraðar, kom þeim til að hugsa og krafði þá um ær- legar tilfinningar. Því smærri sem menn eru, því stærri vin hafa þeir misst með Vilmundi. Völu, börnunum og fjölskyldu Vilmundar sendi ég mína dýpstu samúð. Guð blessi og varðveiti drenginn góða. Jón Ormur Halldórsson Það var varla hægt að hugsa sér meira lifandi mann en Vilmund Gylfason. Um leið og hann mætti á vettvang var hann orðinn mið- depill umhverfisins, sá punktur, sem allt snerist um. Áthyglin beindist öll að honum, hvort sem var í margmenni eða fámenni. Hvar sem hann fór heilsaði hon- um fólk á báða bóga, kallaði til hans, klappaði honum á öxlina, veifaði honum eða dró hann afsíð- is til eintals. Hann þekkti alla og allir þekktu hann. Þegar við fram- bjóðendur Bandalags jafnaðar- manna komum á vinnustaðafundi fyrir síðustu kosningar án þess að Vilmundur væri með í hópnum, kvað ætíð við úr öllum hornum: „Hvar er Vilmundur? Kemur Vilmundur ekki? Er ekki hægt að hafa annan fund með Vilmundi?" Það töluðu allir eins og þeir þekktu hann, væru náskyldir hon- um og ættu í honum hvert bein, og þessar tilfinningar í hans garð höfðu ekkert með það að gera hvort fólk var sammála honum í stjórnmálum eður ei. Ég kynntist Vilmundi ekki per- sónulega fyrr en nú í vetur, þó ég hafi að sjálfsögðu fylgst með hon- um úr fjarlægð um langt skeið eins og aðrir landsmenn. Persónu- leiki hans var hins vegar svo magnaður og innilega mannlegur, að nokkurra mánaða kynni við Vilmund voru eins og áratuga kynni við annað fólk. Það fór eng- inn, sem nálægt honum var, í grafgötur um að þarna fór maður sem bjó yfir mikilli mannúð og skilningi á tilfinningum með- bræðra sinna. Sem slikur átti hann brýnt erindi í stjórnmála- heiminn, því hvergi er meiri þörf fyrir menn með réttlæti og mann- legan skilning að leiðarljósi en einmitt þar sem örlögum þjóðar- innar er ráðið. Vilmundur Gylfa- son helgaði sig þjóðfélags- og stjórnmálum af lífi og sál, þó svo hann væri eflaust meiri húmanisti en pólitíkus í eðli sínu, því honum óx aldrei sú kalda brynja, sem ein- kennir marga starfsbræður hans á vettvangi stjórnmálanna. Hann hafði ákveðnar skoðanir á því hvernig hag hinna verr settu í þjóðfélaginu væri best borgið, og samviskan bauð honum að fylgja þessum skoðunum eftir og leggja sitt af mörkum til þess að bæta lífskjörin í landinu okkar. Megum við bera gæfu til að halda á lofti hugsjónum Vilmundar Gylfasonar um langa framtíð. Fjölskyldu Vilmundar, foreldr- um hans, eiginkonu og börnum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Jónína Leósdóttir „Hví vill Drottinn þola það, landið svipta svo og reyna, svipta það einmitt þessum eina, er svo margra stóð í stað?“ Þannig orti Jónas Hallgrímsson eftir vin sinn Tómas Sæmundsson. Önnur orð tel ég ekki betur fallin til að lýsa hug mínum við andlát Vilmundar Gylfasonar. Kynni okkar Vilmundar urðu stutt, aðeins fáein ár. En þau ár og þær minningar mun ég geyma sem einhvern dýrmætasta hluta ævi minnar. Að baki stjórnmálamanninum bjó mikill persónuleiki. Viðkvæm- ur og ástríkur maður, sem þó gat verið svo harður og óvæginn. Rómantískur unnandi fegurðar og lista, ósérhlífinn sannleiksleit- andi, staðfastur óvinur valds og valdbeitingar. Manna skemmtileg- astur og fróðastur í góðum hópi, samvizkusamur vinnuþjarkur. Stjórnmálaskoðanir Vilmundar mótuðust af áhuga á lífi og örlög- um einstaklingsins, sjálfstæði hans og frelsi undan valdboði og tilskipunum. „Valdið á gólfið" sagði hann, „valdið til fólksins". Hann veitti nýjum, ferskum hug- myndum inn í farveg íslenzkra stjórnmála og reyndi að breyta vinnubrögðum í samræmi við nýj- ar hugmyndir nýrra tíma. Hann reiddi oft hátt til höggs og aldrei að ástæðulausu. Áhrifin voru sterk og munu lifa í íslenzkum stjórnmálum um ókomna tíð. Vilmundur unni lífinu, lífinu sem var honum þó oft svo erfitt og lagði honum meiri byrðar á herðar en flestum öðrum. Brotsjói lífsins stóð hann af sér með reisn þar til yfir lauk. Ég sakna vinar í stað og sendi Völu og börnunum innilegar sam- úðaróskir með þá fullvissu í hjarta, að minningin um góðan dreng mun lifa í hugum okkar allra. Karl Th. Birgisson „Tuskubræður — kuldaskræf- ur“. Þessa nafngift fengum við Vimmi þegar við vorum fyrstu strákarnir í skólanum með bak- töskur úr segldúk, en allir aðrir voru með hliðartöskur. Okkur var sama. Við vissum að þessar töskur voru góðar fyrir bakið, og okkur þótti gott að bíða í anddyrinu þar til skólinn byrjaði á köldum vetrarmorgnum. Okkur var líka sama þótt okkur væri stundum strítt á pokabuxun- um. Okkur fannst ekki að við vær- um skræfur, og þess vegna þoldum við smá stríðni. Vimmi var að minnsta kosti aldrei skræfa, og það nægði okkur hinum. Hópurinn var samstilltur, Vimmi var foringinn — stundum forsprakkinn — hann átti fylgi okkar og við nutum styrks frá honum. Hugmyndasmiður, driffjöður, málsvari, ósérhlífinn og alltaf fremstur í flokki: Vimmi. „Leó er stysta, ljótasta og leið- inlegasta nafn sem ég veit.“ Einn bekkjarbræðranna bryddaði upp á umræðuefni sem gat orðið óþægi- legt fyrir mig, en þá kom Vimmi til skjalanna: „Það er ég nú ekki svo viss um. Nafnið Jón er til dæmis jafn margir stafir, en það eru ekki síð- ur atkvæðin sem ráða lengd orða. Jón er eitt atkvæði, Leó er tvö, alveg eins og Pétur, sem er þó fimm stafir." Þetta var tíunda árið okkar í sama bekk, og ekki brást Vimmi mér. Umræðunni var snúið inn á málfræðilegar brautir, reyndar um atkvæði — þó annars konar en þau atkvæði sem síðar skiptu hann sjálfan svo miklu. Minningar eru eitt það verð- mætasta sem hugurinn geymir. Okkur þótti vænt um skólana, kennarana, mýrina og knatt- spyrnufélagið okkar, og söknuðum sárt þeirra tveggja stjórnarmanna sem við kvöddum fyrir löngu. Og nú er formaðurinn sjálfur kvadd- ur. Minninga er hægt að njóta með margvíslegum hætti. í eigin hugarheimi rifjum við upp svo ótal margt, en sameigin- leg upprifjun minninga á góðri stund hefur yfir sér sérstakan blæ, sem ekki verður með orðum lýst. Þeirri innri fátækt sem því fylg- ir að geta ekki lengur rifjað upp í sameiningu verður heldur ekki með orðum lýst. Leó E. Löve Að lokinni stuttri samfylgd okkar Vilmundar er margs að minnast. Það var lán mitt að hafa átt þess kost að vera með þeim góða dreng í för og þakkarskuld mín er stór. Eftir stend ég ríkari af lífsins lærdómi og góðum minn- ingum. Vilmundur var með sanni lífsins listamaður, kröftugur og ótrúlega frjór, sannur og heill, góður vinur. Mínar bestu minningar tengjast skrafi okkar um dagsstund og löngum setum fram í nóttina rauða hjá þeim Völu á Haðar- stígnum. Hvert sem leið lá, út á víðáttu ljóðlistarinnar, um marg- slungna vegferð sögunnar eða að skákborði stjórnmálanna, var Vimmi skemmtilegur leiðsögu- maður. Sjaldnast voru farnar troðnar slóðir. Hann opnaði manni nýja sýn og vakti til um- hugsunar. Leiðir okkar lágu saman á vettvangi stjórnmálanna. Þar nutu sín vel margir hans bestu kostir. Maður, sem í senn bjó yfir hugmyndaflugi listamannsins, rökhyggju skákmannsins og víðri þekkingu sagnfræðingsins, hlaut að vera mikilhæfur stjórnmála- maður. Slíkur maður var Vil- mundur Gylfason. Hann kom eins og vorþeyr inn í íslensk stjórnmál, maður nýrra tíma. Gerði atlögu að ýmsum meinsemdum samfélags- ins. Menn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Glæsilegur fulltrúi nýrrar kynslóðar, nýrra lífsgilda, stóð nú á miðju sviðinu. f stjórn- málum var Vilmundur maður hinna breiðu lína, athygli hans og barátta snéri að grundvallaratrið- um, því sem skipti mestu máli þegar allt kom til alls. í þessum efnum átti hann engan sinn líka. Á meðan flestir voru fastir í vana- hugsun hversdagsbaráttunnar hrærðist með Vilmundi stærri hugsun, til framtíðar, til fyllra og betra lífs. Hann var jafnaðarmað- ur nýrrar gerðar, barn síns tíma. Fjöldasamfélag nútímans þarfn- aðist endurskoðunar, byggðrar á hinum gamla grunni, þótt mikið hefði áunnist var þörf meira frels- is, ábyrgðar og valddreifingar. Það var létt að hrífast með. Málstaðurinn góður, forystumað- urinn trúr leikreglum, maður sem þorði. Vilmundur skildi flestum betur hverjir voru hreyfivakar sögunnar og skynjaði vægi ákvarðana. Hann talaði oft um dóm sögunnar. Nú heyrir hann sögunni til. Á þessari stundu verð- ur engu slegið föstu um hvaða dóm sagan kveður upp um verk og baráttu Vilmundar Gylfasonar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.