Morgunblaðið - 28.06.1983, Page 37

Morgunblaðið - 28.06.1983, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 41 fclk í fréttum Búinn að fá nóg af Súpermann Kvikmyndaleikarinn Christopher Reeve er orðinn leiður á Súpermann og segir, að ef fjórða myndin um ofurmennið verði einhvern tíma að veruleika þá verði hún um leið síðasta myndin, sem hann leikur i af þessu tagi. „Sjáið til, ég hef flogið, elskað, stöðvað og breytt snúningi jarðarinnar. Ég hef barist við jafnoka mina, kjassað litla krakka og kjölturakka og bjargað « köttum ofan úr tré. Það er komið nóg af svo góðu,“ sagði Reeve, sem nú hefur verið boðið hlutverk í tveimur myndum, sem ekkert eiga skylt við teikni- myndaffgúrur. Christopher Reeve varð frægur á einni nóttu þeg- ar hann kom fram í fyrstu Súpermann-myndinni árið 1978. „Frægðin var öll á misskilningi byggð. Það var með mig eins og nýja krakkann í hverfinu. Allra augu beindust að mér og sjálfum fannst mér ég vera orðinn svo merkilegur, að það jaðraði við geðbilun," segir Reeve, sem nú er reynslunni ríkari. Bowie og Oshima f myndinni leikur David Bowie enskan stríðsfanga í japönskum fangabúðum á því herrans ári 1943. Yfirmaður búðanna, sem Ryuichi Sakamoto leikur, er að sjálfsögðu ekkert lamb að leika sér við en Bowie gerir sér lítið fyrir og kyssir hann beint á munninn að öllum ásjáandi. Varla er hægt að hugsa sér meiri vanvirðu við einn keisaralegan, japanskan hermann, en í myndinni hefur kossinn tákn- rænt gildi og raunar dálítið meira en það. Ryuichi Sakamoto og hljóm- sveit hans, Yellow Magic, eru stóru stjörnurnar í japönsku popplífi nú um stundir og eru oft flokkaðir í gamni með bílum og ljósmyndavörum sem gróða- vænleg útflutningsvara. Leik- stjórinn, Nagisa Oshima, segist hafa valið Sakamoto af sömu ástæðu og hann valdi David Bowie: „Átrúnaðargoð unga fólksins eru miklu betri fulltrúar fyrir æskuna og hugarheim hennar en nokkur kvikmyndastjarna," sagði Oshima. Þeir eru kátir félagarnir á þessari mynd þeir David Bowie og japanski leikstjórinn Nagisa Oshima, enda er það engin furða því að mynd þeirra Merry Christmas Mr. Lawrence hefur nýlega verið frumsýnd í þremur löndum, Frakklandi, Japan og íslandi. Myndin hefur fengið frábærar viðtökur, og verður frumsýnd í Bretlandi í ágúst og Bandaríkjunum í september. COSPER — Vakti ég þig? + Yfirvöld á Indlandi vildu meira en gjarna ná tali af þessari stúlku, en vita bara ekki hver hún er. Myndin af henni birtist í indversku dagblaði og fylgdi það með að stúlkan og fleira fólk í Bihar-fylki væri komið með bólusótt. Bólusótt er ákaflega smit- andi og hættulegur sjúkdómur eins og íslenska þjóðin hcfur fengið að reyna í gcgnum aldirnar, en talið var, að hann hefði verið upprættur að mestu leyti fyrir um sjö árum. BRIDGESTONE 1100x20 vörubíladekk Eigum til á lager 1100x20 vörubíladekk. Hagstætt verð og góð greiðslukjör BÍLABORG HF Smidshöfða 23, sími 812 99 Utveggjaklœöning fyrir íslenskar aöstœöur áótrúlega hagstœöu verði! Hina stílhreinu Plagan Populár útveggja- klæöningu fáiö þiö hjá okkur. Hentar bæði nýbyggingum og gömlum húsum, t.d. ef auka þarf einangrun þeirra. Veggklæðning í hæsta gæöaflokki. Lítið inn og kynnið ykkur kosti Plagan Populár veggklæöningarinnar. BYGGINGAVORUVERSLUIM NJ KÓPAV0GS BYKO TIMBURSALAN SKEMMUVEGI 2 SIMI 41000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.