Morgunblaðið - 30.06.1983, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983
í upphafí afmælisin.s var gengið út í gróðurreit sem er við félagsheimilið i Borg og gróðursettar nokkrar trjáplöntur, þar voru að störfum, f.v.: Ingi Tiyggvason
form. Stéttarsambandsins, Gunnar Jóhannesson form. Búnaöarfélags Grímsneshrepps, Jón Helgason landbúnaóarráóherra, Steinþór Gestsson í stjórn BÍ og
Ásmundur Eiríksson oddviti.
100 ára afmæli
Búnaðarfélags
Grímsneshrepps
Syðra-Langholti, 27. júní.
Föstudagskvöldið 24. júní
kom bændafólk í Grímsncsi
saman í félagsheimili sínu,
að Borg, til að minnast þess
að þann 13. júlí verða 100 ár
frá stofnun búnaðarfélags
sveitarinnar. Það var sýslu-
nefnd Arnessýslu sem sendi
frá sér áskorun á vorfundi
sínum árið 1883 að stofnuð
yrðu búnaðar- eða ræktunar-
félög í hverju sveitarfélagi.
Þetta voru mikil harðindaár
og fátækt mikil. Eigi að síður
sáu framsýnir menn að leiðin
til framfara var að hefjast
handa við ræktun og umbæt-
ur í sveitunum á félagslegum
grunni.
Grímsnesingar áttu framsýnan
og dugandi bónda sem gerðist for-
ustumaður í búnaðarmálum
þeirra, það var Þorkell bóndi á
Ormsstöðum. Þetta búnaðarfélag
mun vera það elsta sem starfað
hefur alla tíð frá stofnun af bún-
aðarfélögunum á Suðurlandi.
Tveir eldri bændur voru geröir _að heiðursfélögum fyrir margháttuð og
giftudrjúg störf í þágu félagsins. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Gunnar
Jónnesson Hömrum, form. búnaðarfélagsins, Gunnar Ágústsson Stærribæ,
stjórnarraaður, Hannes Hannesson Kringlu og Óskar Ögmundsson Kaldár-
höfða, heiðursfélagar, og Kjartan Helgason Haga, stjórnarmaður.
árum þar sem mikil landsvæði
hafa verið tekin undir sumarbú-
staði. Þar eru nú 36 bændur sem
búa á 30 jörðum. Flestir hafa
blönduð bú sem kallað er, þ.e. bæði
kýr og sauðfé, og er meðalbúið
langt yfir landsmeðaltali enda eru
jarðir þar landstórar og gott undir
bú.
Á þessari velheppnuðu hátíðar-
samkomu búnaðarfélagsins fengu
Grímsnesingar góðar óskir og góð-
ar gjafir frá nágrannabúnaðarfé-
lögum sínum svo og frá Búnaðar-
félagi íslands, Stéttasambandi
bænda og Búnaðarsambandi Suð-
urlands.
Sig. Sigm.
Fram kom í hátíðarræðu óskars
Ögmundssonar búnda í Kaldár-
höfða sem hann flutti á samkom-
unni, er hann rakti sögu félagsins,
að í fyrstu voru keypt fáein hand-
verkfæri sem skipt var á milli
starfsdeilda sem síðan lánuðu
bændunum verkfærin til skiptis.
Síðar meir komu hestaverkfærin
og svo dráttarvélarnar.
í Grímsnesi hafa allmargar
jarðir farið í eyði á undanförnum
Húsmæóur í Grímsnesi sem klæddar voru í íslenskan búning voru kallaðar
upp á leiksvið til myndatöku. Ljtem.: Si*. sigm.
Rætt um lækk-
un hámarks-
hraða á fundi
íbúasamtaka
Vesturbæjar
ÍBÚASAMTÖK Vesturbæjar
héldu aðalfund sinn á Hallveig-
arstöðum 13. júní sl. og flutti
Þórunn Klemensdóttir formaður
samtakanna yfírlit um starfsem-
ina á árinu.
Auk hefðbundinna aðalfund-
arstarfa var umræðuefni fundar-
ins sú lækkun hámarkshraða inn-
an Vesturbæjar, niður í 30 km á
klst., sem samþykkt hefur verið í
borgarstjórn og kemur væntan-
lega til framkvæmda í sumar.
Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi
og varaformaður Umferðarráðs
var gestur fundarins og rakti hún
ástæðu og aðdraganda þessarar
tilraunar með lækkun hámarks-
hraða og hvatti Vesturbæinga til
samstöðu um málið þannig að
virkur árangur næðist.
í lok fundarins skráðu þátttak-
endur sig í starfshópa um skóla-
mál, félagsmál, málefni aldraðra
og umferðarmál.
"É6 FRNN ÆTR KHRTÖFLU
i P0KRNUM, KRLLI?"
Skólaslit í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
SKÓLASLIT á vorönn 1983 í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja fóru
fram í Kefíavíkurkirkju iaugar-
daginn 21. maí, og hófst athöfn-
in kl. 10.30.
Leifur ísaksson, sveitarstjóri í
Vatnsleysustrandarhreppi, flutti
ávarp af hálfu Sambands sveitar-
félaga á Suðurnesjum. Ægir Sig-
urðsson, áfangastjóri, flutti yfirlit
um starfsemi skólans á önninni,
og kór skólans söng nokkur lög
undir stjórn Martial Nardeau.
Brautskráðir voru 34 nemendur:
2 af tveggja ára viðskiptabraut, 11
iðnnemar og 21 stúdent.
fvar Pétur Guðnason flutti
kveðjuorð fyrir hönd hinna
brautskráðu, og að lokum ávarp-
aði Jón Böðvarsson, skólameistari,
nemendur og aðra sem athöfnina
sóttu.
Iðnnemahópurinn
Stúdentahópurinn