Morgunblaðið - 30.06.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.06.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 23 Árás á sendiráð í San Salvador SAMSTARFSMAÐUR Roberto d’Aubuisson, leiðtoga hægri öfga- manna í El Salvador, hefur verið ráðinn af dögum, árás var gerð á bandaríska sendiráðið í höfuðborg- inni San Salvador og særður ofursti hélt í skefjum 10 mönnum sem reyndu að hafa hann á brott með sér með valdi. Aðdráttarafl jarðar kannað Vandenberg-flugstöðinni, Kaliforníu, 28.júní. AP. GERVITUNGL, sem m.a. mun rannsaka aðdráttarafl jarðarinn- ar og tilurð norðurljósanna, var sent á braut um jörðu í dag. Gervitunglið mun afla upp- lýsinga fyrir bandaríska her- inn svo og eðlisfræðistofnun við John Hopkins háskólann í Maryland. Ekki hefur enn ver- ið ákveðið hversu lengi gervi- tunglið verður á braut um jörðu, en talið er að það verði 2-4 ár í rannsóknum sínum. Mótmæli gegn frumvarpi um fóstureyðingar Madrid. 28. júní. AP. NOKKUR þúsund manns mótmæltu í gær breytingum sem jafnaðarmanna- stjórn Felipe Gonzalez hyggst reyna að ná fram á lögum um fóstureyðingar. Stjórnin leggur til, að fóstureyðingar verði leyfðar í þremur tilfellum, þ.e. þegar lífi móður er stofnað í hættu, ef um sannanlega fósturskemmd er að ræða eða nauðgun hefur átt sér stað. Lögreglan í Madrid telur að um sex þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum sem stóðu í tvær klukkustundir, og viðstaddir báru spjöld sem á var letrað:„Fóstureyð- ing = Morð“ og hrópuð voru vígorð gegn stefnu stjórnarinnar í þessum málum. Nokkrir kaþólskir prestar ávörpuðu einnig mannfjöldann og lýstu yfir vanþóknun sinni á þessum fyrirhuguðu breytingum. Neðri deild spænska þingsins mun fj^lia um fóstureyðingarfrumvarpið innan skamms, en ef það verður samþykkt er um að ræða mikla breytingu frá núgildandi lögum þar sem fóstureyðingar eru refsiverðar. Ætla að bjarga flota Napóleons Alexandríu Kgyptalandi, 24. júní. AP. HÓPUR vísinda- og áhuga- manna á vegum frönsku stjórnarinnar er byrjaður und- irbúningsvinnu í Abukir-flóa við strendur Egyptalands og ósar Nílar, en þar er ætlunin að bjarga því sem bjargað verður af flota Napóleons Bon- aparte, sem breski flotinn sökkti á þessum slóðum í orrustunni um Níl árið 1798. Jaques Dumas, formaður leið- angursins, sagði frétta- mönnum að undirbúningurinn myndi standa yfir í 2—3 vikur. Hópurinn ræður yfir frönsk- um tundurspilli sem mun stað- arákvarða skipsflökin með fullkomnum djúpleitartækjum. Síðan er hugmyndin að kafarar taki upp á yfirborðið allt laus- legt sem finnst, en kafarakúlur og kranar sái um það sem þyngra er og erfiðara í meðför- um. Alþýðufrelsissveitirnar, einn fimm hópa vinstrisinnaðra skæru- liða, kváðust hafa gert árásina á bandaríska sendiráðið. Yfirvöld telja að vinstrihópar hafi einnig staðið fyrir hinum árásunum tveimur. Aðstoðarmaður d’Aubuissons, Rene Barrios Amaya, varð fyrir vélbyssuárás skömmu eftir að hann fór heim til sín frá skrifstofu sinni og beið samstundis bana. Barrios var fyrrverandi leiðtogi félags vörubifreiðastjóra og átti sæti í framkvæmdastjórn í stjórn- málasamtökum d’Aubuissons, Ar- ena (bandalag lýðveldissinnaðra þjóðernissinna). Fótgangandi maður hóf árásina á sendiráðið með flugskeyti og nokkrum mínútum síðar var kúl- um látið rigna yfir það úr tveimur bifreiðum sem óku fram hjá. Flugskeytið lenti á tré og sprakk án þess að valda tjóni, nokkrar rúður brotnuðu í kúlnaregninu og engan sakaði. Sjónarvottar segja að sendiráðsverðir hafi svarað skothríðinni, en talsmaður sendi- ráðsins neitaði því. Tíu vopnaðir menn reyndu að ræna yfirdómara hersins, Jose Angel Avedano ofursta, og særðu hann á fæti og í kviði. Ofurstinn svaraði skothríðinni og særði nokkra af árásarmönnunum.sem flúðu í vörubifreið. 4» Belgir hátt til himins svífa • Hver loftbelgurinn af öórum hefur sig til flugs af Concorde-torginu í París, þar sem árleg loftbelgjakeppni hófst um sfðustu helgi. Ekki er skilvrði að belgirnir svífl allir einhverja ákveðna leið, heldur sigrar sá sem lengst flýgur áður en hann neyðist til að lenda. símamynd AP. Mest fyrir peningana! Frá því að hinn nýi MAZDA 626 kom á markaöinn fyrir nokkrum mánuðum síðan, þá hefur hann fengið geysilega lofsamlegar umsagnir og dóma um víða veröld, ekki síst fyrir gott rými og þægindi. Við skulum bera saman tölur um rými í nokkrum tegundum bíla: MAZDA 626 SAAB 900 VOLVO 240 BMW 520 I CRESSIDA - V j . .iTTV., ^ 1 1 Breidd aftursætissetu cm 140 133 140 138 134 Lengd farþegarýmis 11 — 186 176 187 183 179 Höfuðrými fram í 21 — 94 93 95 94 92.5 Höfuðrými aftur í 2) — 87 90 88 88 87.5 Framhjóladrif Já Já Nei Nei Nei 11 Mælt frá miðjum bensínpedala að neðstu brún aftursætisbaks 2) Mælt með 13° -15° bakhalla Um vandaða smíð og góða aksturseiginleika MAZDA 626 þarf ekki að efast Hann er hannaður með nýjustu tölvutækni og framleiddur í fullkomnustu bíla^erksmiðju í heiminum í dag. Hann bar meðal annars sigurorð af hinum nýja MERCEDES BENZ 190 í keppni vestur-þýska bílatímaritsins AUTO ZEITUNG um Evrópubikarinn og segir það ekki svo lítið. Nú eftir lækkun innflutningsgjalds, þá er MAZDA 626 á ótrúlega hagstæðu verði: Kr.307-000 626 4 dyra Saloon Hvað kosta hinir? Kannaðu það. BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.