Morgunblaðið - 30.06.1983, Síða 33

Morgunblaðið - 30.06.1983, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 33 * Þórður Friðjónsson á fundi stjórnar Verzlunarráðs Islands: Oll efnahagsstarf- semi í stórhættu ef ekki hefði verið gripið til aðgerða ÞÓRÐUR Fridjónsson, efnahagsráóunautur ríkisstjórnarinnar, flutti erindi á fundi stjórnar Verzlunarráðs fslands á dögunum um efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar og áhrif þeirra. í máli hans kom fram, að markmið efnahags- stefnunnar væru þríþætt: Koma í veg fyrir að kreppa lami efnahagslífið, koma á jafnvægi og stöðugleika í þjóðarbúskapnum og stuðla að uppbygg- ingu í atvinnulífínu. Til þess að ná fyrstnefnda markmiðinu hefði verið nauðsyn- legt að grípa til þeirra efnahags- ráðstafana, sem nú eru fram komnar. Um áhrif þeirra sagði Þórður, að gert væri ráð fyrir að meðaltalshækkun verðbólgu milli áranna 1982 og 1983 yrði 104%, verðbólgan frá upphafi til loka árs yrði 83%, en verðbólguhraðinn í árslok yrði um 30%. Ef ekki hefði verið gripið til að- gerða, hefði verið fyrirsjáanlegt, að meðaltalshækkun verðbólgu yrði 90% milli áranna 1982 og 1983 og verðbólgan frá upphafi til loka árs um 134%. Meginmunur- inn er, að með þessum aðgerðum er komið í veg fyrir að verðbólgu- hraðinn í lok ársins yrði vel yfir 100% og öll efnahagsstarfsemi þar með í stórhættu. Þórður sagði ennfremur, að all- mikils misskilnings hefði gætt varðandi áhrif efnahagsaðgerð- anna á kaupmátt. Kaupmáttur tekna hefði að öðru óbreyttu rýrn- að um a.m.k. 10% til 11% að með- altali milli áranna 1982 og 1983. Áhrif af aðgerðum yrðu á hinn bóginn þau, að kaupmáttarrýrn- unin yrði um 14% og því aðeins 3% meiri en að óbreyttu. Er þá hvorki tekið tillit til þeirra áhrifa, sem óðaverðbólga hefði á atvinnu- ástand og þar með tekjur né lengri tíma áhrifa á lífskjör af óheftri verðlagsþróun. Maímánuður: Framfærslukostnaður hækkaði um 1% í EBE — Mest hækkun í Grikklandi, en minnst í Vestur-Þýzkalandi Framfærslukostnaður í ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, EBE, hækkaði um 1% í maímánuði sl., sem er mesta mánaðarhækkun í löndunum á einu ári, samkvæmt upplýsingum hagdeildar EBE. Talsmaður EBE sagði, að hækk- un framfærslukostnaðar hefði verið 0,9% í aprílmánuði sl. og 0,7% í marzmánuði. Það kom ennfremur fram, að verðbólgu- hraðinn er nú 8,7% í löndum EBE, en hann var 9% í aprílánuði. Verðbólga er nú sú minnsta um nokkurra mánaða skeið. Vísitala framfærslukostnaðar var 224,3 stig í löndum EBE. Hafði hækkað úr 222,0 stigum í apríl- mánuði og úr 206,3 stigum í maí- mánuði á síðasta ári. Hækkun framfærslukostnaðar var mest í Grikklandi, eða 1,7%. í Bretlandi og Frakklandi var hækkunin 1,4%, um 1% á Ítalíu og um 0,6% í Danmörku. Minnst var hækkunin í Hollandi, 0,4%, í Belgíu og Luxemborg 0,3% og 0,2% í Vestur-Þýzkalandi. Framleiðslusamdrátturinn 1982/ 1983 sá næstmesti frá lokum heimsstyrjaldar SAMANLAGÐUR samdráttur í framleiðslu áranna 1982 og 1983 verður sá næst mesti sem komið hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar, að því er segir í maíhefti Hagtalna mánaðarins. Byggt er á þjóðhagsspá fyrir árið 1983, en útlit er fyrir, að sjávarafli dragist enn meira saman en gert er ráð fyrir í þeirri spá. í fréttabréfi Verzlunarráðs ís- lands segir, að alls hafi samdrátt- arskeiðin verið fimm, þ.e. árin 1949 til 1952, árið 1957, árin 1967 og 1968, árið 1975 og árin 1982 til 1983. Mesti framleiðslusamdrátt- ur varð á árunum 1967 og 1968, eða samanlagt 7,9% af þjóðar- framleiðslu ársins 1966. Fram- leiðslusamdrátturinn 1982 og 1983 varð hins vegar 6,9% af þjóðar- framleiðslu ársins 1980. Aðra sögu er að segja um tekju- samdráttinn, þ.e. samdrátt þjóð- arteknanna. Tekjusamdrátturinn árin 1982 og 1983 varð 5,7%, sem er minna en á samdráttarárunum 1949 til 1952, 1967 og 1968 og árið 1975. Mestur varð tekjusamdrátt- urinn á árunum 1949 til 1952, eða samanlagt 14,1% af þjóðartekjum ársins 1948. Tekjusamdrátturinn 1967 og 1968 varð hins vegar 11,8%. Meðfylgjandi tafla sýnir framleiðslu- og tekjusamdrátt þeirra samdráttartímabila, sem komið hafa frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. S AMDRÁTT ARTÍM ABIL ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLU 0G ÞJÓÐARTEKNA 1949/1952 1957 1967/1968 1975 1982/1983 Framleiðslusamdráttur 6,7% 0,5% 7,9% 2,0% 6,9% Tekjusamdráttur 14,1% 1,4% 11,8% 5,8% 5,7% Hef opnaö lækningastofu aö Elliheimilinu Grund Sérgrein: Gigtlækningar Viötalstími eftir umtali, sími 26222. Símaviötalstími mánudaga—föstudaga kl. 12—13. Árni Tómas Ragnarsson lasknir. NÝTT FRÁ ABU Með Abumatic veröa engir erfiöleikar i byrjun. Hvert kast heppnast. Þaö er útilokað aö flækja. I öllum sínum einfaldleika er Abumatic gæöahjól. Allir hlutir eru geröir meö sömu vand- virkni og í dýrari hjólum frá Abu. Abumatic dugar ár eftir ár hve oft sem hjóliö er notaö. VELDU RÉTT. VELDU ABUMATIC GAS- VATNSHITARI Hentugur fyrir bað og uppvask t.d. í sumarbústaðinn ogbátinn, auðvelt að færa úr stað. KJÖLUR SF. Borgartún 33.105 Reykjavík. Símar 21490 - 21846

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.