Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 „Við byggjum á frjálslyndi og höfimm sósialisma...“ — Rætt við Lucas Pires, formann Miðdemókrata og almenn heilabrot um pólitík í Portúgal Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir „Nýi Miödemókrataflokkur- inn vill vera öðruvísi, leita nýrra leiða og hefja til vegs önnur gildi sem byggjast á frjálslyndri stefnu í opnu samfélagi. Byltingunni, sem hófst 1974 er í reynd loksins lokið nú og farið að hilla undir það framtíðarsamfé- lag, sem reynist vonandi unnt að byggja upp í landinu. Portúgal hefur köllun og þörf fyrir frjálslyndi, það er óhugsandi, aö hér geti þrifizt sósialismi.“ Þetta sagði Lucas Pires, nýr formaður Miðdemókrataflokksins í Portúgal, þegar við ræddum saman í aðalstöðvum flokks- ins í Lissabon fyrir fáeinum dögum, það hús er kennt við Amaro do heitinn Costa, fyrrverandi varnarmálaráðh- erra sem fórst í flugslysinu með Sa Carneiro. Lucas Pires er að margra dómi skærasta stjarnan í portúgalskri pólitík; þó svo að flokkur hans hafi misst nokkuð fylgi í kosningunum í apríl þótti eftirtektarvert að Pir- es skyldi takast að leiða flokkinn með þeim glæsibrag að hann fengi 40 þingmenn kjörna, þrátt fyrir að Freitos do Amaral, fyrrverandi formaður hans, léti af því starfi aðeins tveimur mánuðum fyrir kosningar. Þótti ýmsum sem hann skildi flokkinn eftir í hálfgerðu reiðileysi. Kjör Pires var ekki einróma, ýmsir vildu fá reyndari mann þar á meðal voru ýmsir af frumkvöðl- um og stofnendum Miðdemókrata- flokksins. Bandalag það sem Pires gerði við fyrrv. ráðherra í stjórn Salazaars, Adriano Moreira, og ýmsa aðra sem eru taldif ívið hægri sinnaðri en góðu hófi gegn- ir, varð umdeilt en bar þann ár- angur sem til stóð. Þó svo að menn greini á um þær leiðir sem Pires notaði, ber öllum saman um, að hann sé maðurinn sem koma skal. „Innan tíu ára verður Miðdemókrataflokkurinn orðinn stærsta stjórnmálaaflið í landinu, einfaldlega vegna þess að unga fólkið er með okkur og skoð- anir og hugsjónir flokksins skír- skota til þess,“ sagði Pires. Ég bar þessa fullyrðingu undir ýmsa sem töldu að hún ætti við rök að styðj- ast, og einkum og sér í lagi myndi það verða Miðdemókrataflokknum til framdráttar að hann hefur tek- ið upp frjálslyndari stefnu og er mjög afdráttarlaus í afstöu til sósíalisma. Lucas Pires er ættaður frá há- skólabænum Coimbra í Mið- Portúgal. Hann er ekki ýkja há- vaxinn maður, vantar þó nokkur ár í fertugt, þykkari nokkuð og þénugri en ég hafði ímyndað mér hann af myndum. Hann er ekki portúgalskur í útliti — það er hér hvorki lof né last. Ég spurði hann hvort óhugsandi hefði verið framhald á samstarfi Miðdemókrata og Sósíaldemó- krata innan Lýðræðisbandalags- ins, en í þeirri stjórn gegndi Pires embætti menningarmálaráðherra. „Það var Francisco Sa Carneiro sem var lífið, sálin og hugsuðurinn í Lýðræðisbandalaginu. Við fráfall hans hvarf sá andi sem ríkti innan þess. Sósíaldemókrataflokkurinn missti mikilhæfan leiðtoga og hef- ur ekki tekizt að finna áttirnar aftur. Hann er að vísu kominn í stjórn nú með Sósíalistaflokknum, en er þar áhrifalaus með öllu. Og það sem meira er menn gera sér fulla grein fyrir því. Við slíkar að- stæður er vont að starfa. Það er vont að hafa ekki menn innan vé- banda flokksins sem skírskota til Mota Pinto, varaforsætisráðherra. Do Amaral verður líklega frambjóð- andi CDS í næstu forsetakosningum — og keppir þá væntanlega við Mar- io Soares. Sa Carneiro — er að verða dýrlingur í augum landa sinna. fólksins — málefni eru góð og gild, en það verður að gera þær kröfur að mönnum sé treystandi til að fylgja eftir þeim hinum góðu mál- um.“ Þegar rætt var við menn um stjórnmál voru svörin að vísu marglit og drógu dám af því, hvaða flokki hver viðkomandi fylgdi. Þó var auðheyrt, að margir vantreystu Sósíaldemókrata- flokknum i stjórn. „Þessi stjórn getur komið ýmsu í verk ef Sósial- demókratar lúta vilja Mario Soar- es og gera engar vitleysur," var svar sem oft og einatt kvað við. í ljós kom að töluverðrar beizkju gætir í garð núverandi formanns flokksins, Mota Pinto, sem er varaforsætisráðherra og fer einn- ig með varnarmál. Bent var á feril hans því til rökstuðnings: hann hefði verið kosinn á stjórnlaga- þingið fyrir Sósíaldemókrata árið 1975, en síðan hefði honum sinn- azt við Sa Carneiro og hann hefði farið úr flokknum í fússi. Að vísu var hann forsætisráðherra í utan- þingsstjórn sem Eanes forseti skipaði og sat í nokkra mánuði, en hann kom þar ekki beinlínis fram sem flokkspólitíkus. Mota Pinto sneri sér síðan aftur að kennslu- störfum og lét ekki mikið fara fyrir sér. Eftir fráfall Sa Carneir- os tók Pinto Balsemao við eins og margsinnis hefur komið fram og Mota Pinto fylgdist með máttleys- islegum tilburðum hans til að leiða ríkisstjórnina og Sósíaldemókrataflokkinn. Þegar sýnt var að Balsemao myndi fara frá kom Mota Pinto fram á sjón- arsviðið að nýju „og þóttist vera arftaki Sa Carneiros og ætla að framfylgja stefnumálum hans,“ sögðu ýmsir og voru heldur beizk- ir. Þó dregur enginn í efa að Mota Pinto er maður ljóngáfaður og vel máli farinn, en menn telja hann tvöfaldan í roðinu og ekki til þess fallinn að laða að kjósendur til PSD á sama hátt og Sa Carneiro. Auðvitað verður að hafa í huga að það er enginn barnaleikur að taka við merki Sa Carneiros, sem segja má að sé nánast að komast í dýrlingatölu í Portúgal. En Mota Pinto þykir snjall og fróður um Lucas Pires, formaður Miðdemó- krataflokksins. efnahagsmál og það er ekki líklegt að Sósíaldemókrataflokkurinn hafni forystu hans um skeið, að minnsta kosti ekki meðan forystu- mál flokksins eru ekki í betra horfi en nú er. Þá er því heldur ekki að neita að nokkurrar gremju gætir í garð do Amaral, að hann skyldi segja af sér forystu í Miðdemókrataflokkn- um rétt fyrir kosningar og ber mönnum saman um að fáum eða engum hefði tekizt að ná þeim ár- angri en Lucas Pires, þó svo að um fylgistap yrði að ræða. Um það sagði Pires við mig: „Fylgistap okkar var óverulegt, þegar þess er gætt að við urðum að glíma við þrjú mjög flókin vandamál. Þar ber auðvitað fyrst að nefna brott- för do Amaral, sem hefði verið allt í öllu. Vegna þessa held ég að kosningaþátttaka CDS-kjósenda hafi orðið dræmari en ella. Óein- ing sú sem kom upp á flokksþing- inu um formennsku mína — og ég sé enga ástæðu til að draga fjöður yfir að það ríkti ekki eining — hafði sín áhrif svo að um hríð skiptist flokkurinn í fylkingar. Dugleysi ríkisstjórnarinnar bitn- aði einnig af meiri ósanngirni á okkur en PSD. Nú skiptir mestu að safna liði og ná saman. Við verðum að berjast gegn öllu því sem á eitthvað skylt við sósíal- isma því að við getum aldrei sætt okkur við að Portúgal verði sósíal- istaríki, enda er sú hætta nú von- andi hjá garði gengin. Auðvitað er fráleitt að halda því fram að hin nýja og opna frjálslyndisstefna flokksins sé hægri stefna í þeim skilningi sem er verið að leggja í hugtakið víða um lönd. Við byggj- um á frjálslyndi sem á ekkert skylt við öfgastefnur í hvaða áttir sem þær stefna." Lucas Pires sagðist gera því skóna að Freitos do Amaral myndi verða frambjóðandi Miðdemó- krataflokksins við forseta- kosningarnar í landinu eftir tvö ár. Miklar vangaveltur höfðu verið um það mál, en af orðum Pires mátti ráða að það væri svona allt að því ákveðið. Én þó svo að Pires sé baráttu- glaður fyrir hönd síns flokks og væri nánast búinn að láta do Am- aral vinna í kosningunum er ekki Mario Soares greiðir atkvæði í kosningunum 25. aprfl sl. Kommúnistar tóku yfir blaðið Republica vorið 1975. Myndin er tekin við upphaf byltingarinnar 25. aprfl 1974.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.