Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 Átta punktar um efha- hagsmál við stjórnarskipti — eftir dr. Gunnar Thoroddsen Hér verða rakin meginatriði ís- lenskra efnahags- og atvinnumála við stjórnarskiptin. Viðskiptajöfnuður við útlönd Það er grundvallaratriði öllu at- vinnu- og efnahagslífi þjóðarinn- ar, að jafnvægi haldist í viðskipt- um við önnur lönd. Þjóðin má ekki eyða meir en hún aflar. í þjóðhagsspá fyrir árið 1982, sem samin var af Þjóðhagsstofnun og lögð fram á Alþingi af forsæt- isráðherra í október 1981, var því spáð og að því stefnt, að jafnvægi mundi verða í viðskiptum við út- lönd á því ári. Skömmu síðar skullu á eða urðu augljós þau áföll, sem gerbreyttu góðum horfum. Heimskreppan olli því, að útlit versnaði í sumum greinum, bati lét á sér standa í öðrum. Skreið seldist ekki. Loðna veiddist ekki. Vertíð brást vonum. Horfði nú svo, að viðskiptajöfn- uður ársins ’82 gæti, ef eigi yrði gripið til aðgerða, breyst úr jafn- stöðu í halla, er næmi 12% af þjóðarframleiðslu eða þrem og hálfum milljarði króna. Mætti og búast við svipuðum halla, 12%, í ár, 1983. Ríkisstjórnin ákvað í ágústmán- uði 1982 efnahagsaðgerðir og gaf út bráðabirgðalög og yfirlýsingu. í henni var lögð þung áhersla á að draga úr viðskiptahallanum og að ná þar iafnvægi á næstu 2 árum, þ.e. ’83 og ’84. Vegna ágúst-aðgerðanna og annarra ráðstafana ríkisstjórnar- innar og að nokkru vegna heldur hagstæðari þróunar olíuverðs tókst að minnka viðskiptahallann á árinu ’82 úr þeim 12%, sem spáð var, í 10%, — eða úr rúmlega þrem og hálfum milljarði króna í þrjá milljarða. En árangurinn í ár, ’83, verður væntanlega mun meiri og miklu betri en björtustu vonir stóðu til. í stað 12% halla, sem spáð var án aðgerða, mun hallinn verða, eftir efnahagsaðgerðir fyrrv. rík- isstjórnar, um 2Vfe% af þjóðar- framleiðslu, eða um einn milljarð- ur króna. Er það stórfelldur bati frá fyrri spám. Varðandi viðskiptajöfnuð vor- um við því vel á vegi fyrir stjórn- arskiptin að ná settu marki. Næg vinna Undanfarin þrjú ár hefur á Norður- og Vesturlöndum skollið á og magnast atvinnuleysi, sum- part vegna heimskreppu, en öðr- um þræði vegna efnahagsstefnu stjórnvalda. í Bandaríkjunum og Kanada er tíundi hver maður atvinnulaus. í Efnahagsbandalagi Evrópu eru þessi lönd: Þýskaland, Frakk- land, Ítalía, Holland, Belgía, Lux- emborg, Bretland, írland, Dan- mörk og Grikkland. í Efnahagsbandalaginu í heild eru nú atvinnulausar 12 milljónir manna, 10 af hundraði, þar af 40% æskufólk undir 25 ára aldri. í Svíþjóð og Finnlandi er at- vinnuleysið 6—8%. í hinum olíuauðugu löndum, Noregi og Bretlandi, hefur einnig sigið á ógæfuhlið. Þó að þessar þjóðir hafi fengið feikna olíugróða og hafi því ekki viðskiptahalla né gjaldeyrisskort að glíma við, hefur atvinnuleysi magnast. 1 Englandi hefur atvinnuleysi aukist á þrem árum, úr 1,4 millj- ónum í yfir 3 milljónir. Hundr- aðstala atvinnulausra er þar kom- in upp í 13—14% allra vinnufærra manna. Á sama tíma og allt þetta er að gerast í grannlöndum, hefur at- vinnuleysi verið 0,2—0,7% á ís- landi, enda mörkuð stefna fyrrv. ríkisstjórnar að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Hvergi á byggðu bóli er það talið almennt atvinnuleysi, þótt skráðir séu atvinnuumsækj- endur 1—2% af vinnuafli eða minna. Hér skulu nefnd tvö dæmi frá liðnu vori um áróður í tilteknum blöðum: 1) Atvinnuleysi á íslandi þrefald- ast samkvæmt oinberri skrán- ingu! Hættuástand! Staðreyndin var þessi: Skráning sýndi 0,9% í stað 0,3% árið áður. 2) Stórfelldar uppsagnir í verk- smiðjum. Alvarlegt atvinnu- leysi í iðnaði. Staðreynd: Ég spurðist fyrir hjá Iðju, fé- lagi verksmiðjufólks, sem fylg- ist betur en aðrir með atvinnu- ástandi hjá sínu fólki. 20 manns voru að leita atvinnu, af 4.000 manns á þessum vinnu- markaði, eða hálft prósent. Þegar stjórnarskiptin urðu, var næg atvinna í landinu. Stefna fyrrverandi ríkisstjórnar hafði borið árangur á fjórða ár og ber enn. Gengislækkun Nýja ríkisstjórnin ákvað geng- isfellingu, þannig að erlendur gjaldeyrir hækkaði í verði um 17%. Fyrir stjórnarskiptin taldi Seðlabankinn ekki ástæðu til þess að gera tillögu um gengisfellingu. Afkoma frystihúsanna gæfi ekki tilefni og útflutningsiðnaður stæði vel að því er varðar gengisskrán- ingu. Seðlabankinn vildi fylgja fyrri stefnu sinni um að láta gengið síga eftir því sem þarfir atvinnu- lífsins krefðu. Þegar núverandi ríkisstjórn ákvað að fella gengið, var það póli- tisk ákvörðun hennar og má færa fyrir henni rök og gagnrök. 1) Það er oft til hægðarauka fyrir viðtakandi ríkisstjórn að fella gengi. Það greiðir í bili úr að- kallandi vandamálum, m.a. afl- ar ríkisstjórninnj fjár í geng- ismunarsjóð til ýmissa ráðstaf- ana. Auk þess getur verið þægi- legt að skrifa gengislækkun á reikning fyrrverandi stjórnar, ef það hentar. 2) Það var yfirlýstur tilgangur stjórnarinnar með gengisfell- ingunni í maí, að hætta um sinn gengissigi, en reyna að festa gengið um skeið. Þetta er svipuð ráðstöfun og fyrri ríkis- stjórn gerði um áramót ’80—’81 og stóð þá í 5 mánuði. 3) Gengisfellingin kallar hinsveg- ar fram eftirköst, þegar vöru- verð hækkar af hennar völdum. Nú bitnar það mest á launa- fólki, þar sem með lögum hafa verið teknar af eða takmarkað- ar þær verðbætur, sem áttu að bæta launamönnum aukna dýrtíð. Telja margir að þetta Gunnar Thoroddsen „Upplýsingar þær, sem raktar hafa verið í þess- ari grein, eiga að sýna rétta og sanna mynd af ástandi mála við stjórn- arskiptin. Þær ættu að duga til þess, að menn láti nú linna öfgafullum ræðum og ritsmíðum — höfundum þeirra til lítils sóma, um „versta við- skilnað í sögu lýðveldis- ins“, „hrikalegasta ástand í hálfa öld“ og glatað lánstraust ís- lenzku þjóðarinnar.“ gengisstökk hafi verið of stórt. Þetta er áhyggjuefni. Rök eru því til með og á móti gengisfellingunni. En það er ekki hægt að rekja gengisfellinguna til fyrrverandi ríkisstjórnar né rökstyðja hana með ástandi efna- hagsmála við stjórnarskiptin. Gjaldeyrisforði Það hefur löngum verið góð og gild regla, að gjaldeyrissjóður landsmanna nægði jafnan fyrir tveggja til þriggja mánaða inn- flutningi. Um áramót nam gjaldeyrisforð- inn upphæð sem svarar til inn- flutnings í 2% mánuð. Allvel var því að þessum þætti mála staðið fyrir stjórnarskipti. Verðbólga Verðbólga er einn þáttur at- vinnu- og efnahagsmála en ekki sá eini. Aðrir mikilvægir þættir eru þessir: Viðskipti við útlönd, full atvinna, gengi krónunnar, gjaldeyrissjóður, ríkisfjármál, útlán og innlán, erlend lán. Allar ríkisstjórnir á fslandi í hálfa öld hafa glímt við þennan Glám og flestar líklega lagt út í þá viðureign með bjartsýni hans og orð í huga: Ekki hræðumk ek flyk- ur þær... En flestar hafa orðið að lúta í lægra haldi. Ríkisstjórnin frá 1971 fékk litla verðbólgu í veganesti, en lauk með 50% verðbólgu, sem aðallega staf- aði af verðsprengingu olíu. Stjórnin 1974 tók við 50% verð- bólgu án þess að nokkurt sjálf- virkt verðbótakerfi væri í gangi. Hún skilaði af sér eftir 4 ár 50% verðbólgu ásamt því magnaðasta skrúfugangs-vísitölukerfi, sem þekkst hefur hér á landi. Stjómin 1978 tók við þessari 50% verðbólgu. Henni tókst að fá sett athyglisverð lög um stjórn efnahagsmála, en þegar hún var sprengd í loft upp, var verðbólgan um 60%. Næsta ríkisstjórn var biðleikur. Ríkisstjórnin frá 1980 hafði að þessu leyti sama ásetning sem fyrirrennarar, að ná verðbólgunni niður. Á fyrri hluta starfstíma tókst það, þannig að i árslok ’81 hafði verðbólgan minnkað um þriðjung, var komin í 40% í stað 60%. En síðan, bæði ’82 og ’83, hafa þessi mál að nýju gengið úr skorð- um. Verður hér gerð grein fyrir orsökum þess og tilraunum til við- náms. Verðbólgan stafar að hluta til af erlendum verðhækkunum, sem ís- lendingar ráða engu um, og verð- falli og sölutregðu á afurðum okkar. Stundum stafar hún af ástæðum, sem við höfum ráð gegn, einhverja kosti, sem við getum valið um. Ég nefni dæmi. Um síð- ustu áramót stóð útgerðin svo illa, að annaðhvort yrði að hækka fisk- verð til hennar stórlega, eða hún mundi stöðvast. Ef ætti að hækka fiskverðið, þyrfti að lækka gengi krónunnar til þess að fiskvinnslan gæti greitt hið hækkaða fiskverð. Það þýddi nýja verðhækkana- og verðbólguskriðu. Þrátt fyrir þetta valdi ríkisstjórnin þá leið, vegna þess að hún vildi ekki leiða yfir landsfólkið það atvinnuleysi, sem ella hefði komið í kjölfarið. Þriðji verðbólguvaldur er verð- bótakerfið. Það kerfi er tvíþætt. Annarsvegar er sá tilgangur að tryggja það, að kaupmáttur launa haldist í hendur við framfærslu- kostnað og rýrni ekki við aukna dýrtíð. Á hinn bóginn veldur þetta kerfi sjálfvirkum víxlhækkunum verð- lags og launa, sem eiga ekkert skylt við kaupmáttinn og hafa engin áhrif á hann, nema þá helst að draga hann niður, þegar frá líð- ur. öll viðleitni mín undangengin ár til að fá fram breytingar á verðbótakerfinu, hefur miðað að því að afnema þessa agnúa, án þess að skerða kaupmáttinn. Þessar tilraunir skiluðu ekki ár- angri, hvorki innan ríkisstjórnar- innar né heldur á Alþingi, þegar þangað var leitað. Var þó hverjum einasta alþingismanni ljóst, að óbreytt gæti verðbótakerfið ekki staðið stundinni lengur. Ég ætla því að undir niðri hafi það verið sammæli allra, að eftir kosningar yrði hver sú stjórn, er við tæki, að gerbreyta strax þessu sjálfvirka, verðbólguaukandi kerfi. í áróðrinum gegn ríkisstjórn- inni fyrir þá sök, að hún hefði ekki stöðvað vísitölu-skrúfuganginn, tóku einhverjir áróðurinn svo bókstaflega, að þeir héldu, að rík- isstjórn Gunnars Thoroddsen hefði búið til þetta sjálfvirka vísi- tölukerfi, sem mestum erfiðleik- um veldur í verðbólgunni. Svo var nú ekki, heldur höfum við erft það í öllum meginatriðum frá kjarasamningum Vinnuveit- endasambands Islands og Alþýðu- sambands íslands árið 1977, þegar Geir Hallgrímsson var forsætis- ráðherra. Ríkissjóður Á árunum fyrir 1980 hafði oftast verið halli á ríkissjóði og safnast upp lausaskuldir ríkis- sjóðs við Seðlabankann. Ríkissjórnin lagði í upphafi þunga áherslu á, að ríkissjóður yrði rekinn hallalaust og helst með nokkrum afgangi. Þetta hefur tekist svo vel, að í þrjú ár, 1980—’82, var afgangur hjá ríkis- sjóði á hverju ári og því unnt að grynna stórum á skuldum við Seðlabankann frá fyrri árum. Það, sem af er þessu ári, er afkoma rík- issjóðs viðunandi og svipuð meðal- tali nokkurra síðustu ára, þrátt fyrir stórminnkaðar tolltekjur, vegna þeirrar þjóðarnauðsynjar að draga úr innflutningi og minnka viðskiptahallann. Þessi góða afkoma ríkissjóðs skapaði traustan grunn til þess að mæta margvíslegum erfiðleikum. Peningamál — Banka- mál — Útlán — Sparifé í útlánum banka hefur öðru hvoru undanfarin 3 ár skort stöð- ugleika og jafnvægi, sveiflur vald- ið ókyrrð og aukið verðbólgu. Nokkur dæmi eru glögg, þar sem bankar11 hafa um tveggja til þriggja mánaða skeið stóraukið útlán sín, — ekki til atvinnuveg- anna, heldur einkum almenn út- lán. Kom þá jafnan í kjölfarið inn- flutningsalda, sem jók viðskipta- hallann. Bankarnir voru ekki að lána út eigið ráðstöfunarfé, svo sem aukið sparifé, heldur sóttu þeir útlánsféð í yfirdrátt í Seðla- banka, sem þannig gerði þetta mögulegt. Þessar athugasemdir eru ekki frá mér einum, heldur hefur sér- fræðinganefnd Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins gert aðfinnslur sama efnis í sömu átt. Eftir slíkar útlánahrinur koma eftirköstin. Bankarnir draga harkalega úr útlánum, oft þegar verst stendur á fyrir atvinnufyr- irtæki. Þessi rykkjapólitík í útlánum hefur torveldað baráttu gegn verðbólgu. Óvíða er jafnvægi mik- ilvægara en í útlánum. Sparifé í bönkum hefur á síð- ustu mánuðum ekki aukist eins og áður. Þó sker sig úr einn þáttur sparifjár. Það eru hinir fullverð- tryggðu sparireikningar, sem rík- isstjórnin ákvað í stjórnarsátt- mála, að upp skyldu teknir, en engir slíkir möguleikar voru áður til í bönkum. Ríkisstjómin setti lög, sem skylduðu bankana til þess að opna hjá sér slíka reikninga. Reynslan hefur svarað vonum. Inn á þetta sparifjárform hefur sparifé streymt. Það hefur gerst á rúmum tveim árum, að þetta sparifé hefur vaxið upp í fjóran og hálfan milljarð og er orðið meira en þriðjungur af heildarinnlánum banka. Erlendar skuldir Við mat á því, hvort taka skuli erlend lán, verða fslendingar allt- af að hafa í huga tvö megin- sjónarmið: Að um nauðsynleg þjóðþrifamál sé að ræða, °g að þjóðinni sé ekki íþyngt um of 11 Skýrt skal tekiö fram, aö hór eiga ekki allir bankarnir hlut aö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.